Dagur - 16.05.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 16.05.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 16. maí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVÍK), KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Deilumar um leiðari_________________ Enn er hið nýja Þróunar- félag deiluefni og virðist nú auðsýnt að viss öfl í þjóðfélaginu vilji þetta félag feigt. Þróunarfélag íslands var sett á laggirnar að tilhlutan Steingríns Her- mannssonar, forsætisráð- herra. Mjög mikil undir- búningsvinna lá að baki og hugmyndin var sú að þetta félag yrði grunnur- inn að nýskipan atvinnu- mála, sem nú er bráð- úauðsynlegt að íslending- ar takist á við. Tveir stjórnarmenn, báð- ir náténgdir Sjálfstæðis- flokknum, kusu að segja sig úr stjórninni þar sem þeir urðu undir í atkvæða- greiðslu um ráðningu framkvæmdastjóra Þróun- arfélagsins. Að baki úr- sögnunum lágu pólitískar ástæður fyrst og fremst. Nú hefur enn á ný verið búinn til ágreiningur. Þróunarfélagið er á ábyrgð forsætisráðherra og vegna fyrri reynslu ákvað hann að báðir full- trúar ríkisins í stjórn yrðu tilnefndir af honum, en ekki yrði um skiptingu að ræða milli forsætisráð- herra og fjármálaráðherra í því að tilnefna fulltrúa, eins og fyrr hafði verið rætt um. I ljósi þess sem áður hefur gerst er þetta eðli- leg ákvörðun og fyllilega réttmæt. Ríkisvaldið verð- ur að koma fram sem einn aðili og óskiptur í stjórn Þróunarfélagsins. Það er miklum mun mikilvægara heldur en að flokkarnir skipti þar með sér verkum, sem er vísasti vegurinn til að gera störf Þróunarfélagsins ómark- viss. Reynslan sýnir að hugur fylgir ekki máli varðandi Þróunarfélagið og uppbyggingu þess, þegar sjálfstæðismenn eru annars vegar. Vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn telur sig hafa misst einhver póli- tísk ítök í Þróunarfélaginu vinna hagsmunagæslu- menn hans gegn félaginu. Allt hjal þeirra um að félagið þurfi að vera ópóli- tískt hefur sýnt sig að vera markleysa. Eina leið- in til að Þróunarfélagið yrði ekki markleysa var að höggva á þennan póli- tíska hagsmunahnút sjálf- stæðismanna. Þróunarfélagið á að vinna að atvinnuupp- byggingu hér á landi í samræmi við stefnu ríkis- stjórnarinnar. Oddviti rík- isstjórnarinnar og helsti baráttumaður fyrir fram- gangi félagsins og þess sem það á að leggja af mörkum, verður að hafa það tryggt að eftir þess- um stefnumálum sé unn- ið. Pólitísk hagsmuna- gæsla sjálfstæðismanna í stjórn Þróunarfélagsins er ekki vísasti vegurinn til þess. úr hugskotinu. í Bruxeks að m Þá er þetta búið, og þjóöin farin að jafna sig eftir áfall sem svona nokkurn veginn jafnast á við niðurlæginguna gagnvar! Kóreu- mönnunum í vetur. Við höfum komist að því að við erum ekki bestu dægurlagahöfundar í Evr- ópu, rétt eins og við lærðum það á síðastliðnum vetri, að við erurn alls ekki heimsins besta handboltaþjóð. Gjaldþrot Það hcfur mikið verið rætt og ritað um gjaldþrot okkar ágæta Gleðibanka, og ef til vill er það að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um þetta mál. Menn hafa eðlilega reynt að finna skýring- ar á óförunum, og að gömlum og góðum þjóðarsið hefur verið ákaft leitað að einhverjum bakara til að hengja þar sem smiðurinn virðist vera með öllu óhengjanlegur. Hugskotið gat sér þess til á sínum tíma, að framlag íslands myndi verða einhvers staðar á biíinu frá fimmta til tíunda sætis, og einhvern veginn hafði það þegar frá byrjun á tilfinn- ingunni að Gleðibankinn hans Magnúsar yrðj sendur til Bergen. Útkoman varð að vísu heldur verri en gera mátti ráð fyrir, og liggja til þess margar ástæður. Menn hafa bent á hluti eins og lélega hljómsveit, sem ekki getur staðist því hún kom vel út úr hinum lögunum, óstuð á vodkatríóinu sem auðvitað á ekki að geta átt sér stað með svo sviðsvant fólk, og vanþró- áðar dómnefndir sem ekki hafa kunnað gott að meta. Sitthvað kann rétt í þessu að vera, en fleira kemur hér til. Þannig verður að segjast, að valið á lagi orkaði þegar frá upphafi meira en lítið tvímælis. Gleðibankinn er frómt frá sagt alls ekki eitt af betri lögum Magnúsar Eiríks- sonar, og í sarinleika sagt allt of „Eurovisionlegt“ lag til að geta vakið áhuga útlendinga. Hálfu verra er þó, að textinn við þetta lag er alveg stórkostlegt klúður. Sem betur fer, þá hafa ntenn ekki skilið hann í Bergen, til að rnynda þetta með gleðihúsið, en það sem heyrist var öll ofgnótt- in af hörðum samhljóðum á borð við p, t, og k sem háð hafa þessu