Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 25. maí 1987 Nauðungaruppboð á fasteigninni Óseyri 8, Akureyri, þingl. eigandi Norðurverk hf„ fer fram ( dómsal embaettisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 29. maf kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Guð- jón Ármann Jónsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Óseýri 7, Akureyri, þingl. eigandi Híbýli hf. fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Eggert B. Ólafsson hdl., Innheimtu- maður ríkissjóðs, Verslunarbanki íslands og Ólafur Gústafsson hri. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Norðurgata 17a, efri hæð, Akureyri, þingl. eig- andi Þuríður Hauksdóttir, fer fram i dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Ásmundur Jóhannsson hdl., Ólafur B. Ámason hdl., Róbert Árni Hreiðarsson hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Lækjargata 3, n.h. að aust. Akureyri, talinn eig- andi Sigurður Steingrímsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Veð- deild Landsbanka Islands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kaldbaksgata 5, Akureyri, þingl. eigandi Ofna- smiðja Norðurlands, hf. fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 14.30. Uppboðsbeiðendureru: Brunabótafélag (slands, Skúli Bjarna- son hdl., Bæjarsjóður Akureyrar, Innheimtumaður ríkissjóðs, Útvegsbanki íslands og Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hrísalundur 8g, Akureyri, þingl. eigandi Árni Harðarson, o.fl. fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Björn Jósef Arnviðarson, hdl. Verslunarbanki íslands hf. og Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Grenilundur 15, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Þór Adolfsson, fer fram í dómsal emb- ættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Jón Sveinsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Hrisalundur 4g, Akureyri, þingl. eigandi Kristján Þ. Sigfússon o.fl. fer fram i dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 16.45. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Glerárgata 34, 1. hæð, Akureyri, þingl. eigandi Haráldur S. Gunnarsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 29. maí kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Brunabótafélag íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Augun horfa í húmið svarta harpan þagnar. Brestur hjarta. Dauðinn alla elda bjarta á arni lífsins slekkur. D.St. Þessar Ijóðlínur komu upp í huga minn, þegar ég heyrði lát Ingileif- ar Jónsdóttur. Það er ekki ætlun mín, að rekja æviferil Ingileifar enda ekki nógu kunnug honum til þess að geta það. Eg mun aðeins rifja upp okkar kynni eins og þau koma mér fyrir sjónir. Minningar frá löngu liðnum árum koma upp í hugann. Þær munu seint gleymast svo mikils virði eru þær mér. Dætur okkar Ingileifar urðu á unga aldri miklar vinkonur, og eru það enn, en það að þær urðu vinkonur varð til þess að ég kynntist Ingileifu og hennar fjöl- skyldu, sá kunningsskapur varð mér meira virði en mig grunaði í fyrstu. Þegar svo var komið fyrir mér, að ég varð að fara að vinna úti frá börnunum mínum til þess að geta séð fyrir heimilinu var þessi dótt- ir mín, sem ég gat um áður yngst af mínum fimm börnum. Það var lítið um barnaheimili á þeim árum, og ekki í mörg hús að venda um hjálp. Eftir að þessi litla dóttir mín, sem við köllum Píu eignaðist dóttur Ingileifar, sem kölluð er Gilla, fyrir vinkonu átti hún hauk í horni á heimili þessarar vinkonu sinnar, og því gleymi ég aldrei, hvað það var mér mikils virði, að vita af því að áþetta heimili mátti hún koma þegar hún vissi að mamma var ekki heima, og þar mátti hún vera eins lengi og hún vildi. Það var ekki einungis það að hún mætti koma þangað, heldur var látið í einu og öllu það sama ganga yfir þær báðar, dótt- urina á heimilinu og dóttur mína. Þeim kom vel saman vinkon- unum. Áttu gott með að aðlaga sig hvor að annarri og nutu þess að leika sér saman í sátt og friði. Margan bitann og sopann fékk dóttir mín heima hjá Gillu og sagði svo þegar hún kom heim „við Gilla fengum alveg eins“. Foreldrar Gillu áttu bíl, og fóm oft í smá ferðir, alltaf var Píu boðið með, þrátt fyrir það að hún tafði oft fyrir þeim, því hún var svo bílveik, en aldrei minnist ég þess að um það væri kvartað. Ég á margar góðar minningar frá heimili þeirra Ingileifar og Vigfúsar. Þau voru rausnarleg heim að sækja og vinátta þeirra fölskvalaus. Á þessum árum var það ekki eins algengt og nú að mæður færu út að vinna, en það sama gildir um ekkjur nú og áður, að þær hafa ekki í annað hús að venda en að fara út á vinnumarkaðinn og reyna að bjarga sér, en það em sem betur fer komin barnaheimili og ýmislegt fleira sem gerir þetta ekki eins erfitt og áður var. í raun og veru var ekki um annað að ræða en að vera nægjusamur, reyna að láta sér nægja það sem hægt var að afla. Þegar slíka erfiðleika ber að garði er gott að kynnast góðu fólki, sem á ein- hvern hátt tekur með manni þátt í baráttunni, það fannst mér þau hjónin Ingileif og Vigfús gera gagnvart mér og því hef ég ekki gleymt, og því skrifa ég þessar línur, að mér finnst að þess eigi að geta sem vel er gert. Svo þakka ég þér Ingileif mín fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og dóttur mína, þegar ég þurfti þess mest með. