Dagur - 07.05.1991, Side 14

Dagur - 07.05.1991, Side 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 7. maí 1991 Menntamálaráðuneytið Norrænir starfs- menntunarstyrkir Menntamálaráöuneyti Danmérkur, Finnlands og Noregs veita á námsárinu 1991-92 nokkra styrki handa (slendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhalds- náms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 16.200 d.kr, í Finnlandi 27.000 mörk og í Noregi 22.000 n.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Fteykjavík, fyrir 1. júní nk., og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sér- stök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 2. maí 1991. Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Karlsbraut 28, Dalvík, þingl. eigandi Snorri Snorrason o.fl., föstud. 10. maí 1991, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Veð- deild Landsbanka íslands. Kaupangi v/Mýrarveg, K-B-hl. Akur- eyri, þingl. eigandi Sjálfstæðisflokk- urinn, föstud. 10. maí 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Steingrímur Eiríksson hdl. Stórholti 12, Akureyri, þingl. eigandi Bergrós Ananíasdóttir, föstud. 10. mai 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Helgi R. Magnússon hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Víðilundi 14 i, Akureyri, þingl. eig- andi Sigurður Hallgrímsson o.fl., föstudaginn 10. maí 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Helgi V. Jónsson hrl. Viðilundi 4 b, Akureyri, þingl. eig- andi Ásrún Alfreðsdóttir, föstud. 10. maí 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Steingrímur Eiríksson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum eignum fer fram á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Eiðsvallagötu 28, Akureyri, þingl. eigandi Kristín Albertsdóttir, föstud. 10. maí 1991, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Eyrarlandsvegi 3, e.h., Akureyri, þingl. eigandi Borghildur Sigurðar- dóttir, föstud. 10. maí 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Fjólugötu 10, Akureyri, þingl. eig- andi Honda á fslandi, föstud. 10. maí 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Ingvar Björnsson hdl. Fjólugötu 13, n.h., Akureyri, þingl. eigandi Jónas Aðalsteinsson, talinn eigandi Sigurgeir Gissurarson o.fl., föstud. 10. maí 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Magnús Norðdahl hdl. Hjallalundi 9 e, Akureyri, þingl. eig- andi Auður Stefánsdóttir, föstud. 10. maí 1991, kl. 14.30. Uþþboðsbeiðandi er: Jón Ingólfsson hdl. Kaldbaksgötu 2, Akureyri, þingl. eigandi Blikkvirki sf., föstud. 10. maí 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl., inn- heimtumaður ríkissjóðs, Steingrím- ur Eiriksson hdl. og Benedikt Olafs- son hdl. Lækjargötu 11 a, Akureyri, þingl. eigandi Birgir Ottesen, föstud. 10. maí 1991, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Óseyri 16, o.fl., Akureyri, þingl. eig- andi Vör hf., föstud. 10. maí 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, innheimtumaður ríkissjóðs og Steingrímur Eiríksson hdl. Óseyri 3, Akureyri, þingl. eigandi Óseyri 3 hf., föstud. 10. maí 1991, kl. 14.00. Upþboðsbeiðandi er: Iðnþróunarsjóður. Ránarbraut 9, Dalvík, ásamt vélum og iðnaðaráhöldum, þingl. eigandi Rán hf., föstud. 10. maí 1991, kl. 14.30. Uppbcðsbeiðendur eru: Fiskveiðasjóður íslands, Benedikt Ólafsson hdl. og Ingi H. Sigurðsson hdl. Strandgötu 51, Akureyri, þingl. eig- andi Blikkvirki sf., föstud. 10. maí 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl., Steingrímur Eiríksson hdl., Benedikt Ólafsson hdl. og inn- heimtumaður ríkissjóðs. Sæbóli, Dalvík, þingl. eigandi Hauk- ur Tryggvason, föstud. 10. maí 1991, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Kristinn Hallgrímsson hdl. Tryggvabraut 22, 1. hæð hluti, þingl. eigandi Einarsbakarí hf., föstud. 10. maí 1991, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Ægisgötu 8, Akureyri, þingl. eigandi Áki Sigurðsson o.fl., föstud. 