Dagur - 18.05.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 18.05.1989, Blaðsíða 3
ööo * t,',-i Sí 5" «i r .... t3'U£MM1 .... Fimmtudagur 18. maí 1989 - DAGUR - 3 Aðalfundur Ólafsljarðardeildar Einingar: Sigríður Rut tók við formennsku af Ágústi - samþykkt ályktun til ríkisstjórnar um að flýta afgreiðslu H.Ó. hjá Hluta@ársjóði Sigríður Rut Pálsdóttir var kjörin formaður Ólafsfjarð- ardeildar Einingar á aðalfundi hennar sl. miðvikudagskvöld. Sigríður tekur við stjórnar- taumum af Ágústi Sigurlaugs- syni, sem verið hefur formaður síðustu 10 ár. Ágúst hverfur þó ekki úr fremstu víglínu verka- lýðsmálanna í Ólafsfirði því hann verður ritari nýrrar stjórnar. Það má með réttu kalla hana kvennastjórn því að Ágúst er þar eini karlmaður- inn. Þá mun Ágúst verða áfram starfsmaður Ólafsfjarð- ardeildar Einingar. Kjaramálum var skipað í önd- vegi á fundinum á miðvikudags- kvöldið. Á fundinn komu for- maður og varaformaður Eining- ar, Sævar Frímannson og Björn Snæbjörnsson, og gerðu grein fyrir nýgerðum kjarasamningi við atvinnurekendur. Að því búnu var gengið til atkvæða um samn- inginn og voru þau talin að afloknum fundi Akureyrardeild- ar Einingar í gærkvöld. Niður- stöður þcirrar atkvæðagreiðslu lágu ekki fyrir þegar Dagur fór í prentun. Vert er að geta ályktunar til ríkisstjórnarinnar sem Ágúst Sig- urlaugsson bar upp og var samþykkt. Hún var svohljóð- andi: Aðalfundur Ólafsfjarðar- deildar Einingar skorar á ríkis- stjórn íslands að sjá til þess að afgreiðsla umsóknar H.Ó. hjá Hlutafjársjóði verði hraðað sem kostur er svo vinnsla sú sem nú er hjá fyrirtækinu stöðvist ekki aftur og verkafólk þurfi að fara á atvinnuleysisbætur. óþh Aðalfundur Skjaldar hf. Sauðárkróki: 165 þúsund króna hagn- aður á síðasta ári hafa farið fram á 60- - eigendaskipti Aöalfundur Hraðfrystihússins Skjaldar hf. á Sauðárkróki fór fram sl. þriðjudagskvöld. Á fundinum voru ársreikningar síðasta árs lagðir fram og þar kom fram að rekstrarhagnaður síðasta árs nemur rúmum 165 þúsundum króna, á móti 825 þúsund króna hagnaði árið áður. Fjármagnskostnaður jókst töluvert á síðasta ári, eða úr 1,4 milljónum árið 1987 í 14,4 milljónir 1988. Munar þar mestu um mikla aukningu vaxtagjalda og verðþóta. Fyrir aðalfundinn þöfðu farið, fram eigendaskipti á 60-70% híuta- fjár fyrirtækisins. Nafnvirði hlutafjár Skjaldar er 821 þús- und krónur og er til heimild fyrir aukningu á allt að tvöfaldri þeirri upphæð. Unnið er að hlutafjáraukningu þessa dag- ana. Nýir hluthafar eru nokkur fyrirtæki tengd Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, stærst er Tryggingamiðstöðin og síðan koma Eimskipafélag íslands hí., Jöklar hf., Smáragarðar hf., ístak hf. og Hagkaup. Auk þess keyptu fyrirtæki og einstaklingar á Sauðárkróki hlut í Skildi og einnig fastráðið starfsfólk fyrir- tækisins. Rekstrártekjur síðasta árs voru 151 milljón hjá Skildi, á móti 157 milljónum 1987. Rekstrargjöldin minnkuðu talsvert, eða úr 152,7 milljónum 1987 niöur í 137,7 70% hlutaflár milljónir á síðasta ári. Eignir Skjaldar hf. í árslok 1988 voru metnar á 84,2 milljónir króna, voru 57,1 milljón í árslok 1987. Eigið fé fyrirtækisins er 16,5 milljónir, en var 17,8 milljónir 1987. Skammtímaskuldir eru uppá 40,2 milljónir og langtíma- skuldir 27,4 milljónir króna. „Síðasta ár var mjög erfitt í rekstri. Það er mikill vítahringur sem menn komast í ef þcirskulda mikið. Hlutafélag Skjaldar hefur verið lokað síðustu ár, en ég tel rétt að á 10-20 ára fresti eigi að gefa fyrirtækjum og einstakling- úm rétt á að gerast hluthafar í fyrirtækj um í undirstöðugreinum þjóðarinnar," sagði Árni Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Skjaldar, í samtali við Dag. -bjb Ferjumál Hríseyipga og Grímseyinga: Þrjár ferjur í Noregi undir smásjánni Um síðustu helgi komu Jón B. Hafsteinsson, skipaverkfræð- ingur