Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 2
2 HANDKNATTLEIKSMÓT ÍSLANÐS - ÖNNUR DEILD: Víkingur sigraði KA auðveldlega 27:18 SL. LAUGARDAG lék KA sinn fyrsta leik í íslandsmótinu, 2. deild, í íþróttaskemmunni á Akureyri og mættu Víking úr Reykjavík. KA-liðið lék án Matthíasar Ásgeirssonar og var sóknarleikur liðsins ekki sann- færandi, það vantaði greinilega mann til að stjórna leik liðsins. Tvísýn keppni í báð- uin flokkum hjá I>A 'ÞRIÐJA umferð í sveitakeppni Bridgefélagsins var spiluð sl. þriðjudagskvöld. Úrslit í meist- araflokki urðu þau að: Mikael J. — Hörður S. 8—0 Soffía G. — Bjarni J. 8—0 Guðm. G. — Baldvin Ó. 8—0 Halldór H. — Jóhann J. 6—2 Sveit Mikaels Jónssonar er efst í mfl. með 24 stig, sveit Soffíu Guðmundsdóttur 18 og ■sveit Halldórs Helgasonar 17. í fyrsta flokki urðu úrslit þau að: !Páll P. — Gunnar F. 8—0 Óðinn Á. — Kristján Ó. 8—0 Jónas K. — Valdimar H. 8—0 Skarphéð. H. — Ólaíur Á. 7—1 Árni G. — Stefán R. 7—1 Pétur J. — Helgi J. 5—3 Sveit Páls Pálssonar er efst í 'l. fl. með 24 stig, sveit Óðins Árnasonar 23 stig og sveit Pét- urs Jósefssonar 21 stig. Fjórða umferð verður spiluð n. k. þriðjudagskvöld að Bjargi. Dregið befur veiið - Gerið skil sem fyrst FRÁ Happdrætti Framsóknar- flokksins. Dráttur hefur farið fram og vinningsnúmerin inn- sigluð hjá Borgarfógetaembætt- inu í Reykjavík. Allir sem ekki hafa nú þegar gert skil eru vin- samlegast beðnir að bregðast vel við og gera það hið fyrsta til skrifstofu flokksins — Hafnar- stræti 95 — eða liringja í síma 2-11-80. Opið alla daga kl. 4—7. Vinningsnúmerin verða birt eftir 10. des. □ - Starfsemi SNE (Framhald af blaðsíðu 8). ihæð, byggt úr timbri og sements asbestplötum og vel einangrað og allt hið snyrtilegasta og mjög þægilegt að vinna þar við svína ræktina. í þessu húsi eru nú um 340 svín á öllum aldri og er gott rúm fyrir 500. Vernharður Sveinsson mj ólkursamlagsstj óri, stjórnarformaður SNE, gekk með mér um stöðina alla, en blaðið leitaði einnig upplýsinga hjá bústjóranum, Óskari Eiríks syni og Jónasi Kristjánssyni fyrrv. samlagsstjóra, sem hafði umsjón með nýbyggingunni fyr ir svínaræktina. Mér hefur oftar en einu sinni verið tjáð, að bændur gerðu ekki tíðreist í Lund eða Rangár veli til að fylgjast með því, sem þar fer fram. Undrar mig það, svo merkilegar tilraunir eru þar gerðar og svo fjái'hagslega þýð- ingarmiklar geta þær verið, að vart verði að fullu metið þegar vel tekst. E. D. Gísli Blöndal veldur ekki því hlutverki. Víkingsliðið lék hratt og skemmtilega á köflum, en mér fannst leikur þess of ein- hæfur, svo til ekkert línuspil. Aldrei var um skemmtilega viðureign að ræða. Víkingar komust í 4:0, en þá skoraði Gísli úr víti, og mestur var munurinn 7 mörk í fýrri hálfleik, en KA tókst að minnka hann í 4 mörk. í leikhléi var staðan 13:9. I síðari hálfleik byrjaði KA allvel og minnkaði bilið í 3 mörk, og Gísli Blöndal hafði möguleika til að minnka bilið enn, en brást bogalistin í víta- kasti. Víkingar tóku nú öll völd, og lauk leiknum með stór-sigri þeirra 27:19. Beztur hjá Víking var Jón Hjaltalín, en hann er einn bezti handknattleiksmaður landsins