Dagur - 21.08.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 21.08.1957, Blaðsíða 8
8 Baguk MiSvikudagina 2Í. ágúst 1957 Er hér kærkomið tækifæri að njóta góðrar kennslu hjá þekkt- um íþróttamanni, sem auk þess er á margan annan hátt holl fyr- irmynd ungra manna. Þátttakendur mæti í íþrótta- húsinu í kvöld kl. 6—7. lijörgunarskúta Nörðurland bert og lengi hefur verið í smí reynslufór sína á laugardaginn Albert mun hafa lagt af stað hingað norður eftir hádegi í gær og fer beint til Siglufjai’ðar. Það- an fer hann til Ólafsfjarðar og Dalvíkur, en kemur væntanlega hingað um kl. 6 e .h. annað kvöld, fimmtudag. Við komu Alberts verður há- tíðleg a.thöfn. Þá mun kvenna- deild Slysavarnafélagsins á Ak- ureyri og Sjómannadagsráð taka á móti áhöfn skipsins og meðlim- um slysavarnadeilda nágrennis- ins og efna til samsætis. Þess er fastlega vænst að bæj- arbúar fjölmenni niður á Torfu- nefsbryggju á morgun þegar 5, sem hlotið hefur nafuið Al- 5.um, er nú loks tilbúin, og fór var. skipið kemur, og líklegt er að á morgun sjáist fánar dregnir að hún í bænum í tilefni þessa merka atburðar. Vísitalan 191 stig Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfæi’slukostnaðar í Reykjavík hinn 1. ágúst sl. og reyndist hún vera 191 stig. Kaupgreiðsluvísitala fyrir tíma bilið 1. sept .til 30. nóv. verður því 183 stig samkvæmt ákvæðum 36. gr. laga nr. 86/1956, um út- flutningssjóð og fleira. (Framhald af 1 .síðu.) Bærinn skoðaður. Litlu síðar var ekið um bæinn með forsetahjónin bæði og fylgd- arlið þeirra og nokkrir staðir skoðaðir sérstaklega. Skal það strax tekið fram, að hvar sem kornið var lagoi Finnlandsíorseti kapp á að kynna sér sem ýtar- legast það sem fyrir augu bar og spurði margs í sambandi við iðnað og framleiðslu í bænum og komu honum ýmsir hlutir á óvart í því efni. Hinir erlendu gestir horfa niður í gíginn í Arnarbæli. Talið frá v.: Páll Trvggvason, Juuranto ræðismaður, Soisola líflæknir forsetans, Gronvall hershöfðingi, Finnlandsforseti, utanríkisráðherra Vioro- lainen og Agnar Kofoed-Hansen. (Ljósmynd: B. B.). . >: Á Gefjun leið tíminn fljótt. Var fyrst ekið út á Gefjun og hinn margþætti iðnaður skoðaður og stóðst þar engin tímaáætiun, því að margt var að sjá. Ullar- rinn var sérstakt óhuga- efni Sylvi forsetafrúar og for- setafrúnna beggja. Vöktu marg- ar framleiðsluvörur Gefjunar óskipta athygli þeirra og aðdáun, svo og hin ágætu vinnuskilyrði og góði vélakostur verksmiðj- unnar. Skinnaiðnaður óg skógero var einnig vandiega skoðað og ullar- þvottastöðin. Forstjóri Gefju.nar. Arnþór Þorsteinsson, og Harry Frederiksen framkvæmdsstjóri Iðnaðardeildar SÍS, leiðbeindu gestunum á Gefjuni og Þorsteinn Davíðsson og Ríkarð Þórólfsson fylgdu gestunum um skinnaverk- smiðjuna og skógerðina. Síðan var framreitt kaffi í starfsmannasal, en að því loknu ekið að Sundlauginni. Dáoist að Sundlauginni. Hið erlenda fólk hafði ekki bú- izt við