Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. júní 1990 - DAGUR - 9 1. deild kvenna: Glæsimark Ellenar - þegar Þór og Valur gerðu jafntefli 1:1 Þór og íslandsmeistarar Vals skildu jöfn, 1:1, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna á Þórsvellinum á Akureyri á föstudagskvöldið. Úrslitin voru sanngjörn miðað við gang leiksins en komu þó nokkuð á óvart, ekki síst þar sem liðin léku í Reykjavík tæpri viku fyrr og lauk þeim leik með 4:0 sigri Vals. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og fengu þau eitt færi hvort, Völsurum tókst að nýta sitt en færi Þórsara fór for- görðum. Hera Ármannsdóttir, Annarrardeildarlið Tindastóls mætti 4. deildarliði Neista á Hofsósi sl. föstudagskvöld. Fyrirfram var talað um leikinn sem viðureign Davíðs við Golíat. í fyrri hálfleik virtist gamla biblíusagan eiga við rök að styðjast, en leiknum lauk samt með sigri Tindastóls, 6:0. Fyrri hálfleikur fór vel af stað hjá Neistamönnum og baráttu- gleðin virtist ríkja í þeirra her- búðum. Þó fór svo á 15. mínútu að „Stólarnir" skoruðu eftir að hafa skömmu áður átt skot í þverslá. Var þar að verki Sigur- finnur Sigurjónsson með skot sem lak í gegnum klofið á mark- verði Neista. Ekki líkaði öllum áhorfendum það jafnvel og tók einn sig til og skokkaði inn á völl- inn til að styrkja sókn heima- manna. Reyndist aukamaðurinn, sem var reyndar hundur, þó fljótt verða að flýja af vellinum þegar leikmenn Tindastóls þustu í vörn. í fyrri hálfleik voru ekki gerð fleiri mörk, en liðin skiptust á að sækja og áttu ágætis færi. Sérstaklega gott færi fékk einn Neistamanna þegar hann komst einn inn fyrir á síðustu mínútum fyrrum leikmaður með Þór, fékk stungusendingu inn fyrir vörn Þórs og skoraði örugglega. Stað- an í hléi var því 1:0 fyrir Val. Þórsstúlkur náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik og pressuðu stíft. Það bar svo árangur þegar 10 mínútur voru til leiksloka en þá skoraði Ellen Óskarsdóttir glæsi- legt mark og jafnaði metin. Hún fékk góða sendingu inn fyrir Valsvörnina, tók knöttinn með sér og skaut síðan þrumuskoti sem hafnaði efst í markhorninu. Leikurinn var mjög góður, spilið var gott hjá báðum liðum hálfleiksins, en Stefán Arnarsson varði eins og svo oft áður. Seinni hálfleikur fór aðallega fram á vallarhelmingi Neista og á 56. mín. skoraði Sverrir Sverris- son annað mark Tindastóls eftir að skalli frá Ólafi Adolfssyni hafði verðið varinn. Jóhanni markverði Neista tókst þó ekki að verja skalla Ólafs á 64. mín. og staðan 3:0 fyrir Tindastól. Þau úrslit hefðu verið sanngjörn, en síðustu tíu mínútur leiksins var einstefna á mark Neista og Tinda- stóll bætti við þremur mörkum. Þar var Sverrir Sverrisson tvíveg- is að verkiog síðasta markið áttu varamenn Tindastóls, þeir Jón Gunnar Traustason og Sigurður Ágústsson og var það Sigurður sem rak endahnútinn á 6:0 sigur Tindastóls á heimamönnum. Bestu leikmenn voru Sigmund- ur Jóhannesson hjá Neista og Ólafur Adolfsson og Sverrir Sverrisson hjá Tindastól. Dómari var Magnús Jónatansson og skil- aði hann sínu þokkalega, nema hvað leikurinn hófst ekki fyrr en tíu mínútum seinna en til stóð vegna þess hve seint hann mætti. og úrslitin sanngjörn. „Ég er mjög ánægður með þennan leik. Stelpurnar stóðu sig mjög vel og baráttan í liðinu var góð. Þær höfðu trú á sjálfum sér og þarna sást að þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ sagði Sigurður Pálsson, þjálfari Þórs. Ellen Óskarsdóttir. Mjólkurbikarinn: Þorlákur með þrennu - í stórsigri Leifturs á Magna Leiftursmenn áttu ekki í mikl- um vandræðum með 4. deild- arlið Magna frá Grenivík þeg- ar liðin mættust í 2. umferð Mjólkurbikarsins í Ólafsfirði á laugardaginn. Heimamenn höfðu allnokkra yfirburði, unnu leikinn 5:0, og voru mörg marka þeirra mjög lagleg. Leiftursmenn tóku fljótlega völdin í sínar hendur og þeir náðu forystunni á 18. mínútu þegar Þorlákur Árnason skoraði með föstu skoti frá vítateigslínu. Þjálfari Leifturs, Ómar Torfa- son, bætti fallegu marki við 10 mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu og hann var síðan aftur á ferðinni á 31. mínútu með skalla í slá. Á 40. mínútu var brotið á Erni Torfasyni í vítateig Magna og vítaspyrna dæmd sem Þorlákur skoraði úr. Jón S. Helgason, Leiftursmaður, átti síðan skalla í þverslá Magnamarksins