Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 16
Kodak Express Gædaframköllun mi ★ Tryggðu filmunni þinni ÍSesta ^Pedíomyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. mmmmmmmmmmmmMwammwmwwmm Sigfús Jónsson: „Sáttur við mirai hlut“ Hin nýja bæjarstjórn Akur- eyrar kemur saman til fyrsta fundar í dag. Meðal mála á dagskrá er að ganga frá ráðningu nýs bæjarstjóra. Eins og flestum er kunnugt er það Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA, sem tekur við af Sigfúsi Jónssyni. Síðasti vinnudag- ur Sigfúsar í sæti bæjar- stjóra var sl. föstudag og í tilefni af þeim tímamótum sló Dagur á þráðinn til Sig- fúsar. „Það er ekki einhver ákveð- inn atburður eða ákveðið mál sem er mér efst í huga eftir síðustu 4 ár. Mér hefur líkað þetta starf mjög vel og er sátt- ur við minn hlut. !>að hafa orðið miklar breytingar síð- ustu tvö ár í stjórnsýslunni, það er staðgreiðsla skatta, virðísaukaskattur, og breyt- ingar á verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. í>á fór nokk- ur tímí í að breyta embættis- og nefndakerfi Akureyrarbæj- ar og gera það markvissara. Gagnsemin af því mun koma betur í ljós á komandi kjör- tímabili,“ sagði Sigfús. bjb Miklilax snýr sér að Bandaríkjunum „Það er nógur markaður fyrir lax og því stærri sem laxinn er, þeim mun betra verð,“ sagði Reynir Pálsson, framkvæmda- stjóri hjá Miklalaxi í Fljótum. Þeir hjá Miklalaxi eru nú að snúa sér meira að Bandaríkja- markaði heldur en Frakklandi í sölu á afurðum sínum. Þegar er búið að senda 15 tonn af laxi á markaði í Bandaríkjun- um og Frakklandi, en reiknað er með að 300 tonn fari utan áður en árið er liðið. Að sögn Reynis er mun betra verð að fá í Banda- ríkjunum en í Frakklandi, sem verið hefur þeirra aðalmark- aður, og munu þeir þess vegna snúa sér meira að Bandaríkja- markaði en verið hefur. „Það er nóg af kaupendum, en spumingin er bara að fá nógu mik- ið fyrir laxinn. Verðið fer hækk- andi ef eitthvað er og svo eru það bara gæðin og áreiðanleikinn sem skipta máli,“ sagði Reynir þegar Dagur hafði samband við hann í gær. Nú er allt að fara á fullt hjá Miklalaxi í sölumálum ársins og slátrun hafin af fullum krafti. SBG Sigurður P. Sigmundsson svarar oddvita Glæsibæjarhrepps um álmálið og héraðsnefnd: Talsverður snjór er enn í fjöllum í Fljótum og stakir skaflar ó láglendi í Stíflunni, eins og sést á þessari mynd sem var tekin við Stífluvatn. Lágheiði hefur verið rudd en hún verður ekki opnuð til umferðar fyrr en eftir 10 daga eða svo. Mynd: ehb Lágheiðin lokuð vegna aurbleytu Vegagerðin lauk vð mokstur á Lágheiðinni 7. júní sl. en samkvæmt venju er hún nú lokuð vegna aur- bleytu. Að sögn talsmanns vegagerðarinnar á Sauðárkróki, var óvenju mikill snjór á heiðinni nú í vor þegar mokað var og mun mesta snjódýpt hafa verið 4,60 metrar. í fyrra var heiðin mokuð 3. júní og talin fær jeppum 16. júní, svo búast má við að hún verði ekki jeppafær fyrr en um 20. júní, og ekki fær fólksbifreiðum fyrr en viku til 10 dögum seinna, eða um mánaðamótin júní/júlí. GG Lögreglan: Þurftum aðeins að tala menn til Nýafstaðin helgi sjómanna var róleg að mestu hjá lög- reglumönnum við Eyja- fjörð. Töluverð ölvun var á Akur- eyri að sögn varðstjóra á Lög- reglustöðinni á Akureyri. Níu voru settir inn vegna ölvunar og einn tekinn vegna meintrar ölvunar við akstur. Ryskingar urðu í heimahúsum sem lög- reglan varð að koma nærri, en að öðru leyti var allt rólegt. í Ólafsfirði var mikil ölvun á dansstað og íll umgengni, en lögreglan þurfti ekki að hafa afskipti af mönnum. Á Dalvík gisti einn maður fangageymsl- una vegna ölvunar, annað ekki. Á Siglufirði var töluverð öivun yfir helgina. „Við þurft- um aðeins að tala menn til, hér varrólegt,“ sagði lögreglu- maður á vakt. ój „Tel staðhæfingar Eiríks Sigfus- sonar ekki á rökum reistar" Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar, segir að ummæli Eiríks Sigfússonar, oddvita Glæsibæjarhrepps, um víðtæka andstöðu í hreppun- um kringum Akureyri við álver í Dysnesi, eigi ekki við nein rök að styðjast. Það sé ekki heldur neinn fótur fyrir því að Akureyrarbær ætli að stjórna skipulagsmálum eða ákvarðanatöku annarra sveit- arfélaga við Eyjafjörð. í samtali við Dag segir Sigurð- ur að á fundum með íbúum Arn- arneshrepps hafi mikill meirihluti verið fylgjandi álveri í Dysnesi, en eðlilega hafi einnig heyrst efasemdarraddir. Þeir sem efuð- ust gerðu það þó vegna þess að