Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 12
Haldið veisluna eða fundinn i elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Forráöamenn Ríkisútvarpsins áttu í gær íund með svcitarstjórnarmönnum á Noröurlandi og var þar rætt vítt og breitt um Svæöisútvarp RÚVAK og fjölmiölun á Norðurlandi. Fram kom í máli fundarmanna almenn ánægja með Svæðisútvarpiö og fagnað var nýju skrefi í þróun þess, útscndingum á Norðurlatidi vestra sem hefjast í dag. Mynd: KL RUV eykur þjónustu á Norðurlandi í dag: Útvarp Norðurlands hefur útsendingar I dag hefjast útsendingar Útvarps Norðurlands frá Ríkisútvarpinu á Akureyri. Sendingar þess hafa hingað til náð frá Húsavík til Siglufjarðar en ná nú um allt Norðvestur- land til Hólmavíkur. Útsend- ingartími verður sá sami og var á Svæðisútvarpinu á Akureyri, frá kl. 08.10-08.30 á morgn- anna og milli kl. 18.00 og 19.00 á kvöldin. Á fréttamannafundi af jressu tilefni sem haldinn var í gær sagði Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri að jietta hafi komið til m.a. vegna óska þess efnis frá íbúum á Norðurlandi vestra og áskorunar á Fjórðungsþingi Norðlendinga árið 1987. Þá er ætlunin að útsendingar Útvarps Norður- lands náist til Langaness um áramót. „Það er rík ástæða til þess að undirstrika hvað Samþjöppun á samkeppnistímum: Súkkulaðiverksmiðjan Línda og Tómas Steingmnsson sameinast rekstur svæðisstöðvanna nýt- ist vel í þágu Ríkisútvarpsins í heild, fréttaritarakerfið í lands- hlutunum skilar sér býsna vel til fréttastofunnar í Reykjavík og berst þaðan til hlustenda um allt land.“ Erna Indriðadóttir deildar- stjóri RUVAK sagði að hingað til hefði veriö kvartað yfir lítilli umfjöllun í Ríkisútvarpinu frá Norðurlandi vestra, en nú ætti fréttaflutningur þaðan að cflast og stóraukast. Að loknum fréttamannafund- inum héldu forráðamenn Ríkis- útvarpsins fund með sveitar- stjórnarmönnum á Norðurlandi þar sem skipst var á skoðunum um Svæðisútvarpið. Almennt voru menn ánægðir með þróun- ina og að útsendingar næðust nú til svo til alls Norðurlands. Áskell Einarsson hjá Fjórðungssam- bandi Norðlendinga sagðist vona að Útvarp Norðurland láti stjórn- ast af eigin fréttamati og vildi að raddir Norðlendinga heyrðust meira á aðalrásum útvarpsins. Sigurður Jóhannesson bæjarfull- trúi sagði vægi Svæðisútvarpsins sem auglýsingamiðils hafa aukist mjög og lýsti ánægju sinni með hve þáttur þess í landsútvarpin'u væri að aukast. VG Tvö gamalgróin fyrirtæki á Akureyri eru að ganga í eina sæng um þessar mundir. Þctta eru Linda hf. og Heildverslun Tómasar Steingrímssonar & Co. Sigurður Arnórsson, fram- kvæindastjóri Lindu, og Leifur Tómasson, framkvæmdastjóri heildverslunarinnar, tilkynntu á blaðamannafundi í gær að sameining fyrirtækjanna væri vel á veg komin. Astæðuna segja þeir vera aukna hag- kvæmni. „Það blasir við að fyrirtækin eru mikið til nteð sömu viðskipta- vinina og með sameiningu má ná fram mikilli hagræðingu og spara milljónir í rekstrarkostnað. Markmiöið er að stofna hér öfluga þjónustu- og dreifingar- miðstöð fyrir Norðurland og i framhaldi af því munurn við gera stórt markaðsátak,“ sagði Sigurður Arnórsson. Heildverslun Tómasar Stein- grímssonar var stofnuð árið 1936 en Linda árið 1948. Leifur sagði að heildverslunin hefði dreift vörum Lindu um langt skeið auk margra erlendra vöruflokka. Heildverslunin verður nú undir sama þaki og Linda en núverandi húsnæði verslunarinnar selt. Sigurður sagði að stjórn Lindu ætti einnig í viðræðum við tvo aðila á Akureyri með samstarf í huga og þa hefði verið rætt viö nokkra aðila um hugsanlega eignaraðild. Hann sagði að við- tökur hefðu verið mjög göðar og ljóst að hlutafé verður aukið. Þeir Sigurður og Leifur sögðu að líklega þyrfti ekki að grípa til uppsagna í fyrirtækjunum, nema þá í sáralitlunr mæli, því vonast er til að sameiningin hafi aukna sölu í för