Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 3. janúar 1989 Bifreiðaeftirlit ríkisins lagt niður um áramótin: Hvernig tekst samspil þeirra þriggja aðila sem taka yfir verksvið þess? Nú um áraniótin var Bifreiða- eftirlit ríkisins lagt niður og hlutverki þess skipt niður á milli Bifreiðaskoðunar Islands hf. og Dómsmálaráðuneytis- ins. Mikið virðist vera af lausum endum varðandi framkvæmd bifreiðaskoðunar í framtíðinni. Dómsmálaráðuneytið hefur ráðið menn til að annast fram- kvæmd bílprófa og hafa fimm menn verið ráðnir til þess starfs í Reykjavík og eiga þeir einnig að sinna Suðurnesjasvæðinu, Suður- landi öllu og Vestmannaeyjum. Einn prófdómari hefur verið ráð- inn til að annast Vesturland og Vestfirði, annar fyrir allt Norður- land og gert er ráð fyrir að próf- dómari í hlutastarfi sjái um próf- töku á Austurlandi. Með þessu má vera að próftök- unni sé borgið en varðandi bif- reiðaskoðunina eru landsbyggð- armenn ekki ánægðir með að eftirlitsstöðvar á landsbyggðinni skuli lagðar niður og störf bif- reiðaeftirlitsmanna færist alfarið til Reykjavíkursvæðisins. Víða úti á landi hafa verið byggðar vandaðar skoðunarstöðvar sem ekki munu nýtast eftir að væntan- Halldór Guðbjarnason hjá Samkorti telur það ekki hreina viðbót við „plastkortaílóruna": Notkun greiðslukorta í mat- vöruverslun var feilspor - á annað þúsund hafa sótt um Samkort Á annað þúsund manns hafa sótt um aðild að Samkorti, greiðslukortafyrirtæki Sam- bands íslenskra samvinnu- félaga, að sögn Halldórs Guð- bjarnasonar. Hann segir að nú jfe í j > f. ::É=T *=■=== 3 3 3 3 -h± Kennsla á hljómborð og rafmagnsorgel Byrjendanáinskeið og framhaldsnámskeið. Innritun í síma 24769 eftir kl. 17.00. Orgelskóli Gígju. Nýárství- menningur B.A. Bridgefélag Akureyrar efnir til Nýárství- mennings í kvöld, þriðjudaginn 3. janúar. Spilafólk á Akureyri og nágrenni er hvatt til að fjöl- menna. Spilamennskan hefst kl. 19.30 í Félagsborg. Skráning fer fram á staönum. Þriðjudaginn 10. janúar hefst síðan Akureyrarmótið í tvímenningi. Þátttökutilkynningar þurfa að berast stjórn Bridge- félags Akureyrar fyrir kl. 16.00 sunnud. 8. janúar n.k. Stjórn B.A. ðtjórnarkjör Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur ákveðið að kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir næstu 2 starfsár fari fram að víðhafðri allsherjar atkvæða- greiðslu í samræmi við lög félagsins og reglugerð A.S.Í. Framboðslistum skal skila til skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 16.00 þriðju- daginn 24. janúar 1989. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli 28 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 29. desember 1988. SJÓMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR. þegar hafi á bilinu 6-700 umsóknir verið afgreiddar en áætlanir miðist við að eftir 12 mánuði verði á bilinu 15-20 þúsund manns með Samkort upp á vasann. Halldór segir að til þessa hafi allar áætlanir um uppbyggingu Samkorts staðist. Hann segir þó að afgreiðsla kortaumsókna hafi tekið lengri tíma en menn ætluðu í upphafi. í upphafi ársins er ætlunin að auka þjónustu við handhafa Samkorts. Hafnar verða viðræð- ur við ýmis fyrirtæki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og út um land, um að þau veiti korthöfum ákveðna fyrirgreiðslu, t.d. afslátt. Þó verður ekki samið við fyrirtæki sem keppa beint við samvinnufyrirtæki. Þannig verð- ur ekki rætt við forráðamenn annarra matvöruverslana, en sem tengjast samvinnuhreyfingunni. Aðspurður um þá gagnrýni að notkun greiðslukorta hér á landi sé komin langt fram úr öllu vel- sæmi segir Halldór að vissulega geti hann tekið undir