Dagur - 26.11.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 26.11.1971, Blaðsíða 1
Dagur LIV. árg. — Akureyri, föstudaginn 26. nóv. 1971 — 59. tölublað Þeir ætla að keppa í skynsemi Dalvík 24. nóv. Kiwanisklúbb- urinn Hrólfur færði Dalvíkur- hreppi nýlega 40 þús. krónur, sem verja á upp í kaup á sund- laug þeirri, er áður sagði frá. En í sundlaugina hefur verið sett vatn og verið er að vinna við hana ennþá. Hreppsnefndin hefur ekki vígt hana ennþá með sundspretti. Hjónin Sigurveig Þorgilsdótt- ir og Pétur Eggerz frá Hánefs- stöðum færðu kvenfélaginu Til- raun í Svarfaðardal á sl. sumri veglega peningaupphæð til minningar um foreldra sína, hjónin séra Stefán Kristinsson og Sólveigu Eggerz á Völlum og Þorgils Þorgilsson og Elínu Árnadóttur á Sökku. Fénu á að verja samkvæmt ákvörðun fé- lagsins sjálfs. Nú í vetur eru á fóðr.um í Svarfaðardalshreppi og Dalvík- urhreppi 1264 nautgripir eða 211 gripum fleira en í fyrra. Þá eru 6441 kind á fóðrum eða 488 fleiri en í fyrra. Hross eru 21 fleiri en í fyrra. Hey í Svarfaðardalshreppi mældust 42 þús. rúmmetrar í haust, á móti 27 þús. í fyrra- haust. Ungmennasamband Eyjafjarð ar og Héraðssamband Þingey- inga ætla að etja saman sínum hugvitsmönnum nú um helgina í Víkurröst til keppni í skyn- semi held ég, á opinberri skemmtisamkomu. J. II. Fáum við sjónvarpið fyrir jól? Haganesvík 24. nóv. Hér líður öllum vel, enda veit ég ekki hvernig annað mætti vera þegar svona vel viðrar. Haustið er eitt hið allra bezta og bændur eru ánægðir. Og þeir hafa í sumar unnið verulega að útihúsabvgg- ingum, bæði frá í sumar og aðr- ar, sem byrjað var á í fyrra. Heyskapur var góður, og hey- forðinn lítt eyddur nú. Á einum stað er íbúðarhús í smíðum, á Klakastíflur í Hörgá MIKLAR klakastíflur mynduð- ust í Hörgá norðan við brúna og langt norður þaðan að sjá. Flæðir því áin yfir bakka sína og yfir veginn neðan við Möðru velli (á Akramýri) svo aka varð efri veginn. Víða hafa orðið vegaskemmd- ir af vatnavöxtum en ekki stór- vægilegar. Vegir eru allir greið- færir, en for er töluverð. Vegagerðin er í óðaönn að gera við vegi á Tjörnesi, bæði við Köldukvíslarbrúna og Reyð ará. Ennfremur er verið að möl- bera Svalbarðsstrandarveg. □ Molastöðum. Mér sýnist fólk una sæmilega hag sínum og sæk ir jafnvel í sig veðrið. Eftir að mjólkursalan komst hér á og samgöngur bötnuðu, jukust möguleikar og bjartsýni bænd- anna að miklum mun. Og efna- hagur bænda mun mega teljast sæmilegur í Fljótum, eftir þvi sem gerist. Á sjó fer enginn og fáir fara til rjúpna, og berast ekki fregn- ir um veiði. Munu þær því ekki vera svo miklar, að orð sé á gerandi. Sjálfir hafa bændur nóg að gera við bú sín og hvers- konar umbætur, að þeir gefa sér ekki tíma til að eltast við rjúpur. Á vetrum er ekki mann margt á heimilum. Ungt fólk fer í vinnu og í skóla, er það kemst vel á legg. Við vonum að fá sjónvarpið fyrir jólin. Verið er að byggja sjónvarpssendi hér við Haganes vík, en hvenær hann tekur til starfa, vitum við ekki, en allir vona að sjónvarp verði komið hér fyrir jólin. Margt fólk var búið að kaupa sér sjónvarps- tæki og aðrir gera það nú í góðri trú. Búið er að steypa sjónvarpssendinn, setja upp mastrið og verið er að leggja rafmagnið. Vonum allt það bezta. Á. E. Margir íslendingar gefa sér sumarauka á baðströndum hlýrri landa. 