á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki og staðan var 3:0 í hléi. Magnamenn mættu mun ákveðnari í seinni hálfleik og fljótlega færðist nokkur harka í leikinn og má segja að hann hafi á köflum verið grófur. Kristján Kristjánsson, þjálfari Magna, átti ágætt færi á 25. mínútu en Þor- valdur Jónsson, markvörður Leifturs, bjargaði vel. Þá var röð- in aftur komin að Leiftursmönn- um og Hörður Benónýsson skor- aði fjórða markið á 30. mínútu. Fimm mínútum fyrir leikslok inn- siglaði svo Þorlákur Árnason stórsigur Leifturs þegar hann skoraði sitt þriðja mark af stuttu færi. Leiftursmenn voru mun sterk- ari aðilinn í þessum leik og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda þrátt fyrir að Magnamenn hafi rétt heldur úr kútnum í seinni hálfleik. Leikurinn var ekkert sérstakur en mörkin mörg hver býsna falleg. Þorlákur Árnason var besti mað- ur vallarins en Kristján Kristjáns- son var bestur Magnamanna. KH/JHB SBG Heilsuhlaup Krabbameinsféiagsins 1990 á Akureyri fór fram síðastiiðinn laugardag. Þátttaka var allgóð, en 150 tóku þátt, hlaupandi eða á lijólum. Þátttaka í Reykjavík var hinsvegar 400 manns, þannig að Akureyringar geta i vel við unað. Fyrstur í mark varð Sigfús Jónsson, fráfarandi bæjarstjóri, sem hér sést á myndinni. Mjólkurbikarinn: „Stóllinn,, malaði Neista - Sverrir með þrennu Eydís Marinósdóttir náði ekki að skora fyrir KA gegn Val. Mynd: kl 1. deild: Reynsluleysi KA sagði til sín - þegar liðið tapaði 0:3 fyrir Val Valur sigraði KA 3:0 í 1. deild kvenna á malarvelli KA á laug- ardaginn. Valsstúlkurnar voru ívið sterkari lengst af en KA- liðið stóð þó vel í þeim allt þar til Valur náði að skora sitt ann- að mark um miðjan síðari hálf- leik. Eftir það var sigur þeirra öruggur. Valsmenn voru öllu meira með boltann í fyrri hálfleik en gekk erfiðlega að skapa sér færi. Þær áttu nokkur hættulaus skot utan af velli en þegar um 10 mínútur voru til leikhlés slapp Bryndís Valsdóttir í gegnum vörn KA og skoraði fyrsta markið og staðan í hléi var 1:0. KA-liðið byrjaði síðari hálf- leikinn af miklum krafti og hafði undirtökin fyrstu 15 mínúturnar. Færin létuþó á sér standa og eftir að Hera Ármannsdóttir náði að skora fyrir Val úr skyndisókn má segja að KA-stúlkurnar hafi sprungið. Reynsluleysi hins unga liðs sagði til sín og eftirleikurinn var Völsurum auðveldur. Helga Jónsdóttir bætti einu marki við áður en leikurinn var flautaður af og úrslitin 3:0. Þess má geta að KA-stúlkurnar léku einni færri síðustu 8 mínút- urnar þar sem Arndís Ólafsdóttir meiddist og þurfti að yfirgefa völlinn þegar búið var að skipta tveimur varamönnum inná. Hörpudeildin: Hvað gera íslands- meistaramir? - heil umferð í kvöld í kvöld fer fram heil umferð í Hörpudeildinni í knattspyrnu. A Akureyri verður einn leikur, KA-menn mæta Víkingum í sínum fyrsta heimaleik á keppnistímabilinu og fer viður- eignin fram á Akureyrarvelli. Þórsarar halda hins vegar til Hafnarfjarðar og mæta FH- ingum. Hinir leikirnir í umferðinni eru leikur KR og Fram á KR-vellin- um, Vals og ÍBV að Hlíðarenda og ÍA og Stjörnunnar á Skagan- um. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Eins og menn vita hefur gengi íslandsmeistara KA verið heldur brösótt upp á síðkastið. Liðið hefur leikið fjóra leiki og tapað þeim öllum. Hins vegar ber að taka ýmislegt í reikninginn, t.d. þá staðreynd að þrír af þessum leikjum hafa verið gegn liðum sem að öllum líkindum verða í toppbaráttunni í sumar. Þá hefur KA leikið alla fjóra leiki sína á útivelli sem er vitanlega mjög óvenjulegt. Leikurinn í kvöld er kærkomið tækifæri fyrir KA- menn að snúa þessari þróun við og með góðum stuðningi ætti það að takast. Ákveðin stígandi hefur verið í leik Þórsliðsins upp á síðkastið eftir heldur slaka byrjun. Liðið var óheppið að tapa fyrir KR á dögunum og verður fróðlegt að sjá hvað Þórsarar gera í Hafnar- firði í kvöld. Þór: Knattspyrnu- æfingar fyrir 6-10 ára Nú eru fótboltaæfmgar Þórs fyrir 6-10 ára komnar á fulla ferð og er enn hægt að bæta við miklum fjölda barna. Æfingar fyrir 6-8 ára eru alla virka daga kl. 10-11. Æfingarfyr- ir 9-10 ára eru alla virka daga kl. 11-12 og 13-14. Eru allir krakkar á þessu aldri hvattir til að vera dugiegir og drífa sig á fóboltaæfingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.