Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. júní 1990 - DAGUR - 5 88. aðalfundur Sambandsins markar þáttaskil í sögu samvinnustarfs hér á landi. Mynd: Ámí Bjama „VD ekkert vera að spá í mína stöðu á þessu stigi“ - segir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins Guðjón B. Ólafsson: „Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að ég hefði gjarnan viljað sjá Sambandið í einu félagi svo lengi sem kaupfélögin starfa sem blönduð félög.“ 88. aðalfundur Sambandsins var tímamótafundur. Tillaga stjórnar Sambandsins um að breyta deildum þess í hlutafé- lög og gera Sambandið sjálft að eignarhaldsfélagi sem fáist ekki við rekstur, var samþykkt með þorra atkvæða aðalfund- arfulltrúa gegn einu. Þessi ákvörðun markar þáttaskil í sögu samvinnustarfs hér á landi og mun hafa miklar breytingar í för með sér innan Sambandsins þegar hún kemur til framkvæmda. Að fundinum loknum náði Dagur tali af Guðjóni B. Ólafssyni, for- stjóra Sambandsins og innti hann eftir því hvað honum fyndist um þessar skipulags- breytingar. Langur aðdragandi „Ég held að það sé mjög gott út af fyrir sig að það virtist vera alger samstaða um það á aðal- fundinum að ganga til þeirra mestu breytinga sem gerðar hafa verið á Sambandinu og sam- vinnustarfi frá upphafi. Það hefur legið í loftinu í nokkuð langan tíma, ég vil segja eina tvo eða þrjá áratugi, að hugsanlega gæti einhvern tíma komið til þess að þeir mismunandi hagsmunahóp- ar, sem Sambandið vinnur fyrir, kæmust að þeirri niðurstöðu að þeir ættu ekki nægilega mikla samleið til þess að starfa alfarið í einu félagi. Þetta var t.d. til umræðu á árunum 1966-1968, þegar vandamál voru hér mikil í sambandi við sjávarafurðasölu. Fyrsti vísirinn að aðgreindu starfi var ef til vill þegar samtök frysti- húsanna voru stofnuð og urðu þar með aðilar að rekstri sjávar- afurðadeildar og meðeigendur í erlendu sölufélögunum. Það var kannski fyrsta skrefið sem tekið var í þessa átt. Afleiðing langvarandi rekstrarhalla Ég vil ennfremur segja að það sem nú hefur verið ákveðið er kannski fyrst og fremst tilkomið vegna þess að Sambandið hefur lent í miklum vanda á undanförn- um árum vegna skuldsetningar og mikils fjármagnskostnaðar, sem aftur hefur leitt af sér mikinn hallarekstur. Ég hef hins vegar aldrei farið dult með þá skoðun mína að ég hefði gjarnan viljað sjá Sambandið í einu félagi svo lengi sem kaupfélögin starfa sem blönduð félög. Það er á hinn bóg- inn sjálfgefið að úr því að það er vilji hágsmunaaðiíanna að leiðir skilji að þessu leyti, hljóta starfs- menn allir í Sambandinu, fram- kvæmdastjórar og forstjóri eins og aðrir, að fylgja þeirri leið.“ Mismunandi hagsmunahópar - Það hefur stundum verið haft á orði að skorturinn á nýju fjármagni, nýju eigin fé, hafi lengi staðið Sambandinu fyrir þrifum. Telúr þú að nýtt fjár- magn skili sér inn í reksturinn þegar breytingarnar yfir í hluta- félög koma til framkvæmda? „Maður verður auðvitað að vonast eftir því. Þó verður að hafa í huga að séreinkenni Sam- bandsins umfram flest önnur fyrirtæki hefur alltaf verið að Sambandið er að vinna fyrir mis- munandi hagsmunahópa og að því leyti er Sambandið gerólíkt flestum öðrum fyrirtækjum sem eiga sér eitt markmið. Sem dæmi má taka að markmið hlutafélaga er yfir höfuð að skapa eigendum hlutafélaganna arð. Markmið hinna ýmsu hópa sem Sambandið starfar fyrir er að fá hámarks þjónustu fyrir lágmarks tilkostn- að en ekki það að skapa Sam- bandinu hagnað. Þetta hefur ver- ið gegnumgangandi hluti af vandamáli Sambandsins og hins vegar það að Sambandið hefur jafnan tekið til sín allt of mikinn hluta af vandamálum fyrirtækja, bæði á vegum Sambandsins og tengdum samvinnustarfi út um allt land. Þetta er að mínu mati höfuðvandamálið." Guðjón telur að ástæðan fyrir því að til þessa „uppgjörs" innan Sambandsins komi nú, sé fyrst og fremst kollsteypa íslensks efna- hagslífs undanfarin þrjú til fjögur ár og þeir erfiðleikar sem yfir Sambandið hafa dunið í kjölfar- ið. „Ég held að það séu líkur á því að ákvörðunin sem tekin var á þessum fundi um að breyta deildum Sambandsins í hlutafé- lög, hefði ekki verið tekin ef hér hefði allt leikið í lyndi.“ Annarra að dæma - Því hefur verið haldið fram að undanförnu að staða þín sem for- stjóri Sambandins sé ótraust og þá sérstaklega nú, eftir að þessi ákvörðun var samþykkt. Hvernig metur þú þína stöðu að afloknum aðalfundinum? „Ég vil ekkert um hana segja að svo stöddu. Það eina sem ég get sagt er að ég tel mig hafa með góðri samvisku unnið hér nánast nætur og daga í þrjú og hálft ár eins og ég hef best getað. Það verða aðrir að dæma um hvernig þeim hefur þótt til takast. Það er ekki mitt að gera það. Hvernig verður í framtíðinni er algerlega undir því komið hvaða ráðstafan- ir verða gerðar hér þegar málin fara að mótast. Ég á ekki von á því að það komi í ljós fyrr en eftir einhverjar vikur eða jafnvel mán- uði. Þess vegna vil ég ekkert vera að spá í mína stöðu á þessu stigi,“ sagði Guðjón B. Ólafsson. Til sölu: Heiðarlundur: 5 herbergja raðhúsíbúð ásamt bílskúr, stærð samtals 176 fm. Ástand mjög gott. Opið frá kl. 10-1: Fasteignasalan hf Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878. Hermann R. Jónsson, sölumaður og heimasími utan skrifstofutíma er 25025. Hreinn Pálsson, lögfræðingur. Guðmundur Kr. Jóhannsson, viðskiptafræðingur. MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Hátíðardansleikur í íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 16. júní Hátíðarmatseðill, hátíðarhljómsveitir og skemmti- atriði að hætti MA allra ára. OpiÖ öllum \iA.-stúdentum og gestum þeirra Húsið verður opnað kl. 18 með lúðraþyt og sveiflu. Verð miða kr. 3500. Miðar afgreiddir í setustofu heimavistar MA 14. og 15. júní kl. 16-19 og laugar- daginn 16. júní kl. 10-14. (Kreditkortaþjónusta.) Uppl.sími 25499, aðeins á opnunartíma miðasölu. Engin miðasala við innganginn. MA 90 Hafnarstræti 98 • Akureyri ■ Sími (96) 22214 Við bjóðum ykkur aðeins það besta. Frjálslecf föt með fullkomið notacfilcli. Kjólar, dragtir, pils, blússur og buxnapils, í öllum stærðum, fyrir konur á öllum aldri. Fylcfihlutir í úrvali. ~llil.iH/ei*Luin ^íelnunnat

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.