Dagur - 08.02.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 08.02.1983, Blaðsíða 9
Þórsarar sigruðu í „Bauta- mótinu“ Steingrímur Birgisson t.v. og Þórsarinn, Sigurbjörn Viðarsson, ■ baráttu um boltann. Mynd: KGA Um helgina var haldið í iþróttahöllinni mót I innan- hússknattspyrnu. Mót þetta nefndist Bautamótið en það var veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri sem gaf glæsilegan farandbikar til keppninnar og einnig verðlaunapeninga fyrir þrjú efstu liðin. Það var knattspyrnudeild KA sem sá um framkvæmd mótsins sem stóð allan laugardaginn og mestallan sunnudaginn. Alls höfðu 16 lið tilkynnt þátttöku í þessari keppni en veðurguðirnir höguði því svo til á laugardaginn að Siglfirðingar, Ólafsfirðingar, Húsvíkingar og Grenvíkingar komust ekki til Akureyrar vegna ófærðar en Siglfirðingar og Grenvíkingar komust hins vegar til leiks á sunnudag og var þeim þá bætt inn í milliriðlana. í undankeppninni virtist svo sem A-lið KA væri lang sterkast en þeir náðu sér ekki upp á sunnu- daginn og komst því ekki í úr- slitaleikinn. Það gerði hins vegar A-lið Þórs en þeir léku mjög vel í milliriðlunum og unnu síðan úrslitaleikinn með yfirburðum. Hann var gegn Reyni frá Ár- skógsströnd en þeir áttu í harðri baráttu við B-lið KA um að komast í úrslitaleikinn en Reyn- ismenn fengu einu stigi meira sem nægði þeim til úrslita. Það var hins vegar leikur katt- arins að músinni þegar Þórsarar tóku þá í kennslustund og sigr- uðu með 11 mörkum gegn tveimur. Til úrslita um þriðja og fjórða sætið léku A- og B-lið KA. Greinilegt var að leikmenn gjörþekktu hvern annan enda æfa þeir saman oft í viku en það var B-liðið sem sigraði með 6 mörkum gegn 4. B-liðið var að mestu skipað eldri leikmönnum og kom því leikreynsla þeirra að góðum notum í úrslitaleiknum. Lið frá ÍBA, eða Old Boys, eins og sumir nefndu það kom mjög á óvart með góðum og skemmti- legum leik en í því liði voru flest- ir á aldrinum 30 til 50 ára. Þá voru Siglfirðingar einnig með létt leikandi lið en þeir komust alla leið í úrslitaleikinn á síðasta íslandsmóti. Þeir náðu sér hins vegar aldrei verulega á strik í leikjum sínum enda vanir að leika með svokölluðum „bött- um“. Annars voru úrslit í byrj- unar- og milliriðlum eins og hér segir: Reynir - Æskan 6-2 Þór a - Árroðinn a 10-3 KA b - Reynir 9-4 Æskan - Þór a 0-9 Þóra-KAb 4-4 Árroðinn a - Æskan 6-1 Reynir - Þór a 4-7 1 4 Reynir - Æskan 6-2 Þór a - Árroðinn a 10-3 KA b - Reynir 9-4 Æskan - Þór a 0-9 Þór a - KA b 4-4 Árroðinn a - Æskan 6-1 Reynir - Þór a 4-7 KA b - Árroðinn a 10-1 Æskan - KA b 1-14 Árroðinn - Reynir 3-4 KA a - Vorboðinn 5-0 Árroðinn b - ÍBA 9-4 Þór b - Vaskur 10-3 KA a - Árroðinn b 12-1 ÍBA-Þórb 8-4 Vorboðinn-Vaskur 2-8 Vaskur-ÍBA 5-5 Árroðinn b - Þór b 4-10 Vorboðinn - ÍBA 2-9 KA a-Vaskur 13-2 ÍBA-KAa 3-6 Vaskur - Árroðinn 6-3 Þór - Vorboðinn 8-4 Milliriðlar: KA b - KS 2-2 KA a - Magni 6-1 Þór b - Reynir 2-6 Þór a - ÍB A 4-4 KS - Reynir 4-5 Magni - ÍBA 3-5 KA b - Þór b 3-1 KA a - Þór a 2-4 Þór b-KS 2-6 Þór a - Magni 8-1 Reynir - KA b 3-3 ÍBA - KA a 4-11 Topplið úr Úrvals- deild gegn Þór Vasatölvur Technico vasatölvur 12gerðir fyrirliggjandi % iu fɧ Ati scttwr ö HC CAtOi o Möft 0 O ö fi Q Q o 0. 