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Fríða Sæmundsdóttir. Ingibjörg Bjarnadóttir: Gulrótarræktun - Leiðbeiningar og góð ráð Það sem hér fer á eftir skrifa ég af ást á gulrótinni og til hvatningar þeim sem sáð hafa úti að rækta hana. Best er að byrja með Iítið. Hún er svo lítil að góða sjón og mikla nákvæmni þarf við hana. Vorið 1949 kynntist ég henni fyrst er ég var á garðyrkjunám- skeiði í Gróðrarstöð Ræktunar- félags Norðurlands hjá Jónu M. Jónsdóttur. Að því sem ég lærði hjá henni hefi ég búið síðan. Húsbóndinn var Ólafur Jónsson fyrrverandi ræktunarráðunautur og ráðsmaðurinn Ármann Dal- mannsson. Garðstæðið var sunn- an í brekkunni nyrst í Gróðrar- stöðinni. Garðurinn var plægður móti brekkunni fyrst í maí með þrem vel öldum hestum. Gróður- hús og sólreitir fyrir plöntuupp- eldi voru sunnan íbúðarhússins. í því bjuggu Ólafur og Guðrún og María heitin Daníelsdóttir. Veitti hún okkur góðan mat. Við Gróðrarstöðina eru tengd- ar minningar um brautryðj- andastarf í norðlenskri ræktun. Ósk mín til hennar er að hún eigi eftir að veita sem flestum fræðslu í ræktun og þeir eigi þaðan góðar minningar. Heima á Blöndudalshólum var 1923 búinn til garður sunnan í bröttum hól. Eftir 30 ára kart- öfluræktun var sprettan farin að rýrna. Aldrei var notaður hús- dýraáburður. Svo sáði ég gulrót- um í eitt beð, sem húsdýraáburð- ur var settur í. Þetta gafst vel. Við notfærðum okkur reynsluna og smá jukum ræktunina. Reynslan er góð í allri ræktun. Þegar svo kartöflur voru aftur settar í gulrótarbeðin uxu þær betur en áður, áreiðanlega vegna húsdýraáburðarins því hann var aðeins settur þar sem guirótum var sáð. Til þess að gulrætur vaxi vel þarf húsdýraáburðurinn að hafa síast inn í moldina, helst í nokkur ár. Tvisvar hefi ég sáð í ófrjótt land og aðeins haft garð- áburð. Uppskeran varð eingöngu smátt smælki. Gamall húsdýra- áburður er betri en nýr. Af nýj- um geta þær orðið greinóttar og sömuleiðis ef jarðvegur er þéttur. Gott er þá að setja sand í hann. Hægt er að komast af með minna ef hann er aðeins settur á rásirnar áður en sáð er. Strá má aðeins litlu af sandi yfir beðin eft- ir sáningu, moldin fýkur þá síður og verður hlýrri. Þær þurfa hita til að vaxa. Gott er að hafa skjól og halla móti sól. Þá falla geisl- arnir á minni flöt. 1968 var sáð í garðinn heima um 20. maí. Fræið var óbleytt. Skömmu seinna komu langvarandi frost en sól var á daginn. Uppskeran varð sæmileg, garðurinn er svo hlýr. Sauðataðs- hrúgu settum við mörg haust í garðinn, byrgðum hana með kartöflugrasi og mold ofan á það til að taðið þornaði hvorki né veðraðist. Eftir veturinn var létt verk að mylja hnausana vel í sundur þegar stungið var upp. Á seinni árum hefur nokkuð farið í hann af hænsnaskít og þeim fjölgar heldur stærstu gulrótun- um. Það gæti verið vegna aukins áburðar, eða vökvunar síðastlið- in ár. Stinga þarf allan skít niður um leið og honum er dreift, því köfnunarefnið gufar svo fljótt upp. Ef ekki er nægilegt af hús- dýraáburði er rétt að raka örlitlu af garðáburði saman við moldina þegar ánamaðkarnir eru skriðnir niður. Þeir þola ekki þennan sterka áburð á skrokkinn og drepast ef þeir eru ekki þvegnir. Betra er að raka yfir um leið og stungið er upp, moldin þornar minna og þá er hægt að ná áburði sem lendir ofan á og stinga hann niður. Yfirborð moldarinnar þarf að vera slétt. Óþarft er að nota snúru við að búa til beðin. Stinga gafflinum niður og stíga götuna beint á hann. Rásir eftir endi- löngu beðinu er þægilegt að gera með arfasköfu. Líklega 5 cm djúpar og 20 cm á milli rása eða svo þægilegt sé að skafa með arfasköfu. Ef moldin er þurr skál bleyta rásirnar með garðkönnu og laga þær á eftir ef þarf. í 10 m langt beð þarf ca. VA fræbréf. Breiða skal yfir fræið með heyhrtfu og þjappa með henni ofan á rásirnar á eftir, eða einhverju öðru svo moldin falli þéttar að fræinu. Betra er að arfi sé ekki þar sem gulrótum er sáð. Ef hann er mik- ill er vörn að breiða sterkan umbúðapappír eða fóðurblöndu- poka yfir og helst striga eða net þar yfir og fergja niður á jöðrun- um svo að vindur nái ekki að blása undir. Mikla aðgát þarf við að líta undir eitt hornið og taka bréfið þegar gulræturnar byrja að koma upp, annars drepast þær. En arfinn deyr því hann spírar fyrr. Gulrótarfræi má sá síðast að haustinu, en það er ekki eins gott því moldin verður fastari. Sjálf- sagt getur það líka úldnað ef langir hlýindakaflar koma að vetrinum. Heima sáði ég í mars- lok og iangur frostakafli kom eft-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.