Dagur - 26.11.1971, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1971, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Rafvæðing landsins 1 GÆR var lögð fram skýrsla iðn- aðarráðuneytisins og áætlun um raf- væðingu landsins. Þar segir m. a. svo: Þegar hafist var handa um rafvæð- ingu sveitanna, var í upphafi sett það mark, að tengja öll býli samveit- um, þar sem eigi væri lengri meðal- fjarlægð milli bæja en 1.5 km. Þess- um áfanga verður lokið 1971 og er því tímabært að gera áætlun um áframhald rafvæðingarinnar og lúkn ingu hennar. Ríkisstjómin hefur nú samþykkt í málefnasamningi sínum, að rafvæðingu strjálbýlisins skuli ljúka á næstu þrem árum. í árslok 1971 er gert ráð fyrir, að um 930 býli á landinu verði utan samveitna. Skiptast þau þannig, að býli, rafvædd með einkamótorsstöðv- um eru 543, með vatnsaflsstöðvum eru 189 og órafvædd býli 198. Meðal- fjarlægð þessara býla, sem eftir eru, 350 býli með 1.5—2 km. en 330 býli eru með 2—3 km. og 260 býli þurfa enn lengri raflínur. Áætlað er, að rafvæða 328 býli á fyrsta ári þriggja ára áætlunar, ann- að árið 239 býli en þriðja árið 198 býli. Þetta kostar á fyrsta ári rúmar 100 millj. kr., á öðru ári 96.4 millj. kr. og á þriðja ári 92.6 millj. kr. Eftir yrðu þá 158 býli ótengd, en þar hafa 87 mótorstöðvar, 27 hafa vatnsaflsstöðvar og 49 yrðu þá alger- lega raforkulaus. En gert er ráð fyrir, að þau býli geti fengið lán að fullu fyrir kaupverði mótorstöðva með 6% vöxtum til 8 ára. Þá er þess einnig getið, að á und- anförnum árum voru jæir bændur látnir greiða miklar fjárhæðir, óaft- urkræft, sem ekki voru á áætlun en fengu rafmagn. Mun það samtals 9 milljónir króna. Nú er ákveðið, að endurgreiða þetta á þrem árum en án vaxta. Síðar getur blaðið væntanlega sagt nánar frá þessari áætlun, er þetta kjördæmi snertir. Samkvæmt framanskráðu er þess nú skammt að bíða að rafmagn verði á hverju byggðu bóli á íslandi. Þá er þess einnig að geta, að framundan eru þær rannsóknir fallvatna hér á Norðurlandi, sem einar geta skorið úr hagkvæmni virkjana. Ódýr raf- orkuframleiðsla, samtenging raf- veitna og jafnt raforkuverð um land allt til sömu nota, er það mark, sem að er stefnt, og á að nást á skömmum tíma ef vel er á málum lialdið, og smærri ágreiningsefni eiu ekki látin vaxa kjama málsins yfir höfuð. □ FJÖRE6G HINNA DREIFÐU BYGGÐA VIÐTAL VIÐ STEFÁN VALGEIRSS0N í GÆR, fimmtudag, átti Dagur símaviðtal við Stefán Valgeirs- son alþingismann og spurði hann frétta af störfum Alþingis og öðrum málum, sem nú eru efst á baugi. Hvernig ganga þingstörfin? Þetta þing hefur verið mjög annasamt og er sýnt, að erfitt verður að ljúka þeim málum, sem stefnt er að afgreiðslu á fyrir jól. Hvaða mál eru það fyrst og fremst? Það eru fjárlögin, og í sam- bandi við afgreiðslu þeirra er stefnt að því að lögfesta ný skattalög og lög um tekjustofna sveitarfélaga. Einnig þarf að lög festa fyrir jól frumvörpin um 40 stunda vinnuviku, lengingu orlofs, heimild fyrir ríkisstjórn- ina að taka innlent lán, allt að 200 millj. kr. Og svo vil ég nefna frumvarp um Fram- kvæmdastofnun ríkisins, sem er að mínum dómi annað mikil- vægasta málið sem lagt hefur verið fram á þinginu til þessa. En landhelgismálið