Dagur - 01.09.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 01.09.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. september 1990 - DAGUR - 13 Mikið ijölmenni á árlegu námskeiði kórfólks og organista í Skálholti: Leitað að hreina tóninum í óviðjaftianlegum Mjómburði Það er eitthvað sérstakt við hið forna biskupssetur Skálholt í Biskupstungum - eitthvað sem erfitt er að útskýra. Skálholt er sögufrægur staður, talið er að fyrsta kirkjan hafi þar verið byggð kristnitökuárið 1000. Núverandi kirkja staðarins var hins vegar vígð árið 1963. Við það tækifæri afiienti þáverandi kirkjumálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kirkjuna og Skálholt með öllum fasteign- um þjóðkirkjunni að gjöf frá íslenska ríkinu. v Kirkjan í Skálholti er gullfal- legt mannvirki, teiknuð af þáver- andi húsameistara ríkisins, Herði Bjarnasyni. Hún er reist á grunni fyrri kirkju og reyndar fyrri kirkna í Skálholti, samkvæmt niðurstöðum af fornleifauppgreftri árið 1954. I Ijós kom að grunnur miðaldakirkjunnar í Skálholti væri þeirra stærstur, en grunnur núverandi kirkju og kirkju Brynjólfs biskups Sveinssonar af svipaðri stærð. Grunnur sóknar- kirkjunnar, sem byggð var um miðja 19. öld og var rifinn um miðja þessa öld var langminnstur. Skálholtsstaður skipar vegleg- an sess í hugum flestra lands- ntanna. Segja má að hann hafi verið hafinn á ný til vegs og virð- ingar með stofnun Skálholtsfé- lagsins árið 1949, en frumkvöðull að því var dr. Sigurbjörn Einars- son, biskup. Upp úr því var efnt til árlegra Skálholtshátíða, sem Biskup íslands, hr. Ólafur Skúla- son, predikaði í hátíðarmessunni. Stór hluti Kórs Akureyrarkirkju lagði leið sína í Skálholt að þessu sinni. Hér er kórfólk samankoniið í sólskinsskapi á tröppum Skálholtskirkju. Fremsta röð frá vinstri: Hrefna Harðardóttir, Sigrún Jónsdóttir, Sigrún Arngrímsdóttir, Matthildur Egilsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson, stjórnandi. Önnur röð frá vinstri: Kristín Alfreðsdóttir, Birna Bessadóttir, Anna María Blöndal, Sigurlaug B. Arngrímsdóttir, Óskar Þór Halldórsson, Gunnfríður Hreiðarsdóttir og Vilborg Guðmundsdóttir. Þriðja röð frá vinstri: Sigríður Olgeirsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Hildur M. Petersen, Halldór Guðlaugsson, Lovísa Jónsdóttir, Aslaug Sigurðardóttir, Páll Jóhannsson og Sesselja Bjarnfríður Jónsdóttir. Efsta röð frá vinstri: Ómar Þór Ingason, Bryngeir Kristinsson, Jón Árnason, Dagný Pétursdóttir og Arnbjörg Stefánsdóttir. Myndir: óþh Þrír af leiðbeinendum á kóranámskeiðinu. Frá vinstri Ferenc Utassy, fyrr- verandi stjórnandi Samkórs Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur og núverandi stjórnandi Hljómcykis og Háskólakórsins, Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Akureyrarkirkju og stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju og Hörður Askelsson, organisti í Hallgrímskirkju og stjórnandi Mótettukórs Hallgríms- kirkju. Þessum ágætu kórfélögum úr Kór Akureyrarkirkju, Birnu Bessadóttur og Jóni Árnasyni, líkaði ekki illa lífið í Skálholti. enn þann dag í dag eru fjölsöttar og vinsælar. Þá eru sumartónleikar í Skálholtskirkju, sent Helga Ingólfsdóttir, semballeikari, á mestan heiöur af, ekki síður vin- sælir. Sumartónleikarnir eru um helgar í júlí og ágúst og ásókn tónlistarmanna í að koma frant á þeim er ntikil. Skýringin á því er , einföld; kirkjan er einfaldlega eitt albesta tónleikahús landsins. Auk sumartónleikanna er fast- ur liður í tónlistarlífi í Skálholti að organistar og kirkjukórar víðsvegar af landinu komi þar saman síðsumars til námskeiða- halds. I ár var organista- og ein- söngvaranámskeið síðustu viku í Skálholti og frá föstudegi til sunnudags bættist kórfólk í hóp- inn og söng af hjartans lyst. Til Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, var viðstödd hátíðarmessu í Skálholtskirkju að afloknu nám- skeiðinu. Hér sést forsetinn hlýða á fagra tóna á meðan kirkjugestir gengu til altaris. marks um vinsældir námskeiösins mættu að þessu sinni unt 400 „söngfuglar" í Skálholt og ntunu þeir aldrei hafa verið fleiri. Fram kom í máli Hauks Guölaugsson- ar, söngmálastjóra þjóðkirkjunn- ar, sem hafði veg og vanda af námskeiðinu, að ásókn hafi auk- ist ár frá ári og nú væri svo komið aö húsakynni í Skálholti gætu vart tekið á móti öllum þeim fjölda sem skrái sig til leiks. Surnir kórfélagar koma ár eftir ár í Skálholt til að afla sér auk- innar þekkingar á kórsöng, en á ári hverju bætast nýir söngmenn í hópinn. í hugum flestra skipar söngurinn eflaust fyrsta sætið, en eins og almennt gildir með kór- söng er félagsskapurinn ekki síð- ur mikilvægur. Dagskrá námskciðsins. sem fram fór í Skálholti fyrir viku, var þaulskipulögð og var almennt gerður góður rómur að því. Æft var frá morgni til kvölds undir stjórn nokkurra valinkunnra kórstjórnenda. Óhætt er að segja að hafi verið tilkomumikið þegar um fjögur hundruð söngmenn stilltu saman strengi sína í Skál- holtskirkju og kepptu allir að sama marki, að ná hinurn hreina tón. Námskeiðið hófst að morgni föstudags og lauk síðdegis á sunnudag með hátíðarmessu í Skálholtskirkju, sem meðal ann- arra Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, og Óli Þ. Guðbjarts- son, kirkjumálaráðherra, voru viðstödd. Biskup íslands, Ólafur Skúlason, predikaði, en sóknar- presturinn í Skálholti, Guð- mundur Óli Ólafsson, þjónaði fyrir altari. Klukkustund fyrir messu voru haldnir tónleikar í kirkjunni með fjölbreyttri dagskrá, fluttri af kórfólki, einsöngvurum og örganistum. Að kvöldi föstudags fluttu Kór Akureyrarkirkju og Samkór Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur ásamt einsöngvurum kórverkið Missa Brevis eftir ungverska tón- skáldið Zoltán Kódály. Verk þetta var frumflutt á Akureyri og Egilsstöðum í vor. Skálholts- kirkja var troðfull við þetta tæki- færi og fengu kórarnir mikið lof fyrir tónleikana. Slegið var á léttari strengi að kvöldi laugardags, þegar efnt var til veglegrar kvöldvöku og dans- leiks í Aratungu, félagsheimili þeirra Tungnamanna. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.