Dagur - 21.08.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 21.08.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 21. ágúst 1957 DAGUR I Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstjfa í Hafnarstræti 90. — Slmi 1166. ÁTgangurinn kostar kr. 75.00. BlaSið kemur út á miðvikudögunt. Galddagi er 1. júli. Prentverk Odds Björnssonar h.f. 43$Í$$Í$3$$Í$$$$3$$$$3$$$$$$$$$$$$$$$$$$Í3$$$$$$$*5* Þeir verða að skipta um yopjn SlÐUSTU MiSSIRIN hafa verið söguleg og lærdómsrík í stjórnmálasögunni hér á landi. Sj álf- stæðisflokkurinn, sem lengi hefur setið í ríkis- stjórn og "haft aðstöðu til að sitja yfir hlut ann- arra með yfirráðum sínum í aðalpeningastofmm- um landsins og með valdaaðstöðu á ýmsum öðrum stöðum, varð skyndilega utan gátta. Barátta hans gegn verkalýðnum áður fyrr, hafði skapað hon- um svo miklar óvildir launamanna og alls verka- fólks, að bilið varð bæði breytt og ógreitt yfir- ferðar. Alþýðubandalagið hafnaði því félagsskap við hann um stjórnarmyndun eftir síðustu kosn- ingar og kom þá skýrast ,í ljós að styrkur Sjálf- stæðisflokksins byggðist á því fyrst og fremst hve andstæðingar hans voru sundraðir. Sjálfstæðismenn báðu með illu og góðu um samvinnu, en Alþýðubandalagið hlustaði aðeins á, en hristi höfuðið. Framsóknarmenn mynduðu síð- an nýja ríkisstjórn í samvinnu við vinnandi stéttir og tóku til óspilltra málanna við hin margþættu stjórnarstörf. Síðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið uppi skæruhernaði, en alls staðar tapað. Fyrsta áhlaupið sem flolckurinn gerði var á lánstraust þjóðarinnar út á við. Til útlendra frétta stofnana voru gefnai' rangar fregnir af stjórn- málaviðburðunum hér heima og voru þær allar á eina bókina. Ríkisstjórninni skyldi ekki takast að ;fá lán til nauðsynlegra framkvæmda. Þessu áhlaupi var hrundið og Morgunblaðið varð að bera þann kross að birta fréttir af erlendum lán- tökum vegna milligöngu Vilihjálms Þór og óvirð- inguna af rógburðinum að auki. Við verðum að finna önnur ráð en þau ein að níkisstjórnin fái hvergi lán, sagði Ingólfur á. Hellu og ráðin fund- ust. Skal hér drepið á aðeins eitt þeirra. Sjálf- stæðisflokkurinn gerðist verkfallsflokkur og vann leynt og ljóst að því að æsa nokkra starfsmanna- hópa til að segja upp samningum og koma á glundroða í efnahagslífinu, því að vinnufriðurinn var fjöregg ríkisstjórnarinnar. Síðan hófst sú verkfallsalda, sem Morgunblaðið og bergmál þess út um land lýstu með feitletruðum fyrirsögnum viku eftir viku. Mátti ætla af þessum þrálátu fréttum um stórkostleg verkföll og samningsupp- sögnum, að hér logaði allt í vinnudeilum. Sjálf- stæðisflokkurinn neyddi fylgismenn sína í hópi ■atvinnurekenda til að hækka kaup starfsfólks síns, auglýstu það áberandi og sögðu undir rós við verkalýðsfélögin: Þetta borgum við, Ætlið þið ekki að reyna að fá kauphækkun? En hver eru svo hin eiginlegu verkföll, sem Morgunblaðið, Vísir og smóblöð úti- á landi hafa verið að auglýsa í vetur með hjálp stærsta leturs