Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Skilyrði fyrir viðrœðum HIN nýkjöma miðstjóm Alþýðu- sambands íslands kom saman til fundar á fimmtudaginn. Fyrir fundi þessum lá sendibréf frá ríkisstjórn ís- lands, þar sem óskað er viðræðna um fyrirkomulag væntanlegra samninga- umleitana um kjaramál, milli ASI og stjómarvalda. Fundurinn kaus 5 manna nefnd til að ganga á fund ríkisstjómarinnar, en ekki til að gera tillögur um fyrirkomulag viðræðna, heldur til að flytja stjórninni þær ákvarðanir ASÍ, að grundvöllur til viðræðna væri fyrst og fremst sá, að ríkisstjómin dragi til baka fmmvarp sitt um sjávarútveginn. Um það fmmvarp sagði Ólafur Jóhannesson prófessor m. a.: „Ég held, að það sé mjög misráðið af ríkisstjórninni að leggja fram þetta frumvarp nú. Mér sýnist það koma sem hnefahögg í andlit alþýðu samtakanna, sem nú nýlega hafa lok- ið miklu þingi, þar sem því var lýst yfir, að það væri alger forsenda samn ingaviðræðna við ríkisstjómina um kjaramálin, að ekki yrði gripið til neinna lögþvingana. Ég held, að skynsamlegt væri fyrir stjómina að draga þetta fmmvarp til baka eins og á stendur". Um þessar mundir hefur atvinnu- leysið víða haldið innreið sína, frysti- húsum verið lokað og bátar bundnir vegna fjárhagsörðugleika. Hjá stjóm arvöldum landsins hefur sami leik- urinn verið leikinn og áður og f jórða gengisfelling á tæpum áratug verið gerð. í hvert sinn hefur gengisfelling verið hið „mikla lausnarorð“. í hvert sinn átti að skapast varanlegur gmnd völlur atvinnu- og athafnalífs um langa framtið. En stefna stjómarinn ar hefur leitt til vaxandi verðbólgu og öngþveitis á flestum sviðum. Und- ir kjörorðinu „frelsi“, var jafnóðum eytt svimháum gjaldeyristekjum góð- æranna og grobbað af. Nú í haust gekk svo forsætisráðherra fram fyrir þjóðina og tilkynnti að þjóðarskút- an væri að stranda. Hann bað stjóm- arandstæðinga um aðstoð, en vildi hvorki fara frá stýrinu eða breyta um stefnu. Skuldimar við útlönd vom þá 12500 milljónir króna og inneignir engar. Svokallaður gjaldeyrisvarasjóð ur, sem hampað var í síðustu kosn- ingum var enginn til og hafði raun- ar aldrei verið til. Þjóðin liafði verið blekkt á fáheyrðan hátt, og það sem þó var enn verra: Stjórnin tók ekki í mál að breyta stefnu sinni. Með sama framhaldi hefur ísland gloprað efnalegu sjálfstæði úr höndum sér (Framhald á blaðsíðu 2) Bœndahöfðingi í Hörgárdalnum Rætt við Eið Guðmundsson á Þúfnavöllum STUNDUM er undan því kvart- að, að þeim bændahöfðingjum fækki nú óður, sem mikið kveði að og beri það með sér, að þeir eigi þá nafngiftu með réttu. Því hefi ég jafnan svarað svo, að nú séu bændahöfðingarnir orðnir svo margh', að hver og einn veki ekki eins mikla athygli. En hvað sem því líður, mun það sann- mæli, að Eiður á Þúfnavöllum, Guðmundsson sé af þeirri gerð manna í bændastétt, sem eftir er tekið. Hann varð áttræður 2. nóvember í haust, styður sig við staf, er hann sést hér á götu, er enn hinn karlmannlegasti, enda hraustmenni frá fyrstu gerð og hefur varla orðið mis- dægurt um sína daga. Nýtur hann nú ellidaganna heima á Þúfnavöllum, hættur búsáhyggj um fyrir mörgum árum en syn- ir hans tveir teknir þar við búi og hafa stærsta fjárbú sýslunn- ar, um 670 fjár á fóðrum í vetur. En Eiður skemmtir sér við