munu flestir telja mikilvægast? Já, útfærsla fiskveiðilögsög- unnar, og það mál verður af- greitt fyrir þinghlé. Hallalaus fjárlög? Eflaust verður erfitt að af- greiða hallalaus fjárlög að þessu sinni en þó verður það að takast. í því sambandi vil ég minna á, að fjárlagafrumvai*pið, sem fram var lagt nú í þing- byrjun, er að langmestu leyti samið undir áhrifum frá fyrr- verandi stjórn. En gjaldaliður þess er þrem milljörðum hærri en á yfirstandandi fjárlögum. En þó er sýnt, að ýmsir liðir eiga enn eftir að hækka og það verulega, sem rekja má beint eða óbeint til áhrifa frá við- reisnarstjórninni. En þar fyrir utan reikningar, sem ógreiddir eru og það eru æði mörg verk- efni, sem þar bíða úrlausnar. Það eru fleiri en skipasmíðastöð in á Akureyri og síldarverk- smiðjur ríkisins, sem hafa erfið- an fjárhag og skuldahala. Má þar nefna íþróttasjóð með 74.6 millj. kr. skuld, Félagsheimila- sjóð með 46 milljónir, Hafnar- bótasjóð með 18 millj. að mig minnir o. s. fx*v. En hvað um fjárveitingar til þeirra verkefna, sem felast í fyrirheitum stjómarsáttmálans? Það þarf enginn að fara í graf götur með það, að niðurstöðu- tölur fjárlaga eiga eftir að hækka verulega í meðförum A1 þingis. Það er óumflýjanlegt. En ég get þó ekki nefnt tölur í því sambandi. í málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar eru fyrir heit um, að vinna að jöfnuði lífs kjara, að menntunaraðstaða ung menna verði jöfnuð, að aðstaða landsmanna í heilsugæzlu og heilbrigðismálum verði jöfnuð frá því sem nú er. Allt þetta hlýtur að kosta mikla fjármuni á næstu árum. Þá var því einn- ig heitið að gera stór átök í sam göngumálum landsmanna. En allt eru þetta mál, sem fyrst og fremst snerta landsbyggðina. En Framkvæmdastofnun rík- isins? Með því frumvarpi er að þvj stefnt, að stjórna atvinnuupp- byggingunni í landinu og hverfa frá því handahófi, sem verið hefur í þessum málum, raða framkvæmdum eftir mikilvægi þeirra og þörfum byggðarlaga, með tilliti til atvinnuástands hvers staðar. í þessu efni á að hafa fullt samráð við landshluta samtök og aðra aðila atvinnu- lífsins á hinum ýmsu stöðum. Stofnanir og sjóðir, sem viirna að sömu verkefnum verða sam- einaðir undir þessa stofnun og Byggðasjóðurinn verður efldur, og hann á að fá nýtt framlag, 100 milljónir árlega næsta ára- tug. Atvinnujöfnunarsjóður á að ganga óskiptur inn í Byggða- sjóð. En hvað getur þú sagt mér um endurskoðun um tekju- stofna sveitarfélaga og skatta- lögin? Á þessu stigi get ég ekki greint frá fyrirhuguðum breyt- ingum í þessum málum. Endur- skoðun er ekki lokið. En í mál- Stefán Valgeirsson, alþm. efnasamningi ríkisstjórnarinn- ar segir m. a. um þetta atriði: Að endurskoða tekjuöflunarleið ir hins opinbera með það fyrir augum að skattabyrðinni verði dreift réttlátara en nú er gert. Slík endurskoðun skattakerfis- ins haldist í hendur við endur- skoðun tryggingalöggjaíarinnar í því skyni að öllum þjóðfélags- þegnum verði tryggðar lífvæn- legar lágmarkstekjur. Tekjur, sem einungis hrökkva fyrir brýnustu lífsnauðsynjum verði ekki skattlagðar. Skattaeftirlit verði hert að mun frá því sem nú er. Stefnt verði að því, að persónuskattar, eins og t. d. til Almannatrygginga, verði