Dagur - 07.05.1991, Síða 10

Dagur - 07.05.1991, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 7. maí 1991 Arsenal með gott tak á Englandsbikamum Línurnar eru nú að skírast í ensku knattspyrnunni, enda aðeins eftir ein umferð eftir leikina á laugardag auk nokk- urra frestaðra leikja. Arsenal stendur með pálmann í hönd- unum og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að Iiðið verði Englandsmeistari. En þá eru það leikir helgarinnar. Chelsea kom verulega á óvart með því að sigra Liverpool 4:2 í leik liðanna í London. Fjörugur leikur og sóknar- og miðjuspil Liverpool mjög gott, en eins og áður var það markvarslan og varnarleikurinn sem brást. Eftir að hafa verið 2:0 undir í hálfleik náði Liverpool að jafna í þeim síðari og menn biðu eftir að leik- menn liðsins gerðu út um leikinn. En þá skallaði Kerry Dixon inn þriðja mark Chelsea eftir horn- spyrnu Dennis Wise eftir mis- heppnað úthlaup Bruce Grobb- elaar markvarðar Liverpool. Og eftir þunga sókn Liverpool þar sem David Speedie hafði skallað í stöng náði Chelsea skyndisókn og Gordon Durie gerði út um leikinn fyrir Chelsea með fjórða markinu. Dixon fékk raunar færi á að gera út um leikinn á 5. mín. síðari hálfleiks er hann komst einn í gegn, lék á Grobbelaar en David Burrows bjargaði skoti hans á marklínu. Dixon náði for- ystu fyrir Chelsea strax á 6. mín. og Wise bætti öðru marki Chelsea við úr vítaspyrnu á 22. mín. og var vörn Liverpool úti að aka í bæði skiptin. Þannig var staðan í hálfleik, en Speedie lagaði síðan stöðuna fyrir Liverpool eftir góð- an undirbúning Ian Rush og Peter Beardsley og Ronnie Rosenthal sem komið hafði inná sem vara- maður náði síðan að jafna fyrir Liverpool eftir einleik. Leik- menn Liverpool börðust til Ioka leiksins og framkvæmdastjórinn Graham Souness sýndi að enga miskunn er hjá honum að hafa er hann skipti Jimmy Carter út af fyrir Rosenthal, en Carter hafði sjálfur komið inná sem varamað- ur skömmu áður en ekki náð að setja mark sitt á leikinn. Mögu- leikar Liverpool eru því orðnir litlir á titlinum og augljóst að félagið verður að styrkja varnar- leik sinn fyrir næsta vetur ætli félagið sér að endurheimta titil- inn sem virðist nú hafa gengið því úr greipum. Leikur Sunderland og Arsenal Úrslit 1. deild Chelsca-Liverpool 4:2 Covenlry-Sheffield Utd. 0:11 Derby-Southamplon 6:2 Everton-Luton 1:0 Leeds Utd.-Aston Villa 5:2 Manchester Utd.-Manchester City 1:0 Norwich-Q.P.R. 1:0 Sunderland-Arsenal 0:0 Tottenhara-Nottingham For. 1:1 Wimbledon-Crystal Palace 0:3 2. deild Blackburn-Wolves 1:1 Bristol City-Port Vale 1:1 Charlton-West Ham 1:1 Hull City-Plymouth 2:0 Ipswich-Leicester 3:2 Middlesbrough-Brighton 2:0 Notts County-Oldham 2:0 Oxford-Watford 0:1 Portsmouth-Bristol Rovers 3:1 Sheffield Wed.-Millwall 2:1 Swindon-Bamsley 1:2 W.B.A.-Newcastle 1:1 íjögurra stiga forskot liðsins eftir tap Liverpool gegn Chelsea hófst síðar en aðrir leikir laugar- dagsins þar sem honum var sjón- varpað beint á Englandi. Mikil- vægur leikur fyrir bæði lið, en af ólíkum ástæðum þó. Sunderland í bullandi fallhættu, en Arsenal í baráttu um meistaratign. Leik- menn Arsenal virtust hugsa um það fyrst og fremst að tapa ekki leiknum og það var Sunderland sem hafði frumkvæðið lengst af. Sterkur varnarleikur Arsenal og mjög góð markvarsla David Seaman tryggðu liðinu stig eftir markalaust jafntefli, en undir lokin tryggði Seaman stigið fyrir Arsenal með frábærri markvörslu frá Gary Owers og áður hafði Marco Gabbiadini skotið framhjá marki Arsenal úr dauða- færi. Arsenal hefur því fjögurra stiga forskot á Liverpool þegar bæði lið eiga eftir að leika tvo leiki. Arsenal á eftir heimaleiki gegn Man. Utd. og Coventry, en Liverpool á eftir útileik gegn Nottingham For. og heimaleik gegn Tottenham. