Dagur - 07.05.1991, Síða 11

Dagur - 07.05.1991, Síða 11
hér & þar Þriðjudagur 7. maí 1991 - DAGUR - 11 l Lisa Bonet: Bill Cosby gafst upp á „sjónvarps- dóttur“ sinni Bill Cosby hefur nú rekið „sjón- varpsdóttur“ sína Lisu Bonet úr þáttunum um fyrirmyndarföður- inn. Lisa hefur lengi verið erfið í samskiptum og látið misjafnlega vel að stjórn en uppúr sauð í febrúar síðast liðnum þegar hún hélt sig hafa það að mæta bæði illa á æfingar og gleyma eftirtekt- inni heima meðan á vinnunni stóð. Bill Cosby kveðst finna til með leikkonunni sem hafi bæði tileinkað sér slæma hegðun og virðingarleysi fyrir starfinu. Hann segir að fyrir fáum árum hafi Lisa Bonet haft allt sem hana lysti. Hún hafi náð langt sem leikkona og lifað í hamingju- samri sambúð með sambýlis- manni sínum Lenny Kravitz og dóttur þeirra Zoe. Nú hafi hún hins vegar glatað öllu. Misst starfið og hún og sambýlismaður hennar slitu einnig samvistum fyrir nokkru. Frami hennar sé nú á niðurleið. Þrátt fyrir samstarfs- örðugleika þeirra Bill Cosbys og Lisu Bonet, sem nú hefur leitt til þess að Cosby hefur sagt Lisu að Bill Cosby. taka pokann sinn, telur hann hana vera mjög hæfa leikkonu og segist vonast til að hún eigi eftir að gera stóra hluti í framtíðinni. En hvort hlutverki hennar sem dóttur föðurins og læknisins (Cosbys) í þáttunum um Fyrir- myndarföðurinn er endanlega lokið á eftir að koma í ljós. Cosby kvaðst hafa fengið nóg af dyntum hennar. Hann hefði gefið Lisu mörg tækifæri til þess að halda áfram í hlutverkinu en hún hafi neitað að taka þau tilmæli alvarlega. Uppúr sauð snemma í febrúar síðast liðnum þegar Lisa hafði komið of seint á æfingu og ekki bætti úr skák að þegar lestur handritsins hófst ýtti hún því til hliðar og lagði höfuðið fram á borðið. Cosby fokreiddist og sagði henni að þetta væri ekki svefntími, það minnsta sem hún gæti gert væri að sitja uppi og sýna áhuga á því sem fram færi. Lísa lét sig hafa það að setjast upp en þegar hún mætti aftur of seint næsta dag var þolinmæði Bill Cosbys þrotin. Hann þreif í hendurnar á henni og sagðist vera orðinn þreyttur á að vera sífellt að gefa henni tækifæri eftir tækifæri á meðan hún gerði ekki annað en að formæla öllum hlutum. Hann gæti hreinlega ekki unnið með henni við gerð þáttanna við slíkar aðstæður. Annað hvort tæki hún sinnaskipt- um á stundinni eða samskiptum þeirra væri lokið. Öllum við- stöddum var brugðið og Bill Cosby var svo æstur að hann titr- aði. Lisa svaraði engu en yfirgaf upptökusalinn. Daginn eftir átt- aði hún sig á því heima hjá sér í New York að hún hafði misst vinnuna og bankinn lokaði 35 þúsund dollara yfirdráttarreikn- ingi hennar. Frami hennar virðist nú í hættu vegna slæmrar hegð- unar og áhugaleysi fyrir starfi sínu. Lisa Bonet: Frami hennar í hættu vegna slæmrar hegðunar og áhuga- leysis. Stjórnunarfélag íslands með námskeið á Akureyri: Markaðs- og sölunám og símanámskeið Markaðsskóli Islands, sem er í eigu Stjórnunarfélags íslands og Útflutningsráðs hefur þróað hagnýtt markaðs- og sölunám fyrir núverandi og verðandi markaðs- og sölustjóra, í sam- vinnu við færustu markaðs- menn. Rík áhersla er lögð á lif- andi nám með þátttöku í raun- hæfum verkefnum úr eigin starfsumhverfi. Námið sem fram fer á Hótel KEA á Akureyri, hefst föstudag- inn 10. maí kl. 13.00 til 17.00 og lýkur miðvikudaginn 15. maí. Námið er alls 26 kennslustundir, auk þess sem þátttakendur vinna að raunhæfum verkefnum undir leiðsögn leiðbeinenda á tímabil- inu. Þá efnir Stjórnunarfélag íslands til símanámskeiðs á Hótel KEA á Akureyri, laugardaginn 11. maí. Námið sem er með nýju sniði er ætlað öllu starfsfólki sem sinnir símsvörum og þjónustu við viðskiptavini símleiðis. Á námskeiðinu verða m.a. kynntar helstu nýjungar í síma- tækni og gæði símsvörunar. Mannlegi þátturinn er tekinn fyr- ir og æfingar gerðar í gæða sím- svörun og áhersla lögð á bætta þjónustulund. Skráning á bæði þessi nám- skeið er hafin hjá Stjórnunarfé- lagi íslands, í síma 91-621066. Fanný Jónmundsdóttir, verkefn- isstjóri og fulltrúi Stjórnunarfé- lagsins, verður á Hótel KEA kl. 10-12 á laugardaginn og fræðir fólk um það sem Stjórnunar- félagið fæst við. Frá Hrafnagilsskóla Vinningar í skyndihappdrætti ferðasjóðs. 1. vinningur kom á miða nr. 35 2. vinningur nr. 88 3. vinningur nr. 159 4. vinningur nr. 60 5. vinningur nr. 168 6. vinningur nr. 189 7. vinningur nr. 19. Upplýsingar um vinninga í síma 31137 og 31136. Skólastjóri. Aðalfundur Kaupmannafélags Akureyrar verður haldinn að Hótel KEA miðvikudaginn 8. maí kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. G Libresse bindið er lagað að línum líkamans, er þægilegra og öruggara auk þess að vera eingöngu framleitt úr náttúrulegum efnum. Libresse fæst í öllum verslunum

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.