í dag. Mörk KA skoruðu: Gísli 8, (3 úr víti), Þorleifur 4 (1 úr víti), Ragnar 3 og Björn Blöndal 3. Um leik KA-liðsins er það að segja, að varnarleikurinn er all- (Framhald af blaðsíðu 1). kostnaðarverði og raunverulegu má ætla að sé 9—10 millj. kr. Húsið kemur þá til með að kosta aðeins _% af-_þeirri upphæð, sem ,i fyrstityvaf ’áætlað. Áætlunin var. gerð í lök árs 1966 í sam- ræmi við kostnaðarverð ný- byggðra skóla árþeim tíma. Arkitektar hússins eru Stefán Jónsson og Þorvaldur S. Þor- valdsson. Byggingarverkfræð- ingur var Viihjálmur Þorláks- son. Hitalögn teiknaði Kristján Flygenring og raflögn Jón Á. Bjarnason. Aðalverktaki var Byggingafélagið Hlynur h.f. á Sauðárkróki, meistari Björn Guðnason. Aðrir verktakar: Tré smiðjan Borg h.f. á Sauðárkróki og Vélaverkstæði Kaupfélags Skagafjarðar. Múrarameistari Jón D. Jóhannsson. Málarameist ari Haukur Stefánsson. Raf- virkjameistarar Þórður P. Sig- hvots, Erlendur Hansen og Birg ir Dýrfjörð. Járnalagnir annað- ist Kári Hermannsson. Eftirlits- maður byggingarinnar f. h. Sauð árkróksbæjar var Jóhann Guð- jónsson, byggingafulltrúi. Geta má þess, að byggingin er að heita má að öllu skagfirzk framleiðsla, bæði hvað fram- kvæmd og húsagerðarlist snert- ir. Sérstök skólaborð voru gerð fyrir nemendur og kennara, og eru þau nokkuð frábrugðin þeim borðum, sem hingað til 'hafa verið notuð. Þau eru teikn- uð af arkitektum skólans. í þeim hluta fyrsta áfanga, sem óbyggður er, er ætlað að koma fyrir verknámi skólans, og því mikil nauðsyn á því að byggja þann hluta serri allra fyrst. í bygginganefnd skólans eru: Hákon Torfason formaður, sr. Þórir Stephensen, Stefán Guð- mundsson, Jónas Þór Pálsson og Magnús Bjamason. Með tilkomu þessa nýja gagn- fræðaskóla má ætla að hylli und ir skynsamlega lausn skólamála hér. Þegar ríkisvaldið staðsetur menntastofnanir hlýtur það að meta þann gífurlega mun til góður, en sóknarleikurinn er langt frá því að vera sannfær- andi, og er alltof þunglamaleg- ur. Það vantar „heilann11 bak við leik liðsins. Það vantar Matt hías, og án hans er liðið eins og vængbrotinn fugl. Þorleifur var beztur og línuspilið jákvætt, en sóknaraðgerðir voru fálmkennd ar og hraða og skipulag vantar algjörlega. — Vonandi tekst KA-mönnum að laga þetta í næstu leikjum sínum, þetta eru mest ungir og efnilegir menn, en það er mín skoðun að án Matthíasar Ásgeirssonar takist það ekki. Þá fannst mér ein- kennilegt, að Halldóri Rafnssyni var haldið utan vallar mestan hluta leiksins, en hann hefur átt góða leiki í vetur. N. k. laugardag, 7. des., kl. 4 e. h. leika KA og Kaflvíkingar í íþróttaskemmunni á Akureyri í íslandsmótinu 2. deild, og er þetta annar leikur KA í deild- inni. Sv. O. lækkunar á byggingakostnaði sem sannast hér. Ekki má held- ur gleyma jarðhitanum hér né legu Sauðárkróks og hinum góðu samgöngum. Því er nú brýnt að hafist verði handa um undirbúning að bygg ingu heimavistarhúss, með til- liti lil þess, að oft hefir um % hluti nemenda Gagnfræðaskól- ans átt heima utan bæjarins. Oll rök hníga að því að hér verði reistur Iðnskóli fyrir Norð urlandskjördæmi vestra sam- kvæmt nýju