lagi meira en menn gera sér grein fyrir. Á því Ieikur varla vafi að til dæmis friðarlag- ið Ef, svo maður tali nú ekki um hið gullfallega „akureyrska“ framlag til keppninnar Vöggu- vísa hefðu komið mun betur út. En Björn bóndi er látinn og það þýðir -ekkert að vera að syrgja hann til eiiífðarnóns, heldur verður þegar \ stað að safna liði og halda til Bruxelles, eða Brússel, svo maður móðgi nú ekki Flæmingjana, ekki til að sanna að við séum endilega bestir, heldur sýna að við erum evrópsk þjóð og ekkert fylki í Bandaríkjunum, eða hjálenda í Danmörku. Það verður að læra af mistökunum, til að mynda þarf að láta 10-15 tónlistar- menn fá það verkefni að semja keppnislög og síðan að láta úr- taksdómnefnd velja lagið sem sent verður og mætti vel hugsa sér að það val færi fram um jól eða á gamlárskvöld. Mikið væri það nú gaman ef framlagið gæti orðið akureyrskt, slíkt væri vel til fundið á komandi afmælisári fallega bæjarins okkar. Sigur sjónvarpsins En það sem er einna athygl- isverðast við þessa fyrstu þátt- töku okkar í Eurovision, er það hvprnig „Hið opinbera“, sú deild þess sem ríkisútvarp, sjónvarp er nefnt, náði að gera meiriháttar sigur úr öllu klúðr- inu í Bergen. Meira að segja hefur tuttugasti og áttundi mað- urinn á lista flokksins í Davíðs- borg sennilega halað inn nokk- ur atkvæði út á þetta. Vodkatríóið hefur reyndar sjálfsagt átt sinn þátt í því að hala inn félögum í foreldrasam- tökin fyrir vímulausa æsku, en stofnun þeirra er sennilega ein- hver stærsti sigur íslenska sjón- varpsins frá upphafi. Þarna sýndi sjónvarpið svo ekki verð- ur um villst hversu máttugur miðill það er orðið. Það er ann- ars umhugsunarefni hversu greiðan aðgang Lionsmenn og SÁÁ hafa að sjónvarpinu. Þótt hér sé ekkert um það fullyrt, þá kann skýringin að liggja í því að sama dag og fyrrnefnd útsend- ing átti sér stað, birtist í dag- blöðum auglýsingar þar sem vakin var athygli á henni. Var auglýsing þessi auðsjáanlega kostuð af Flugleiðum og Sól hf. en hvoru tveggja eru þessi fyrir- tæki sem kunnugt er nátengd flokknum, og þess sakar ekki að geta, að bæði eru þau drjúgir auglýsendur hjá sjónvarpinu. Til að forðast allan misskiln- ing, skai þess strax getið, að hér er alls ekki verið að gera lítið úr eityrlyfjavánni, síöur en svo. Það er og verður stór glæpur að eyðileggja líf fólks, ekki síst ungmenna, með eiturlyfjasölu, en hitt er annað mál, að hin nýju foreldrasamtök breyta sennilega engu í þessum málum. Foreldrarnir eru nefni- lega mjög sennilega síðustu manneskjurnar sem bjargað geta þegar vandamálið er orðið verulega alvarlegt, oft á tíðum vegna eigin vanhæfni, sem á stundum stafar af eigin mis- notkun vímugjafa. Reyndar, þá geturn við allt eins búist við því að einhverjir dópsalar gerist virkir í þessum samtökum. Hvaða dulbúning geta menn til að mynda hugsað sér betri fyrir hjónin sem á sínum tíma voru handtekin fyrir að smygla eitur- lyfjum innan á kornabarni, sem þau vel að merkja áttu, fyrr í vetur. Lýðræði í sjónvarpi Það er hreint ekkert athugavert við að fjöldasamtök á borð við Lionsmenn, SÁÁ, Hjartavernd eða einhverja slíka, fái afnot af sjónvarpinu með kynningar- Reynir Antonsson skrifar dagskrár blandaðar skemmti- efni. En sjónvarpið, ekki síst í landi á borð við Island, er mátt- ugur miðill, og sé einhverjum tilteknum aðilum heimilaður aðgangur að því, verður slíkt hið sama að gilda um alla. Það er til dæmis grátlegt til þess að vita, að byggðahreyfingunni, sem er ein voldugasta fjölda- hreyfing á íslandi í dag, og ópólitísk að auki, skuli hafa verið kerfisbundið neitað um aðgang að sjónvarpi allra landsmanna, af útsendurum flokksins sem þar ráða húsum. Hugskotið skorar hér með á forráðamenn þessarar stofnun- ar, að bjóða byggðahreyfing- unni afnot af tveim til þrem tím- um í útsendingu til að kynna markmið sín og safna félögum. Þessa dagskrá mætti blanda með léttmeti úr öllum lands- hlutum, Reykjavík líka. Og það væri ekki úr vegi að stórstjörnur þessarar dagskrár yrði sá hópur sem sendur verður til Bruxelles, og því ekki að kenna hann nú við mjólk og lambakjöt í stað- inn fyrir breskreykvískt vodka. Við Islendingar þurfum á þjóð- arsátt að halda, raunverulegri þjóðarsátt. Það þarf að opna nýjan Gleðibanka með útibúi í sérhverjum ranni. Sjónvarpið getur hjálpað til þess. Mætum svo öll hress og glöð í Bruxelles að ári. * ■*«***'•" f ii(ni»mnrfiiinw«TrvTfiiii'»mnTimr' nw j - *• jv ,>! I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.