Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 7
ídi skólameistari í helgarviðtali svo mikið með áfangakerfinu að ég treysti mér varla til að rekja það, enda gerðist það eftir mína tíð við skólann. Ég hef verið svo heppinn að geta unnið með ungu fólki allan minn starfsaldur og geta fylgst með viðhorfum þess í gegn um tíðina. Umhverfið hefur breyst. Allar ytri aðstæður eru allt aðrar en þær sem ég átti að venjast þegar ég var ungur. Þá átti eng- inn ungur maður eyris virði en nú vaða allir í peningum. Ég get t.d. nefnt að þegar ég byrjaði við skólann var venja að 5. bekkur færi í bekkjarferðir, viku til 10 daga, á vori hverju. Einhvern ferðastyrk fengum við og auk þess nestuðum við okkur fyrir 10-15 kr. hver, en yfirleitt var sparað eins og mögulegt var. Samt höfðu ekki allir efni á að fara í þessar ferðir. Um það leyti sem ég var að hætta sem skóla- meistari var byrjað að fara til út- landa í bekkjarferðir og kostuðu þær hvern og einn tugi þúsunda. Samt virtist enginn í vandræðum með að fjármagna þær ferðir. Viðhorf og hreyfingar að utan bárust ekki hingað heim þegar ég kom hér fyrst nema svona rétt af afspurn. Én síðustu árin urðu hreyfingar eins og stúdentaó- óeirðirnar, sem geysuðu í Evr- ópu og Ameríku á sjöunda ára- tugnum, feyki áhrifamiklar hér litlu seinna en erlendis. En þrátt fyrir allar þessar ytri breytingar hefur unga fólkið ekkert breyst í sjálfu sér. Það er að vísu mun ófeimnara og há- værara nú en áður. Það ber ekki . sömu virðingu fyrir gömlum hefðum og er ekki eins skolli bælt eins og við vorum þegar ég var ungur en æskan breytist ekk- ert í eðli sínu, það er umhverfið sem breytist og veldur nýjum viðhorfum og áhrifum sem unga fólkið er mun fljótara að tileinka sér en við sem eldri erum. Þann- ig er það og þannig mun það allt- af vera á meðan æskan er æska. Eldspýtustokkur á 1 aur Ég hef stundum verið að furða mig á því að ég og við sem fæddir erum um aldamótin, skulum ekki allir vera löngu komnir á Klepp af því einu að hafa lifað þetta tímabil og þær stórkost- legu breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðlífi. En ég er for- lögunum þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þennan tíma og hálfvorkenni unga fólkinu sem fer á mis við hann. En þrátt fyrír allar þessar ytri breytingar hefur unga fólkið ekkert breyst í sjálfu sér. Sem dæmi um þær breytingar sem orðið hafa get ég nefnt það að í mínu ungdæmi tók það lengri tíma að fara í kaupstaðinn en nú tekur að komast milli ís- lands og Kaupmannahafnar. Og jafnvel eftir að samgöngur voru orðnar fullkomnari, árið 1925, tók það okkur viku að sigla til Hafnar og strandferðaskip gat verið hálfan mánuð að sigla héð- an til Reykjavíkur ef koma þurfti við í mörgum höfnum og slæmt var í sjó. Annað sem hefur breyst er verðskyn fólks. Eldpýtustokk- urinn kotaði alla mína æsku 1 aur. Nú kostar hann nokkrar nýkrónur. Á æskuheimili mínu var engu fleygt og þannig var það alls staðar. Öllu var haldið til haga í því augnamiði að ein- hvern tíma gæti það komið að notum. Engum datt annað í hug en að spara eins og hægt var og nýta allt til hins ýtrasta. Nú væri hægt að byggja heilu sveitirnar úr öskuhaugunum. Allt það timbur og allt það eldsneyti sem þar liggur er yfirgengilegt. Auð- vitað er það ekki annað en gott og blessað að nú skuli vera kynt með olíu og rafmagni en mér er það til efs að svo langt þurfi að ganga að heilmiklu eldsneyti sé hent. Þessi sparnaðarhugsunar- háttur er eðlilega afskaplega rík- ur í minni kynslóð og eins hafa aðrar breytingar lagst illa í þá sem eldri eru. Ótrúlega margt gamalt fólk er einangrað. Það er nú svo með marga öldungana að við höfum meira gaman af að umgangast okkur yngra fólk en jafnaldra. E.t.v. er þetta þó gamall vani hjá mér. Én unga fólkið hefur ekki tíma til að efla tengslin og við það fer það á mis við ýmis- legt sem gamla fólkið hefur á takteinum. Mér virðist sem skólinn hafi að miklu leyti van- rækt að kenna unga fólkinu sögu lands og þjóðar. Unglingar geta haft nóga þekkingu til að spjara sig frá degi til dags en þeir gera sér ekki grein fyrir hvers vegna málum er háttað í dag eins og raunin er og hver er forsaga málsins. Ritstörf og ferðalög - Það sem liggur eftir Steindór Steindórsson í rituðu máli er orðið mikið að vöxtum og eru það líklega ekki margir íslend- ingar sem meira hafa skrifað. Steindór hefur þýtt einar 8 ferðabækur um ísland sem ekki hafa þó allar verið prentaðar, þar á meðal Ferðabók Eggerts Ólafssonar, Ferðabók Olafs Ólavíusar og Ferðabók Stan- leys. í yfir 30 sumur ferðaðist hann um landið og rannsakaði gróðurlífið og hefur hann á því sviði unnið mikið brautryðj- endastarf. Já, ég hef ferðast heilmikið um landið. Líklega hef ég spannað allt landið i þessum ferðum, nema Hornstrandir og á jökla hef ég aldrei stigið fæti mínum. Þegar ég varð skóla- meistari, árið 1967, hafði ég ekki lengur tíma til þessara ferðalaga og hefði sjálfsagt ekki byrjað á þeim aftur ef ég hefði ekki verið beðinn að gerast fræðilegur ráð- gjafi við rannsóknir á gróður- lendi Grænlands. Ég hef verið við það síðastliðin sumur en nú held ég að nóg sé að gert. Ég býst við að það merkileg- asta sem ég hef gert sé í fyrsta lagi rannsóknir á gróðurlenda- skipun landsins og flokkun landsins niður í ákveðin gróður- lendi. Það hafði ekki verið gert áður. í öðru lagi er það rann- sóknir á hálendisgróðri sem ég hef skrifað um 2 ritgerðir. Og í þriðja lagi rannsóknir á mýr- lendisgróðri sem ég hef fjallað um í einni ritgerð. Ég setti eitt sinn fram þá kenningu að sá gróður sem þrífst hér á landi hefði að stórum hluta lifað af sfðustu ísöld í tindum og hæðum sem stóðu upp úr jöklin- um, eins og nú gerist víða á tind- um í Grænlandsjökli. Fjórðung- ur af þeim jurtategundum sem hér þrífst hefur verið hér í lok ís- aldar og sjálfsagt miklu fleiri. E.t.v. er þetta það sem mestur blaðamatur þykir af því sem ég hefi gert um dagana. í Menntaskólanum tíðkaðist sá siður að gefa út bók með teikningum af stúdentsefnum og kennurum ár hvert. Þessi mynd birtist af Steindóri áríð 1967. Forsíðumyndin af Steindóri er eftir Örlyg Kristfínnsson og birtist í Carminu 1968. 13. ágúst 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.