felldir niður, en teknanna aflað með öðrum hætti. Þetta ætti að gefa til kynna að hverju stefnt er. ' Hvað viltu segja um stytt- ingu vinnuvikunnar? Ég held, að engum hefði átt að koma á óvart krafan um 40 stunda vinnuviku, eftir samn- ingana við opinbera starfsmenn í fyrravetur. í mörgum tilvik- um er um sömu störf að ræða eða mjög svipuð. Um hitt má auðvitað deila, eins og flest milli himins og jarðar, hvort við get- um í okkar landi búið þjóðinni góð lífskjör með því að vinna aðeins 40 stundir á viku, á með- an tæknin er ekki komin á hærra stig en raun er hjá okkur. E. t. v. þarf að endur- meta það. En að standa á móti samræmingu á vinnutíma stétt- anna, eins og tilburðir eru um að gera, er algerlega óraunhæft. Því er líka haldið fram, að það hefði verið réttara að láta aðila vinnumarkaðarins semja um styttingu vinnuvikunnar, held- ur en að lögfesta hana. Engum hefði átt að koma slíkt á óvart, því að í málefnasamningi stjórn arinnar er það sagt beinum orð- um, að þetta verði gert. Kjaramálin, Stefán? Látlaust hefur verið unnið að lausn kjaradeilunnar, sátta- nefnd skipuð strax og þess var óskað og hún hefur haldið fundi með deiluaðilum hvern einasta dag. Ekki er því hægt að segja, að tíminn hafi ekki verið notaður. Hins vegar hef- ur komið í ljós, að gerð heildar- samninga er mjög þungt mál og tímafrekt, og ennfremur tregða hjá aðilum að gera nokkur boð, að mér skilst. En ég veit ekki betur en að nokkuð þokist til betri áttar í þessum efnum. En hvort verkföll verða eða ekki held ég að enginn geti sagt um á þessari stundu. Verkföll yrði áfall fyrir stjórn ina? Vissulega er það áfall fyrir hvert þjóðfélag og hverja ríkis- stjórn ef löng verkföll standa. Allar ríkisstjómir, sem verið hafa í þessu landi, hafa orðið að mæta slíku og einnig ríkis- stjórnir annarra landa, t. d. ríkis stjórnir jafnaðarmanna á Norð- urlöndum og á Bretlandi. Það eru ýmis öfl í hverju þjóðfélagi, sem telja sig hafa hag af verk- föllum og því ástandi, er þau skapa. Ekki sízt pólitískan hag. Menn geta fallið fyrir þeirri freistni. En ef menn halda, að verkföll nú ryfu stjórnarsam- starfið, er það mikill misskiln- ingur. í fyrsta lagi gera stjórnar flokkarnir sér allir fulla grein fyrir því, hverjir tefla þetta tafl og hvað markmiðið er nú, ef til slíks kemur. í öðru lagi hef ég hvarvetna orðið þess var, að • yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem miðlungstekjur hafa og þar fyrir neðan, og án tillits til póli- tískra skoðana, líta á þessa ríkis stjórn sem fjöregg sitt. Og úti á landsbyggðinni er þetta al- menn skoðun. Það er því engin hætta á, að almepningur í þessu landi láti pólitíska spekúlanta brjóta fjöregg sitt, þó þeim tæk- ist að koma á verkföllum, sem ég vil ekki trúa að þeir geri, er til kastanna kemur þótt tilburð- ir ýmsra bendi til þess. Það yrði mikið tjón fyrir alla en getur engu breytt að öðru leyti. Það verður að vona í lengstu lög, að skynsemin fái að ráða. Eru nokkrar nýjar fréttir af orkumálum okkar? Nei, það eru engar nýjar frétt ir af þeim málum. Ég hef alltaf talið, að það sé ekki vanzalaust fyrir okkur Norðlendinga, ef okkur tekst ekki að semja um lausn Laxárdeilunnar. í því máli eru viss atriði, sem