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir sigur Arsenal og raunar má segja að forskot liðsins sé fimm stig þar sem markahlutfall liðsins er mun betra en Liverpool og því dugar liðinu að ljúka keppninni með sömu stigatölu og Liverpool. an mánuð. Nigel Clough náði forystu fyrir Forest eftir 23 mín., en Nayim jafnaði fyrir Totten- ham á 68. mín. Forest lék betur framan af leiknum, en leikmenn Tottenham sóttu síðan í sig veðr- ið og áttu jafnteflið skilið. Manchester liðin mættust á Old Trafford í leik sem ekki skipti liðin miklu máli, en þar var þó hart barist því mikill metnað- ur er milli liðanna um að lenda ofar á stigatöflunni. Hvassviðri setti svip á leikinn og rangstöðu- taktík City manna kom í veg fyrir skemmtilegan leik. Sigurmarkið kom á 23. mín., hinn 17 ára gamli Brian Giggs átti þá skot að marki City sem lenti í varnarmanni City og í netið. Utd. var ávallt betra liðið í leiknum, Mark Hughes átti skot í stöng og þeir Bryan Robson, Neil Webb og Mike Phelan höfðu undirtökin á miðj- unni. Það munaði þó minnstu að City jafnaði á síðustu mín. er boltinn hafnaði í stönginni hjá Utd., en það hefði verið mjög ósanngjarnt. Yfir 45.000 áhorf- endur sáu leikinn. Coventry og Sheffield Utd. gerðu markalaust jafntefli í leik sem skipti liðin litlu máli, þau eru bæði komin á lygnan sjó í 1. deild. Ronnie Rosenthal kom inná sem varamaður og jafnaði gegn Chelsea fyrir Liverpool, en það dugði skammt. Norwich og Chelsea. Chris Price bakvörður Villa skoraði fyrsta mark leiksins gegn Leeds Utd., en því miður fyrir Villa var mark- ið sjálfsmark. Lee Chapman kom Leeds Utd. síðan í 2:0 áður en Kent Nielsen lagaði stöðuna í 2:1 fyrir hlé. Derek Mountfield náði að skora annað mark Villa í síð- ari hálfleik, en það dugði skammt því Chris Whyte, Gary Speed og Chapman með sitt annað mark sáu um að tryggja Leeds Utd. öruggan 5:2 sigur í leiknum. Dale Gordon skoraði sigur- mark Norwich í leiknum gegn Q.P.R. í síðari hálfleik, en bæði þessi lið eru vel fyrir ofan alla fallbaráttu. Crystal Palace ætlar að tryggja sér þriðja sætið í 1. deild, liðið vann góðan sigur á útivelli gegn Wimbledon 3:0. Öll þrjú mörkin voru skoruð í síðari hálfleik og var Ian Wright að verki í öll skiptin. Stórsigur Derby gegn Sout- hampton kom alltof seint, Derby er þegar fallið í 2. deild. Paul Williams gerði þrjú af mörkum Derby þar af eitt úr víti, Dean Saunders skoraði tvö mörk og Justin Phillips eitt í 6:2 sigri liðsins. Rodney Wallace og Matt- hew Le Tissier úr víti skoruðu mörk Southampton. Ian Wright skoraði þrennu fyrir Crystal Palace gegn Wimblcdon. Luton tapaði enn einum leikn- um er liðið mætti Everton á laug- ardag. Leikmenn Luton komu í leikinn með það í huga að ná sér í stig og léku stífan varnarleik, en liðið varð fyrir því áfalli að missa miðvörðinn Graham Rodger meiddan út af í fyrri hálfleik. Tony Cottee skoraði eina mark leiksins fyrir Everton í síðari hálfleik eftir góðan undirbúning Stuart McCall. Everton hefði átt að vinna stærri sigur, Cottee átti tvívegis skot í stöng og mark- vörður Luton Alec Chamberlain varði oft