Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 10
fþróttir 10 - DAGUR - Föstudagur 1. september 1989 myndosögur dogs \ ÁRLANP Þetta er ekki sanngjarnt! Þið þvingið mig til að hafa samvisku- bit yfir því að vera farin að vinna .. eins og ég sé að svíkja ykkur j eða eitthvað!; Þú fékkst nýja vinnu líka Teddi ... þú verður lika að heiman allan daginn ... en þrátt fyrir það er það mér að kenna að Daddi skuli þurfa að koma heim úr skólanum í tóma íbúð! HERSIR Landleiöis og sjóleiðis halda Bjargvættirnir með hjálp Williams Wo áfram á fullum Leikurinn er búinn herra Browning! BJARGVÆTTIRNIR Þui-- r ómöqulegt!... I # Kemur titill- inn norður? t>að er kátt á hjalla í herbúð- um KA-manna um þessar mundir. Liðið trónir nú eitt á toppi 1. deildar karla í knatt- spyrnu þegar einungis þrjár umferðir eru eftir af Islands- mótinu og KA á léttari leiki eftir, a.m.k. á pappírnum, en helstu andstæðingarnir, FH, Fram og KR. En ekki er sop- ið kálið þótt í ausuna sé komið og KA-menn taka á móti neðsta liði 1. deildar, Fylki, á Akureyrarvelli á morgun laugardag kl. 14.00. Það er skemmst frá því að segja að KA tapaði fyrir Fylki 1:0 í fyrri umferðinni og Fylkir gerði sér lítið fyrir og skellti Valsmönnum mjög örugglega 3:1 í síð- ustu umferð. A þessu sést að Fylkir er sýnd veiði en ekki gefin. Það veltur því mikið á því að knattspyrnu- áhugamenn mæti á leikinn til þess að leggja sitt af mörkum til að íslands- meistaratitillinn komi norð- ur um heiðar í fyrsta skipti. # TBA eina tap- lausa liðið á íslandi Fyrst verið er að minnast á knattspyrnu er vert að geta þess að spútnikliðið TBA frá Akureyri leikur síðari leik sinn í úrslitakeppninni um sæti i 3. deild við Leikni frá Fáskrúðsfirði á sunnu- daginn kl. 14.00 á Akureyr- arliðið. TBA hefur ekki tap- að leik á íslandsmóti síðan liðið var stofnað og er TBA eina félagið á íslandi sem getur státað af slíkum árangri. # Þórsarar á leið heim Það hefur heyrst að nokkrir knattspyrnumenn úr Þór sem nú leika með öðrum félögum séu á leið heim aftur að loknu þessu keppn- istímabili. Við seljum þetta ekki dýrara en við keyptum það og veltur það nú sjálf- sagt mikið á því hvort liðinu tekst að halda sér uppi í 1. deild eður ei. Þórsarar verða því að hleypa í sig fítons- kraftí í þessum síðustu umferðum því framtíðin er mjög björt hjá félaginu með alla þessa ungu og efnilegu leikmenn innanborðs. Knattspyrna/2. flokkur: Þór lagði KA - 2:1 og lenti i 3. sæti - KA bjargaði sér frá falli Þór sigraði KA 2:1 í A-riðli Islandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á KA-veOin- um en þessi sigur dugði þó Þórsurum einungis í þriðja sætið á íslandsmótinu. Þrátt fyrir tapið sluppu KA-menn við fall því bæði ÍBK og KR voru með lélegra markahlutfall og falla því niður í B-riðiI. íslandsmeistarar í 2. flokki 1989 urðu Valsmenn eftir að ÍA hafði leitt mótið framan af sumri. Ef við snúum okkur aftur að leik KA og Þórs þá voru Þórsarar mun ákveðnari í öllum