það. Eink- um hafi menn „stigið hálfgert feilspor" með því að nota þau við matvörukaup. „Það er vitað að álagning í matvöruverslun er í það knappasta og greiðslukortin hafa óneitanlega kostnað í för með sér fyrir kaupmanninn. Hann verður fyrir ákveðinni fjár- bindingu, lengst er hún í 45 daga,“ segir Halldór. Hins vegar segir hann að rétt sé að hafa í huga að verslun hafi aukist umtalsvert með tilkomu greiðslu- kortanna. Halldór vísar því á bug að til- koma Samkorts sé hrein viðbót við þá greiðslukortaflóru sem fyr- ir er. „Það má líta svo á að með Samkorti vilji samvinnuhreyfing- in halda utan um sitt. Kortunum er m.a. ætlað það hlutverk inni í kaupfélögunum að draga úr kostnaði og stuðla að aukinni hagræðingu í rekstri þeirra," segir Halldór Guðbjarnason. óþh leg breyting á bifreiðaskoðuninni hefur komið til framkvæmda. Innistaða skráningarspjalda mun færast yfir á lögregluna sem í flestum tilvikum er og hefur verið vanmönnuð til að sinna þeim verkefnum sem hún hefur haft til þessa þó ekki verði hlaðið á hana auknum verkefnum. Þá á framtíðin eftir að leiða í ljós hvernig samvinnan verður á milli Bifreiðaskoðunar íslands sem á að annast bifreiðaskoðun- ina og lögreglunnar sem varðveit- ir skráningarspjöld í innistöðu. A ekki eftir að myndast þar eitt af götunum í kerfinu sem gæti orðið til þess að bílar sem hefur verið lagt og spjöldin af þeim sett í innistöðu fari aftur út í umferð- ina á skráningarspjöldum af öðr- um bíl og án þess að þurfi að greiða af þeim gjöld? Hver skyldi líta eftir því að sami maður geti ekki átt tvo bíla, haft skráningarspjöldin af öðrum þeirra í innistöðu og síðan fært spjöldin af hinum bílnum á milli bíla eftir þörfum og bara greitt gjöld af einu ökutæki? fh Seyðisfjarðarbær: Byggir íyrir aldraða I febrúar verður boðin út bygg- ing fjögurra ibúða fyrir aldraða á Seyðisfirði. Jarðvegsskipti standa yfir og verið er að ganga frá teikningum. Áætlað er að byggja þessar fjórar íbúðir á þremur árum og eru þær jafnframt þær fyrstu sem byggðar eru sérstaklega fyrir aldraða. Um er að ræða tvær ein- staklingsíbúðir og tvær hjóna- íbúðir og er staðsetning þeirra sérstaklega hentug vegna nálægð- ar við sjúkrahúsið og heilsu- gæslustöðina. VG Lindukonfekt líkar vel - konfektSalan þriðjungur af heildarársveltu fyrirtækisins Að borða konfekt er einn af þeim þáttum sem ómissandi þykja á jólum. Sigurður Arnórsson framkvæmdastjóri súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu á Akureyri segir kon- fektsöluna hafa verið óvenju góða nú og á síðustu tveimur árum hafi orðið töluverð magnaukning í sölu á konfekti frá verksmiðjunni. Sigurður segir konfektsöluna vera orðna um þriðjung af heild- ar ársvcltu fyrirtækisins og þakk- ar það einkum góðu hráefni. „Við gætum þess að vera einung- is með gott hráefni,“ segir Sigurður. Hann segir konfekt- markaðinn heldur íhaldssaman, fóik vilji vita að hverju það gengur, og hann telur að Lindu- konfekt hafi skapað sér nafn á þessum markaði þannig að fólk geti treyst á innihaldið. Söluna segir hann að stórum hluta hafa færst yfir til stórmark- aða og þar sé stefnan sú að láta viðskiptavini njóta þeirra afslátta sem gefnir eru á konfektinu. Það eigi sinn þátt í aukinni sölu. Konfektsalan fer einkum fram síðustu tíu dagana fyrír jólin, en framleiðslan hefst þegar á haust- dögum og stendur fram í des- ember. Gísli Jón Júiíusson fram- kvæmdastjóri heildverslunar Valgarðs Baldvinssonar sem m.a. hefur umboð fyrir Nóakonfekt segir söluna vera svipaða nú og á undanförnum árum. mþþ Mörgum þykir konfekt frá Lindu ómissandi um jólin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.