Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 11
Okkar á milli í hita og þunga dagsins — Frumsýnd á morgun í Reykja vík, á Húsavík og Akureyri Á morgun, laugardag, frum- sýnir Hrafn Gunnlaugsson kvikmynd sína, Okkar á milli í hita og þunga dagsins. Frum- sýningar verða á fjórum stöðum, í Reykjavík í Laugar- ásbíói og Háskólabíói, á Húsavík og í Borgarbíói á Ak- ureyri. Þessi mynd hefur verið lengi í framleiðslu miðað við íslenskan mælikvarða, eða um tvö ár. Og Hrafn hefur verið iðinn við að valda íslendingum hugarangri, því vart hefur hann sýnt þeim kvikmyndir sínar, er þeir rísa margir hneykslaðir upp á aftur- fæturna og eiga ekki orð (en tekst þó að fylla lesendadálk- ana). Skemst er að minnast geld- ingaratriðis í Óðali feðranna, og Blóðrautt sólarlag kannast sennilega allir íslendingar við. Mönnum sýndist sitt hverjum um þá mynd; margir lofuðu hana upp í hástert, en aðrir voru svo hneykslaðir að þeir læddust með veggjum. Við Akureyring- ar fengum Hrafn og fleira fólk í heimsókn fyrir nokkru og úr þeirri heimsókn var farið með Vandarhögg, eftir Jökul Jakobs- son. Og enn urðu nokkrir ís- lendingar hneykslaðir, meðan aðrir voru yfir sig hrifnir. Hrafn hefur sagt um Okkar á milli, að það sé sú mynd sem hann hefur best gert, og allar að- rar séu bara aukaatriði. Aðal- persóna myndarinnar er verk- Haraldur sýnirí kaffistofu Kristjánsbakarís Laugardaginn 14. ágúst kl. 14 opnar Haraldur Ingi Haralds- son myndlistarsýningu í kaffi- stofu Kristjánsbakarís Hrísa- lundi 3 (gengið inn að vestan). Þetta er 4. einkasýning Har- aldar Inga sem allar hafa verið á Akureyri. Á sýningu þessari sýnir Haraldur 21 mynd sem unnar eru með blandaðri tækni en flestar eiga það þó sameigin- legt að vera ljósmyndir, teikn- ingar og málverk allt í senn, þar sem teikningar eru færðar yfir á ljósmyndapappír og málaðar með olíulitum. Verð myndanna er á bilinu 2-3000 kr. Haraldur Ingi Haraldsson er Akureyringur, sonur hjónanna Haraldar M. Sigurðssonar og Sigríðar Matthíasdóttur. Har- aldur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981 og er á förum til Hollands þar sem hann ætlar að stunda framhalds- nám við listaakademíuna í Enc- hede. Sýningin verður opin frá 14. til 24. ágúst, laugardaga og sunnudaga frá 14-20 og virka daga frá kl. 9 árdegis til 20. Úr myndinni. fræðingur, sem Benedikt Arna- son leikur. Sá er staddur á tíma- mótum í lífi sínu, hann fer að verða þess var að hann er kannski ekki alveg ómissandi í starfinu og krakkarnir hans eru að fara að heiman. „Þetta er uppgjör þegar menn allt í einu þurfa að staðsetja sig,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson í spjalli við Dag fyrir skömmu. Auk Benedikts Árnasonar leika stór hlutverk í myndinni Andrea Oddsteinsdóttir, Sirrý Geirs, Valgarður Guðjónsson (söngvari Fræbbblanna) og fleiri. Hrafn samdi sjálfur hand- ritið, kvikmyndun annaðist Karl Óskarsson. Myndin er tekin mjög víða, margar senur úr þyrlu og margar gerast við virkj- anir. Frægt varð Geysismálið þegar Hrafn stóð fyrir því að fá fram gos í hvernum. Linda Daniels í Sjallanum Enska söngkonan Linda Dan- iels mun skemmta gestum Sjallans á Akureyri um helg- ina. Hún kemur fram þar í kvöld, annað kvöld og á sunnudagskvöldið, og syngur við undirleik Ingimars Eydal. Linda Daniels er ensk sem fyrr sagði. Hún hefur sungið víða í Evrópu við góðar undir- tektir, og að undanförnu hefur hún skemmt gestum veitinga- húsa í Reykjavík. Hljómsveit Steingríms Stef- ánssonar verður hljómsveit Sjallans í kvöld og annað kvöld og leikur til kl. 03. Á sunnudags- kvöld er diskótek, en sem fyrr sagði skemmtir Linda Daniels öll kvöldin. Nýja bíó Nú standa yfír sýningar á bandarísku myndinni „For- setaránið“ í Nýja bíó á Ak- ureyri. Myndin fjallar um rán á forseta Bandaríkjanna. Með aðalhlutverk fara Will- iam Shatner, Hal Holbrook og Van Johndon. Kl. 15 ásunnudag sýnirNýja bíó Walt Disney myndina „Fljúgandi furðuhlutur“, bandaríska mynd í litum fyrir alla fjölskylduna. Og loks má geta um næstu mynd sem sýnd verður í Nýja bíó, en það er „Geðveiki morðinginn", æsispennandi ensk mynd í litum sem fjallar um mann sem haldinn er geð- veilu. Með aðalhlutverk í þeirri mynd fara Deborah Coulls, Chard Hayward og Lo- uise Howitt. Hólahátíðin 1982, hátíð, verður haldin nk. sunnudag og hefst með klukknahringingu og skrúð- göngu presta til Dómkirkju kl. 13.45. Kl. 14 hefst hátíðarguðþjón- usta og þjóna þeir sr. Birgir Snæ- björnsson, sr. Vigfús Þ. Árna- son, sr. Sighvatur B. Emilsson og sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup fyrir altari. Prédik- un flytur sr. Stefán Snævarr prófastur, kirkjukór Svarfdæla syngur undir stjórn Ólafs Tryggvasonar. Barnasamkoma hefst í skóla- húsinu kl. 16 og verður í umsjá Stínu Gísladóttur. Kl. 16 hefst einnig í dómkirkjunni hátíðar- samkoma. Sr. Árni Sigurðsson ræðu, kirkjukór Svarfdæla syng- formaður Hólafélagsins flytur ur og sr. Sigurður Guðmunds- ávarp, Anna Þórhallsdóttir son vígslubiskup flytur ritning- syngur og leikur á langspil, dr. arorð og bæn. Að lokum verður Broddi Jóhannesson flytur almennur söngur. 13.ágúst 1982 - DAGUR-11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.