ætt- fræði, landafræði, sagnfræði og fl., og færir margt í letur. Hann er hreppstjóri í Skriðuhreppi og hefur verið það frá 1935, reynd- ar þó lengri tíma, eða síðan Guðmundur hreppstjóri faðir hans missti heilsuna 1929, hafa hreppstjórastörfin hvílt á hans herðum. Hann fæst einnig við fasteignamat, hefur gegnt mörg um öðrum trúnaðarstörfum í sveit og héraði. Má þar til nefna, að hann var um 11 ára skeið stjórnarnefndarmaður KEA, oddviti sveitar sinnar um skeið, stofnáði lestrarfélag, hefur verið í skólanefnd, búnaðarfélagsfor- iríaður, sýslunefndarmaður o. s. frv.Fyrri kona Eiðs Guðmunds- sonar var Lára Friðbjarnardótt- ir frá Staðartungu og er hún látin fyrir þrem áratugum. Böm þeirra eru þrjú. Síðari kona hans er Líney Guðmundsdóttir Ólafssonar pósts og eiga þau tvö börn. • En faðir Eiðs var Guð- mundwr Guðmundsson hrepp- stjóri kunnur maður og móðir hans Guðný Loftsdóttir. Af barnahópi þeirra eru enn fimm á }jf j. Þúfnavellir eru í 31 km. fjar- lægð frá Akureyri, eftir akvegi að telja, líklega í landnámi Þór- ólfs Skálmssonar á Myrká. Upp af bænum rís Slembimúli en gegnt honum, að austanverðu í dalnum er Staðartunguháls. Oft er snjólítið í Hörgárdal og margra leiðir lágu um þann dal, vestur, í stað Oxnadals- og Oxnadalsheiðar nú. Þegar Eiður Guðmundsson var hér síðast í bænum hafði blaðið tal af honum og lagði fyr_ ir hann nokkrar spumingar, sem hann svaraði á eftirfarandi hátt. Hvað mansto fyrst eftir þér? Eftir mörgu man ég frá frum- bemsku minni. Ég mun hafa verið tveggja ára, veit það raun ar með vissu, að ég var uppi í rúmi gamallar konu, Guðrúnar Guðmundsdóttur, en foreldrar mínir bjuggu þá í Sörlatungu. Og ég náði í tábakspung gömlu konunnar uppi á hillu yfir rúm- inu hennar. Neftóbakið hennar fór niður í rúmið og yfir mig. Ég veiktist af þessari fyrstu tóbaksnotkun minni. En Guð- rún var mér svo fjarska góð, að hún atyrti mig ekki fyrir til- tækið. Ég man líka, að ég náði í prjóna hennar og dró þá úr lykkjunum. Auðvitað hafði ég ekki vit á hvað ég gerði henni mikinn óleik með þessu. Og enn man ég þegar við krakkamir stálumst út í miklu roki, þrátt fyrir bann foreldranna og fuk- um góðan spöl niður brekku. Þetta gerðist nú í Sörlatungu. En ég var hálfs fjórða árs þegar foreldrar mínir fluttu í Þúfna- velli. Og í Sörlatungu man ég heimsókn Símonar Dalaskálds. Mér þótti hann ljótur. Orkti hann og kvað með litlum hvíld- um. Hver fermdi þig? Séra Theodór á Bægisá. Þá var ég búinn að læra Helgakver og gekk það sæmilega, því ég var fremur næmur á yngri ár- um. En ég fékk ógeð á þeirri bók því mér fannst mórallinn ekki góður. Ég var eitthvað svo- lítið trúaður áður, en hreint ekki að þeim fræðum lærðum. Mér var í æsku kennt að fara með bænir á kvöldin og komst ég ekki undan því, en síðar lögð ust bænagerðir niður hjá mér. Eiður Guðmundsson. Ég hef enn ekki öðlazt mikinn áhuga á öðru lífi — neita engu í því efni, þykir eitt liklegra en annað — og kvíði ekki fram- tíðinni. Þú hefur ekki kynnzt veru- legri fátækt? Nei, heimili foreldra minna var vel bjargálna, en ekki var okkur hlíft við vinnu, krökkun- um, fremur en öðrum bömum. Það var siður þá, að allir ynnu eftir sinni getu. Félagslíf á uppvaxtarárum þínum? Það var töluvert mikið. Má þar nefna ungmennafélagið og