Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 7
3. janúar 1989 - DAGUR - 7 Enska knattspyrnan fyrir áramót: Arsenal og Norwich höfðu sætaskipti Tottenham flýgur upp töfluna ásamt Everton Heil umferð fór fram í ensku knattspyrnunni á gamlársdag að undanskyldum leik Manch- ester Utd. gegn Liverpool sem var leikinn á nýársdag. Arsenal og Norwich höfðu sætaskipti í fyrsta og öðru sæti, þó aðeins markahlutfall skilji liðin að á toppi 1. deildar og í 2. deild eru nú þrjú lið efst og jöfn, en þar stefnir í hörkukeppni. Arsenal vann góðan sigur á úti- velli gegn Aston Villa 3:0 og hafði nokkra yfirburði í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið er mjög sterkt um þessar mundir og leikgleðin leyndi sér ekki hjá leikmönnum liðsins. Nigel Wint- erburn og Brian Marwood voru mjög skæðir á vinstri vængnum og David Rocastle átti stórleik á miðjunni. Miðvörðurinn David O’Leary sem ekki hefur komist í liðið að undanförnu lék í stöðu hægri bakvarðar í leiknum og á varamannabekknum sat nú Paul Davis sem ekki hefur komist í liðið eftir að 9 leikja keppn- isbanni hans lauk. Arsenal komst yfir strax eftir 2 mín., Alan Smith skallaði í mark eftir sendingu Michael Thomas. Á 23. mín. sló Nigel Spink markvörður Villa boltann frá marki sínu, en Rocastle var fljótur að átta sig og lyfti knettinum yfir vörn Villa og í netið áður en Spink komst í Úrslit 1. deild Aston Villa-Arsenal 0:3 Charlton-West Ham 0:0 Derby-Millwall 0:1 Evcrton-Coventry 3:1 Manchester Utd.-Liverpool 3:1 Norwich-Middlesbrough 0:0 Sheffield Wed.-Nottingham For. 0:3 Southampton-Q.P.R. 1:4 Tottenham-Newcastle 2:0 Wimbledon-Luton 4:0 2. deild Brighton-Birmingham 4:0 Chelsea-W.B.A. 1:1 Hull City-Ipswich 1:1 Leeds Utd.-Plymouth 2:0 Leicester-Blackburn 4:0 Oldham-Crystal Palace 2:3 Shrewsbury-Barnsley 2:3 Stoke City-Oxford 1:0 Sunderland-Portsmouth 4:0 Swindon-Manchester City 1:2 Walsall-Bradford 0:1 Watford-Bournemouth 1:0 3. deild Brentford-Wolves 2:2 Bristol Rovers-Swansea 1:1 Bury-Aldcrshot 0:1 Cardiff City-Wigan 2:2 Chester-Northampton 2:1 Chesterfield-Fulham 4:1 Gillingham-Port Vale 1:0 Mansfield-Huddersfield 1:0 Notts County-Bolton 2:0 Preston-Sheffield Utd. 2:0 Rcading-Blackpool 2:1 Southend-Bristol City 1:2 4. deild Bumley-Grimsby 1:0 Cambridge-Rochdale 2:0 Carlisle-Stockport 1:1 Colchester-Hartlepool 1:2 Darlington-Hereford 0:0 Exeter-York City 2:0 Leyton Orient-Wrexham 0:1 Lincoln-Doncaster 3:1 Rotherham-Halifax 2:0 Scarborough-Crcwe 2:1 Scunthorpe-Tranmere 2:1 Torquay-Peterborough 1:0 markið aftur. Kevin Gage fékk eina tækifæri Villa í fyrri hálfleik, en John Lukic varði vel skot hans. Leikinenn Villa voru ákveðnari í síðari hálfleiknunt, en komust lítt áleiðis gegn sterk- um varnarmönnum Arsenal og 2 mín. fyrir leikslok bætti vara- maðurinn Perry Groves þriðja markinu við með lágskoti eftir sendingu Smith. Leikur Norwich á heimavelli gegn