0 0 O m ö <* rn 11 o 91 ö m ö o Umboðsmenn óskast á Norðurlandi. Reykjavíkurmeistarar Vals í körfuknattleik, sem nú trjóna efst í Úrvalsdeildinni, verða Eiríkur Eiríksson. Eiríkur þjálfar Reyni Eiríkur Eiríksson fyrrverandi markmaður hjá Þór í knatt- spyrnu, hefur nú ráðið sig sem þjálfara hjá fjórðudeildar liði Reynis á Árskógsströnd. Áður en Eiríkur gekk til liðs við Þórs- ara var hann einmitt markmaður hjá Reyni. Eiríkur stýrði sínum mönnum í fyrsta sinn á Bautamótinu og fórst það vei úr hendi, enda komst Reynir mjög óvænt í úr- slitaleikinn á mótinu. mótherjar Þórs í 8-liða úrslit- um Bikarkeppni Körfuknatt- leikssambandsins en dregið var um það fyrir helgina hvaða lið leika saman og varð úrkoman þessi: Þór-Valur ÍBK-UMFN ÍR - Haukar ÍS - UMFG Segja má að það sé hvalreki fyrir íþróttaáhugafólk á Akur- eyri að fá lið Vals hingað norður. Liðið hefur haft for- ustuna í Úrvalsdeildinni í allan vetur og virðist fátt geta komið í veg fyrir að Valsmenn verði ís- landsmeistarar í vor. Með liðinu leikur bandaríski leikmaðurinn Tim Dwyer sem áður hefur leitt Val til sigurs í ís- landsmótinu, geysilega sterkur leikmaður í vörn og sókn. Af öðrum leikmönnum liðsins má nefna landsliðsmennina Torfa Magnússon, Ríkharð Hrafn- kelsson, Kristján Ágústsson og Jón Steingrímsson og unglinga- landsliðsmennina Tómas Holt- on og Leif Gústafsson. Það er því valinn maður í hverri stöðu hjá Val. Möguleikar Þórs á að komast áfram eru fyrir hendi þótt þeir séu í rauninni litlir. Þeir byggjast aðallega á heimavellinum og stuðningi áhorfenda og vonandi láta þeir ekki þetta tækifæri framhjá sér fara að sjá það besta í íslenskum körfuknattleik í dag og styðja um leið við bakið á Þórsurum. frestað Ekkert varð úr leikjum Akur- eyrar- og Eyjafjarðarliðana í blaki, handknattlcik og körfu- knattleik um helgina vegna samgönguerfiðleika. í körfunni átti Þór að leika gegn ÍS og Haukum fyrir sunnan en kl. 13,30 á laugardag aflýsti formaður mótanefndar báðum leikjunum. Eitthvað fór það illa í formann KKÍ sem setti Hauka- leikinn á samkvæmt mótaskrá á sunnudag, en þórsarar neituðu að fara suður í einn leik. Varð úr að leiknum var frestað. Ármann átti að leika gegn KA í handboltanum á Akureyri. Flugfélag Norðurlands var til- búið að sækja Ármenninga á föstudag þótt ekki væri flogið áætlunarflug, en HSÍ kvað slíkt of dýrt. Það þótti hinsvegar ekki of dýrt umfyrri helgier2. fl. KA var skikkaður í samskonar flug suður! - Já, þeir geta verið erfið- ir herrarnir sem sjá um gang mála hjá sérsamböndunum. 8. febrúar 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.