slíkum sundstað hér á norðurhjara og töldu þennan sundstað óyggjandi merki um mikinn íþróttaáhuga fólksins og myndarskap í framkvæmd. Enda mega Akureyringar vel við þá aðstöðu una, sem nú er búin al- menningi til sundiðkana. Finnlandsforseti gekk um og laugin freistaði hans og ennfrem- ur gufubaðið. En til að brjóta Það mun mörgum minnisstætt, að hið margumrædda stórskip „Hæringur“ var selt til Álasunds fyrir nokkrum árum. Var það staðsett í Gagnstöðvarvík norð- an undir bæjarfjallinu, Oxlin, en Námskeið í frjálsum íþróttum Vilhjálmur Einarsson, hinn kunni íþróttamaður, kemur yngri og eldri félögum Knatt- spyrnufélags Akureyrar frjálar íþróttir á námskeiði félagsins fram yfir næstu helgi og hefst það í kvöld. þar síóð til að reist yrði síldar- bræðslustöð í landi innan skamms. Mun því nú vera lokið, eða a. m. k. komið all-langt áleiðis. Hafa nú eigendur „Hær- ings“ selt skipið útgerðarmönn- um í Björgvin. Veroa þar teknar úr skipinu allar verksmiðjuvélar. og skipið allt útbúið til vöru- flutninga. Síöan verður það sent til Kína og á að sigla með vörur í strandferðum þar eystra. Osjálfrátt mun ýmsum detta í hug að nú fari „Hæringur“ að heimæskja gömlu vinkonu sína „Súðina“, sem orðin er Kínverji fyrir allmörgum árum. Eitt sinn var með þessum tveim svo náina kunningsskapur, að „Súðin“ hnubbaði dálítið slysagat í síðuna ó „Hæringi", er hann gerðist nærgöngull henni um of í Reykja víkurhöfn. — Vonandi verður samkomulagið mun betra í sæl- unni eystra! ekki áætlunina úr hó'i fram kastaði hann ekki af sér klæöum í það sinn, en sagðist vilja koma aftur síðar um daginn og syn’da 200 metrana margumtöluðu, og var það mái auðsótt hjá fram- kvæmdastjóra og sundkennurum. M ýja hrnðfrystikúsið. Næsta mál á dagskránni vgr að skoða hraðfrystihúsið nýja og voru vélar þar í gangi og fólk að starfi. Fór þar eins og áður, að dvalizt. var lengur en ætlað var við að sjá íiskiðnaðinn, allt frá því að færiböndin taka fiskinn og skila honum á vinnuborðin og þar til flökin eru komin í pakká, fryst og fullbúin til útflutnings. Frönskunám og freistingar Sumarleikhúsið, leikflokkur úr höfuðstaðnum, undir stjórn Gísla Halldórssonar, kom til Akureyrar um síðustu helgi og fyllti Sam- komuhúsið. nokkrum sinnum við ágætar undirtektir. Leikurinn er sýndur var og ber nafnið Frönskunám og freistingar, er aftir Terence Rattigan, sama höfund og Meðan sólin skín. Þéssir tveir leikir hafa margan glatt. Enda eru þeir báðir snjall- ir gamanleikir. Leikendur fengu hina fceztu dóma og koma þeirra var bæjarbúum kær sem áður, er Sumarleikhúsið hefur lagt leið sína hir.gað norður. Framkvæmdastjóri, Guumundur Guðmundsson, leiðbeindi gest- unum. Báðir forsetarnir syntu 2o9 metrana. Forsetamir brugðu sér þessu næst í sund og syntu báðir 200 metrana og báru síðati báðir sundmerkið í barminum. Þarf ekki um að kvarta, að tignar- menn hafi sneitt hjá gai’ði, þar sem volgar lindir úr iðrum