Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 3
25. maí 1987 - DAGUR - 3 annars en búið verða að gera það sem gera þarf og við látum nátt ■ úrlega ekkert annað um okkur spyrjast. Undirbúningur hjá hinum aðil- anum sem stendur að iandsmót- inu, HSÞ og framkvæmdastjóra landsmótsnefndar, er líka í mjög góðu lagi. Ég held að undirbún- ingurinn beri með sér að þetta landsmótshald verði Húsvíking- um og Þingeyingum til mikils sóma. Það merkilegasta sem nú er á döfinni eru framhaldsskólamálin. Það er búið að skrifa undir samn- ing um stofnun framhaldsskóla hér bæði af fjármálaráðherra og menntamálaráðherra. Á næstu dögum verður unnið að því að móta skólastarfið og þetta eru hlutir sem skemmtilegt er að taka þátt í. Ef við horfum aðeins lengra fram í tímann, þá þarf að koma gatnagerðinni áfram, leggja bundið slitlag á götur bæjarins. Einnig er stórt verkefni framund- an við hafnargerð og stöðvun landbrots neðan við bakkann.“ - Finnst þér bjart framundan í atvinnumálum á Húsavík? „Alla vega held ég að það geti verið og ef við Húsvíkingar sjálfir höldum vel á okkar málum þá verður það. Eins og staðan er í dag er hér bæði mikill húsnæðis- skortur og meiri eftirspurn eftir fólki í vinnu heldur en framboð, það bendir til þess að ástandið sé gott. Okkur vantar fólk til að vinna við framkvæmdir fyrir landsmót- ið og við sjáum fram á húsnæð- isskort fyrir kennara í haust. Þetta eru að vísu verkefni sem erfitt er að leysa en í sjálfu sér er þetta góð þróun og ýtir væntan- lega undir byggingastarfsemi. Það er svolítið skrítið að Hús- víkingar eru um 50 færri en þeir voru þegar flest var og samt er alveg jafn mikill húsnæðis- skortur. Af þessu má draga þá ályktun að þeir sem búa hér í dag búi í aðeins stærra húsnæði en áður eða þá að aldursskiptingin sé önnur, fleiri séu búnir að stofna fjölskyldur en séu með færri börn á sínu framfæri og það er væntanlega aðalskýringin.“ - Þakka þér fyrir spjallið Bjarni, er eitthvað sem þú vildir segja að lokum? „Ég vildi hvetja Húsvíkinga til að vera samtaka í því að gera þetta landsmótshald okkar sem veglegast og að þjóna þeim gest- um vel sem hingað koma svo landsmótið megi verða góð aug- lýsing fyrir staðinn, það skilar sér í framtíðinni.“ IM Raufarhöfn: Dvalaríbúðir aldraðra - hönnun hefst í sumar Á Raul'arhöfn stendur nú til aö hefja hönnun á fjórum dvalar- íbúðum fyrir aldraða. Þessar framkvæmdir eru að stærstum hluta framkvæmd Hvamms á Húsavík, en er í fyrsta skiptið sem íbúðir fyrir aldraða verða byggðar utan Húsavíkur á vegum félagsins. Reglan er þegar byggðar eru íbúðir á vegum Hvamms, að kaupstaðurinn sem byggt er á, greiðir 25% kostnaðar og félagið 75%. Raufarhafnarbúar eru ánægðir með þessar áætlanir, þar sem þetta verður til þess að aldr- aðir geta dvalið lengur á staðnum, í stað þess að þurfa að flytja sig uin langan veg, og rofna þannig úr tengslum við umhverfi sitt. Næst á eftir Raufarhöfn verður að öllum líkindum byggt í Mývatnssveit og Presthóla- hreppi. VG Bygginganefnd: Niðumídd hús og skúrar hverfi - hyggingafulltrua falið að gera skrá yfir mannvirki sem Á fundi bygginganefndar 13. maí síðastliðinn var tekið fyrir bréf frá Valdimar Brynjólfs- syni heilbrigðisfulltrúa þar sem hann vekur athygli á illa förn- um húsum í bænum og fer fram á það við nefndina að