með sér auk hagræðing- arinnar. Sigurður sagði ennfremur að ýmsar innanhússbreytingar hefðu verið gerðar hjá Lindu og verk- smiðjan væri nú að útbúa mark- aðspakkningar fyrir stórmarkaði, m.a. á Reykjavíkursvæðinu, en hið sameinaða fyrirtæki mun Samherji hf á Akureyri hefur fest kaup á frystitogaranuin leggja megináherslu á Norður- land eystra og vestra. Ekki liefur verið ákveðið hvaða form verður á sameining- unni eða hvort nafnabreyting á sér stað en stjórnir fyrirtækjanna eru hlynntar þessum hugmyndum og ljóst er að af sameiningunni verður. SS Arinbirni RE 54, en skipið var áður í eigu SæHnns hf, hluta- félags í Reykjavík. Ekki fæst uppgefiö hversu mikill kvóti fylgir með í kaupunum en heildarkvóti skipsins á þessu ári er tæplega 3300 tonn. Arinbjörn er talinn gott skip. Hann var smíðaður árið 1978 hjá Stálvík í Garðabæ, og samkvæmt skipaskrá mælist hann 384 tonn brúttó. Lengdin cr 48 metrar. Með kaupunum á þessu skipi stóreykst sá veiðikvóti sem Sam- herji hf hefur úr að spila, því heildarkvóti Arinbjarnar fyrir þetta ár er 3.293 tonn. Skipið er á sóknarmarki, og skiptist kvótinn í 1.045 t af þorski, 1.550 t af karfa, 550 t af grálúðu og 148 t af rækju. Magnús E. Gestsson, forstjóri Sæfinns hf, vildi ckki gefa neitt upp um söluverð skipsins og kvótans. Arinbjörn var afhentur Samherjamönnum í gær, en ekki náðist samband við forráðamenn fyrirtækisins. EHB Norðurland eystra: Hugmyndir um aukna samvinnu sparisjóða Stefnt er að aukinni sam- vinnu milli sparisjóða á Norðurlandi eystra á næstu mánuðum. Fulltrúar frá Sambandi sparisjóða, Lána- stofnun sparisjóða og Tryggingastofnun spari- sjóða áttu í gær tvo fundi á Akureyri með forráða- mönnum sparisjóða á svæð- inu og þriðji fundurinn hef- ur verið boðaður í dag. Sigurður Hafstein, fram- kvæmdastjóri Sambands sparisjóða, sagði ekki á döf- inni að sameina sjóðina í einn sjóð en hins vegar teldu menn nauðsynlegt að huga að aukinni samvinnu. „Viö stefnum ekki að niður- stöðu á þessum fundum cn vonumst til að þeir komi af stað umræðu og vinnu í því skyni að auka samvinnu milli sjóðanna," sagði Sigurður. Hann sagði að á undanförnum árum hafi sparisjóðir í landinu aukið samvinnu verulega og hugmynd um frekara samstarf því eðlilegt skref. „Við teljum okkur standa frammi fyrir breyttri samkeppnisstöðu m.a. vegna samvinnu hlutafélaga- bankanna sem kann að kalla á einhverja skipulagsbreytingu hjá sparisjóðunum," sagði hann ennfremur. Ákveðið er að efna til sam- bærilegs fundar á Vestfjöröum á næstunni, að sögn Sigurðar Hafstein. óþh Munum gera allt til að fá atvinnuleyfi fyrir Þorvald „Við viljum ekki lofa meiru en við gctum staðið við í sam- bandi við Þorvald Örlygsson og því er ekki að Ieyna að það er mjög erfitt að fá atvinnu- leyíi fyrir erlenda leikinenn í Englandi," sagði Ron Fenton aðstoðarframkvæmdastjóri Nottingham Forest er Dagur forvitnaðist um málefni Þor- valdar hjá félaginu. „Hins vegar munum við gera allt sem í okkar valdi stendu: til þess að fá þetta atvinnuieyfi eftir að Þorvaldu’ kemur út til okkar og við munum reyna að sýna yfirvöldum fram á að við fáum ekki jafn góðan leikmann Ron Fenton. fyrir þennan pening í Eng- landi,“ sagði Fenton. Hann sagðist vonast til að komast til Islands til að sjá leik KA og Vals á Akureyri 9. sept- ember en það væri þó ekki öruggt að hann kæmist. „Þor- valdur stóð sig vel þennan tíma sem hann var hjá okkur og ég vona svo sannariega að hann geti gengið í okkar raðir," sagði Ron Fenton aðstoðarfram- kvæmdastjóri Nottingham Forest. I þessu sambandi má minna á að Southampton reyndi að fá júgóslavneskan leikmann, sem leikið hafði átta Iandsleiki, í sínar raðir í fyrra en það gekk ekki upp og þurfti hann að hverfa aftur til síns heima. Samherji hf. kaupir frystiskip: Hefur 3300 tonna kvóta á þessu ári

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.