Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT Svínaliús SNE á Rangárvöllum er framúrskarandi. (Myndir tók E. D.) SAMBAND nautgriparæktarfé- laga í Eyjafirði, skammstafað SNE, hefur einkum þrjár starfs_ greinar með höndum. í fyrsta lagi rekur það sæðingastöð nautgripa og sæðingastöð sauð- fjái' hefur líka verið rekin þar nokkur ár. f öðru lagi fara þar fram afkvæmarannsóknir kyn- bótanauta og í þriðja lagi hefur SNE rekið allstórt svínabú og er það nýflutt í ágæt húsakynni á Rangárvöllum, við hlið nýlegs fjóss, sem þar var byggt og er einkum uppeldisstöð á kvígum þeim, er segja eiga til um eigin- leika feðra sinna. En SNE hefur starfsemi sína bæði á Rangárvölum (eignar- jörð) og á gamla góðbýlinu Lundi og eru þar tilraunakvíg- urnar hafðar á fyrsta mjólkur- skeiði. Ár hvert eru tvö kyn- foótanaut afkvæmarannsökuð, þ. e. undan þeim aldir kvíguhópar og nákvæmar skýrslur gerðar um afurðir þeirra á fyrsta mjólk urskeiðinu, en síðan eru þær seldar. Nú eru í uppeldi kvígu- kálfar frá því í haust, 40 að tölu undan tveim nautum, annar hóp ur, sem einnig telur 40 verður sæddur í vetur og eru kvígur í þeim hópi undan öðrum tveim- ur kynbótanautum. í þriðja og elzta hópnum eru 32 kvígur, bornar eða komnar fast að burði og eiga þær einnig tvo feður. Kynbótagildi þessara nauta er svo dæmt eftir því hvernig dæt- ur þeirra reynast. Og þar til sá úrskurður fellur eru nautin ekki notuð til undaneldis, en eiga sinn biðtíma þar til dóms- orð fellur. Á sæðingastöðinni eru svo 4 kynbótanaut, þar af 3 fyrstu verðlauna naut, sem hinir vösku sæðingamenn í hér- aðinu, Hermann Jónsson, Páll Jónsson og Jónmundur Zophon- íasson sæða með nær 6 þús. kýr í öllum hreppum sýslunnar á ári hverju. Vart verður þessi kynbóta- starfsemi í krónum metin, því eflaust má þakka henni að nokkru mikla nythæð og góða fitu eyfirzkra kúa. Með þessari aðferð er hvert naut prófað á þann veg sem áður er sagt og þau ein, sem standast dóm for- stöðumanna og ráðunauta, eru notuð en hin felld. En til gam- ans má geta þess, að naut þau — öll ung — sem nú bíða þess dóms, eru: Þjálfi og Bægifótur (fótbrotnaði), báðir frá Lundi, Rikki frá Garði og Hrafn frá Fellshlíð og svo Geisli frá Hömr um og Græðir frá Lundi. Kynlbótanaut Búfjárræktar- stöðvar SNE eru 13 að tölu en nautgripir alls 150. Bústjóri er Óskar Eiríksson og meö honum vinna 4 menn á Búfjárræktarstöðinni og svína- búinu auk sæðingamanna. En Hans Pedersen, kunnur svína- hirðir, sér einkum um sína sér- grein. Blaðamaður skrapp í forvitnis ferð á þessa tilrauna- og fram- leiðslustaði einn daginn, einkum til að sjá nýja svínahúsið, sem er 900 fermetrar að stærð, ein (Framhald á blaðsíðu 2) STEFNUBREYTING Hinn 1. des. sl. voru sakir upp gefnar bátum þeim, sem sekir gerðust um landhelgisbrot. Hafa bátar þessir að vísu verið sekt- aðir, en sektir ekki innheimtar síðustu misseri. Strax á næsta degi tók Iandhelgisgæzlan fjóra báta, er staðnir voru að ólög- legum veiðum og færði til hafn- ar í Reykjavík, og voru bátamir þaðan. En nú brá svo við, að lögum var framfylgt og hlutu þeir 40 þús. kr. sekt hver og afli og veiðarfæri upptækt gjört. NÝR HÉRAÐSLÆKN- IR Á AKUREYRI ÞÓRODDUR JÓNASSON lækn • ir á Breiðumýri hefur verið skip aður héraðsl.æknir Akureyrar- héraðs frá 1. janúar 1969 að telja. Hann var einn umsækj- andi um þetta embætti og rann umsóknarfrestur út 16. nóv. sl. Jóhann Þorkelsson, sem lengi hefur gegnt þessu embætti, sagði starfi sínu lausu í vetur, sem kunnugt er, og lætur því af héraðslæknisstörfum um ára- mótin. Bolarnir eru góðlegir en aldrei er þeim að treysta. Menn spara benzín og brennivín í Kinn Gylíurnar eru í hálfgerðum stássstofum í nýja húsinu. Ófeigsstöðum, Kinn 6. des. Hátt vísi, og ég tala nú ekki um sið- ferði, er með miklum blóma í Kinn um þessar mundir. Menn renna naumast auga til kvenna, hvað þá meira, því nú er óáran og vaxandi dýrtíð. Hins vegar munu framleiðsluhættir í sauð- fjárbúskap ekki taka breyting- um frá því sem verið hefur og eru hrútar farnir að berja garða stokka. Kýr eru skornar niður ef þær ekki mjólka nógu mikið af töðufóði'inu, því of dýrt er að kaupa mikið af kjarnfóðri. Og sjálfir spara