Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON auglYsingastjóri : frImann frímannsson ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Jöfnun raforkuverðs Undirritaður hefur verið samningur milli Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinnar um virkj- unarmál, yfirtöku byggðalína og fleira. Megin- atriði samningsins eru að orkuveitusvæði Landsvirkjunar verður nánast allt landið, Landsvirkjun tekur að sér að reisa og reka nýj- ar virkjanir og yfirtekur aðalstofnlínu:- lands- kerfisins, hinar svonefndu byggðalínur. Jafn- framt skuldbindur fyrirtækið sig til að selja raf- orku í heildsölu eftir sömu gjaldskrá á afhend- ingarstöðum í öllum landshlutum. Markmiðið með þessum samningi er að koma á einu fyrirtæki sem annist raforkuöflun og raforkudreifingu um landið. Um leið verði raforkuverð jafnað. Áður var frágengið að Lax- árvirkjun sameinaðist Landsvirkjun formlega um mitt næsta áf. Eitt af því sem þeir er láta sig byggðastefnu einhverju varða hafa hvað oftast nefnt sem dæmi um ranglæti gagnvart íbúum lands- byggðarinnar ér raforkuverðið. Það hefur ver- ið mjög mismunandi eftir aðstæðum, eftir landshlutum og byggðarlögum. Með tilkomu eins fyrirtækis er annast raforkuöflunina og raforkudreifinguna skapast möguleikar á að jafna orkuverðið og eyða þessu óréttlæti að verulegu leyti. Ef vilji hefði verið nægur hefði ráðamönnum raunar verið í lófa lagið að koma á jöfnuði í þessum efnum miklu fyrr. Hvers vegna gat raforkuverðið ekki verið það sama um allt land rétt eins og bensínverð eða verð á þjónustu ríkisútvarpsins? Vegna vaxandi orkunotkunar út um allt land hafa rafveitur á landsbyggðinni þurft að kaupa orku frá Landsvirkjunarsvæðinu í sí- auknum mæli. Allar stórframkvæmdir í virkj- unarmálum hafa verið á einu svæði en raforku- framkvæmdir út um landið hafa hins vegar verið afar litlar um langt árabil og hefur lands- byggðin utan Suðurlands dregist stórlega aftur úr í þessum efnum. Nú þegar eitt fyrir- tæki ber ábyrgð á öllum meiriháttar orkufram- kvæmdum, þar á meðal við dreifikerfið, eru meiri líkur til þess að orkuverum verði dreift meira en verið hefur m.a. öryggis vegna. Reynsla og verkþekking auk fjármagns þessa landsfyrirtækis mun væntanlega nýtast um allt land og dreifast meira en hingað til hefur verið. Það má ekki gleyma því að staðsetning orkuvera hefur veruleg áhrif á iðnaðarupp- byggingu í næsta nágrenni þeirra. Nýgerður samningur um Landsvirkjun er því mjög þýð- ingarmikill fyrir landsbyggðina. Sú ákvörðun stjórnar Laxárvirkjunar og Ak- ureyrarbæjar að sameina Laxárvirkjun Lands- virkjun hefur vafalaust ýtt mjög á eftir því að orkuöflun og orkudreifing yrði á einni hendi. Má reyndar telja vafasamt að þessi þróun hefði orðið ef Laxárvirkjun hefði ekki á sínum tíma verið sameinuð Landsvirkjun. Fullyrða má að hagsmunum Akureyringa, Norðlendinga og raunar allra landsmanna sé betur borgið eftir en áður. : 4 útyÁGÚR-13.; 1 éÓ2 Aðalstræti 6. Fjaran og Innbæinn: Aöalstræti 6 Hús þetta er fyrir margra hluta sakir hið merkilegasta, en auk þess er það mikilvægur hluti af heild þeirri sem húsin á mótum Lækjargötu og Aðalstrætis mynda. Húsið ætti tvímælalaust að varðveita og koma í eldra horf með timburklæðningu og smárúðugluggum, sbr. Ijósmynd. Stóri, gamli kvist- urinn, þ.e.a.s. viðbygging Stefáns sýslumanns ætti að vera óbreytt, en kvistinn á austurhlið og breytingamar á vesturhlið frá 1960 mætti gjarnan fjarlægja. Breyta þyrfti húsinu I eina íbúð á nýj- an leik. Grímur Laxdal, bókbindari, flutti í bæinn 1836. Hann byggði fyrst hús í Fjörunni og bjó þar fyrstu ár sín á Akureyri. Síðar byggði hann stofninn að Aðal- stræti 6. Árið 1857 flutti Grímur Lax- dal fjós sem hann átti norðan við hús sitt á lóðina þar sem nú er Lækjargata 4, en þar átti hann hlöðu fyrir. Árið 1859 fékk Grímur leyfi byggingarnefndarinnar til að byggja timburhús fyrir vestan íbúðarhús sitt og auk þess lítinn skúr suður af nýja húsinu, hús þessi eru nú bæði horfin. Árið 1862, þegar Stefán sýslu- maður hefur keypt húsið af Grími, lætur hann lengja húsið til suðurs og er viðbyggingin tveggja hæða frá upphafi. Hann lætur einnig gera „Stakket" við hús sitt í óleyfi. Byggingar- nefndin vill láta sekta sýslumann Thorarensen og spyr hvernig hann geti búist við að almenn- ingur haldi reglur byggingar- nefndarinnar, þegar sýslumaður sjálfur brjóti þær. Hendrik Schiöth og kona hans Anna Schiöth komu til Akureyr- ar til að veita forstöðu fyrstu brauðgerðinni sem Höepfner stofnaði árið 1868 og bjuggu þau lengi í Aðalstræti 6. Hendrik Schiöth var póstafgreiðslu- maður frá 1879 og mun pósthús hafa verið á heimili hans. Neðst í reykháfi hússins er innfelldur peningaskápur, sem sagður er vera frá tímum pósthússins. Hendrik Schiöth var einnig gjaldkeri sparisjóðsins og gjald- keri útibús íslandsbanka frá 1904-12. Anna lærði ljósmyndun í Danmörku einhvern tíma milli 1870 og 1880. Hún tók allmikið af ljósmyndum á Akureyri og hefur líklega stundað þá iðju í Aðalstræti 6. Þau eignuðust 6 börn, þar á meðal Ölmu, konu Odds lyfsala sem er næstur skráður eigandi hússins. Oddur Thorarensen fékk heimild til að tengja saman tvo skúra vestan við húsið árið 1925. í umsókninni til byggingar- nefndar er þess getið að þvotta- hús eigi að vera i útbyggingunni. Bárujárn var sett á húsið 1953. Hinrik Hinriksson breytti húsinu í tvær íbúðir árið 1960, lét gera nýjan kvist á austurhlið og stækka og breyta kvisti á vesturhlið, gera þar tröppur og inngang á efri hæð hússins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.