í Reykjvík, og Guðjón Björnsson, sveitarstjóri í Hrís- ey, heim úr Noregsferð hvar þeir skoðuðu þrjú skip sem til greina gæti komið að kaupa til siglinga milli Hríseyjar, Gríms- eyjar og lands. Jón B. Haf- steinsson veitir aðilum faglega ráðgjöf um skipin en hann mun væntanlega funda með Hríseyingum og Grímseying- um á næstu dögum þar sem fariö veröur yfir upplýsingar sem handbærar eru og væntan- Leikfélag Akureyrar: Síðustu sýninffar á leikritinu - stormasömu Leikfélag Akureyrar auglýsir nú síðustu sýningar á Sólarferð Guðmundar Steinssonar. Leik- ritið verður sýnt nk. föstudag og laugardag kl. 20.30 og 15. og síöasta sýning verður þriðju- daginn 23. maí kl. 20.30. Með síðustu sýningu á Sólarferð lýkur leikárinu hjá Leikfélagi Ákureyrar. Þetta leikár hefur verið við- burðaríkt og óvenju stormasamt. Það fór rólega af stað með vand- aðri og látlausri sýningu á verk- inu Skjaldbakan kemst þangað líka, en aðsókn að leikritinu var miður góð. Leikfélag Akureyrar sýndi Skjaldbökuna einnig sem gestaleik í Þjóðleikhúsinu. Jólaverkefni félagsins, Emil í Kattholti, vakti hins vegar mikla lukku og gekk leikritið fyrir fullu húsi fram eftir vori. Þá setti leik- félagið upp afar spennandi sýn- ingu, Hver er hræddur við Virgin- Sólarferð leikári að ljúka íu Woolf?, og tóku deilur í kring- um uppfærsluna athyglina frá ágætri sýningu. Aðsókn var ekki í samræmi við vonir og var ófærð að nokkru leyti kennt um. Leik- ararnir í sýningunni hyggjast setja Virginíu upp í Reykjavík svo fleiri fái að njóta hennar, en sú uppfærsla er ekki á vegum Leikfélags Akureyrar. Lokaverkefni félagsins var síð- an Sólarferð, gamansamt verk sem fólki hefur líkað ágætlega. Þá tók Leikfélag Akureyrar þátt í Kirkjulistaviku í Akureyrar- kirkju með dagskrá um Kaj Munk og loks er ógetið gesta- leikja Gríniðjunnar (NÖRD) og íslenska dansflokksins. í lok leikársins urðu manna- breytingar í stjórnunarstörfum hjá leikfélaginu og má í því sambandi nefna að Sunna Borg var kjörin formaður félagsins og Sigurður Hróarsson var síðan ráðinn leikhússtjóri. SS lega tckin ákvörðun um hvort reynt verður að ná samningum um kaup á einhverju þessara skipa. Guðjón Björnsson vildi í gær ekki spá um hvort reynt yrði að ná kaupsamningum um citthvert þessara skipa en sagði jafnframt Ijóst að þau uppfylltu þær kröfur sem aðilar gerðu til nýrrar ferju. Þau skip sem skoðuð voru ytra eru fjögurra, ellefu og nítján ára gömul en elsta skipið kemur vart til greina þar sem óheimilt er, lögum samkvæmt, að flytja inn eldra skip en 12 ára. Eitt áðurnefndra skipa er nú í notkun í Noregi en Guðjón segir að þrátt fyrir það sé skipið á sölu- skrá. Guðjón segir að mikil áhersla sé lögð á að ný ferja kom- ist í gagnið í sumar en það hve- nær ný ferja geti komið til afhendingar ráði þó ekki hvaða skip verði fyrir valinu. JÓH / : \ Goóar veislur endu vel! Eftireinn -ei aki neinn UUMFEROAR RÁD AKUREYRARB/ER Kattaeigendur Vegna aflífunar á villiköttum í lögsagnarumdæmi Akureyrar eru kattaeigendur beönir aö halda heimilisköttum sínum inni frá 19. 5. til 31.5.1989. Umhverfisdeild. U.M.F. Skriðuhrepps Aðalfundur U.M.F. Skr. verður haldinn að Melum Hörgárdal föstudaginn 19. maí kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll og tryggjum þannig áframhaldandi grósku í félagsstarfinu. Stjórnin. - 4g Hestamenn 1 athugið Hestaíþróttamót Funaverður haldið á Melgerðismel- um laugardaginn 20. maí og hefst stundvíslega kl. 10.00 f.h. Keppt verður í tölti, fjórgangi, fimmgangi og gæð- ingaskeiði. Við skráningu taka Halldór í síma 31267 eða 26118 og Birgir í síma 31126. Skráningu þarf að vera lokið fyrir kl. 22.00 föstudags- kvöldið 19. maí. Nefndin. J Kraxnvegis verótir aígreiðsla Dags opin í liadegmti auglýsingadeild, Strandgötu 31, sími 24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.