mér Gjafir og áheif FRÁ 1. júlí 1971 hefur vist- heimilinu Sólborg borizt eftir- taldar gjafir og áheit: Hólmfriður Sigfúsdóttir, Sandi, Aðaldal kr. 100.000, Ásm. Magnússon, Reyðarfirði kr. 5.000, Friðrik Stefánsson kr. 1.000, Menningarsjóður KEA kr. 200.000, minningargj. um Egil Þorláksson og Aðalbjörgu Pálsdóttur frá fósturbörnum þeirra kr. 50.000, ónefnd kona á Siglufirði kr. 4.000, Kvenfél. Hlín, Grýtubakkahreppi kr. 10.000, Munda Enoksdóttir (hlutaveltufé) kr. 12.530, frá H. P. kr. 2.000, frá Þorsteini Jónssyni kr. 1.000, frá eldri hjónum kr. 10.000, frá B. H. S. kr. 2.000, áheit frá N. N. kr. I. 000, frá Eyfirðingi kr. 100, áheit frá M. kr. 2.500, S. G. J. kr. 500, Valgerður Stefánsdóttir kr. 10.000, frá S. S. kr. 10.000, áheit frá S. H. kr. 12.000, Þuríð- ur Jónsdóttir og Skarphéðinn Guðnason kr. 10.000, Ingibjörg Bjarnadóttir, Blöndudalshólum kr. 3.000, Lionsklúbburinn Hug- inn kr. 60.000, systur Steinars sýnist, að þýðingarlaust sé fyrir deiluaðila að horfa framhjá. Laxárvirkjunarstjórn hefur nú leyfi til að virkja 6.5 MW. í Laxá, sem út er gefið af ráð- herra, samkvæmt lögum um Laxárvirkjun frá 11. maí 1965. Leyfi til frekari virkjana verða ekki leyfð nema heimaaðilar komi sér saman um frekari framkvæmdir. Samningur er byggist fyrst og fremst á þess- um atriðum, mun ríkisstjórnin vera fús að beita sér fyrir að gerður verði, með því skilyrði, að öll málaferli verði þá látin niður falla, í sambandi við fram kvæmdir Laxárvirkjunarstjórn ar við Laxá. Til álita mun einn- ig koma, að ríkisstjórnin gefi fyrirheit um, að hún beiti sér fyrir friðlýsingu á Laxá og Mý- vatnssvæðinu, ef það auðveld- aði samninga. En xmi aðrar virkjanir á Norðurlandi? Um það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Það hafa ekki verið gerðar neinar rann- sóknir á virkjunarmöguleikum norðanlands svo ég viti til nema á Jökulsá á Fjöllum. Og rann- sóknir á henni hafa gefið mjög góðar vonir, að þar verði um hagkvæma virkjun að ræða. En rannsókn þar er ekki lokið. Nú hefur ríkisstjórnin ákveð- ið að láta þegar hefja rann- sóknir á virkjunarmöguleikum norðanlands. Og þá fyrst og fremst að ljúka rannsóknum við Jökulsá á Fjöllum. Þangað til niðurstöður þessara rannsókna liggja fyrir, er ekkert hægt að fullyrða um næstu virkjun á Norðurlandi, hvar hún verður eða hvenær hafist verður handa. En ég er bjartsýnn og að stutt verði þangað til hafist verður handa um byggingu á raforkuveri á Norðurlandi. En ég vil minna á, að viðreisnar- stjórnin gaf loforð um rann- sóknir á virkjunarmöguleikum á Norðurlandi, fyrst og fremst við Jökulsá á Fjöllum. Við þetta stóð hún ekki, fremur en mörg önnur loforð, sem hún gaf þjóð- inni Við Norðlendingar hefðum nú verið öðruvísi settir, ef stað- ið hefði verið við þetta fyrir- heit. Ég held að sumum væri hollt að minnast þessa nú, áður en þeir taka þátt í vafasömum að- gerðum um þessi málefni, segir Stefán Valgeirsson alþingismað- ur að lokum og þakkar Dagur greinargóð svör þingmannsins. til Sólborgar Björnssonar kr. 3.000, minning- argjöf um Rannveigu Sigurðar- dóttur Norðurgötu 38 frá ýms- um kr. 7.450, minningargjöf um Rannv. Sig. frá dætrum hennar kr. 10.000, áheit frá N. N. kr. 2.000, frá Sigurlaugu Jónsd. minningar.um Jóhönnu Jónsd. Ránarg. 