prentsmiðjanna og í krafti hins síendurtekna. — í Alþýðusambandi íslands eru 158 félög. Þau telja 30 þús. meðlimi. Þessi félög hafa gert verkfall: Bakarasveinafélagið, Félag ísl. atvinnuflugmanna, Flugvirkjafélag íslands, Félag faglærðra fram- reiðslumanna (á kaupskipunum), og Sjómannafél. Reykjavíkur. Það er aðgætandi, að öll eru félög þessi í höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins, Reykjavík. Uti á landi hefjjr verið vinnufriður. Yfirrhenn á kaupskipaflotanum gér-ðu svo verk- fall sem kunnugt er. Þeir voru um 200 talsins. En samtök þeirra eru ekki innan Alþýðusambands íslands, heldur í Farmanna- og fiskimannasambandi íslands. Sannleikurinn í þessu máli er því sá, að 5—6 hundruð manns af 30 þúsund hafa verið í verkfalli á þessu ári. Þær ráðstafanir, sem fjölmenn- ustu stéttarsamtök landsins stóðu að og ríkisstjórnin hafði forgöngu um, hafa reynzt haldbetri en Sjálfstæðismenn vonuðu. Verða þeir enn á ný að skipta um víg- stöðvar og vopn. jjjjj ff Tónskáld á Aknreyri. Hinn 19. þ. m. varð Jóhann Ó. Haraldsson 55 ára að aldri. Hann 2r fæddur 19. ágúst 1902 á Dag- yerðareyri við Eyjaíjörð. For- eldrar hans voru Katrín Jó- hannsdóttir og Haraldur Pálsson, organleikari og þekktur söng- maður, einn af stofnendum söng- félagsins ,,Heklu“ (1899). Jóhann dvaldist á Dagverðareyri til 10 ára aldurs. Fór þá að Ytri- Skjaldarvík og var þar 5 ár. Það- an lá leið hans að Efra-Rauðalæk á Þelamörk, og átti hann þar heima næstu 10 ár. Gagnfræða- próf tók hann á Akureyri. 1923 og stundáði svo um skeið kennslu á vetrum (heimiliskennslu), en al- genga sveitavinnu á sumrum. Um skeið var hann næturvörður ó símastöð Akureyrar. 28. júní 1929 giftist hann Þor- björgu Stefánsdóttur frá Skógum. Eignuðust þau einn son, Ingva Rafn, sem nú er rafvirkameistari hér á Akureyri. Þorbjörg andað- ist 11. desember 1931. Seinni kona hans er María Kristjáns- dóttir frá Skjaldarvík. Vorið 1935 tók Jóhann að fást við verzlunarstörf og bókhald, einkum við bókaverzlun Þor- steins Thorlacius, en sumarið 1942 gerðist hann endurskoðandi við Kaunpfélag Eyfirðinga og hefur gegnt því starfi síðan. Jóhann er söngmaður góður og glæsilegt tónskáld. Nokkur kór- lög hans haía birzf á víð og dreif, t,- d. í „Ljóðum og lögum“ Þórðar Kristleifssosar og í söngvasafni L. B. K. frá 1948. í viðbæti Kirkjusöngbókar, útgefnum 1946, eru 7 sálmalög eftir hann, en Jó- hann hefur árum saman verið organleikari á Möðruvöllum í Hörgárdal og í Glæsibæ við Eyjafjörð. — Langmestur hluti íónsmíða Jóhanns hefur þó hvergi birzt. Mun hann’ hafa samið allt að 100 söhglögum. Mest mun þar fara ’ fyrir ein- söngslögum. Ennfremur hefur hann samið Tög fyrir hljóðfæri, einkum „orgel-prelúdíur“. Jóhann hefur að mörgu leyti verið hamingjusamur maður, enda þótt hann hafi, eins og aðr- ir, orðið að berjast við ýmsa erf- iðleika (t. d. sjúkdóma). Konur hefur hann eignast ágætar, góðan og gegnan son, og fjölhæfar gáf- ur hefur hann fengið í vöggugjöf. T. d. er hann ágætur