iðnfræðslulöggjöf- inni. Bæjarstjórn Sauðárkróks hefir þegar ætlað iðnskólanum rúmgóða og glæsilega lóð, í næsta nágrenni Gagnfræðaskól- ans. St. G. - SKILYRRI (Framhald af blaðsíðu 4). innan skamms tíma og um leið hinu stjórnarfarslega. Ævintýramennska í heimi stjórnmálanna er orðin þjóð- inni dýr á síðari árum, enda er almenningur í liálfgerð- um uppreisnarhug, svo sem sjá mátti í forsetakosningun- um í s umar og við mörg önnur tækifæri. I»ví miður er þess ekki að vænta, að nú- verandi valdhafar breyti í nokkru um stefnu og verða aðrir að neyða þá til betri vegar, þangað til þjóðin kýs sér nýja forystu. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). eyri eru þau flest í eigu ungl- inga, en slíkir gera aksturinn að íþrótt og skemmtun. Stund- um fara skellinöðru-unglingar í hópum um bæinn og eru þá fremur leiðir vegfarendur og hávaðasamir, sumir ógætnir og hafa tvö slys orðið á ökumönn- um þessara farartækja með stuttu millibili. - BYGGING SKÓLAHÚSS Á SAUÐÁRKRÓKI Jólatré og greinar LANDGRÆÐSLUSJÓÐS verða að venju seldar í Hafnarstræti á Akureyri (milli Amaro og Drífu). Salan hefst e. h. mánudaginn 16. desember. Pantanir má gera í síma 1-25-37. SXÓGRÆKTARFÉLAG EYFIRÐINGA. Drengj a-liattar Drengja-húfur Herra-hanzkar Loðfóðraðar - Verð aðeins kr. 341,00 HERRADEILD Að gefnu tilefrii skal ítreka eftirfarandi reglur, sem gilda um áhafnagjaldeyri skipverja á togur- um og öðrum fiskiskipum, er sigla með afla eða aðrar sjávarafurðir til sölu upp úr skipi á erlend- um markaði. Ná þessar reglur til allra söluferða, einnig veiðiskipa, sem enu á veiðum á fjarlægum miðum og sigla þaðan með afla á erlendan mark- að. a. Skipverjar á skipum, sem sigla með ísfisk eða saltfisk, mega mest fá 35 sterlingspund í sölu- ferð eða samsvarandi fjárhæð í öðrum gjald- eyri, en skipstjórar á sama hátt mest 45 sterl- ingspund. Gengið er út frá því, að söluferðir falli ekki tíðar en einu sinni í mánuði. b. Skipverjar skipa, er landa afla erlendis tíðar en einu sinni í rnánuði skulu fá í gjaldeyri, sem nemur £ 18-0-0, eða samsvarandi fjárhæð í öðrum gjaldeyri, en skipstjórar á sama hátt £ 23-0-0 fyrir hvern hálfan mánuð í úthaldi. c. Skipstjórum og úrgerðarmönnum er bent á, að óheimilt er með öllu að ráðstafa gjaldeyri af söluverði selds afla erlendis, nema til naiuð- synlegra útgjalda vegna heimferðar eða næstu veiðiferðar skips, svo sem til vista, veiðarfæra og útbúnaðar, sem óhjákvæmilegt reynist að endurnýja í söluferð. Á það skal sérstaklega bent, að öll tollvöruúttekt skipverja skal greidd með þeim gjaldeyri, sem þeim er ætl- aður eftir reglum skv. a. og b. hér að ofan. d. Útgerð skips og skipstjóra ber skylda til að sjá um, að reglum þessum sé fylgt. Ber þessum að- ilum að gera gjaldeyriseftirliti Seðlabankans grein fyrir greiðslum og gjaldeyrisskilum sem fyrst eftir lok ferðar og síðast innan tveggja mánaða frá því að sala á sér stað. Reglur þessar hafa verið settar á grundvelli 17. gr. reglugerðar nr. 79/1960 um skipan gjaldeyr- is- og innflutningsmála. Reykjavík, 2. desember 1968. SEÐLABANKI ÍSLANDS Gjaldeyriseftirlit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.