Dagur - 01.09.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 01.09.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 1. september 1990 (Spurt á Akureyri) Ertu búin(n) að fara í berjamó í sumar? Ari Svavarsson: „Nei, frá því ég var smástrákur hefur mér fundist ber vond á bragðið og fer því aldrei í berjamó." Laufey Árnadóttir: „Nei, ég er ekki búin að fara en það er aldrei að vita nema að verði af því. Ég borða bæði krækiber og bláber og þykir þau mjög góð, helst með skyri og rjóma.“ Valgerður Vilmundardóttir: „Já, ég fór út í Ólafsfjarðar- múla. Þar var alveg brjáluð spretta og við tíndum 30 lítra af krækiberjum. Ég fer í berjamó á hverju hausti og borða bæði krækiber og bláber." Gígja Þórarinsdóttir: „Já, ég fer á hverju ári í berja- mó í Aöaldalnum, þaðan sem ég er frá, þar eru bestu berin. Ég tíni bláber, aðalbláber og krækiber, en bara til þess að hafa saman við skyrið." Sigurður Jónsson: „Nei, en ég er á leiðinni I Svarf- aðardalinn. Þar ætla ég að tína bæði krækiber og bláber, en ætla ekki að borga skatta af því! Mér þykir ber mjög góð, jafnt í sultu eða með skyri, rjóma, ís og öllu tilheyrandi." af erlendum vetfvangi Mikið af vitneskju okkar um það, hvaða sveppir eru ætir og hverjir eitraðir, eigum við þrælum ríkra Rómverja að þakka. Ætisveppir eru fallegir á að líta og bragðast vel, en þeir eru býsna líkir hvítu flugnasveppunum. Matarveislur í Rómarríki hinu foma Haldi menn að átvöglin í Evrópu okkar tíma séu eitthvert nýtt fyrirbæri, er full ástæða til að skipta um skoðun. Á dögum keisaranna snérist hugsun Róm- verja svo mjög um mat, að sjúk- legt má telja. Þetta kom vel fram á sýningu, sem haldin var í Róm ekki alls fyrir löngu. Þar var fólk sýnt í daglegri leit að mat. Kannski ekki svo furðulegt, ef hugsað er til þess, að um hundr- uð ára hafði þjóðin lifað í skugga styrjalda, hungursneyða og far- sótta. Samkvæmt frásögn skáldsins Artimidesar voru hinir fornu Rómverjar svo illa þenkjandi, að jafnvel um nætur dreymdi þá óhófsmáltíðir, þar sem væri að finna hrúgur af reyktu svínakjöti, gnægtir af osti og stórar krukkur fullar af víni. Á sýningunni kom einnig fram, að mikill fjöldi fólks var svo fátækur, að hann hafði í rauninni engin efni á að borða neitt. Örvæntingarfullur almúginn neyddist oft til að grípa til upp- þota og rána - og jafnvel manna- kjötsáts - til að halda lífi. Margir rómverskir keisarar, þar á meðal Caracalla og Marcus Árelíus, sáu að óhjákvæmilegt var að miðla ókeypis brauði, svínakjöti og ólífuolíu til fólksins til að halda uppreisnargjörnum lýðnum í skefjum. Sem kunnugt er gegndu leiksýningar sama hlutverki. Áreiðanlegar heimildir greina frá því, að á árinu 347 eftir Krists burð var brauði og kjöti útbýtt ókeypis til 317.333 einstaklinga í Róm. Það mun svara til þriðj- ungs af íbúatölu borgarinnar á þeim tíma. Þessi keisaralega gjafmildi átti sinn þátt í að breyta fæði mikils hluta íbúanna. í fyrsta skipti í sögunni borðaði fátækt fólk nú kjöt reglulega. Áður hafði það nær eingöngu fullnægt þörf sinni fyrir prótein með neyslu jurta- gróðurs og stöku sinnum fiskjar. Þeir auðugu, sem leituðu til sveitasetra sinna hverju sinni sem farsóttir eða hungursneyð héldu innreið sína í borgina, áttu við önnur vandamál að etja. Máltíð hjá aðilanum í Rómarborg var lireint ekki einfalt mál. Fyrir utan það, sem framleitt var heima fyrir, einkum brauð, ólífur, súpur, osta og kjöt, þurfti á miklu magni innfluttra vara að halda frá skattlöndunum í austri og í Afríku. Með öðrum orðum sagt, höfðu menn þá þegar kom- ist á bragðið með það, sem nú á dögum nefnist haute cuisine (sælkerafæði). Matreiðslumennirnir réðu yfir miklu úrvali af sósum, og hús- bændur þeirra voru reiðubúnir til að greiða stórfé fyrir fágæt matarefni, svo sem skjaldbökur og strúta frá Afríku, til að hljóta virðingu gesta sinna að launum. Sumarhitinn á þessum suðlægu slóðum olli auðvitað erfiðleikum við birgðaöflun og geymslu - tvö þúsund árum áður en saga gerla- fræðinnar og kæliskápanna hófst. Þetta vandamál leystu ríkir Róm- verjar með því að byggja laugar á landareignum sínum bæði fyrir ferskt vatn og saltvatn og geymdu þar lifandi fiska, ostrur og humra. Og á landareignunum hoppuðu hérar, nánast tilbúnir í pottinn, einnig rádýr, antilópur og fleiri villt dýr. Þá höfðu og Rómverjar fyrir löngu lært hænsnarækt af aröbunum. Margir af uppáhaldsréttum Rómerjanna líkjast matargerð okkar tíma. Sú fræga Worchest- er-sósa er t.d. framleidd á nánast sama hátt og gert var í Róm fyrir 1500 árum. Auðugir Rómverjar höfðu mikið uppáhald á sveppunt. Kúlusveppir voru sérstaklega mikils metnir og það svo mikils, áð aðalsmennirnir voru tilbúnir til að láta líf fyrir þá. Vissulega ekki sitt eigið líf, því að nóg var að láta einn eða tvo þræla borða þá til reynslu. Vitneskjuna um það, hvaða sveppir eru ætir og hverjir eitrað- ir, hafa menn sem sé greitt dýru verði - eða eigum við að segja, að beitt hafi verið aðferðum nátt- úrunnar sjálfrar? Að baki öllum litlum krossunum og stjörnunum í sveppabókum heimsins búa sorgleg örlög þess fólks, sem borðaði sveppi til reynslu að skipun mikilmegandi húsbænda. Stundum fór allt vel, en alkunna er, að margar tegundir sveppa eru eitraðar. (Fakta. - Þ.J.) (-----------------------------------^ Skemmtiklúbburinn Líf og fjör Góðir félagar Endurnýjun á félagsskírteinum og innritun nýrra félaga fer fram í Bláhvammi Skipagötu 14, 4. hæð, 3., 4. og 5. september n.k. kl. 16-19. Höldum áfram fjörínu í vetur Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.