5355$5SSS555$5$5555$SS5$SS«5S555S5$«;555555SSS5$$55SS355S5S5$S$555535$S5SS5S555S355555S5S5SS55^ Slomljamarskólinn í LjósavalnsskarSi STÓRUTJ ARN ARSKOI.INN var settur í fyrsta sinn 8. nóv- ember. Hann er skóli fjögurra hreppa. Hálshrepps, Ljósavatns hrepps, Grýtubakkahrepps og Bárðdælahrepps, en tveir síðast nefndu hrepparnir eiga ekki fulla aðild að skólanum, en þó fyrir nemendur í unglingadeild. Skólastjóri er Viktor Guðlaugs- son og er hann Eyfirðingur, en með honum starfa 4 kennarar. Nemendur eru frá 10—15 ára og yfir 60 talsins. Þeir eru allir í heimavist skólans, en fara heim til sín um helgar. Þeir eru ánægðir með nýja skólann og við hann eru miklar vonir bundnar. Skólinn er enn í byggingu og Nýja Glerárbrúin lilbúin GLERÁRBRÚIN nýja á Akur- eyri var tekin í notkun á þriðju dagskvöldið. Er þar með nauð- synlegum áfanga náð í sam- göngumálum, því að gamla brú- in var algerlega óhæf, bæði mjó og vísaði auk þess skakkt við allri umferð. Gamla brúin er þó liluti þessa mannvirkis, en henni þurfti að ranga til og gekk það vel þótt sá hluti væri um 200 tonn að þyngd. Glerárbrúin er tvær tvöfaldar akreinar, ásamt fjórum gang- brautum og 17 metrar milli stöpla. Vinna við brúarsmíðina tók um tvo og hálfan mánuð. Yfir- smiður var Haukur Karlsson og með honum 20—30 menn og stundum færri. □ látlaust við hann unnið. Heitt vatn til skólans og stóra skóla- lóð gáfu systkinin á Stórutjörn- um. Skólanefnd Stórutjarnar- skóla á fulltrúa frá hinum fjóru hreppum, áður nefndum, en for maður hennar er Sigtryggur Vagnsson í Hriflu. Formaður byggingarnefndar er Erlingur Arnórsson á Þverá. Af öðrum tíðindum austan heiðar má nefna, að fyrir helg- ina var gerð eftirleit á Bleiks- mýrardal í björtu veðri, en án árangurs. Áður hafði verið leit- að á Timburvalladal og Hjalta- dal. Þá þykja mönnum það góð tíðindi í Hálsprestakalli, að séra Friðrik A. Friðriksson prestur á Hálsi ætlar að þjóna þar enn um sinn. En hann er elzti þjón- andi prestur landsins. □ Steypuvinna í blíðviðri á Húsavík Húsavík 24. nóv. í dag er logn á Húsavík og hlýtt, og menn vinna við húsbyggingar, eins og Þessa ljósmynd af Húsavík við Skjálfanda tók Pétur, Húsavík. um hásumar væri. Bygging Landsbankans er nú komin undir þak. í gær var verið að slá steypumótum utan af og kom þá í ljós mvndarlegt og formfallegt hús. Það snýr gafli að Garðarsbraut, en framhlið að torgi, sem ennþá hefur ekki fengið sitt nafn, svo við vitum. Vel fer á, að það heiti Garðars- torg. Við það torg er hús Pósts og síma á Húsavík og gengt því, vestan Garðarsbrautar, er gamla samkomuhúsið. Þar eru nú sýndar kvikmyndir flest kvöld og þar eru haldnir hljóm- leikar og sýnd leikrit. Norðar í bænum ætti að heita Náttfaratorg, þar sem fyrr var kallað „Plássið“. Farið er að slá upp mótum fyrir fjórðu hæð hótelbvggingar innar. Hótelið er byggt við Fé- lagsheimili Húsavíkur og er Fé- lagsheimilið eignaraðili að því. Gæftir hafa verið stirðar í nóvembermánuði og afli fremur tregur. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.