mjög vel. Það ræðst því ekki fyrr en um næstu helgi hvort það verður Luton eða Sunder- land sem fellur með Derby í 2. deild, en Luton á þá heimaleik gegn Derby og Sunderland leikur úti gegn Man. City. Þrátt fyrir ljótt tap Aston Villa á Elland Road gegn Leeds Utd. er liðið nær öruggt um sæti sitt í 1. deild. Luton og Sunderland gætu þó náð Villa að stigum, en Villa á tvo heimaleiki eftir, gegn 2. deild • Martin Allen skoraði fyrir West Ham gegn Charlton, en Tottenham og Nottingham For. mættust í góðum og fjörug- um leik sem lauk með 1:1 jafn- tefli, en þessi lið munu leika til úrslita um FA-bikarinn eftir hálf- David Seaman markvörður Arsenal tryggði liði sínu stig gegn Sunderland. Scott Minto jafnaði fyrir Charlton. West Ham reynir nú að tryggja sér sigurlaunin í 2. deild eftir að hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild. • Stewart Ripley og Simon Coleman gerðu mörk Middles- brough í mikilvægum sigri liðsins gegn Brighton, en bæði þessi lið stefna að úrslitakeppni. • David Regis og Thomas John- son tryggðu Notts County sigur gegn Oldham sem þegar hefur tryggt sér sæti í 1. deild, en County gerir sér enn vonir um að taka þriðja örugga sætið af Sheffield Wed. • Sheffield Wed. færist stöðugt nær 1. deildinni eftir að hafa sigr- að í deildarbikarnum. David Hirst gerði bæði mörk liðsins gegn Millwall, en Teddy Shering- ham skoraði eina mark Millwall í leiknum. • Hull City er þegar fallið í 3. deild, en W.B.A. og Leicester eru í mikilli fallhættu og annað þeirra mun fylgja Hull City í 3. deild. • Southend er efst í 3. deild og komið upp með 84 stig, jöfn með 80 stig eru Cambridge, Grimsby og Bolton. Tranmere 75, Brent- ford 73 og Bury 70 stig eru einnig í baráttu. • Á botninum er Crewe fallið ásamt Mansfield, en Rotherham og Fulham eru í hættu og annað þeirra fellur einnig niður í 4. deild. • Darlington er efst í 4. deild með 80 stig, Stockport og Hart- lepool hafa 79 stig og Blackpool 76 stig. Þ.L.A. Staðan 1. deild Arsenal 36 22-13- 1 65:16 77 Liverpool 36 22- 7- 7 74:38 73 Crystal Palace 37 19- 9- 9 47:41 66 Lecds Utd. 36 18- 7-11 60:42 61 Manchester City 37 16-11-10 61:51 59 Manchester Utd. 35 15-11- 8 55:37 58 Wimbledon 37 14-13-10 52:44 55 Nottingham For. 36 12-12-12 59:46 48 Tottcnham 3611-15-10 50:47 48 Chelsea 37 13- 9-15 55:66 48 Everton 36 12-11-13 46:43 47 Q.P.R. 37 12- 9-16 43:52 45 Norwich 36 13- 6-17 39:60 45 Coventry 37 11-11-15 41:43 44 Southampton 3712- 8-17 57:68 44 Sheffield Utd. 36 12- 7-18 33:52 43 Aston Villa 36 8-13-15 42:55 37 Luton 37 9- 7-21 41:6134 Sunderland 37 8-10-19 36:57 34 Derby 36 5- 9-22 35:70 24 2. deild West Ham 44 23-15- 6 58:32 84 Oldham 44 23-13- 8 78:51 82 Sheffield Wed. 43 21-15- 7 74:46 78 Notts County 44 21-11-12 71:54 74 Millwall 45 19-13-13 69:51 70 Middlesbrough 44 20- 9-15 66:46 69 Brighton 45 20- 7-18 61:67 67 Barnsley 44 18-11-15 62:47 65 Bristol City 44 19- 7-18 64:66 64 Oxford 45 14-19-12 69:64 61 Newcastle 44 14-16-14 47:53 58 Bristol Rovers 45 15-12-17 55:58 57 Ipswich 44 13-18-13 58:63 57 Charlton 45 13-17-15 57:58 56 Wolves 45 12-19-14 60:62 55 Portsmouth 45 14-11-20 57:67 53 Port Vale 44 14-11-19 52:62 53 Blacklmm 45 14-10-21 50:65 52 Watford 45 12-15-18 43:56 51 Swindon 45 12-14-19 64:70 50 Plymouth 45 11-16-18 52:68 50 W.B.A. 46 10-17-19 51:60 47 Leicester 45 13- 8-24 59:83 47 llull City 45 9-15-21 54:82 42

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.