stærðfræð- ingur, og ef hann hefði lagt stund á leiklist, er líklegt, að á því sviði hefði hann náð alllangt. Hann er gæddur ríkri kímnigáfu og hefur glatt marga með gamni sínu og látbragðsleik. Hitt er annað mál, að Jóhann hefur ekki fengið að njóta hljóm listarhæfileika sinna, eins og efni hafa staðið til, og mun að því vikið síðar. Jóhann Olafur er, eins og áður var sagt, söngmaður góður, svo að ekki sé meira sagt. Þeim, et þessar línur ritar, finnst raunar, að einhverjir sórstakir töfrar fylgi söng hans. Um tónlagasmíði hans- er svipáð að segja. — Hann er þar mikið meira en kunnáttu- maður. Hann hefur „neistann", eins og sagt er um ljóðskáld þau, sem meira eru en rímarar. Furðu legt má það heita, að svo virðist, sem forráðamenn hljómlistar við útvarpið virðast varla vita af þessum ágæta söngvara og tón- skáldi. — Lag hans, „Sumar í sveitum", sem er hugljúft lag, enda vinsælt mjög, heyrist að vísu - stundum í útvarpinu, en höfundur þess hefur samið fjölda laga, sem standa því ekki að baki og mundu verða jafnvinsæl, ef þau fengju að heyrast. — Það, sem einkennir beztu lög Jóhanns, er einmitt það, sem Frakkar nefna „1 esprit". Þau eru andrík. Jóhann er skapandi listamaður á sínu sviði. Þess skal að lokum getið, að Emil Thoroddsen, sem sjálfur var gott tónskáld og mjög vand- virkur listamaður, lét lofsamleg, ummæli falla um einsöngslag eftir Jóhann (við „Kvöldljóð“ eftir Guðmund Guðmundsson). Var það þungt á metunum, því að yfirleitt var Emil þögull mjög um þessa hluti. Jóhann er hlédi'ægur maður og hefur lítið að því gert að koma lögum sínum á framfæri; er það skaoi, sem þarf að bæta sem bráðast. Er hér með skorað á hann að gera sem fyrst ráðstaf- anir til að lög hans (sérstaklega einsöngslög hans) komi fyrir sjónir almennings. Mundi það áreiðanlega verða vel þegið af söngelskum mönnum og aúðga stórum söngbókmenntir vorar. sem enn eru ungar og fáskrúð- ugar. Jóhahn Olafur Haraldsson hef- ur allt sitt líf orðið .að sinna þreytandi brauðstriti og leggja stund á störf, sem mjög eru óskyld aðaláhugamáli hans — tónlástinni. Er mesta furða, að tölurnar, sem hann mörg síðustu árin hefur orðið að leggja lag sitt við, skuli ekki fyrir löngu hafa stíflað allar uþpsprettur söngs og ljóða í sál hans. — En þetta er ekkert. einsdæmi með oss íslend- ingum. Hvað eftir annað hefur fjötruð snilligáfa ort og sungið í hlekkjunum. En gleðiefni ætti það að vera öllum góðviljuðum mönnum, ef unnt væri að leysa hlekkina af sem flestum ótvíræð- um hæfileikum og virlcja þá síð- an í þjónustu fegurðar og mann bóta. Sumarliði. Svar til bæjarbúa. Það er orðið allalgengt að koma með fyrirspumir viðvíkjandi bæði menn og málefni. Ekkert er annað en gott um slíkt að segja, séu fyrirspurnirnar bornar fram af réttsýni og skilningi. Vegna fyrirspurnar í „Degi“, 14. ágúst sl., er þetta skrifað: Ferðaáætlanir Strætisvagna Akureyrar er hægt að fá í Ferða- skrifstofu Ríkisins við Geisla götu. Enn hafa ekki verið tök á að setja upp töflur með ferða áætlunum