hún taki þessi mál til umræðu og afgreiðslu. í bréfinu var bent á hús og skúra sem eru til mikillar óprýði víða um bæinn. Einnig var mælst til þess að stefna yrði mörkuð í því hvar gripahús mættu vera staðsett í bæjarlandinu. í tilefni af bréfi þessu hefur bygginganefnd skorað á bæjar- til lýta eru í bænum stjórn að beita öllum tiltækum ráðum til útrýmingar þeim mann- virkjum sem eru að grotna niður og eru til stórkostlegrar óprýði í bænum, og er þar sérstaklega átt við miðbæjarsvæðið. Nefndin bendir einnig á ýmis opin svæði sem þörf er á að lagfæra. Byggingafulltrúi hefur verið falið að gera skrá yfir þau mann- virki sem til lýta eru en að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að fjarlægja þau sum hver nú þegar. Mörg þessara húsa eru í eigu bæjarins og þar ættu því að vera hæg heimatökin, en einnig telur nefndin eðlilegt að til komi aðstoð bæjarins við niðurrif mannvirkja í einkaeign. ET Kjarnaskógur: Tillögur um nýja akstursleið Á fundi umhverfismálanefndar 1. maí voru kynntar tillögur Finns Birgissonar skipulags- stjóra um nýja akstursleið af Eyjafjarðarbraut I Kjarnaskóg en núverandi vegur þykir brattur og ógreiðfær. Nefndin lagði til að leið 3, samkvæmt skipulagsuppdrætti, yrði útfærð nánar og síðan lögð fyr- ir nefndina aftur. í stórum dráttum má segja að leið 3 geri ráð fyrir afleggjara neðan og rétt norðan við Brunná. Vegurinn stefnir í norðvestur að slóðanum sem liggur upp að húsi Náttúrulækningafélagsins, sveigir upp og suðvestur í skóginn og sameinast gamla veginum uppi í skóginum. Jafnframt verður afleggjari frá þessum vegi að húsi Náttúrulækningafélagsins. Þessi vegur nær yfir hluta af erfðafestulandi Brunnár en er vænlegri leið en hinar að því leyti að lítið þarf að hrófla við trjá- gróðri. Hinar tillögurnar gera ráð fyrir vegum sunnan við Kjarna- skóg upp í gilin og inn í skóginn og þóttu þær verri kostir en áður- nefnd leið 3. SS Bamaskóla Sauðár- króks Skólaslit fóru fram í neðra stigi Grunnskóla Sauðárkróks, 0-4., bekk föstudaginn 15. maí sl. 243 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur og nú gerð- ist það í fyrsta sinn að þrískipta þurfti árgangi, forskólanem- endunum og að sögn Björns Björnssonar skólastjóra er útlit fyrir að svo þurfi einnig að gera næsta vetur. Við skólaslitin voru afhentar viðurkenningar fyrir besta- námsárangur í hverri bekkjar- slitið deild, framfarir í lestri í 1. bekk og prúðmannlega framkomu í 4. bekk. Þá afhenti foreldrafélagið skólanunr mjög veglega bóka- gjöf, ásamt 2 útvarps- og segul- bandstækjum og hjálpargögnum til stærðfræðikennslu. Við neðra stig grunnskólans störfuðu í vetur 15 fastráðnir kennarar í heilu eða hlutastarfi og einn stundakenn- ari. í vor hafa allar bekkjardeild- ir farið í styttri skólaferðir ásamt 2 kennurum um héraðið og vest- ur í Húnavatnssýslu. -þá ÚTGERÐARMENNT SJÓMENNI ALLT TIL FISKVEIÐA HJÁ ÞjÓNUSTUMIÐSTÖD SJÁVARÚTVEGSINS. Asiaco hf. hefur þjónaö sjávarútveginum í meira en aldarfjórðung. Við bjóðum úrval veiðarfæra, búnaðar og rekstrarvara til fisk- veiða og fiskiðnaðar. Einnig seljum við fyrir ykkur aflann. Reynið viðskiptin. Hröð afgreiðsla af lager eða beint frá framleiðendum. asiaco hf Vesturgötu 2, Pósthólf 826, 121 Reykjavík, Sími: 91-26733

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.