jarðar og afl úr Laxárfossum blanda geði og bjóða hverjum manni beztu aðstöðu til aukinnar lík- amsræktar í Sur.dlaug Akureyr- ar. Kvöldverðarboð að Hótel KEA. Bæjarstjórnin hafði boð inni fyrir gestina og allmarga bæjar- búa að Hótel KEA kl. 17,15 sama dag. Þar var kvöldverður snædd- ur. Forseti bæjarstjórnar, Guð- mundur Guðlaugsson, flutti ræðu og mælti á dönsku, en forseti Finnlands þakkaði Norðlending- um móttökurnar, ' óskaði þeim gsefu og gengist og talaði á ís- lenzku. Vakti ræða hans mikla hrifningu viðstaddra og undruð- ust menn hve góðan framburð hann hafði, ekki einasta íslenzk- an fra'mburð, heldur algerlega norðlenzkan. Fór hóf þetta ágæt- lega fram og munu menn lengi minnast þess. Forsetarnir og fylgdarlið þeirra bjuggu að Hótel KEA meðan clvalið var hér nyrðra. Héraðsmót Héraðssambands Suður-Þingeyinga var haldið að Laugum í Reykjadal sunnudag- inn 21. júlí. Oskar Ágústsson, formaður sambandsins, setti mót- ið og stjórnaði því. Scra Sigurður Guðmundsson flutti prédikun, en síðan var gangið undir fánum út á íþróttavöllinn, þar sem íþrótta- keppni fór fram. Síðar um daginn fór fram sundkeppni í tjörninni sunnan við skólann og um kvöld- ið flutti séra Sigux’ður Haukur Guðjónsson stutta ræðu og að lokum var-stiginn dans. Árangrar í einstökum greinum voru: 100 m. hJaup: Karl Björnsson, Umf. Geisli, 11,2 sek. Hann vann einnig 400 m. hlaupið á 54,6 sek. 1500 m. hlaup: Tryggvi Stef- ánsson, Umf. Bjarma, 4:37,9 mín. Hann vann einnig 3000 m. hlaup- ið á 10:14,2 mín. 80 m. hlaup kvcnna: Guðfinna Árnadóttir, Umf. Geisla, 11,2 sék. Kúluvarp: Guðmundur Hall- grímsson, Lhnf. Geisla, 11,98 m Hann vann einnig kringlukastið, 37,45 m. Spjótkast: Jón A. Sigfússon, Umf. Mývetning, 47,20 m. Hann vann einnig hástökkið, 1,60 m. Stangarstökk: Sigurður Frið- riksson, Umf. Efling, 2,80 m. Langstökk: Jón A. Jónsson, Umf. Efling, 5,92 m. Hann vann eiennig þrístökkið, 12,26 m. Langstökk kvenna: Emilía Friðriksd., Umf. Efling, 4,42 m. Kúluvarp kvenna: Sigríður. Hannesd., Umf. Geisla, 7,61 m. Hástökk kvenna: Kristín Hall- dórsdótitr, Umf. Efling, 1,20 m. Hún vann einnig 50 m. sund, fr,- aðferð, á 50,7 sek., og 100 m. bringusund á 1:51,1 mín. 100 m. bringusund: Valvarður Egiisson, Umf. Magna, 1:25,7 mín. Hann vann einni glOO m., frj.aðf., á 1:23,5 mín. 4x25 m. boðsund kvenna vann A-sveit Umf. Eíling á 1:34,5 mín. 4x50 nx. boðsund karla vann Umf. Efling einnig á 2:39,0 mín. 4x100 m. boðhlaup vann Uinf. Mývetningur á 50,6 sek. Umf. Efllng, Reykjadal, vann mótið með 92 stigum og um leið tíl eignar bikar þann er K. Þ., Húsavík, gaf' í fyrra. Skyldi það félag vinna hann til eighar, er stighæst yrði tvisvar í röð eða þrisvar alls. Umf. Mývetningur hlaut 50 stig, Umf. Geisli 32 stig, Umf. Bjai-mi 12 stig, íþróttafél. Magni 8 stig og Umf. Gaman og alvara 1 stig. Mótið var vel sótt, enda var veður gott.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.