Dagur - 21.01.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1988, Blaðsíða 4
4 - DÁGUR - SS?janiiar -Í988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), FRtMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Verðlagsmál í brennidepli Verðlagsmálin hafa þróast á nokkuð annan veg að undanförnu en gert var ráð fyrir. Þegar sú ákvörð- un ríkisstjórnarinnar, að endurskipuleggja hand- ónýtt söluskattskerfið, kom til framkvæmda um áramótin, var undanþágum frá söluskatti fækkað verulega. Þetta hafði meðal annars þær afleiðingar að söluskattur var lagður á matvörur, með örfáum en þýðingarmiklum undantekningum. Til þessara aðgerða var gripið til að freista þess að bæta inn- heimtu söluskatts og sporna við skattsvikum, sem löngum hafa verið landlæg meðal þjóðarinnar. Á sama tíma komu til framkvæmda verulegar tollalækkanir á ýmsum mikilvægum neysluvörum, og áttu þær að vega á móti hækkunum af völdum söluskattsins. Auk þess var gripið til hliðarráðstaf- ana til að milda áhrif söluskattsálagningarinnar hjá þeim sem mest fyndu fyrir henni. Þessar hliðar- ráðstafanir fólust m.a. í því að niðurgreiðslur land- búnaðarafurða voru auknar og barnabætur hækk- aðar. Þessar samhæfðu aðgerðir áttu að tryggja að framfærslukostnaður heimilanna hækkaði ekki þrátt fyrir söluskattinn. Þótt áhrif verðlagsbreytinganna séu ekki að fullu komin fram, er óhætt að segja að væntingar stjórnvalda um þróun verðlagsmála hafa ekki gengið eftir. Söluskattsbreytingin hefur skilað sér að fullu út í verðlagið en lítið bólar á verðlækkun- um í kjölfar tollabreytinganna enn sem komið er. Þá hefur talsvert borið á því að kaupmenn og heildsalar hækki vöruálagningu óeðlilega mikið í skjóli verðbreytinganna. Nægir að nefna hækkun á brauðum í því sambandi. Dagur hefur áður varað við því að slíkt geti hæglega átt sér stað, ef fyllsta aðhalds er ekki gætt. Á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku kom fram mik- il óánægja með háa álagningu í kjölfar breyting- anna á söluskatts- og tollalögunum. Ljóst er að til- mæli viðskiptaráðherra til Verðlagsráðs um að fylgjast grannt með að verðbreytingar séu innan tilskilinna marka, duga skammt, nema jafnframt verði gripið til frekari aðgerða. Þingflokkur fram- sóknarmanna hefur lagt til að á verðlagsmálunum verði tekið í samræmi við ýtrustu ákvæði verðlags- laga. í því felst m.a. að Verðlagsráð beiti laga- ákvæðum um hámarksverð og hámarksálagningu á vörur, tímabundinni verðstöðvun eða setji aðrar þær reglur sem ráðið telur duga. Það er smám sam- an að koma í ljós að hin svokallaða „frjálsa" álagn- ing virkar ekki sem skyldi. Ríkisstjórnin verður að taka á verðlagsmálunum af mikilli festu. Ef það mistekst er hin þýðingar- mikla uppstokkun söluskattskerfisins unnin fyrir gýg. BB. Gerist „hmn þögU enn þögulli - ei - Blaðamaður kannar viðbrögð fólks á Sauðá Oft hafa neytendur hér á landi verið kall- aðir „hinn þögli meirihluti“ og eru það lík- lega orð að sönnu. Því oftast nœr hefur almenningur tekið því sem að höndum ber frá borði stjónvalda og annarra sem hafa með velferðina að gera, án mikillar gagn- rýni. Þó svo að til þess hafi á stundum ver- ið œrin ástæða. Vœntanlega geta allir verið sammála um að versti óvinur eftirtektarsemi fólks og gagnrýni á það sem gerist í umhverfi þess sé þessi gífurlega mötun, sem ekki hefur verið jafnmikil og nú við fjölmiðlafárið með fjölgun sjónvarpsstöðva og útvarps- rása. Allt bendir því til aðfólk gefi sér enn minni tíma en áður til að velta hlutunum fyrir sér. í framhaldi af því hljóta margir að spyrja sig hvort að enn sígi á ógœfuhlið ina að þessu leyti og „hinn þögli meiri- hluti“ gerist enn þögulli? Alla vega hvarflaði það að undirrituðum á dögunum þegar hann lagði leið sína í verslun á Sauðárkróki til að kanna við- brögðfólks við verðhœkkununum í kjölfar