svo voru það kirkjugöngumar, sem voru tíðar þá og að nokkru almennar sámkomur, fyrir utan sjálfa guðsþjónustuna. Og þá voru mörg heimilin mannmörg. Og menntunin? Þá var mikið lesið. Maður hitti naumast vel gefinn ungl- ing, sem ekki var töluvert vel að sér í bókmenntum. Margir, einkum stúlkur, kunnu ósköpin öll af ljóðum og flestir voru all- vel að sér t. d. í fombókmenntr- um. Það er ekki svo litils virði. Á þessu er orðin geysilega mikil breyting. Þessari kunnáttu hef- ur hrakað voðalega. Dægurlög og textar við þau eru komin í staðin. Það er hræðilegt helvíti að hugsa um þau skipti. Auð- vitað var örðugra þá en nú að ganga menntaveginn og ber að fagna bættri menntunaraðstöðu almennt séð og þeirri menntun, er fólkið nú nýtur í skólum. Hefur þú Ient í lífsháska? Eitthvað væri það nú skrýtið, ef áttræður maður hefði aldrei lent í lífsháska. Sumum finnst þeir alltaf vera í lífsháska. Jú, einu sinni, er ég var um tvítugt, var ég í göngum að fara yfir vont gil, Lambárgil, þegar ég heyrði allt í einu skriðufall eða eitthvað þesskonar. Ég tók þeg- ar stökk og flýtti för. Allt gerð- ist þetta í einni svipan. Heljar- stóra bjarg þeyttist aftan við mig, mörg tonn á þyngd. Enginn hefði kembt hærurnar, sem fyr- ir því hefði orðið. Svo get ég sagt þér annað atvik. Það gerð- ist miklu síðar. Ég var á gangi meðfram Hörgá í logndrífu og náttmyrkri. Varð mér það á, að fara af réttri leið og hrasaði fram af árbakkanum, þar sem hylur var undir. En vatnið var aðeins skænt. Ég veit tæplega hvað gerðist, nema eftir einhver augnablik lá ég á grúfu á ár- bakkanum, votur í fætur og svo blautur á baki upp á hnakka. Þetta hefur mér aldrei verið skiljanlegt, en flokka það helzt undir ósjálfráðar hreyfingar, líkt því sem ég hefi lesið um að stundum gerðist á vígvöllum, hjá hermönnum, nærri eða al- veg ósjálfrátt. Þú hefur alltaf verið félags- byggjumaður? Já, frá því fyrsta hefur mér verið ljós hin ómetanlega þýð- ing á samstarfi og samvinnu manna til að koma nauðsynleg- um hlutum í framkvæmd, þar sem einn ræður ekki við. Ég var um tíma í stjórn KEA og oft áður varamaður. Mér féllu þau störf mætavel. Margt horfði í framfaraáttina, eins og að lík- um lætur og það var gaman að vera þátttakandi í því. En eitt af því minnisstæðasta frá þeim tíma var verkfallið 1961. Þá var aðalfundur KEA haldinn og verkfallið skall á fyrri fundar- daginn. Ég hitti þá Þorstein Jónatansson og Guðmund Snorrason og fleiri menn að morgni síðari fundardagsins og ræddi við þá um þessi mál og hvernig KEA gæti stuðlað að farsælli lausn. Um þetta voru auðvitað umræður í stjórn KEA og höfðu verið, og komnir voru sendimenn að sunnan, til að láta sín ljós skína. Ekki urðum við ásáttir í þessu máli í stjórn KEA og flutti ég því einn tillögu þess efnis, að KEA gerði allt, er í þess valdi stæði, að leysa þessa vinnudeilu. Þetta var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, sem voru yfirgnæfandi meiri- hluti. Svo var þessi deila fljótt leyst með samstarfi KEA og verkalýðsfélaganna, og var sú lausn sanngjörn. Hitt er svo annað mál, að ríkisstjómin felldi gengið strax á eftir, að því er mörgum virtist í hefndarskyni. Þú hefur kynnzt tveim síðustu framkvæmdastjómm KEA? Já, fyrst Vilhjálmi Þór. Hann var bæði hugkvæmur og