Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 11
25. maí 1987 - DAGUR - 11 Minning: Jón Geir Stefánsson t Fæddur 20. júní 1970 - Dáinn Hann Jón Geir er dáinn. Sunnu- dagsmorguninn 17. maí, barst okkur þessi harmafregn til eyrna, þegar við fylgdum syni okkar er var að fara í skólaferðalag með bekkjarfélögum sínum. Fyrir ári stóð Jón Geir í sömu sporum með sínum félögum. Mann setur hljóðan við slíka fregn, og spyr „af hverju?" en það er fátt um svör. Af hverju er drengur í blóma lífsins, tekinn frá okkur? Hann sem var hvers manns hugljúfi, ætíð glaður og tilbúinn að spjalla um alla heima og geima. Þessi fátæklegu orð skrifum við hjónin, því við kynntumst Jóni Geir mjög vel í gegnum okkar starf. Hann kom nánast daglega í búðina til okkar svo og vinur hans er liggur nú á sjúkrahúsi eft- ir þennan hörmulega atburð, megi Guð senda honum styrk til hjálpar. Okkur fannst eitthvað vanta, ef Jón Geir kom ekki, frískleik- inn og lífsgleðin skinu úr augum hans. Hann var einstakur ungl- ingur í okkar augum. Pað er stórt skarð höggvið í fjölskyldu hans, en hann var yngstur systkina sinna. Það verð- ur eflaust erfitt fyrir föður hans að fara á sjóinn nú, en Jón Geir hafði róið með föður sínum frá því að hann var smápolli og allt til þess dags, er hann var tekinn frá okkur. Við kveðjum góðan dreng með söknuði og þökkum ánægjulegar samverustundir sem við áttum með honum. t7. maí 1987 Með þessum orðum biðjum við góðan Guð að styrkja foreldra hans, systkini og alla aðra ætt- ingja sem nú eiga um sárt að binda og sendum þeim dýpstu samúðarkveðjur. Pú Guð míns lífs ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó sólarfaðir signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárín lauga, og sýndu miskunn öllu því sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (Matthías Joqhumsson.) Elísabet og Bjami. Þann 28. apríl sl. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Kristinn Reynir Jónsson. Hann fæddist á Akureyri 2. nóvember 1973, sonur Svönu Kristinsdóttur og Jóns Reynis Sigurjónssonar. Hann óist upp á heimili móður sinnar og eigin- manns hennar Harðar Gunn- steins Jóhannssonar, sem reynd- ist Kristni hinn besti faðir. Faðir hans er búsettur í Mývatnssveit ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Hallgrímsdóttur og tveimur dætr- um þeirra. Kristinn frændi minn var ekki gamall þegar hann var svo skyndilega kvaddur úr þessum heimi. Hann var aðeins 13 ára og hafði fermst skömmu áður eða þann 12. apríl. Það var mikil gleði á heimili hans að Búðasíðu 4 á fermingardaginn. Vinir og vandamenn voru þar saman komnir og menn sáu fyrir sér glæsta framtíð þessa tápmikla drengs. En tilveran lætur ekki alltaf að óskum okkar mannanna, því að morgni annars dags páska veikt- ist hann og var fluttur meðvit- undarlaus á sjúkrahús. Þar sátu ástvinir hans við hlið hans nótt sem dag en skaparinn ætlaði hon- um nýja veröld og ný störf. Við fráfall hans er margs að minnast. Hann var á heimili mínu í nokkur sumur, þar sem hann gætti lítillar dóttur minnar ásamt fleiri störfum. Öllu þessu sinnti hann með prýði og ábyrgð- artilfinning hans var mikil. Á sl. ári var hann þátttakandi í reiðhjólakeppni Umferðarráðs og vann til verðlauna hér á Akur- eyri. Fór hann ásamt félögum sínum til Reykjavíkur þar sem hann vann fyrstu verðlaun, tölvu- búnað, sem hann hafði mikið yndi af. Námsmaður var hann góður og það var ánægjulegt að fylgjast með honum og sjá hve létt hon- um veittist að læra. Þó ævi hans hafi verið allt of stutt er samt margs að minnast. Björtust er samt minning for- eldra hans og bróður hans, Jonna, og afa hans og ömmu í Ægisgötu þar sem hann var tíður gestur. Þegar ég nú kveð frænda minn hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu hans. Þakk- læti fyrir ánægjustundirnar og þakklæti fyrir góðvild hans og tryggð. Með klökkum huga kveð ég nú vin minn og frænda og bið honum blessunar í því bjarta ódáinslandi