sóknarlot- um sínum í fyrri hálfleik. Oft Axel V'atnsdal skoraði sigurmark Þórs gegn KA í 2. flokki. sluppu varnarmenn KA með skrekkinn eða þá að Ægir Dags- son markvörður KA varði vel. Hann átti þþ ekki möguleika á því að verja skot Árna Þórs Árnasonar á 12. mínútu eftir að knötturinn hafði hrokkið af ein- um varnarmanni KA og í netið. Þrátt fyrir nokkur ágæt mark- tækifæri tókst Þórsurum ekki að auka við forskot sitt. Síðari hálfleikur var mun jafn- ari og það var markaskorarinn mikli, Björn Pálmason, sem jafn- aði leikinn fyrir KA með ágætu marki um miðjan hálfleikinn. Varnarmenn Þórs gleymdu hon- um eitt andartak og hann var fljótur að nýta sér það með því að skora jöfnunarmarkið. Reyndar hafði Björn átt stangar- skot nokkru áður en þá vildi knötturinn ekki í Þórsmarkið. En KA var ekki lengi yfir því Axel Vatnsdal skoraði sigurmark Þórs nokkrum mínútum síðar eftir að varnarmenn KA höfðu gleymt honum eitt andartak. Þrátt fyrir þokkaleg marktæki- færi á báða bóga reyndust mörkin ekki vera fleiri og Þórsarar hrós- uðu því enn einu sinni sigri yfir KA í þessum aldursflokki. Valsmenn urðu efstir með 22 stig, ÍA var með 21 stig, Þór með 19 stig en önnur félög nokkuð færri stig í A-riðli 2. flokks. Blak: Fei er mættur - Evrópuleikurinn leggst vel í hann Hou Xiao Fei, hinn kínverski þjálfari blakliðs KA, er nú mættur aftur til Iandsins eftir að hafa dvalið í heimalandi sínu í sumar. Hann var þreytt- ur eftir rúmlega 35 tíma ferða- lag frá Kína en var samt hress í samtali við Dag. „Það er ágætt að vera kominn aftur til Akureyrar og Evrópu- íþróttir helgariimar Knattspyrna: Föstudagur: Úrslit í 3. flokki karla á K.A og Þórs- vclli. Laugardagur: 1. deild . . . KA-Fylkir á Akureyrar- velli kl. 14.00. 2. deilcl . . . Völsungur-Leiftur á Húsa- vík kl. 14.00. 2. deild . . . Tindastóll-ÍR á Sauðár- króki kl. 14.00. 2. dcild . . . Einherji-Víðir á Vopna- firði kl. 14.00. 3. deild . . . Dalvik-Reynir á Dalvík kl. 14.00. 3. deild . . . Magni-Valur Rf. á Greni- vík kl. 14.00. 3. deild . . . Þróttur N.-KS á Neskaup- stað kl. 14.00. 3. deild . . . Huginn-Austri á Seyðis- firði kl. 14.00. Úrslit í 3, t'lokki karla á KA og Þórs- velli. Sunnudagur: Úrslit í 4. deild . . . TBA-Leiknir á Akureyrarvelli kl. 14.00. Úrslitaleikur í 3. flokki karla. Golf: Kóka-kóla golfmótið að Jaðri, laugar- dag og sunnudag. leikurinn og önnur verkefni vetrarins leggjast vel í mig,“ sagði hinn geðþekki þjálfari KA. Fei við komuna í fyrradag. Lokastaðan 1. deild kvenna Valur 12 10-2-0 43: 6 32 ÍA 12 8-2-2 34: 7 26 KR 12 7-3-2 29: 8 24 UBK 12 5-2-5 17:23 17 KA 12 1-4-7 12:32 7 Þór 12 1-3-8 11:40 6 Stjarnan 12 1-2-9 10:39 5 3. deild KS 15 14-1-0 57: 3 43 Þróttur N. 15 10-2-3 44:17 32 Dalvík 15 8-3-4 39:18 27 Reynir Á. 15 8-2-5 36:24 26 Huginn 15 7-2-6 33:31 23 Magni 14 4-3-7 23:29 15 Kormákur 16 3-3-10 i 30:63 12 Valur Rf. 15 2-2-11 11:50 8 Austri 14 1-2-11 10:48 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.