djarf- ur. Og hreinskiptinn fannst mér hann vera. Síðar kynntist ég svo Jakobi Frímannssyni og þekki ég hann meira. Hann er skemmtilegri maður, geðþekkur og ágætur. Því miður er fólk nú áhugaminna um samvinnu en áður var. Yngra fólkið þekkir of lítið söguna og skilur ekki til fulls, til hvers var að vinna þeg- ar samvinnufélögin hófu göngu sína og hvert hlutverk þeirra er nú. Mér var fyrir áratugum sagt, að þú værir þingmannsefni Ey- firðinga. Hvað kom í veg fyrir, að þú yrðir þingmaður? Einkum tvennt: Bernharð Stefánsson og svo brennivínið er ég drakk. En mig langaði aldrei á þing og Eyfirðingar voru ekki í neinu þingmanns- hraki þegar ég var á sæmileg- um aldri. Þetta kom mest til tals eftir að Einar Ámason hætti. Af því varð ekki og fór (Framhald á blaðsíðu 7) 5 Beðið er eftir forystu enn ekki verið stofnað sveitar félagasamband, hliðsfætt sam- bandinu á Austurlandi. Langt er þó síðan áhugamenn um norðlenzk málefni tóku að gera sér grein fyrir því, að alls herjar samtök væru nauðsyn- leg. Var þá stofnað fjórðungs- samband og áttu fulltrúar frá sýslum og kaupstöðum sæti á fjórðungsþingi. Þegar frá leið tók að dofna yfir samtökunum og féll niður þinghald. Vorið 1965 var boðað til atvinnumáía ráðstcfnu á Akurcyri og sóttu hana fulltrúar kaupstaða og flestra kauptúna á Norður- landi. Þar var m. a. rætt og ályktað um Ncrðurlandsáæíl- un. En skömmU' síðar, á sama sumri, var áætlunargerð tekin upp í sanmingi milli ríkisstjórn arinnar og verkalýðsfélaga á Norðurlandi. Aðalhvatamaður að ráð- stefnu þessari var Áskell Ein- arsson þáverandi bæjarstjóri á Húsavík, sem lengi hefur verið áhugamaður um samtök Norð lendinga. Eftir Akureyrarráð- stefnuna var fjórðungssam- bandið endurskipulagt, en Ás- kell starfaði á vegum þess um tíma og samdi langa og athygl isverða greinargerð um byggðajafnvægismál, sem til er í fjölriti. Ekki hefur þetta endurskipulagða fjórðungssam band vakið almenna athygli, enda þarf hér að líkindum anrt að félagsform til að koma, svip að því, sem nú er á Austur- landi. Áhugamenn hafa haft orð á því við Dag, að samstarfsvilji og áhugi sé til staðar mjög víða, en að beðið sé eftir for- ystu í þessu máli. Það sýnist eðlilegt, að höfuð staður Norðurlands, Akureyri, - taki þessa forystu og að bæjar stjóm Akureyrar boði fulltrúa allra norðlenzkra sveitarfélaga til stofnfundar. Akureyri ætti að eiga frumkvæði að því,'-að fámennari hópar fulltrúa 'svéit arfélaga af ýmsu tagi, smárra og stórra, komi sarnan íyrir stofnfund og gerðu uppkast að sambandslögum, sem gæti orð ið umræðugrundvöllur á stofn fundinum. Hér er tækifæri fyrir Akur- eyri að taka að sér mikilvert forystuhlutverk fyrir Norður- land, og slík forystuhlu-tvferk gætu orðið fleiri. Það er von margra, að Akureyri verði fyfe ir Norðurland, a. m. k. að nokkru leyti, það sem Reykja- vík er fyrir landið, en þó á annan liátt og landsbyggðinni hollari. Vera má, að einhversstaðar yrðu undirtektir dræmar fyrst í stað. En til þess að skapa al- mennan áhuga er nauðsynlegt að fá þátítöku sem allra flestra sveiíarfélaga, stærri og smærri. Sýslumenn og bæjar- stjórar ættu líka að vera sjálf- sagðir fulltrúar. Það væri sjálfsagt ekki hlut verk slíks sveitarfélagasam- bands, að segja einstökum sveitarstjórnum fyrir verkum