10. maí 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Benedikt Ólafsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. tónlist Ljóðatónleikar Margrét Bóasdóttir, sópransöng- kona, og Kristinn Örn Kristins- son, píanóleikari, héldu ljóða- tónleika í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju laugardaginn 27. apríl. Á efnisskrá voru trúarleg ljóð eftir íslenska og erlenda höfunda. Salur Safnaðarheimilis Akur- eyrarkirkju er afar fallegur og skemmtilegur. Því miður virðist hann hins vegar ekki falla sem skyldi að öllum tónlistarflutningi. Píanóleikur skilar sér vel í saln- um og hið sama er um gítarleik. Fiðluleik skilar salurinn heldur lakar. Tónn verður nokkuð matt- ur og Ijóminn líkt og hverfur að talsverðu leyti. Mannsröddin virðist því miður ekki heldur falla sem best að salnum - í það minnsta ekki í söng. Ekki er gott að segja hvað veldur, en uppi eru hugmyndir um það, að stórar dyr opnar fram í fordyrið geti haft einhver spill- andi áhrif. Til stendur að setja hurð í gáttina. Vonandi breytir sú framkvæmd hljómburði salar- ins í viðunandi horf. Tónleikar Margrétar Bóasdótt- ur og Kristins Arnar Kristinsson- ar liðu fyrir ofangreind atriði. Rödd Margrétar, sem er í eðli sínu björt og svífandi, varð óeðii- lega mött. Þessa gætti sérstaklega í fyrri hluta tónleikanna, en í seinni hlutanum virtist söngkon- an hafa breytt raddbeitingu sinni svo að meiri birta varð í flutningi og túlkun ljóðanna. Tækni Margrétar Bóasdóttur sem söngkonu er mikil og glæsi- leg. Hún hefur á valdi sínu stíl- brigði ýmissa tímabila tónlistar- sögunnar og getur því gætt verk frá ýmsum tímum þeim blæ, sem við á. Þetta kom vel fram í flutn- ingi Margrétar á „Laudate Dom- inum“ eftir C. Monteverdi, sem uppi var í kringum aldamótin sextán hundruð, annars vegar og hins vegar í túlkun hennar á þrem nútímalegum trúarljóðum eftir Jónas Tómasson, sem frum- flutt voru á þessum tónleikum. Einnig hefur Margrét til að bera mikla næmni í túlkun, sem gerir henni fært að gæða flutning sinn djúpri tilfinningu. Til má nefna flutning hennar á „Schlafendes Jesukind “ eftir Hugo Wolf, „Ich wandte mich und sahe“ eftir Johannes Brahms og fimm lögum úr Biblíuljóðum Antonins Dvoraks. Leikur og léttleiki er líka á færi Margrétar. Sem dæmi í þessu efni má nefna „Kommt, Seelen dieser Tag“ efir Jóhann Sebastian Bach. Eins og þegar hefur fram kom- ið frumfluttu Margrét Bóasdóttir og Kristinn Örn Kristinsson þrjú páskaljóðalög eftir Jónas Tómas- son, tónskáld. Þessi verk flutti Margrét af öryggi og smekkvísi. Sérlega innilegur var flutningur hennar á öðru Ijóðalaginu, en texti þess er úr 2. Tim. 2:11-13. í þessu ljóðalagi fór sérlega vei saman hugnæm tónsetning text- ans og afar viðeigandi undirleik- ur píanósins. Tónskáldið, Jónas Tómasson, var á tónleikunum. Undirleikur Kristins Arnar Kristinssonar á ljóðatónleikun- um var sérlega góður. Kristinn Örn fylgdi söngkonunni af stakri natni og fullri smekkvísi, svo að unun var á að hlýða. Hvergi tran- aði hljóðfærið sér fram, heldur myndaði ætíð viðeigandi bak- grunn af þeirri hógværð, sem ein- kenna á góðan undirleik. Ljóðatónleikar Margrétar Bóasdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar voru vel sóttir. Þeir voru síðasta sjálfstæða atriðið á dagskrá kirkjulistaviku Akureyr- arkirkju að þessu sinni, en henni lauk formlega með hátíðamessu sunnudaginn 28. apríl, þar sem flutt var Missa Brevis í C-dúr KV 259 eftir W. A. Mozart. Flytjend- ur voru Kirkjukór Akureyrar- kirkju, einsöngvarar úr kórnum og strengjasveit og stjórnandi Björn Steinar Sólbergsson. Kirkjulistavikan er mikill list- viðburður hverju sinni og ein- dregið tilhlökkunarefni. Aðstand- endur hennar vinna mikil afrek í undirbúningi hennar og fram- kvæmd allri. Þeim ber virðing og þökk fyrir mjög gott framtak. Haukur Ágústsson. myndlist Hörður Jörundsson í Ganda Lundi Laugardaginn 27. apríl opnaði Hörður Jörundsson sýningu í Gamla Lundi á Akureyri. Á sýn- ingu Harðar eru 19 verk, allt olíumálverk, og er þetta í fyrsta sinn, sem Hörður heldur sýningu á málverkum unnum í þann miðil. Öll málverkin á sýningu Harð- ar eru í raunsæisstíl, nema eitt, sem ber heitið „Náttregn“, og er á jaðri hins óhlutlæga. Þetta verk er snyrtilegt. Myrkur höfuðlitur þess og ljósari myndlitir gefa því EFST Á BAUGI: is