matarskattsins. Ekki var að sjá að þeir sem Spurðir voru væru neitt teljandi reiðir vegna hœkkananna. En það er samt ekki svo að fólk taki þessu með þegjandi þögninni. „Ég verð vör við mikla óánægju hjá fólki. Það er mikið um að það hvái við þegar upphæðin er nefnd. Trúir því ekki að þetta sé svona mikið og biður um að lagt sé saman aftur, “ sagði afgreiðslustúlka á kassa í verslun á Sauðárkróki í samtali við Dag. -þá S „Akaflega mikil öfiig- þróun í þessu“ - segir Guðfinna Gunnarsdóttir „Mér lýst engan veginn á þctta. Mér fínnst alveg maka- íaust að þeir skuli hækka allar þær vörur sem maður þarf nauðsynlega á að halda, en lækka lúxusvörurnar. Mér finnst ákaflega mikil öfug- þróun í þessu. Það hefði verið nær að fólk sem telur sig geta veitt sér munaðarvörur, greiði meira fyrir þær,“ sagði Guðfinna Gunnarsdóttir. Hún er trúlega í þeim hóp sem finnur mest fyrir matarskattinum. Hún er með 4 börn, þar af tvö á aldrinum 16-18 ára, sem hún nýtur ekki barna- bóta með. En það breytir ekki því að börn eru framfærsluskyld til 18 ára aldurs. „Mér sýnist þessar venjulegu inn- kaupseiningar hækka um 10 krónur og þær dýrari ennþá meira. Þar getur munað alveg 20- 30 krónum á hverri einingu.“ - Ertu eitthvað farin að spá í hvað mánaðarinnkaupin hækka mikið hjá þér? „Nei, það hef ég aldrei gert, enda þýðir sjálfsagt lítið að vera að hugsa út í það.“ - Ertu með mánaðarreikning? „Já og maður verður sjálfsagt einhvers vísari um næstu mánaðamót, þá með samanburði við nóvembermánuð. Það þýðir auðvitað ekkert að bera saman við jólamánuðinn. Maður leyfir sér meira þá en á öðrum tímum ársins.“ -þá „Okkur rennur alltof fljótt reiðinu - segir Guðsteinn V. Guðmundsson starfs- maður Neytenda- samtakanna „Hingað hringir fólk mjög reitt og mér er sagt að af- greiðslufólk á búðarkössum í verslunum hafi orðið fyrir barðinu á reiðum viðskiptavin- um. Sem auðvitað er ekki sanngjarnt, því ekki stendur afgreiðslufólkið fyrir þessu, sagði Guðsteinn V. Guð- mundsson starfsmaður Neyt- endasamtakanna. „Gallinn við okkur neytendur er bara sá að okkur rennur allt of fljótt reiðin. Við erum ógurlega reiðir í fyrstu en fylgjum því svo ekkert eftir. Það er eins og þetta sé í þjóðarsálinni.“ - Er mikið leitað til neytenda- samtakanna? „Já mjög mikið. Og í rauninni háir þröngur fjárhagur sam- tökunum og kemur í veg fyrir að þau geti veitt þá þjónustu sem greinilega er þörf fyrir. Við erum með símatíma frá klukkan 10- 12.30 hvern virkan dag og það komast ekki nærri allir að á þeim tíma. Ef við gætum verið með opið lengri tíma dagsins er ekki spurning um að þeim sem nytu þjónustu okkar myndi fjölga til muna.“ - Hefur aukist að fólk hafi samband við ykkur? „Já, tvímælalaust. Ástæðan fyrir því er kannski sú að fólk veit orðið meira af okkur. Það hefur borið meira á okkur í fjölmiðlum undanfarið en áður. Sérstaklega er það áberandi eftir að verð- bólgan náðist niður að fólk leitar meira til okkar. Það er eins og verðskyn þess og réttarvitund hafi aukist við það.“ - Eruð þið hræddir um að fjöl- miðlafárið deyfi fólk? „Ég er mest hræddur um að þessi gengdarlausi auglýsinga- áróður geri það. Manni blöskrar alveg þær fjárhæðir sem lagðar eru í auglýsingar, sem ganga út á það að segja hreint ekkert um innihald vörunnar og jafnvel að b'ekkja fólk. Það er líka orðið svo mikið af auglýsingatímum í sjónvarpinu að það gæti stefnt í það að fólk hætti að gera grein- armun á auglýsingum og annarri dagskrá,“ sagði Guðsteinn V. Guðmundsson. -þá , ,ÆtIi hafi ekki þurft að gera þetfa“ - sagði Kristrún Snjólfsdóttir „Það munar rosalega miklu á nýja verðinu og því gamla, á þeim vörum sem ég hef séð. Annars er maður ekki farinn að átta sig almennilega á þessu ennþá. En þetta er mikil hækkun það er alveg ljóst,“ sagði Kristrún Snjólfsdóttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.