eða skerða sjálfforæði sveitar- félaganna. Hér er um það að ræða, að virkja nýtt afl í þcirra þágu, sem áreiðanlega getur orðið sterkt afl í þjóð- félaginu og komið miklu til leiðar, ef giftusamlega tekst til. Guðrún Kristinsdóttir. - TÓNLEÍKAR (Framhald af blaðsíðu 1) leikana í haust, og óska eftir að halda þeim, vitji þeirra í Bóka- verzlunina Huld á laugardag til þriðjudags. Annars verða miðar þeirra seldir öðrum við inngang inn á þriðjudagskvöld. - MENN SPARA (Framhald af blaðsíðu 8). ið ilyrði fyrir bættum skakka- föllum af völdum óstjórnar. Stúdentar eru nú mesta ófrið- arstétt hvita kynstofnsins og .vilja stjórna heiminum. Foreldr ar og aðrir aðstandendur munu nú þurfa að leggja hart að sér til að mennta þá, sem nám stunda erlendis, eftir þessa gífur legu gengisbreytingu. Við eigum von á sjónvarpi á næsta sumri. Verður þá mikil sjónvarpsstöð reist á Skolla- hnjúki og önnur á Húsavíkur- fjalli, og sennilega víðar. B. B. - SAMSONGURINN OG LUCIUHATIÐIN (Framhald af blaðsíðu 1). syngur ein í sýningunni Ave María eftir S. Kaldalóns, og að lokum syngur blandaður kór', með undir- og einsöhg, Heims um ból. Söngskráin er mjög fjölbreytt, áður þekkt og nýtt efni, bæði í Luciuþættinum og í fyrri hluta söngskemmtunar þessarar. Milli þáttanna syngur Þórunn Ólafs- dóttir tvö lög, svo og Eiríkur Stefánsson með undirleik á píanó og selló (hnéfiðlu), sem Maria Bayer Júttner fer um snillingshöndum. Einsöngvarar þama verða: Eiríkur Stefánsson, Ingvi Rafn Jóhannsson, Jósteinn Konráðs- son, Hreiðar Pálmason og svo Þórunn Ólafsdóttir. Undirleik- ari kórsins er Dýrleif Bjarna- dóttir, en söngstjóri sem áður Guðmundur Jóhannsson. Þá hef ur kórinn, einstakir kórmenn og þernur Glódísar notið ágætrar þjálfunar og leiðbeininga hjá Sigui'ði Demitz. Sönghátíð þessi á að vera í Akureyrarkirkju 13. og 14. des., (föstud. og laugard.), og e. t. v. þann 15. líka. Styrktarfélagar kórsins fá að venju sína tvo miða annað hvort kvöldið, og gjaman mættu styrktarfélagar vera fleiri, — en sala aðgöngumiða verður degi fyrr í Bókvali og svo við kirkjudyr. Karlakór Akureyrar ræðst hér í stórvirki, líka fjárhags- lega, þegar miðað er við lítinn sjóð, stað og tíma, en hann treystir sem fyrr á góðhug og velvilja hjá sem flestum: í eigin röðum, hjá bæjarbúum og þeirra, sem í nálægð búa, og í stjórn Karlakórs Akureyrar eru nú: Jónas Jónsson formað- ur, Ingvi R. Jóhannsson vara- formaður, Hreiðar Pálmason rit ari, Steingrímur Eggertsson fé- hirðir og Friðrik Blöndal með- stjórnandi. Við hvern þeirra, sem er, mætti tala, ef einhver vildi bætast í hóp styrktarfélaga. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Ólafsson, Hákon Eiríksson, Ari Friðfinnsson. Aftari röð f. vinstri: Gunnlaugur Guðmundsson, Hákon Hákonarson, Guðjón Baldursson og Ólafur Ásgeirsson. Ljm.: Páll. Aðalfundur Félags ungra Fram- sóknarmanna á Akureyri í SL. MÁNUÐI hélt Félag ungra Framsóknarmanna á Ak- ureyri aðalfund. Formaður fé- lagsins, Svavar Ottesen, setti fundinn, bauð fundarmenn vel- komna, skipaði síðan fundar- stjóra Karl Steingrímsson og Ólaf Ásgeirsson fundarritara. Þá flutti formaður skýrslu stjórnar fyrir sl. starfsár. Kom þar fram að félagið hefur starf- að með miklum krafti sl. ár. KEA, sem tókust mjög vel. Fjórir félagar sóttu afmælis- þing S.U.F. að Laugarvatni. Þá voru sendir fulltrúar á kjör- dæmisþing að Laugum, S.