S .V. A., enda er starf semin á byrjunarstigi. Áætlunin allt árið, nema hvað kvöldferð irnar, milli níu og hálf tólf, hafa verið lagðar niður yfir kvöldsól- armánuðina. (Snjór getur að vísu hamlað ferðum ,en slíkt þyrfti ekki að taka fram. Það sér liver maður.) Um styrkinn er það að segja að 170 þúsund króna sagan er efalaust runnin frá þeim velvild armönnum, sem styrkja vildu starfsemina ríflegar, en hafa ekki (Framhald á 7. síðu.) 17. júní 1957 Drögum fánann fast að hún, frelsi hyllum vorrar þjóðar. Dul er jaínan dagsins rún djarft er stefnt á yztu brún. Snúum aftur hann og hún hjálpi oss landsins vættir góðar. Drögum fánann fast að hún frelsi hyllum vorrar þjóðar. Þennan fagra frelsis dag fyllast hjörtun þökk og lotning. i Því skal óma lofsöngs lag, lifsins sanna gleðibrag. Færi drottjnn írjálsan hag fyrr og síðar landsins drottning. Þennan fagra frelsis dag fyllast hjörtun þökk og lotning. t Holt nú reynist heima flest hafa skulum það í minni íslenzk mold mun allra bezt af sér gefa pundin flest. Sýnum hverjum góðum gest, glöð að hugsjón þjóðin vinni. Holt nú reynist heima flest hafa skulum það í minni. — Græðum mela mó og börð miklir skógar festi rætur. Bæði er naúðsyn nú og þörf, j nytsöm allir vinni störf. Æska landsins dáða djörf, dagsins önnum hafðu á gætur. Græðum mela, mó og börð miklir skógar festi rætur. 1 I Hjartakæri hólminn minn, hæstur Guð þér vaki yfir. Friðarboðskap, faðir þinn, flæða lát í hjörtun inn. Lát oss skiljast sérhvert sinn, sannleikurinn aðeins lifir. , Hjartakæri hólminn minn, hæstur Guð þér vaki yfir. — SOFFÍA GUNNLAUGSDÓTTIR, Sýðri-Reistará. Berjaréttir Nú eru blessuð berin komin, og þá er ekki úr vegi að minna á nokkra berjarétti. „Bláberjagrautur: 3000 gr. vatn, 1000—1200 kr. bláber, 150—200 gr. kartöflumjöl, 200 gr. sykur, 2 stengur kanel. Bláber með tröllasúru: 500 gr. bláber, 500 gr. tröllasúra og 1000 gr. sykur. — Allt rusl er tínt úr bepjunum. Tröllasúran er þvegin og skorin í bita. Sykurinn og tröllasúran eru soðin í 10—15 mínút- ur. Þá eru bláberin látin í og allt soðið í 15—20. mín. Maukið er látið í hreinar og heitar krukkur.“ Mæla má hið bezta með þessu mauki og blá- berjagrautnum. En fleira má gera með berin. „Bláberjavín: 2500 gr. vatn, 12000 gr. bláber, 4000 gr. sykur, 750 gr. þrúgur, 15 gr. vínsteinssýra. Allt rusl er fjarlægt úr berjunum og þau marin undir klút eða allur safinn pressaður úr þeim. — Þrúgurnar eru saxaðar gróft og látnar saman við bláberjahýðið og þetta hvort tveggja látið í vel hreinan trébala og vatninu hellt yfir. Látið svo standa 15—20 daga við 14—15 stiga hita. Þá er það síað og undið og bláberjasafanum hrært saman við. Sykurinn er svo látinn renna í safanum og allt síað í kút eða kvartil. Vínsteinssýran er leyst upp í ein- um fjórða lítra vatns, síuð og látin saman við. — Gerjunin tekur svo 6—8 vikur, áður en tappinn er settur í kvartilið. Síðar er hún látin á flöskur.“ «=» (Ur Matreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.