Middlesbrough var lítil skemmtun fyrir áhorfendur og hvorugu liðinu tókst að skora mark. Leikmenn Middlesbrough sýndu mikla baráttu og komu heimamönnum úr jafnvægi og það munaði minnstu að liðinu tækist að sigra, en Mark Bowen bjargaði á marklínu hja Norwich eftir að markvörðurinn Bryn Gunn hafði misst af boltanum. Furðulegt hve Norwich á oft erfitt uppdráttar á heimavelli sínum. En íbúar Liverpool trúa því enn að meistaratitillinn fari ekki frá borginni og það verði annað hvort Everton eða Liverpool sem sigri að lokum. Everton lék mjög vel gegn Coventry og virðist vera að komast í sitt gamla form. Kevin Sheedy tók forystu fyrir Everton snemma í leiknum, en Gary Bannister jafnaði fyrir Coventry eftir mistök Paul Bracewell er ætlaði að senda til markvarðar síns. Sheedy náði forystu á ný, rétt fyrir hlé eftir frábæra sókn þar sem boltinn gekk milli margra manna. Brace- well bætti fyrir mistök sín í síðari hálfleik er hann skoraði þriðja mark Everton í leiknum. Þrátt fyrir mikla baráttu New- castle gegn Tottenham varð liðið að játa sig sigrað, heimaliðið var einfaldlega sterkara og er nú far- ið að renna hýru auga til Eng- landsmeistaratitilsins, en best að bíða úrslita liðsins gegn Arsenal 2. janúar áður en það er rætt nánar. Liðið Iék án Paul Gascoigne, en það kom ekki að sök. Fimm leikmanna vörn Tottenham sá um að halda sókn- armönnum Newcastle í skefjum og og aðrir leikmenn' liðsins fengu að leika sér frammi. Paul Allen átti injög góðan leik á Kevin Sheedy skuraði tvö af mörk- um Everton gegn Coventry. miðjunni hjá Tottenham, sem náði forystu snemma í leiknum með marki Paul Walsh eftirsend- ingu frá Paul Stewart. Síðari markið kom síðan eftir hálftíma leik er Chris Waddle skoraði beint úr aukaspyrnu af löngu færi hjá sínum gömlu félögum. Þrátt fyrir þunga sókn Tottenham í sfðari hálfleik tóks Dave Beasant markverði Newcastle að halda marki sínu hreinu með góðri markvörslu. Guðni Bergsson lék allan leikinn og átti ágætan leik. Mikil barátta var í leik Derby gegn Millwall og hinir leiknu leikmenn Derby fengu lítinn frið fyrir áköfurn Millwall mönnum sem börðust af krafti. í fyrri hálf- leiknum kom aðeins eitt skot að marki og það var Ted McMinn fyrir Derby, en skot hans fór hátt yfir. í síðari hálfleik hafði Derby undirtökin og virtist líklegra til sigurs, en vörn Millwall varðist vel og reyndi síðan skyndiupp- hlaup. Úr einu slíku kom sigur- mark leiksins er 13 mín. voru til leiksloka. Löng sending frarn frá bakverðinum Keith Stevens lenti á kollinum á Teddy Sheringham, Peter Shilton í marki Derby kom hendi á boltann áður en hann fór í stöngina og inn og Millwall skaust þar með í þriðja sætið. FA-bikarmeistarar Wimble- don fóru létt með Deildarbik- armeistara Luton á heimavelli sínum og sigruðu 4:0. Vinny Jones og Terry Gibson skoruðu fyrir Wimbledon í fyrri hálfleik og í þeim síðari bættu John Sca- les strax eftir hlé