25 frá Soffíu G. kr. 200, gjöf frá Pálínu Jónsd. Lyng holti 3 til minningar um systur hennar Helgu og Sigurbjörgu kr. 10.000. — Alls kr. 544.480.00. Ellih. Skjaldarvík kr. 1.000, til minningar um Rannv. Sigurð- ard. frá Freyju og Þóru kr. 2.000, áheit frá Þ. J. kr. 2.000, áheit frá Birnu litlu kr. 200, til Verkfall boðað 6. des. Á FUNDI stjórnar og fulltrúa- ráðs Félags verzlunar- og skrif- stofufólks á Akureyri þann 25. nóvember, var ákveðið að boða verkfall frá og með mánudeg- inum 6. desember n. k. hafi samningar eigi náðzt fyrir þann tíma. (Fréttatilkynning) Opið bréf til Braga Sigiirjóns- sonar, bankastjóra á Akureyri Kcppendur í borðtennis að norðan og sunnan. Alót í borðtennis SUNNUDAGINN 24. október sl. fór fram' í íþróttaskemmunni borðtennismót með þátttöku landsliðsins. Mótið tókst vel og urðu úrslit sem hér segir: 1. Björn Finnbjörnssor. 8 v. vann Jósép 21—18j~21—11 * vann Örn 21—17, 21—17 vann Vögg 21 -47, 21—17 vann Hermann 24—22, 21—17 vann Jóhann 21—17, 22—20 ýann Birki 21—16, tapaði 17 -21 og vann 21—10 vann Gunnar 21—11, 219 vann ÓÍaf 21—5, 21—6 2. Jóhaíin Sigurjónsson 7 v. vann Jósep 21—11, tapaði 16—21 bg vann 21—-13 vann Birki 21—5, 21—16 vann Örn 21—5, 21—11 vann Hermann 21—10, 21—14 vann Ólaf 21—6, 21—13 vann Gúnnar 21—6, 31—13 vann Vögg 21—16, 21—13 3. Jósep Gunnarsson 6 v. várin Örn 22—20, 21—15 vann Hermann 21-—18, 21—19 vann Birki 18—21, tapaði 21—19 og vann 21—17 vánri Gunriar 21—9, 21—14 vann Ólaf 21—10, 21—6 vann Vögg 21—13, 21—13 4. Birkir Gunnarsson 5 v. tapaði fyrir Erni 21—23, vann 21—13 og 21—18 vann Hermann 21—13, 21—18 vann Vögg 21—14, tapaði 19—21 og vann 21—9 vann Ólaf 21—16, 21—17 vann Gunnar 21—19, 21—10 5. Örn Ingi Gíslason 4 v. vann Vögg 21—15, 21—18 vann Hermann 21—19, 21—12 vann Gunnar 21—12, tapaði 19—21 og vann 21—16 vann Ólaf 21—18, 21—4 6. —8. Vöggur Jónasson 2 v. vann Ólaf 21—19, 21—19 vann Gunnar 21—16, 21—18 6.—8. Hermann Haraldsson 2 v. vann Gunnar 21—16, 21—12 vann Vögg 21—15, 21—13 6.—8. Ólafur Halldórsson 2 v. vann Gunnar 21—13, 21—10 vann Hermann 21—16, tapaði 19—21 og vann 21—17 9. Gunnar Jóhannesson 0 v. Hr. Bragi Sigurjónsson. Ég hlustaði á erindi þitt „Um daginn og veginn“ 15. nóv. sl. Fyrri hluti erindisins var um margt fyrir minn smekk góður, þar sem þú dróst fram myndir af viðhorfi margra Reykvíkinga til „fólksins á ströndinni*1. Seinni hluti erindisins féll mér ekki eins vel í geð, þegar þú fórst að bera á borð hugar- fóstur þitt, sem er þess eðlis, að láta með löggjöf taka afréttar- lönd, jarðeignir ýmiskonar, veiðirétt og hver veit hvað af íslenzkum bændum og leggja undir ríkið. Hér skilst mér, að þú ætlist til, að ekki verði um venjulegt eignarnám að ræða, heldur bara að taka þetta með löggjöf endur gjaldslaust. Nú vil ég, áður en lengra er haldið, Ieggja til, að gerð verði - fyrst tilraun með ykkur Gylfa og Gröndal og hina þessa örfáu Alþýðuflokksleiðtoga, sem eru sama sinnis í þessu máli. Semja þyrfti löggjöf þess efnis, að tekn ar væru af þér og Gylfa ásamt þessum núverandi Alþýðu- flokksþingmönnum allar ykkar eignir, hverju nafni sem nefn- ast og lagðar undir rikið, en ykkur síðan gefinn kostur