þeir teldu upplýsingar um meng- Öxarijarðarheiði og Hólssandur: Vegir enn á kafi „Þarna var aur og snjór og mikil þoka. Við komum fljót- lega að fyrsta skaflinum,“ sagði Guðni Oddgeirsson hjá Vegagerð ríkisins á Þórshöfn en vegagerðarmenn fóru á dögunum upp á Öxarfjarðar- heiði til að líta á aðstæður. Litlar líkur eru á að sú leið opnist fyrr en liðið verður langt á júnímánuð. Guðni segir af fyrir um viku síðan hafi leiðangur farið yfir Hólssand og reynslan hafi kennt mönnum að ekki sé hægt að opna leiðina yfir Öxarfjarðarheiði fyrr en vegurinn yfir Hólssand sé orð- inn fær. Þessi regla gildi eflaust nú sem áður. Á Hólssandi var mikið vatn í Fosshrauninu til móts við Dettifoss og enn nokkur snjór á svæðinu. „Samkvæmt þessu er því nokk- uð í að vegirnir verði opnaðir. Ég man ekki eftir að opnun á þessum leiðum hafi dregist fram í júlí heldur hafa vegirnir oftast verið opnaðir seint í júní. Væntanlega verður þetta með sama hætti nú,“ segir Guðni. Öðru máli gegnir um leiðina inn í þjóðgarðinn upp með Jök- ulsárgljúfrum. Að líkindum verður hugað að þeirri leið í næstu viku og þá opnað upj Kelduhverfi í Vesturdal. upp í JÓH un ennþá vera af of skornum skammti. „Ég man ekki eftir nema tveimur sem stóðu upp og lýstu sig andsnúna álveri á fundinum í Arnarneshreppi. Ég hef ekki orðið var við þessa andstöðu sem Eiríkur talar um. Auðvitað vitum við samt unr fólk sem er á móti álveri af grundvallarástæðum, og það fólk hefur flest látið í sér heyra. Hvað varðar þá yfirlýsingu að Atlantal-menn séu hræddir við mengun í Dysnesi þá hafa þeir sagt að þeir réðu yfir mjög góð- um mengunarvarnabúnaði. Ég hef aldrei heyrt á fulltrúum Atlantal að þeir óttist að geta ekki staðið við þau skilyrði sem þeim eru sett. Þvert á móti hafa þeir sagt hið gagnstæða. Um héraðsnefndina ' vil ég segja að þar er á ferðinni sam- starfsgrundvöllur anna. Ég hef ekki sveitarfélag- heyrt að eitt sveitarfélag ætli sér að stjórna öðru, eins og Eiríkur heldur fram. Slík skoðun byggist á mis- skilningi hans. Hvað staðsetningu álvers snertir eru hins vegar líkur á að stóriðja á Árskógssandi mengaði minna en á Dysnesi. Þó er alls ekki hægt að segja að þar með sé Dysnes lakari kostur en Árskógs- sandur fyrir álver, m.a vegna þess að allar nauðsynlegar mæl- ingar liggja ekki fyrir. Það er því afar hæpið hjá Eiríki að segja að aldrei verði friður um álver í Dysnesi,“ sagði Sigurður P. Sig- mundsson. EHB Særún hf. á Blönduósi: Aflabrögð hin sæmilegustu Hin sæmilegustu aflabrögð hafa verið að undanförnu hjá þeim bátum sem Fiskiðjuverið Særún hf. á Blönduósi gerir út. Nökkvi HU gerir út á grálúðu og að sögn Kára Snorrasonar hjá Særúnu gengur vel þar um borð. Gissur hvíti HU kom til hafnar í síðustu viku með 20 tonn af rækju eftir 12 daga veiðitúr og telst það nokkuð gott. Gissur hvíti er þessa dagana á veiðum og sagði Kári að áhöfnin léti mjög vel af sér. Auk þess að gera út Nökkva og Gissur hvíta tekur Særún við rækju frá fimm öðrum bátum. Alls eru 25 manns í vinnu hjá Særúnu og sagði Kári að útlitið með sumarið væri nokkuð gott. „Annars hefur verð á rækju á erlendum mörkuðum farið lækkandi að undanförnu, en vonandi er það bara tíma- bundið,“ sagði Kári Snorrason að lokum. -bjb Banaslys í Hrútafirði: Þrír létust í höröum árekstri Banaslys varð í Hrútafírði um kvöldmatarleytið sl. laugar- dag á þjóðveginum milli Reykjaskóla og Eyjaness. Þrír bflar skullu saman með þeim hörmulegu afleiðingum að þrennt lést samstundis; hjón á sextugs- og sjötugsaldri og kona á sjötugsaldri. Einn var fluttur mikið slasaður til Reykjavíkur með þyrlu Land- helgisgæslunnar og einn á sjúkrahúsið á Blönduósi með minniháttar meiðsl. Ekki er vitað nákvæmlega um tildrög slyssins og rannsókn málsins fer fram hjá lögreglunni á Akureyri, Blönduósi og í Reykjavík. Talið er að tveir fólksbílar hafi lent hvor utan í öðrum þeg- ar þeir mættust og þriðji bíllinn, jeppi, komið þar aftan á. Þau sem létust voru öll í sama fólks- bílnum, svo og sá sem var flutt- ur suður. Aðrir sem voru í bíl- unum þremur sluppu án meiðsla, fyrir utan ökumann jeppans, sem var fluttur á Blönduós. Hjónin sem létust hétu Sigur- jón Sæmundsson og Nanna Ein- arsdóttir Höjgaard, til heimilis að Hraunkambi 5 í Hafnarfirði. Konan sem lést hét Gunnlaug Einarsdóttir Höjgaard, til heim- ilis að Asparfelli 6 í Reykjavík. Nanna og Gunnlaug voru syst- ur. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.