og John Fash- anu við mörkum. Neðstu liðin Charlton og West Ham gerðu markalaust jafntefli í leik sínum, úrslit sem koma sér illa fyrir bæði liðin. Sheffield Wed. gæti átt erfitt ár fyrir höndum, liðið tapaði illa á heimavelli gegn Nottingham For. 3:0. Tommy Gaynor, Neil Webb og Steve Hodge skoruðu mörk Forest á 12 mín. kafla í fyrri hálf- leik. Trevor Francis byrjar vel sem framkvæmdastjóri Q.P.R. og lið- ið hans vann óvæntan stórsigur á útivelli gegn Southampton 4:1. Mark Falco skoraði tvö mörk fyr- ir Q.P.R. á síðustu þrem mín. leiksins, en áður höfðu þeir Markaskorarinn Alan Smith hjá Arsenal skoraöi strax á 2. mín. gegn Aston Villa. Simon Barker og Martin Allen skorað fyrir liðið. Eina mark Southampton skoraði Matthew Le Tissier er hann jafnaði 1:1. 2. deild • Efstu lið 2. deildar, Chelsea og W.B.A. gerðu jafntefli í leik sínum þar sem Colin Anderson tók forystu fyrir W.B.A. á 28. mín. Chelsea sótti meira en gekk illa að skora og það var ekki fyrr en venjulegunt leiktíma var lokið að Graham Roberts jafnaði úr vítaspyrnu fyrir liðið er dæmd var hendi á leikmann W.B.A. • Man. City sigraði Swindon á útivelli í erfiðum leik, Brian Gayle skoraði fyrst fyrir City, en Steve White jafnaði fyrir Swindon. Jason Brickford skor- aði síðan sigurmarkið fyrir City. • Frammistaða Sunderland hef- ur verið mjög góð að undanförnu og liðið burstaði Portsmouth 4:0 og hefði sá sigur getað orðið mun stærri. Eric Gates, Richard Ord, Gordon Armstrong og Colin Pascoe skoruðu mörkin. • Sömu úrslit urðu í leik Leicest- er gegn Blackburn, Phil Turner, Nicky Cross, Mike Newell og Gary McAllister skoruðu ntörkin fyrir Leicester í leiknum. • Watford er nú í efsta sæti ásamt Chelsea og W.B.A. með 41 stig eftir 1:0 sigur heima gegn Bournemouth, Rick Holden skoraði sigurmarkið. • Walsall er í neðsta sætinu og tapaði á heimavelli gegn Sætur sigur Man. Utd. á Iiverpool Stórliðin Manchester Utd. og Liverpool áttust við á nýársdag í Manchester og var búist við hörku leik. Fyrri hálfleikurinn var þó mjög slakur af beggja hálfu og engu líkara en leikmenn væru nýkomnir af áramótafagnaði. Aðeins tvö skot hittu markið all- an fyrri hálfleikinn og voru það leikmenn Utd. sem náðu þeim árangri í bæði skiptin, en þeir höfðu undirtökin í leiknum án þess að ógna marki Liverpool að neinu marki. Síðari hálfleikurinn hlaut því að verða betri, sent hann og varð. Þegar 20 mín. voru til leiksloka kom fyrsta markið, Paul McGrath nýkominn inn á sem varamaður hjá Utd. missti þá boltann til Steve McMahon er sendi áfram á Peter Beardsley sem kont knettinum til John Barnes er lék á Mal Donaghy og skoraði örugglega fyrir Liver- pool. Aðeins mín. síðar jafnaði Utd. leikinn, Russell Beardsmore sendi fyrir frá hægri og Brian McClair afgreiddi boltann snyrti- lega í netið. Fjórum mín. síðar kom langbesti maður Utd. í leiknum, Mark Hughes liðinu yfir 2:1 með þrumuskoti sem þandi