Dagur - 18.05.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 18.05.1989, Blaðsíða 10
r |-.. HlíAíin ~ ÖflPI ifiirn Ai' 10 - DAGUR - Fimmtudagur 18. maí 1989 f/ myndasögur dogs 18 ÁRLAND Ég dáist að þér frú Árland ... eins og mögu- leikarnir eru margir í dag og konur almennt óháðar... en ekki þú. ... Þú ákvaðst að gerast húsmóðir! Þú veist hvað þú viit fá út úr lífinu og þú stóðst við þítt! Stolt! Óhagganlega! Þú ert sómi þinnar kynslóðar! I I ö ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Göngubrúin yfir Glerá Þeir sem hafa lagt leið sina yfir Glerárbrú, þ.e. „nýju“ brúna sem er norðan við athafnasvæöi Malar og sands hf., hafa væntanlega tekið eftir vegarslóða norð- an við brúna sem endar skyndilega á gljúfurbarmin- um. Hér er um að ræða framkvæmd við lagningu göngustígs, og á að setja göngubrú yfir Glerá á þess- um stað. Þá á að koma gönguleið meðfram Hlíð- arbraut, en undanfarinn ára- tug hefur gangandi fólk mátt sætta sig við að ganga eftir Hlíðarbraut sjálfri því ekki hafa bæjaryfirvöld séð ástæðu til að leggja þar gangstétt. Með samþykkt gatnagerðaráætlunar fyrir árið í ár stendur þó til að breyta þessu og ganga endanlega frá gangstíg og göngubrú. # Þótt fyrr hefði verið... Göngubrúin verður sjötta brúin yfir Glerá og þriðja brúin yfir ána sem byggð hefur verið á þeim áratug sem nú er senn að Ijúka. Hlíðarbrautin hefur í mörg ár verið aðal samgöngulefð- in milli Lundahverfis og Síðuhverfis. Alllangt er síð- an gatan var malbikuð en gangstétt hefur ekki sést þar enn. Hlíðarbraut er ann- ars dálítið einkennileg fyrir þær sakir hversu niðurgraf- in hún er, ekki hefði veitt af að hafa götuna svona háif- um metra hærri. íbúarnir í nálægum hverfum eru orðn- ir því svo vanir að aka fram á gangandl og hjólandi fólk á Hlíðarbraut, sumt jafnvel með barnavagna, að þeim bregður eflaust við þegar þeir þurfa ekki lengur að sveigja framhjá gangandi vegfarendum. Greinilegt er að ekki hefur verið gert ráð fyrir öðrum en akandi veg- farendum á Hlíðarbraut til þessa og göngustígurinn er því þarfur. Hann er svo sannarlega seint á ferðinnii en betra er seint en aldrei, segir víst einhvers staðar. i dagskrá fjölmiðla h Sjónvarpið Fimmtudagur 18. mai 17.50 Heiða (47). 18.15 Þytur í lauíi. (Wind in the Willows.) 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Hver á að ráða? (Who's the Boss?) 19.20 Ambátt (8). (Escrava Isaura.) 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Úr fylgsnum fortíðar. 4. þáttur - Rúmfjalir. Litið inn á Þjóðminjasafnið undir leiðsögn Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. 20.45 Matlock. 21.30 íþróttir. 22.00 Smáþjóðaleikarnir á Kýpur. 22.20 Fólk og völd. Viðtal við Helmut Schmidt um hina nýju Evrópu. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Sjónvarp Akureyri Fimmtudagur 18. maí 16.45 Santa Barbara. 17.30 Með Beggu frænku. Endurtekinn þáttur frá síðastliðnum laugardegi. 19.00 Myndrokk. 19.19 19.19. 20.00 Brakúla greifi. (Count Duckula.) 20.30 Það kemur í ljós. 21.00 Af bæ í borg. (Perfect Strangers.) 21.30 Mackintosh maðurinn.# (The Mackintosh Man.) Spennumynd með Paul Newmann og James Mason í aðalhlutverkum. Breskur starfsmaður leyniþjónustunnar reynir að hafa hendur í hári áhrifamikils njósnara innan breska þingsins. Til að komast að kjarna málsins lætur þessi umboðsmaður leyniþjónustunnar handsama sig og varpa sér í steininn. Þar kemst hann í kynni við víðfrægan njósnara og flýr með honum úr fangelsinu. Myndin er byggð á skáldsögu Desmond Bagley, The Free- dom Trap eða Gildran og er kvikmynduð á írlandi, Englandi og á Möltu. Alls ekki við hæfi barna. 23.15 Jazzþáttur. 23.40 Svakaleg sambúð. (Assault and Matrimony.) Gamanmynd um ósamlynt ektapar sem upphugsa hvort í sínu lagi fremur vafa- samar áætlanir til að stytta hvort öðru aldur. Aðalhlutverk: Jill Eikenberry og Michael Tucker. 01.15 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 18. maí 6.45 Veðurfregnir ■ Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Sigurður G. Tómasson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Á Skipalóni" eft- ir Jón Sveinsson. Fjalar Sigurðsson les (4). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Staldraðu við! Einar Kristjánsson sér um neytendaþátt. 9.40 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Karl E. Pálsson á Sauðárkróki. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Draumar. 13.35 Miðdegissagan: „Brotið úr töfra- speglinum" eftir Sigrid Undset. Þórunn Magnea Magnúsdóttir les (16). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Miðdegislögun. - Inga Eydal. (Frá Akureyri). 15.00 Fréttir. 15.03 Spjall á vordegi. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Dimitri Sjostakovits. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.20 Staldraðu við! Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Daglegtmál. 19.37 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Tónlistarkvöld Útvarpsins. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Glott framan í gleymskuna. Friðrik Rafnsson fjallar um mið-evrópskar bókmenntir. 5. þáttur. 23.10 Fimmtudagsumræðan. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 18. maí 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun. Eva Ásrún Albertsdóttir. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Gestur Einar Jónasson leikur þraut- reynda gullaldartónhst. 14.05 Milli mála. Óskar Páll Sveinsson á útkíkki. i6.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin. - Daglegt mál. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Sperrið eyrun. - Anna Björk Birgisdóttir leikur þunga- rokk á ellefta tímanum. 01.10 Vökulögin. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30,8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 18. maí 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 18. maí 07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt- um og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustendur, í bland við góða morgun- tónlist. * 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís er með hlutina á hreinu og leikur góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri tónlist eins og henni einni er lagið. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin, gömlu góðu lögin - allt á sínum stað. Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt í umræðunni og lagt þitt til málanna í síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert undan og menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir þá stundina. Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum. Fréttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri tónlist - minna mas. 20.00 Sigursteinn Másson. Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00 Næturdagskrá. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 18. maí 17.00-19.00 M.a. viðtöl um málefni líðandi stundar. Stjórnandi Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00. Brakúla greifi verður á dagskrá á Stöð 2 kl. 20.00 í kvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.