Dagur - 21.01.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 21.01.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. janúar 1988 Ungmennasamband Austur Húnvetninga hefur um árarað- jr átt stóran hlut í uppbyggingu íþrótta-, félags- og menningar- Iífs í Húnaþingi. Má þar til nefna árlegt héraðsmót í frjáls- um íþróttum, þar sem ungt fólk úr félögum innan USAH mætir til leiks. Þá gengst USAH fyrir Húnavökunni sem haldin er í Félagsheimilinu á Blönduósi síðari hluta vetrar ár hvert. Dagskrá Húnavök- unnar er blanda af skemmti- efhi og fróðleik og stendur yfir í u.þ.b. eina viku. Um svipað leyti og Húnavakan hefst kem- ur út ársrit USAH sem einnig ber nafnið Húnavaka. I riti þessu er margvíslegan fróðleik að finna og einnig skemmti- efni. Þar koma flest fyrirtæki og stofnanir á félagssvæði USAH með nokkurskonar annál s.I. árs. I ritinu eru minningargeinar um látna Húnvetninga, frumsamdar smásögur, kvæði og stökur og svona mætti lengi telja. Aðild- arfélög að USAH eru, ung- mennafélagið Fram Skaga- strönd, ungmennafélagið Vor- boðinn í Vindhælis- og Engi- hlíðarhreppi, ungmennafélag- ið Hvöt Blönduósi, ungmenna- félagið Geislar, félagssvæði allir sveitahreppar vestan Blöndu, Ungmennafélag Ból- staðarhlíðarhrepps, Golf- klúbbur Blönduóss, Golf- klúbbur Skagastrandar og Taflfélag Blönduóss. Formað- ur USAH er Stefán Hafsteins- son. S.l. fimmtudag gekkst USAH fyrir íþróttamóti grunnskólanna á félagssvæðinu. Skólarnir eru þrír, á Húnavöllum, Blönduósi og á Skagaströnd. Mótið var haldið í íþróttasal Húnavalla- skóla, sem er eini salurinn af þeirri stærð að hann sé löglegur sem keppnissalur. Keppt var í tveimur aldursflokkum eldri Keppni í frjálsum íþróttum Lárus Ægir mótsstjóri. Stjórnendur mótsins að leggja á ráðin. Húnavellir: flokki 8-9. bekkja og yngri flokki 6-7.bekkja. Blaðamaður Dags fylgdist með mótinu sem var mjög fjölþætt og skemmtilegt. Keppt var í nokkrum greinum frjálsra íþrótta, skák, borðtennis, knattspyrnu stúlkna í yngri flokki, handbolta drengja í báð- um flokkum, körfubolta stúlkna og drengja í báðum flokkum og blaki stúlkna í eldri flokki. Stefán Jónsson, formaður skólanefndar Húnavallaskóla setti mótið, en mótsstjóri var Lárus Ægir Guðmundsson frá Skagaströnd og fórst honum stjórnin vel úr hendi. Lárus Ægir var áður þekktur frjálsíþrótta- maður og spurði blaðamaður hann, hvort hann væri hættur að æfa og keppa í íþróttum. Hann kvaðst vera búinn að leggja keppnisskóna á hilluna en þar fyrir hlypi hann eitthvað á hverj- um degi sér til ánægju og heilsu- bótar. Skipulag mótsins var mjög gott og þar sáust góð tilþrif hjá unga íþróttafólkinu og keppnisandinn í besta lagi. Úrslit í keppnisgrein- um urðu þessi: Skáksveit Húnavallaskóla sigr- aði með yfirburðum, en hana skipuðu: Sigurður Gunnarsson, Ingvar Björnsson, Einar Kol- beinsson og Bjarni Róbert Ólafs- son. í borðtennis urðu úrslit þau að sigurvegari varð Lárus Sigurðs- son Blönduósi, annar Björn Sig- urðsson Skagaströnd og þriðji Sigurjón Sigurðsson Blönduósi. í þrístökki pilta í eldri flokki sigraði Hilmar Frímannsson Húnavöllum, stökk 7,87, annar varð Sigvaldi Guðmundsson Skagaströnd, stökk 7,65 og þriðji varð Valur Valsson Blönduósi, stökk 7,32. í yngri flokki sigraði Atli Þórsson Skagaströnd, stökk 6,90, í öðru sæti varð Jón Baldvin Jónsson Húnavöllum, stökk 6,17 og í þriðja sæti Tryggvi Björns- son Blönduósi, stökk 5,73. í hástökki pilta í eldri flokki sigraði Skúli Tómas Hjartarson Skagaströnd, stökk 1,65, annar var Björn Guðsteinsson Húna- völlum, stökk 1,60 og þriðji varð Þórður Pálsson Blönduósi, stökk 1,45. I yngri flokki sigraði Anton Þór Húnavöllum, stökk 1,45, annar varð Pálmi Vilhjálmsson Blönduósi, stökk 1,40 og þriðji varð Baldur Magnússon, stökk 1,30. Sigurvegari í eldri flokki stúlkna í þrístökki varð Aðal- björg Valdimarsdóttir Húnavöll- um, stökk 6,64, önnur varð Steinunn Snorradóttir Blöndu- ósi, stökk 6,60 og þriðja varð Margrét Jóhannsdóttir Skaga- strönd, stökk 5,53. í yngri flokki sigraði Ragnheiður Ólafsdóttir Húnavöllum, stökk 6,56, önnur varð Vilborg Jóhannsdóttir Skagaströnd, stökk 6,38 og Blaklið 8. og 9. bekkja Blönduósskóla og Grunnskóla Skagastrandar í harðri keppni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.