menn við sig bæði benzín og brennivín, nema á laugardagskvöldum. En í allri þeirri óáran, sem nú geysar af mannavöldum, er tíð hagstæð og hefur verið einmuna veður- blíða um mánaðar skeið og mikill heysparnaður hefur orðið hjá sauðfjárbændum. Hér minnast menn tæpast á ríkisstjórn og hennar verk ógrát andi. Meira að segja eldri menn, sem aldrei hafa sézt tárfella eða æðrast eru nú móðlausir, gleði- vana og eins og klumsa. Þó eru það nú þeir helzt, sem hafa feng (Framhald á blaðsíðu 2). Hér er um „alvörusektir" að ræða og því þáttaskil á þessum vettvangi dómsmálanna. Var það ekki of snemmt. MIKIL VEIÐI í FLOTTROLL Skipstjórinn á Siglfirðingi hefur sagt frá því, að nýlega hafi tveir þýzkir skuttogarar mokað upp fiski í flottroll út af Vestfjörð- um og fengið allt upp í 50 tonn í hali meðan íslenzkir togarar fengu 2—5 tonn og þykir sæmi- legt. Annar sá þýzki var kom- inn með 80 tonn af flökum eftir tvo sólarhringa. Togarasjómönn um okkar á sömu slóðum þótti munurinn mikill, og mjög að vonum. KAUPA FLOTTROLL Síðustu fregnir herma, að eig- endur tveggja íslenzkra togara séu nú að athuga um kaup á flottrolli, en það er alldýrt veiði tæki, kostar hálfa aðra millj. kr. með útbúnaði. Það eru einkum Þjóðverjar, sem framleiða flot- troll. FYRR OG NÚ Áður voru skellinöðrurnar með mjög kraftlitla vél, eða innan við 1 hestafl og réttindi miðuð við það. Nú eru þær með 2.4 hestöfl, flestar. Unglingar taka hæfnispróf og umferða, og mið- ast lágmarksaldur við 15 ár, eri vélaafl við 2.5 hestöfl. SKELLINÖÐRURNAR Líklega eru skellinöðrurnar, eða hin léttu bifhjól öðru nafni, ein- hver ágætustu farartækin, þar sem þau eiga við. Hér á Akur- (Framhald á blaðsíðu 2) NÓG ER NÚ AÐ GERA f HRÍSEY Hrísey 6. des. Hér eru komin yfir 50 sjónvarpstæki en íbúar munu vera 284. Þurf.a því fáir að vera útundan. Sjónvarpsmyndir eru skýrar og höfum við um þrjár stöðvar að velja: Vaðla- heiðar-, Skipalóns- og Hólsstöð. Hér er nóg að gera því allir nota veðurblíðuna til róðra og kroppa svolítið, bæði á færi og þrír bátar hafa róið með línu. Snæfell landaði 40 tonnum fyrir tveim dögum. Búið er að sýna hér „Saklausa svallarann", sem áður var á minnzt og á sunnudaginn fara Hríseyingar með sjónleikinn til Ólafsfjarðar og sýna hann þar. Lítið er enn komið af svart- fugli og ekki hefur verið skotið teljandi. S. F. Rólegf !íf í Fijótum í Skagafirði Góða tíðin sparar bændum fóðrið Dalvík 6. des. Nú sitja Dalvík- ingar við sjónvarpstæki sín ■hvci't kvöld og í Svarfaðardal einnig allt fram að Hóli og Hær ingsstöðum í Svarfaðardal og Þverá í Skíðadal njóta menn sjónvarps og þykir dægradvöl góð. Björgvin landaði hér 50 tonn- um fiskjar á miðvikudaginn en aflabrögð eru að öðru leyti frem ur lítil. Tíðin er dásamleg og er hún búin að spara bændum góða tuggu. Byrjað er að bora eftir heitu vatni á Hamri. Hamar er í Svarf aðardalshreppi en Dalvíkur- hreppur samdi um að mega leita heita vatnsins, með hitaveitu í huga. Gömul laug er á Hamri. Þar var áður lítillega borað eða 1966. En borholan hrundi sam- an áður en kannað var að fullu, hvaða líkur væru á heitu vatni. Á nú að gera úrslitatilraun og bora alidjúpt. J. H. Haganesvík 5. des. í Fljótum eru mikil svellalög og Vegir hættulegir af þeim sökum. Hins vegar er beitarjörð góð og bænd ur hafa mjög lítið gefið sauðfé ennþá og liggur það víðast hvar úti en á öðrum stöðum það af því hýst, sem heim kemur. Logn og blíða er hvern dag og á nóttinni glampandi tungls- ljós. Sem sagt, dýrðlegt bæði nætur og daga. Ævintýrin, ef einhver eru, fara þó leynt enn- þá, enda ekki samkomur eða mannfundir af nokkru taki. Ekki einu sinni konurnar eru komnar á stúfana, eins og þó víða á öðrum stöðum. Þær eru svona rólegar hjá okkur. Mönnum þykir það nýlunda, að í dag eru 10 bílar að bera möl í Siglufjarðarveg hjá Hraunum og hafa ekki átt því að venjast um þetta leyti árs áður. Yfirleitt er fólk mjög rólegt hér um slóðir, sinnjr sínum verk um og tekur því sem að hönd- um ber með jafnaðargeði, einnig gengisfellingu og annarri óáran. En um slíkt eru menn of sam- mála til þess, að fjörugar um- ræður skapist af. E. A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.