eilífðarinnar. Ég bið þann sem öllu ræður að taka vel á móti Kristni Reyni. Ég sendi systur minni og mági og ástvinum hans öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þau öll. Verum minnug þess „að hér þótt lífið endi rís það upp í Drottins dýrð- arhendi." Guðný Kristinsdóttir. Dagur kemur út alla virka daga vikunnar eins og venjulega nema föstudaginn 29. maí, vegna frídags 28. maí. Skilafrestur auglýsinga er sem fyrr, fyrir hádegi daginn fyrir útgáfudag. í mánudagsblaðið 1. júní þurfa auglýsingar að berast fyrir kl. 12.00 föstudaginn 29. maí. Takið eftir! A.llar auglýsingar sem þarf að vinna sérstak- lega, þurfa að berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags. Hótel: Fleiri bókanir en í fyrra Við höfum skýrt frá því, að lík- ur séu á auknum ferðamanna- straumi í sumar. Margir koma til með að gista á hótelum, þó aðrir valkostir svo sem, gisti- heimili, farfuglaheimili, bóndabæir og tjöld séu einnig mikið notaðir. Við könnuðum hvað liði bókunum á helstu hótelum bæjarins svo og á Edduhótelum í nágrenninu. Hjá Ferðaskrifstofu ríkisins varð Tryggvi Guðmundsson fyrir svörum, og sagði hann að mikið væri búið að bóka á hótelin þeirra í sumar, og að aukning væri frá því í fyrra, sérstaklega að Stóru-Tjörnum, Hrafnagili og á Akureyri. Gunnar Karlsson, hótelstjóri á Hótel KEA, kvaðst bjartsýnn á gott sumar, og sagði að meira væri búið að bóka nú, en á sama tíma í fyrra. Hann bjóst við að öllu meira yrði um erlenda ferða- menn nú, og að svo færi „lausaumferðin“, eins og Gunnar orðaði það, alltaf eftir veðri. Bókanir á Hótel Varðborg í sumar eru að sögn Arnfinns Arn- finnssonar, nokkuð svipaðar og í fyrra, og vildi hann ekki treysta um of á spár um aukningu ferða- manna, sagði reynsluna vera þá, að yfirleitt kæmi eitthvað óvænt uppá, sem felldi svona spár. Hótel Akureyri hefur svo nýlega skipt um eigendur að ekki var um að ræða neinn samanburð frá því í fyrra, en bókanir munu víst ganga vel, og er búist við góðu sumri. Á Hótel Stefaníu fengust þær upplýsingar, að vel gengi að bóka fyrir sumarið, og að greinileg aukning væri frá því í fyrra. Júní mun vera svo gott sem fullbókað- ur hjá þeim, og ríkti bjartsýni um gott sumar hjá þeim. VG Hólar í Hjaltadal: Byggt við skólahúsið I sumar verður byggð 250 fer- metra viðbygging við skólahús- ið á Hólum. I viðbyggingunni sem er stækkun á anddyrinu sem fyrir er og liggur frá því, meðfram endilöngu leikfimi- húsinu og suður fyrir enda þess, verður aukið rými fyrir móttöku, auk snýrtingar og stofu sem mun nýtast fyrir kennslu. Það er Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki sem hefur verkið með höndum. í sumar verða haldin á Hólum námskeið fyrir unglinga í íþrótt- um, sveitabúskap og hesta- mennsku og einnig verður sér- stakt reiðnámskeið. Þegar er upp- pantað á þessi námskeið. Þá verður boðið upp á stutt nám- skeið í hirðingu loðdýra fyrir þá sem eru að byrja að búa við þessi dýr. Þau námskeið verða auglýst á næstu dögum. Lausar stöður 1. Kennarastaða. Kennsla yngri barna. 2. Forstöðumaður mötuneytis. 3. Húsvörður V2 staða. 4. Kennarastaða við tónlistardeild. íbúðir á staðnum. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra, sími 96-43225 og formanni skólanefndar, sími 96-43308. Umsóknarfrestur til 5. júní. Stórutjarnaskóli 645 Fosshóll • S.-Þing. Nauðungaruppboð á fasteigninni Ásabyggð 8, Akureyri, þingl. eigandi Haraldur Árnason, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3 hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Helgi V. Jónsson hrl., Verslunarbanki Islands, Innheimtumaður ríkissjóðs, Ingvar Björnsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Ásgeir Thoroddsen hdl., Othar Örn Petersen hrl., Ólafur Garðarsson og Iðnaðarbanki islands hf. Bæjarfogetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hafnarstræti 88, 1 hæð, s-hl. Akureyri, þingl. eigandi Stefán Sigurðsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.