Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 3
3. janúar 1989 - DAGUR - 3 Saga Höfðahrepps mun verða gefin út í tilefni af 50 ára afmælinu Höfðahreppur 50 ára á nýársdag: Hátíðarhöld vegna afmælis- ins fyrirhuguð í júh Þann fyrsta janúar síðastliðinn varð Höfðahreppur, sem í dag- legu tali er oftast nefndur Skagaströnd 50 ára. Þá voru liðin 50 á frá því að Vindhælis- hreppi, hinum forna, var skipt í þrjú sveitarfélög. Aður náði hreppurinn allt frá Núpi á Lax- árdal að Ásbúðum á Skaga. Þann 1. jan. 1939 var honum skipt niður í þrjú sveitarfélög, Höfðahrepp sem nær yfir kauptúnið Skagaströnd, Skaga- hrepp sem nær yfir svæðið norðan Skagastrandar að Ás- búðum og eftir stendur Vind- hælishreppur innan Skaga- strandar að Núpi. Vegna þessara tímamóta hefur verið ákveðin útgáfa bókar um sögu Höfðahrepps og hefur Bjarni Guðmarsson unnið að því verki sem nú er komið vel á veg. Þá hefur verið auglýst ei’tir göml- um ljósmyndum og er þar átt við gamlar myndir frá Skagaströnd eða af Skagstrendingum. Guðmundur Kr. Guðnason sem nú er nýlátinn afhenti Höfða- hreppi á síðastliðnum vetri all- margar inyndir sem munu koma í góðar þarfir vegna afmælisins og útgáfu Sögu Skagastrandar. Ákveðið hefur verið að efnt verði til hátíðahalda vegna afmælis Höfðahrepps dagana 27.- 29. júlí á komandi sumri. fh Nýtt skip fyrir Samherja: Fiskveiðasjóður á næsta leik - vonast er til að svar sjóðsstjórnar berist á næstu vikum Stjórn Fiskveiðasjóðs mun á næstu vikum fjalla um umsókn Samherja hf. á Akureyri til að láta smíða nýjan togara fyrir félagið á Spáni. Þorsteinn Már Vilhelmsson hjá Samherja seg- ir að þrátt fyrir að búið sé að undirrita samning við skipa- smíðastöð á Spáni sé ekkert nýtt að frétta af málinu nema Fjárhagsstaða Vopnafjarðarhrepps: í „laklegu meðallagi“ „Staðan er erfið. Skuldastaðan er út af fyrir sig ekki afskap- lega slæm. En þegar erfiðleik- ar eru í atvinnurekstrinum þá bitnar það á sveitarfélaginu greiðslulega séð,“ segir Sveinn Guðmundsson sveitarstjóri á Vopnafirði. Sveinn segir sveitarfélagið í „laklegu meðallagi“ varðandi afkomu miðað við sveitarfélög almennt. „En við erum ekki á vonarvöl." Hvað innheimtu varðar segir hann að innheimta eldri skulda sé talsvert erfið, en útistandandi skuldir séu þó ekki mjög miklar. Innheimtuhlutfall aðstöðu- og fasteignagjalda hefur verið um og yfir 90% og segir Sveinn að útlit sé fyrir að svo verði einnig fyrir árið 1988. mþþ þá að það sé „komið af stað í kerfinu,“ þ.e. að boltinn sé hjá Fiskveiðasjóði. Þorsteinn Már sagði að um- sóknarfrestur hjá Fiskveiðasjóði hefði runnið út á gamlársdag og hefði umsókn Samherja verið skilað inn. „Ég er að vonast til að svar berist fljótlega, innan nokk- urra vikna,“ sagði hann. Umrætt skip verður 61 metri að lengd, af svipaðri stærð og Akureyrin. Þorsteinn var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að láta smíða nýja skipið hjá Slipp- stöðinni hf. á Akureyri. Hann sagði þá að íslenskur skipasmíða- iðnaður væri ekki samkeppnisfær við niðurgreiddan erlendan iðnað og að þeir Samherjamenn teldu það skyldu sína að láta smíða skipið þar sem það væri hagstæð- ast. Jón B. Jónasson, skrifstofu- stjóri hjá Sjávarútvegsráðuneyt- inu, sagði að ef Fiskveiðasjóður samþykkti nýsmíðina myndi ráðuneytið færa kvóta frá því skipi sem úreldist, í þessu tilviki Þorsteini EA, yfir á nýja skipið. Fiskveiðasjóður tæki afstöðu til lánafyrirgreiðslu og stærðar skipsins, jafnframt sem umsækj- andi sé metinn með tilliti til eigin fjár og fleiri þátta. Svavar Ármannsson, aðstoð- arforstjóri Fiskveiðasjóðs, sagð- ist ekki geta svarað neinu opin- berlega um umsókn Samherja þar sem stjórn sjóðsins ætti eftir að taka afstöðu til hennar. EHB Þorsteinn EA-61 bíður nú síns skapadægurs en eigendurnir vilja láta smíða nýtt skip í hans stað. Jólafundur N.L.F.A. verður í Oddeyrarskóla miðvikud. 4. janúar kl. 20.30. Nýir félagar boðnir velkomnir. Mætum vel. Stjórnin. — AKUREYRARB/tR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 5. janúar 1989 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Sigurður Jóhannesson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Leikfimi ★ Erobik ★ Þrekhringur Við hefjum nýtt ár af fullum krafti 9. janúar og hristum af okkur jóla- kílóin. Sem fyrr bjóðum við upp á úrval námskeiða fyrir byrj- endur og famhald, konur og karlar. Þú finnur örugglega eitthvað sem hentar þér. Hringdu nú þegar og fáðu upplýsingar, við reynum að hjálpa þér að finna flokk við þitt hæfi. FLOKKAR. 1. Kvennaleikfimi. Rólegir tímar fyrir óþjálfaðar konur og þær sem vilja fara sér hægt. 2. Róleg músíkleikfimi. Rólegir tímar fyrir þær sem komnar eru af stað og eru í einhverri þjálfun. Ætlaðir eldri konum. 3. Leikfimi og megrun. Styrkjandi æfingar fyrir þær sem vilja grennast. Leiðbeint um mataræði. Vigtun, mæling, aðhald. Byrjendur og framhald. 4. Magi, rass og læri. Mjúkt erobik. Styrkjandi og vaxtarmótandi æfingar. Engin hopp. Fjörugir tímar, fjörug tónlist. Byrjendur og framhald. 5. Framhaldstími. Aðeins fyrir mjög vanar. Hröð og eldfjörug leikfimi - Púl! Dúndrandi fjör. 6. Erobik. Þolþjálfun fyrir konur og karla. Byrjend- ur og framhald. Hörkupúl og fjör. 7. Þrekhringur. Erobik og tækjaleikfimi í sama tímanum. Hörkutímarfyrirkonurogkarla. Fjör, hvatning með skemmtilegri tónlist. Leiðbeinandi stýrir hópnum. 8. Karlatími. Sértfmi fyrir karla í þrekhring. Innritun og upplýsingar í síma 24979 frá kl. 18-20. Tryggvabraut 22 Akureyri ) V/SA EUROCARQ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.