Dagur - 21.01.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 21.01.1988, Blaðsíða 11
21. fanúar 1988 - DAGUR - 11 Erna Indriðadóttir: Veldur sárasjaldan árekstrum - að svæðisútvarpið er á dreifikerfi Rásar 2 Óánægja með það að svæðisút- varpið taki yfir dreifikerfi Rásar tvö síðasta klukkutímann fyrir kvöldfréttir, hefur verið nokkuð tii umræði í Degi í vetur. Vissu- lega hefur hópur hlustenda lýst yfir óánægju með það, en hinn hópurinn er sýnu stærri sem hef- ur fagnað útsendingum svæðisút- varpsins. Það hefur náð að festa sig í sessi hér nyrðra, bæði sem frétta- og auglýsingamiðill. Þeir sem eru óánægðir, vilja fá að velja milli Rásar tvö og svæðisút- varpsins og hafa spurt hvort ekki sé hægt að hafa svæðisútvarpið á sérstökum sendi. Því er til að svara, að við núverandi aðstæður er það ekki hægt. Það er hins vegar stefnt að því, þegar svæðisútvarp hefst annars staðar á landinu, að það verði alls staðar á sama tíma. Hlustendur fái allir sitt svæðisútvarp samtím- is og missi því ekki af öðru en svæðisútvarpi fólks í öðrum landshlutum. En á meðan svæðis- útvarp er eingöngu hjá Ríkisút- varpinu á Akureyri og á Egilsstöð- um, horfa hlutirnir öðru vísi við. Á þessum stöðum fá hlustendur fréttir af sínu svæði og annað efni, sem að öðru jöfnu er ekki flutt á landsrásum Ríkisútvarps- ins. Á meðan heldur dægurmála- útvarp Rásar tvö áfram. Þetta getur vissulega valdið árekstrum og hefur gert það stöku sinnum, en reynt er að forðast það í lengstu lög, með ýmsum ráðum. Það er til dæmis miðað við, að á þessum tíma sé ekki flutt efni, sem ætla má að höfði sérstaklega til Norðlendinga. Á sunnudags- morgnum er svo á Rás tvö flutt úrval þess efnis sem verið hefur í dægurmálaútvarpi vikuna á undan. Hafi það einhverra hluta vegna átt sér stað, að sérstaklega spennandi efni hafi veið í dæg- urmálaútvarpinu á svæðisútvarps- tímanum, er þess vegna líklegt að hægt sé að hlýða á það rétt fyr- ir hádegi sunnudaginn þar á eftir. En þetta gildir ekki um beinar íþróttalýsingar frá landsleikjum erlendis. Við sem vinnum við svæðisútvarpið höfum því tekið þann kostinn, að sleppa að mestu útsendingum okkar þegar þær fara fram. Svo við getum öll, hvort sem við búum norðan heiða eða austan, fylgst með okk- ar mönnum. Það er sum sé allt gert til þess að koma í veg fyrir að menn missi af einhverju bitastæðu þessa rúmu klukkustund, á virkum dögum, sem svæðisútvarp stend- ur yfir. Og við hjá Ríkisútvarp- inu teljum, að með svæðisútvarp- inu hafi okkur tekist að veita Norðlendingum þjónustu sem þeir, margir hverjir, hefðu ekki átt kost á ella. Mörgum hefur þótt miður, að allt efni fjölmiðla skuli koma frá Reykjavík. Það er þess vegna athyglisvert, þegar rúmlega ein klukkustund sólarhringsins er tekin til að útvarpa efni sérstak- lega fyrir hlustendur á lands- byggðinni, skuli menn fyrtast við. Það er þeim ef til vill huggun harmi gegn, að hafa eftir sem áður á Rás 2 í Ríkisútvarpinu tæpar 23 klukkustundir af efni á sólarhring sem nær eingöngu er sent út frá höfuðborginni. Erna Ingriðadóttir deildarstjóri RÚVAK Fæddur Þegar ég frétti andlát Steina og hvernig það bar að, komu mér í hug orð skáldsins frá Sigurhæð- um, sr. Matthíasar, er hann segir: Dóm svo mildan dauða, Drottinn þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur, ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni, liggur marinn svali. Aðalsteinn var fæddur að Ker- hóli í Sölvadal hinn 3. janúar 1906. Foreldrar hans voru Rósa Sveinsdóttir og Kristinn Krist- jánsson, búandi hjón þar. Steini ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum þremur, þeim Sveinbjörgu, Daníel og Sigríði. Árið 1926 fluttist fjölskylda hans svo að Sandhólum í Saurbæj- arhreppi, en síðan til Akureyrar 1929, og þá var það að Steini réð- ist hingað að Gnúpufelli til föður míns, Pálma og Auðar stjúpu og hér var hann og vann í 16 ár. Það var mikið lán fyrir heimilið hérna, að fá að njóta starfskrafta Steina en það var hann jafnan kallaður. Hann var óvenju vel af Guði gerður, eðlisgreindur og prýði- lega vel verki farinn. Afburða sláttumaður var hann og skepnu- hirðir eins og best verður á kosið og var oft eins og hann fyndi á sér, ef eitthvað bjátaði á hjá búsmalanum og svo fjárglöggur að hann þekkti jafnvel unglömb- in af svipmóti mæðranna. Hann hirti allar skepnur Pálma og Auð- ar, en átti sjálfur um 60 fjár sem hann hafði sér í húsi. Hann átti líka hross, ekki mörg, en góð. Frægastur þeirra varð brúnn hestur er hann nefndi Vin. Þennan hest fékk hann ungan, ól upp og tamdi sjálfur. Brátt var