á að vinna við fjósverk í sveit eða sem hásetar á togurum þessi ár, sem þið eigið eftir, við sambæri leg kjör og þeir, sem því hlut- skipti verða að hlíta, og vita, hvort þið skiljið þá, hvernig þið ætlist til, að farið sé með is- lenzka bændur. Þjóðin hefði ykkur þá sem einskonar til- raunamenn vonandi í nokkur ár. Annars voru að ekki síður Laxárvirkjunarmál og þau orð, sem þú lézt um þau falla í ferðir Flugfélags Islands (Framhald af blaðsíðu 8) flug 'Flugfélagsins millí fsafjarð ar og Reykjavíkur eru bílferðir ákveðriá dága til og frá Þing- eyri, Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík. Til Egilsstaða er flogið állá virka daga kl. 15:00. í tengslum við áætlunarflug milli Egilsstaða og Reykjavíkur eru bílfefðir ákveðna- daga til og frá Seyðisfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Norðfiröi, Fáskrúðs- firði, Stöðvárfirði og Breiðdals- vík. Flug milli Akui:eyrar og Egilsstaða fram og a“ ur er þríðjudaga og föstudaga. Brott- för -frá Akureyri kl. 16:25 og þrottför. frá Egilsstöðum kl. 17:40. Éinnig er flogið milli þessara staða á miðvikudögum á tímabiIÍEiu frá 6. október til 5. janýar og, frá 22. marz til 27. apríl. Til Sauðárkróks er flogið mánudaga, miðyikudaga og föstudaga., Kl. 16:00 á mánu- dögunpL og íöstudögum, kl. 16:30 á miðvikudögum., í lengslum við áætiunarflug Flugfélagsins milli Sauðárkróks og- Reykja- víkur eru bílferðir tjl og frá Hofsósi -og Siglufirði, Til'Hprnafjarðar sx. flogið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Til Húsavíkur verða flugferðir mánudaga, .raiðvikudaga og föstudaga, brottför frá Reykja- vík kl. 9:00, Til Raufarhafnar og Þórshafnar er flogið á sunnu- dögum í framhaldi af-Akureyr- arflugi. Brottför frá Reykjavík kl. 9:00. Brottför frá Akureyri til Raufarhafnar og Þórshafnar er kl. 10:20. Til Patreksfjarðar er flogið mánudaga, miðviku- daga og föstudaga. í prentaðri vetraráætlun Flug félags íslands, eru meðal ann- ars upplýsingar um afsláttarfar gjöld, sem í gildi eru á innan- landsflugleiðum. Þar eru upp- lýsingar um unglingaafslátt, sem gildir á aldrinum frá 12— 18 ára, námsmannaafslátt, sem veittur er námsfólki á skólatíma bili. Afslætti fyrir aldrað fólk 67 ára og eldra, og um hóp- afslætti, sem veittir eru hópum 10—15 manns og fleiri. Enn- fremur um fjölskyldufargjöld, sem verið hafa í gildi í allmörg ár og notið mikilla vinsælda. Þá eru þar að finna upplýsingar um skrifstofur Flugfélags ís- lands og um umboðsmenn þess víðsvegar um land og gjaldskrá. í vetraráætluninni er einnig upplýsingar um Kanaríeyja- ferðirnar, sem hefjast 16. des. n. k. □ KANARfEYJAFERÐIR Flug- félags íslands hefjast á ný hinn 16. desember n. k. og síðan verða ferðir til þessarra vin- sælu eyja á tveggja vikna fresti fram á vor. Flugfélagið hefir nú tryggt gestum sínum í þessum ferðum gistirými í nýbyggðum ferðamannaíbúðum og íbúðar- húsum (raðhúsum) auk þeirra gististaða, sem vinsælastir reyndust í ferðunum sl. vetur. Síðastliðinn vetur efndi Flug- félag íslands til níu ferða til Kanaríeyja og voru þær mjög vel heppnaðar. Samtals tóku 750 íslendingar þátt í þessum ferðum, sem hófust um áramót. Nú hefir Flugfélag íslands gefið út litprentaðan bækling um