-Þing. Gjaldkeri las upp reikninga fé- lagsins og þeir samþykktir. Gjaldkera þökkuð vel unnin störf, enda fjárhagurinn með bezta móti. Þá komu fram ýms- ar athyglisverðar hugmyndir um tilhögun vetrarstarfsins, sem núverandi stjóm hefur til at- hugunar. Þá voru 24 félagar kosnir í fulltrúaráð. Stjórnarkjör. — Formaður MINNINGARORÐ islián Karlsson fyrrverandi skólastjóri Á FIMMTUDAGINN var útför Kristjáns Karlssonar fyrrver- andi skólastjóra á Hólum gerð frá Fossvogskirkju í Reykjavík. Hann andaðist 26. nóvember sl., sextugur að aldri. Kristján Karlsson var fæddur á Landamóti í Köldukinn, S.- Þingeyjarsýslu 27. maí 1908, son ur hjónanna Karítasar Sigurðar dóttur og Karls Kr. Amgríms- sonar, sem síðar bjuggu lengi á Veisu í Fnjóskadal. Ungur gekk hann í Laugaskóla og svo Bún aðarskólann á Hvanneyri. En að því loknu stundaði hann nám við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar cand. agr. prófi 1933. Hann var nýlega kominn heim er ég fyrst kynntist hon- um lítilsháttar á Suðurlandi, þar sem hann var ráðunautur Bún- aðarsambands Suðurlands. Einn Hákon Eiríksson húsgagnasmið ur, varaformaður Hákon Hákon arson jámsmiður, gjaldkeri Guð mundur Ólafsson deildarstjóri, ritari Ari Friðfinnsson húsgagna smiður, spjaldskrárritari Ólafur Ásgeirsson lögregluþjónn, með- stjómandi Guðjón Baldursson verzlunarmaður, meðstjórnandi Gunnlaugur Guðmundsson skrif stofumaður. □ Ljósaskoðun aftur LJÓSASKOÐUN bifreiða fer fram á sömu stöðum og áður á Akureyri mánudag og þriðjudag n. k. kl. 20—22. Lögregla og bifreiðaeftirlit hvetja þá, sem eftir eru að láta skoða, til að nota þetta tækifæri. Skoðun er ókeypis. □ HÉR í blaðinu var nýlega sagt frá því, að búið væri að stofna samband sveitarfélaga í Aust- urlandskiördæmi. Þátttakend- ur í þessum sanitökum eru öll hreppsfélög í Austfirðingafjórð ungi, allt norðan úr Skeggja- staðahreppi suður í Öræfa- sveit. Hrepparnir eru 33 en kaupstaðirnir tveir: Seyðis- fjörður og Neskaupstaður. í lögum sambandsins er kveðið á um fulltrúatölu ein- stakra sveitarfélaga á aðal- fundi, þannig, að sveitarfélag með 200 íbúa og færri á þar einn fulltrúa, sveitarfélög með 200—700 íbúa fá tvo fulltrúa og sveitarfélög með 700—1500 íbúa fá þrjá fulltrúa og fjöl- mennari sveitarfélög fjóra full trúa. Fjölmennasta sveitarfé- lagið er Neskaupstaður, sent við síðasta manntal hafði 1552 íbúa. í sambandinu er sjö manna stjórn. Stjómarformað- ur er nú Hrólfur Ingólfsson bæjarstjóri á Seyðisfirði en framkvæmdastjóri Bergur Sig urbjömsson viðskiptafræðing- ur á Egilsstöðum. Blaðið hefur frétt, að í Reykjaneskjördæmi hafi nú einnig verið stofnað sveitarfélagasamband til að hafa forystu í sérmálum þess landshluta. Þriðja sveitarfé- lagasambandið og það, sem lengst hefur starfað, er svo Samband íslenzkra sveitarfé- laga, sem nær yfir landið allt, og er þvi allt annars eðlis en landshlutasambönd. Á Iands- þingi þess mun eiga sæti einn fulltrúi fyrir hvert sveitar- og bæjarfélag með allt að 1500 íbúa en tveir fyrir 3000 íbúa, þrír fyrir 5000 íbúa og fjórir fyrir 10000 íbúa og átta fyrir Reykjavík. í sambadinu er fimm manna stjóm og 25 manna fulltrúaráð. Stjómar- miðstöð