út netmöskvana. Utd. lét ekki þar við sitja og bætti þriðja marki sínu við stuttu síðar er Beardsmore skoraði, en í fyrri hálfleiknum var hann mjög slak- ur og mátti þakka fyrir að fá að hanga inná. Sætur sigur Manchest- er Utd. og kærkominn fyrir frant- kvæmdastjórann Alex Ferguson sem hefur átt undir högg að sækja að undanförnu og verið gagnrýndur mjög vegna slakrar frammistöðu sinna manna. Þ.L.A. Bradford, Mark Leonard skoraði eina ntarkið í leiknum fyrir Bradford. • Birminghant á einnig í vandræðum, tapaði 4:0 á útivelli gegn Brighton þar sem Kevin Bremner skoraði þrjú ntörk og Gary Chivers eitt. • Sjálfsmark David Moyes hjá Shrewsbury í lokin tryggði Barnsley sigur, en áður hföðu David Currie og Steve Lowndes skorað fyrir Barnsley. • Ian Redford jafnaði fyrir Ips- wich gegn Hull City eftir að Billy Whitehurst hafði tekið forystu fyrir Hull City í sínum tyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa verið keyptur frá Sunderland fyrr í vik- unni. • Ian Wright skoraði tvö af mörkum Crystal Palace í sigri liðsins gegn Oldham. • Ian Baird og Glynn Snodin skoruðu mörk Leeds Utd. í síðari hálfleik gegn Plymouth. • Tony Henry skoraði sigur- rnark Stoke City gegn Oxford. • í 3. deild er Wolves efst með 44 stig, Port Vale 40 og Sheffield Utd. 38 stig. • í 4. dcild er Wrexham nú efst með 38 stig, Rotherham Scar- borough og Crewe hafa 37 stig. í neðsta sætinu sem þýðir fall úr deildakeppninni er nú Colchester ntcð 14 stig, en Darlington er skammt undan nteð 15 stig. Þ.L.A. Staðan 1. deild Arsenal 18 11- 4- 3 39:20 37 Norwich 19 9- 8- 2 19:19 35 Millwall 19 9- 6- 4 30:22 33 Coventry 20 8- 6- 6 27:20 32 Everton 19 8- 6- 5 24:19 30 Derby 19 8- 5- 6 21:14 29 l.iverpool 18 7- 7- 4 22:13 28 Nott.Forest. 20 6-10- 4 25:23 28 Man.Utd. 20 6- 9- 5 25:17 27 Southampton 20 6- 8- 6 33:38 26 Middlesbro 20 7- 4- 9 24:31 25 Wimbledon 19 7- 4- 8 23:27 25 QPR 20 6- 6- 8 23:20 24 Aston Villa 18 5- 8- 5 28:27 23 Luton 20 5- 8- 7 23:13 23 Tottenham 18 5- 7- 6 28:28 22 Sheff.Wed. 19 5- 6- 8 16:26 21 Newcastle 20 4- 5-11 16:35 17 Charlton 20 3- 8- 9 20:32 17 West Ham 19 3- 5-11 13:32 14 2. deild Chelsea 24 12- 8- 4 47:26 44 W.B.A. 24 12- 8- 4 44:23 44 Blackhurn 24 13- 3- 8 40:35 42 Watford 24 12- 5- 7 35:23 41 Man.City 24 11- 8- 5 33:23 41 Bourneinouth 2411- 4- 9 28:26 37 Barnsley 24 10- 6- 8 32:31 36 Portsmouth 24 9- 8- 7 34:31 35 C.Palace 24 9- 8- 6 37:30 35 Stoke 24 9- 7- 8 26:34 34 Sunderland 24 8-10- 6 34:27 34 Ipswich 24 10- 4-10 32:30 34 Leeds Utd. 24 8-10- 6 28:22 34 Swindon 24 8- 9- 7 32:33 33 Leicester 24 8- 8- 8 30:33 32 Plymouth 24 9- 5- 9 31:33 32 Hull 24 7- 8- 9 29:35 29 Bradford 24 7-10- 7 25:28 29 Oxford 24 6- 6-12 34:40 24 Brighton 24 7- 3-14 33:5124 Oldham 24 5- 9-10 36:40 23 Shrewsbury 24 4-10-10 20:35 22 Walsall 24 3- 8-13 25:36 17 Birmingham 24 3- 7-13 16:46 15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.