Kanaríeyjaferðirnar, sem á þess um vetri verða alls tíu. Þar er dvalarstöðum lýst, svo og ferða- tilhögun og verði ferðanna. Dvalarstaðir í Kanaríeyjaferð- um Flugfélagsins verða í vetur sem hér segir: í höfuðborginni Las Palmas, Hotel Cristina, Hotel Tigaday, E1 Muro og Pujol. Tveir síðarnefndu stað- irnir eru ferðamannaíbúðir, en hinir glæsileg hótel. Á suður- enda eyjarinnar Gran Canaria, á Playa del Inglés verða dvalar- staðir Aparthotel (nýtt hótel, sem liggur steinsnar frá Las Olas, þar sem margir íslend- ingar dvöldu sl. vetur) og Los Porches, litlir „bungalowar" ný- byggðir, þar sem hver íbúð er tvö herbergi, setustofa, eldhús og bað. Allmikið er nú þegar bókað í Kanaríeyjaferðir Flugfélags- ins, en farmiðar eru seldir og allar upplýsingar veittar hjá ferðaskrifstofum og hjá af- greiðslum Flugfélags íslands og umboðsmönnum þess. Kynning arbæklingurinn „Kanaríeyjar — Sólarfrí í skammdeginu" liggur einnig fyrir á þessum stöðum. í sambandi við Kanaríeyja- ferðirnar veitir Flugfélagið far- þegum utan Reykjavíkur helm- ings afslátt af flugfargjöldum til og' frá Reykjavík. □ nefndu erindi, sem koma mér til að hripa þér þessar línur. Eftir lýsingu þína á afstöðu Reykvíkinga til „fólksins á ströndinni" beið ég í ofvæni eftir því, að heyra þig gera raf- magnsverði á orkuveitusvæði Laxár nokkur skil, fyrst þú á annað borð fórst út í virkjunar- mál, þá einu sinni þér*gafst kostur á að taka „uip daginn og veginn“ í útvarpið. Mér finnst satt að segjá vera of mik- ill svipur með afstöðu ykkar Akureyringa og Reykyíkipga til „fólksins á ströndinni-" úta’ri- lögsagnarumdæmis Akureyrar. ’ Er það ekki satt, sem kunn- ugir telja, að þið framámenn Akureyrar í raforku- og pen- ingamálum (B. S. ekki undan- skilinn) hafið skaffað Akureýr- ingum og þar með sjálfum ykk- ur frítt rafmagn til götulýsingar um áratugaskeið, jafnvel alla tíð síðan farið Var að leiða raf- magn frá auðlindum Þingeyinga við Brúar, eða um 30 ára bil. Mun það nema háum upphæð- um mjög, ef r.eiknað væri á sama verði og rafmagn frá Laxá til okkar hinna í Þingeyjar- og Vaðlaþingum. Sem sagt: þessi þáttur er tekinn út úr dæminu, áður en rafmagnsverðið er reiknað út. Sér ekki hver mað- ur, að það hlýtur að lækka skatta ekki svo lítið hjá Akur- eyringum að þurfa ekki að greiða götulýsinguna, en getur þetta ekki hafa hækkað raf- magnsgjöld hjá okkur hinum, — „fólkinu á ströndinni“? Kunnugir menn þessum mál- um, og reikningsglöggir, telja, að sé þessi fría götulýsing á Akureyri tekin með í dæmið um rafmagnsverðið, komi í ljós, að við „fólkið á ströndinni“ á orkuveitusvæði Laxár utan lög- sagnarumdæmis Akureyrar, greiðum a. m. k. helmingi hærra fyrir tilsvarandi rafmagn held- ur en þið Akureyringar. Hins vegar hafi til öryggis frá ykkar hálfu verið frá því geng- ið, að þið Akureyringar eignuð- ust virkjanirnar við Laxá, sem reistar hafa verið fyrir láns- og gjafafé og hafið þið þar tögl og hagldir um alla stjórn, en ekki við: „fólkið á ströndinni", þótt greiddar hafi virkjanirnar verið af notendum eins og hér hefur verið lýst. Ekki minnist ég þes.l að hafa heyrt þess getið, að þú B. S. hafir nokkru sinni ympr - að á því að þetta misræmi væri leiðrétt. Þú þykist hins /ega .