sjáanlegt að sá brúni yrði lista gæðingur, enda fór svo að Vinur varð einhver eftirtekt- arverðasti hestur hér um slóðir. . janúar 1906 - Dáinn 18. Þetta var klárhestur með háu og yfirferðarmiklu tölti og svo ljúfur að jafnvel börn gátu notað hann. Þeir Steini og sá brúni, áttu sam- an mörg góð ár, en þegar hrörn- unin byrjaði hjá hestinum, lét Steini fella hann, vildi ekki láta hann verða gamlan og kvaddi hann með slíkri eftirsjá að hon- um fannst hann aldrei finna jafn- ingja þess brúna. Um þennan hest kvað lista hagyrðingurinn Daníel Kristinsson bróðir Steina, falleg eftirmæli og var síðasta vís- an svona í upphaflegri gerð, en mun síðar hafa verið breytt. Ekki lengur beisla ég Brún, í brjósti er strengur tregur. Veit nú gengur vorgræn tún, Vinur spengilegur. Ég sem þetta skrifa, var lengst af heima öll árin sem Steini var hér og aldrei sá ég hann reiðast, hvorki við menn né máileysingja og var hann þó síður en svo skap- laus. Prúðmennskan var honum svo eðlislæg. Steini hafði næmt tóneyra og spilaði vel á litlu tvö- földu harmonikuna sína... Á þessum árum var algengt að hald- in voru boðsböll þar sem helst var húsrými. Mér er minnisstætt ball sem haldið var á Æsustöðum desember 1987 og maður sem hét Óli Frímanns- son lék fyrir dansinum, hann átti fimmfalda harmoniku og hafði slíkt hljófæri aldrei sést áður hér í sveit. Steini var fenginn til að hvíla Óla og var það einróma álit þeirra sem á hlýddu að hann léki ekki síður vel. Og minningarnar byltast fram. Ég vil greina frá litlu atviki sem sýnir vel hvern mann Steini hafði að geyma. Ég hafði búið á hluta af jörðinni, ásamt ömmu minni, Guðlaugu og vorum við sér með okkar, en hún var látin þegar þarna var komið sögu. Þegar það var ráðið að hann flytti til Akur- eyrar og ég tæki við allri jörðinni, var það eitt sinn að hann kom til mín og sagði: „Þú þarft Dani minn að hugsa vel um hann pabba þinn, hann er orðinn svo mikill einstæðingur." Auður var þá látin og börnin farin að heim- an. Slíkt var allt hans hjartalag. Síðasta heila árið sem Steini var hér urðu stóru þáttaskilin í lífi hans. Til hans kom hamingja hans og lífsförunautur Aðalbjörg Lárusdóttir frá Heiði á Langa- nesi, ásamt lítilli dóttur, Grétu. Þau Aðalsteinn og Aðalbjörg giftu sig svo 3. janúar 1946 og fluttu til Akureyrar um vorið þar sem þau bjuggu svo alla stund síðan og eignuðust börnin Svein- björgu og Jónstein, til viðbótar, en öll eru þessi systkin sérlega góðar og elskulegar manneskjur. Ég sendi eiginkonu, börnum og fjölskyldum þeirra, hjartans kveðju mína, ég er þakklátur og mér finnst við hæfi að senda þessi fátæklegu kveðjuorð með orðum Guðmundar Böðvarssonar er hann segir: Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju, þeim er njóta nær. Daníel Pálmason. ----------——- AKUREYRARBÆR Síðuskóli Vantar nú þegar starfsmann til starfa viö vistun (barnagæslu) fyrir hádegi. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 22588. Söluniaður Við leitum að sölumanni til starfa hjá rótgrónu vaxandi heildsölufy rirt æki. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - slmi 25455 Eldhússtörf Aðstoðarmatráðskona óskast. Matartæknipróf og nokkur starfsreynsla æskileg. Aðstoðarfólk í eldhús óskast. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar gefur yfirmatráðskona í síma 96-31100. Kristnesspítali. KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, saumakona, frá Litlu-Tjörnum, Ljósavatnsskarði, lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjud. 19. janúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánud. 25. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Björg Finnbogadóttir. Eiginmaður minn, EYÞÓR BOLLASON, áður til heimilis að Helgamagrastræti 12, verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Guðrún Stefánsdóttir. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSA HULDRÚN JÓNSDÓTTIR, Skriðulandi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, laugardaginn 16. janúar sl. Útförin fer fram að Möðruvöllum, Hörgárdal.laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Friðrik Olgeirsson, Halldóra Friðriksdóttir, Kristján Guðmundsson og barnabörn. Við þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, ERNU GUÐLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR, hjúkrunarfræðings, Langholtsvegi 100, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Gunnarsson, Gunnar Óli Sigurðsson, Arnar Björn Sigurðsson, Ingibjorg Ólafsdóttir, Ólafur Jónsson, Jón Óli Óiafsson, Kristín M. Ólafsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.