þess er höfuðborgin. Hér á Norðurlandi hefur ig var hann bústjóri í Gunnars- holti en var skipaður skólastjóri á Hólum í Hjaltadal 1935 og var þar til 1961. Þá flutti hann til Reykjavíkur, og var erindreki Stéttarsambands bænda til dauðadags. Mörgum öðrum trún aðarstörfum' gegndi hann, nær eingöngu í þágu bændanna og um landbúnaðarmál ritaði hann í blöð og tímarit. Ekkja Kristjáns Karlssonar er Sigrún IngólfsdóttLr Bjarnason- ar alþingismanns frá Fjósa- tungu. Ég kynntist Kristjáni og þeim hjónum báðum meira eftir að þau fluttu til Hóla, kom þar stundum og Kristján leit inn á skrifstofur Dags er hann átti leið um. Hann var bæði hæfi- leikamaður og drengskaparmað Ur, hinn myndarlegasti og karl- mannlegasti maður í sjón og prúður.í framgöngu. Nemendum sínum var hann sem annar faðir og hafa margir þeirra sagt mér frá atvikum í Hólaskóla, sem sýna viturlega stjórn hans. Hann gat stjómað án þess að refsa eða beita hörðu. Hann var nemendum sínum jafn kær fé- lagi sem fræðari, var jafnan orð var í dómum um menn og mál- efni, sýndi öllum trúnað og upp skar virðingu. Jafnframt því að vera atorku- og alvörumaður var hann rnanna starfsglaðastur. Við fráfall hans hefur bænda- stéttin misst einn sinna mætustu leiðtoga. Ég sendi eftirlifandi konu hans, börnum þeirra og ástvin- um, samúðarkveðjur að norðan. E. D. HANNES J. MAGNÚSSON: Skemmtileg drengjabók ÚT ER KOMIN á Akureyri, hjá Skjaldborg s.f., drengjabók eftir Indriða Úlfsson skólastjóra, sem heitir Leyniskjalið. Þetta er bráðskemmtileg drengjabók, sem mér þykir lík- legt að hljóti miklar vinsældir. Aðalsöguhetjan er piltur, sem heitir Broddi Bjömsson. Hann er sumar eitt í vegavinnu með afa sínum, sem er vegaverk- stjóri og þar gerðist nú margt skemmtilegt og ævintýralegt. •Félagi hans í vinnuflokknum heitir Daði. Þarna kemur einnig margt fólk til sögunnar, sem flest er gott fólk. Þarna gerist margt sögulegt, en stærsti at- burðurinn er þó sá, að eitt sinn þegar afi hefur sótt peninga nið Indriði Úlfsson. ur í þorpið til að greiða fólki sínu í vinnuflokknum, — um tvöhundruð þúsund krónur — og lokað þá inni í peningaskáp í vegavinnuskúrnum, er pen- ingunum stolið með óskiljan- legum hætti. Nú verður það mesta áhuga- mál Brodda og Daða félaga hans að hafa upp á þjófunum og geng ur nú verulegur hluti sögunnar út á það að komast fyrir hverjir þeir muni vera. Þeir félagar leggja sig meira að segja í mikla lífshættu við þau leynilögreglu- störf, sem bera þann árangur, að þjófarnir finnast og nást. Einn í vinnuflokknum hafði lent í þeirri ógæfu að vera í vitorði með þeim. Broddi biður honum griða og hann sleppur við refs- ingu fyrir atbeina Brodda og afa og verður betri maður eftir en áður. Það er óvenjulega hlýr og notalegur blær yfir allri þessari sögu, auk þess er hún skrifuð á fjörlegu og góðu máli og er með köflum mjög spennandi, en þó ekkert æsileg. Ég held, að allir drengir verði betri drengir við að lesa þessa bók. Þetta er fyrsta bók höfundar, en á henni er þó engin viðvaningsbragur. Nokkrar myndir prýða bókina eftir Bjarna Jónsson og geíur það henni nokkurt gildi. Indriði Úlfsson er Þingeyingur að ætt og uppruna og á ekkilangt að sækja þá list að kunna að halda á penna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.