■ vera þess umkominn, að boða jafnrétti og bræðralag í þessuni raforkumálum, sjálfur meósek- ur í svona vinnubrögðum. Frá mínu sjónarmiði færi bezt á því, fyrir þig og aðru. Akureyringa, sem eru sama sinnis og samsekir í þessun. málum að láta sem minnst á ykkur bera, þegar virkjunas • mál eru á dagskrá og ákvarð ■ anir teknar um þau efni, a. m. k. þangað til, að þið eruð búnir ao leiðrétta þetta óréttlæti. Vinsamlegast, '• Sigfús Jónsson, Einarsstöðum, - Menningarvika .. „ (Framhald af blaðsíðu 8) Allt félagslíf er komið her i fullan gang. Stofnaður var tór • listarskóli á Egilsstöðum í haus : og er þetta fyrsta starfsár hans nú, en tónlistarfélag nefu starfað hér. Hingað reðis-: Magnús Magnússon frá Oiaft:- firði og kennir hann á blásturs- hljóðfæri og æfir blandaðar:, fjölmennan kór, sem mun látti til sín heyra um jól eða aramóý ef að líkum lætur. Verið er að Ijúka viðbygg- ingu barnaskólans. En hann he:: ur búið við ákaflega prongai. kost og kennsla aðeins verio annanhvern dag, það sem af er vetri. En nú breytist þetta svo að starfsemin getur orðið meti eðlilegum hætti. Og fólki heldur áfram ati fjölga hér hjá okkur, bæði ev um að ræða innflutning' og sve stækka fjölskyldur staðarins. Munu íbúar vera orðnir hátt.á áttunda hundraðið. Atvinna hefur veríð næg' þad sem af er. Flugfært er um allar sveitir og vestur til ykkar. Veg'- urinn hefur verið stórbæxtur :i sumar. En ennþá vantar að gera sæmilegan akveg á stuttum kafla í Námaskarði og á stuttum kafla þar fyrir austan. Þar eru oftast mestar hindranir og þari úr að bæta. V. S. Verkleg fræðsla B. í BÚNAÐARRITIÐ, fyrri hluti 1971, var að koma inn úr dyr- unum með margskonar fróðleik eins og vant er. Meðal annars fræðir það mann um það, að starfandi séu 32 ráðunautar fyrir bændur landsins í jarðrækt og búfjár- rækt. Þessir 32 menn ferðast fram og aftur um landið með sínar leiðbeiningar og fræðslu og gefa sínar skýrslur hver fyrir sig. — Ríkið greiðir 65% af kaupinu. En ekki er þess getið, að kon- xxr fái neinar leiðbeiningar. — Er þeirra starf svo ómerkilegt, að þær þurfi enga hjálp. — Eða eru þær kannske svo fullkomn- ar, að þær þurfa ekki leiðbein- ingar? En hluturinn er, að konurnar þurfa engu síður ráðunauta en karlarnir, þeirra starf er engu síður merkilegt og margbrotið, og það er nóg til af vel mennt- uðum konum til ráðunauta- starfa. Það var búið að fá dálitlu framgengt. Ríkið kostaði: Un ■ ferðaleiðbeiningar í hande- vinnu, framlag til eftirlits og leiðbeininga fyrir húsmæðra- skólana, eftirlit og leiðbeininga-.' verklega fyrir barna- og ungi- ingaskóla, jafnvel matreiðslu. —• Þetta þótti ágætt, var mjög vir. • sælt. — En skyndilega féll þetta allt niður, þegjandi og hljóða* laust, í sparnaðarskyni, að sags var. — Farið að senda allt úé skriflegt. — En þetta fór fyrir ofan garð og neðan. — Folkiij vildi fá persónulegar leiðbeir,- ingar. (Ekki þykist Búnaðar- félag íslands komast af meó pappírssendingar ). Kvennasamtökin í landinu eru nú orðin svo sterk og san ■ felld, að þau lagfæra þette, heldur fyrr en síðar. — Þa'ci c'erður tekið vel í það, ef hugui’ fylgir máli. ii Halldóra Bjarnaclóttir, j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.