TNSKA ALFRÆDI 0RDABÖKIN Viðey: Viðey var mikið í fréttum vegna myndunar ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks 30. apríl. Um hana segir i (slensku alfræðiorðabókinni: Eyja við Reykjavík, stærsta eyja á Kollafirði, 1,7 km2; skiptist i Vest- urey og Heimaey sem tengjast með lágu eiði; að mestu láglend (hæst 32 m), víða girt lágum sjáv- arhömrum; grösug og allmýrlend. Við fornleifauppgröft í Viðey, sem hófst 1987, hafa fundist mannvist- arleifar sem benda til búsetu þar þegar á 10. öld. Kirkja er talin hafa verið í eynni á 12. öld eða fyrr og 1226 var Viðeyjarklaustur vígt. Skúli Magnússon landfógeti settist að í Viðey 1751, Magnús Step- hensen dómstjóri keypti Viðey 1817 og kom þar upp prentsmiðju sem var starfrækt 1819-44. Millj- ónafélagið rak útgerð og verslun í Viðey 1907-14 og síðar aðrir aðil- ar til 1933. Á þeim tíma myndaðist þar allstórt þorp, Sundbakki (oftast nefnt Viðeyjarstöð), sem fór í eyði 1943. Viðey komst að mestu í eigu Reykjavíkur 1983. Auk þessara upplýsinga eru sérstakar skýringar við Viðeyj- arklaustur og Viðeyjarstofu. laðandi blæ. Sem fyrr, bregst Herði ekki að raða saman litum sínum þannig að vel fari. Svo vel sem Herði tekst í þessu efni er hann samt djarfur, þar sem hann notar yfirleitt mjög sterka og ákveðna liti í verkum sínum. Á sýningu Harðar eru nokkrar húsmyndir, sem flestar eru af erlendum „mótívum“. í þessum myndum sést mikil framför í meðferð fjarvíddar, en henni var talsvert ábótavant á sýningu, sem Hörður tók þátt í á Hólmavík í sumar leið í tengslum við afmæli byggðarinnar sem verslunarstað- ar. Hörður hefur greinilega lagt sig eftir þessum þætti þann tíma, sem liðinn er frá nefndri sýningu. Myndir hans að þessu sinni eru almennt vel upp byggðar og gall- ar í þeim fáir. Auk þess hefur færst í þær talsvert líf og lipurð, sem einnig skorti til þessa. Sér- lega má nefna til þessar myndir, sem bera heitin „Gamli námu- bærinn í Röros“ og „Öll él birtir upp um síðir“. Eftirtektarverðustu myndirnar á sýningu Harðar í Gamla Lundi Vorhefti Málfregna, tímarits íslenskrar málnefndar, er komið út. Baldur Jónsson skrifar um stofnun Málræktarsjóðs, sem er nýtekinn til starfa, og birt er skipulagsskrá sjóðsins. Enn fremur ritar hann stutta grein um nýju mannanafnalögin. Finnbogi Guðmundsson ritar Fáein orð í minningu tveggja alda afmælis Sveinbjarnar Egilssonar. Þá er í heftinu grein sem nefnist íslensk- un tölvutækniorða eftir Sigrúnu Helgadóttur. Þar er skýrt ræki- lega frá vinnubrögðum Orða- nefndar Skýrslutæknifélags íslands. Ari Páll Kristinsson skrifar um 25 nýyrði frá 1982- eru mynd nr. 9, sem ber heitið „Vestanvindur" og mynd nr. 16, „Þokunni að létta“. í fyrrnefndu myndinni hefur Herði tekist sér- lega vel að fella saman landið og himininn í efri hluta myndarinn- ar. Því miður er neðri hlutinn ekki eins góður og spillir því heildarsvip verksins nokkuð. Síðarnefnda myndin, sem er með verulegu rómantísku ívafi er hins vegar verulega samfellt og gott verk í heild sinni. Yfir myndinni er ró en þó ekki lífleysi og myndefnið er nýtt skemmtilega og af yfirlætislausri fjölbreyttni í myndfletinum. Það er greinilcgt, að Herði læt- ur ekki síður að mála með olíu en vatnslit. Þess gætir þó, að enn er vatnsliturinn ríkur í tækni hans og sjást þess merki í ýmsum verk- anna. Þess er þó að vænta, að þegar Herði eykst tæknigeta í meðferð olíulitanna, megi búast við athyglisverðum verkum úr pensli hans. Sýningu Harðar í Gamla Lundi lýkur 5. maí. Haukur Ágústsson. 1990. Hafinn er nýr þáttur, sem nefnist Spurningar og svör, og er vonast til að framhald verði á honum. Þarna eru birtar nokkrar málfarslegar spurningar, sem beint hefur verið til íslenskrar málstöðvar, og gefin svör við þeim. Ari Páll Kristinsson og Baldur Jónsson tóku saman. Að vanda eru svo í heftinu ritfregnir o.fl. Málfregnir koma út tvisvar á ári. Árgjald er 600 krónur. Nýir áskrifendur geta snúið sér til íslenskrar málstöðvar, Aragötu 9, Reykjavík. Sími: (91) 28530. Ritstjóri Málfregna er Baldur Jónsson, prófessor. íslensk málnefnd: Tímaritíð Málfregnir komið út

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.