Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 21. janúar 1992 Fréttir Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar lögð fram í dag: Rekstrargjöld um 71% af tekjum Samkvæmt frumvarpi um fjár- hagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir 1992 eru tekjur bæjarins áætlaðar rúmur 1,3 milljarður króna. Rekstrargjöld eru hins vegar áætluð ríflega 950 millj- Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ A fundi bæjarráðs 19. des- ember sl. iýsir það ánægju sinni með það hversu vel hafi tekist til með rekstur Hús- næðisskrifstofunnar á Akur- eyri og er lagt til að samningur um starfrækslu hennar verði framlengdur, en tekið er fram að skynsamlegt sé að fela skrifstofunni aukin verkefni á sviði húsnæðismála og auka á þann hátt þjónustu við íbúa svæðisins. ■ Með bréfi dsagsettu 20. desember sl. bauð Hjarta- og æðaverndarféiag Akureyrar og nágrennis Akureyrarbæ til kaups húseignina Geisiagötu 1. Bæjarráð vísaði þessu erindi til gerðar fjárhagsáætl- unar. ■ Bæjarráð hefur staðfest framlagt samningsuppkast við Raftákn hf. um hönnun allra rafiagna í myndlistarsali á 1. hæð í gamla Mjólkursamlags- húsinu í Grófargili. ■ Gufuveitun hf., sem stofn- uð var á Akureyri 20. desem- ber sl. um rekstur ketilhúss á Gleráreyrum, sem áður var í eigu SÍS, hefur óskað eftir við- ræðum við veitustjórn um raf- orkukaupasamning og annað það sem tengist breytingum á rekstri ketilhússins. Rafveitu- og hitaveitustjóra var falið að taka upp viðræður við Gufu- veituna hf. ■ Petra María Sveinsdóttir Hakonson, Reykjavík, hefur fært Akureyrarbæ að gjöf mál- verk eftir Hauk Stefánsson, listmálara, í minningu foreldra sinna, Ingibjargar Jónsdóttur og Sveins Bergssonar er bjuggu í Eyrariandsstofu á Akureyri árin 1915-1925. ■ Sólveig Jónsdóttir, Áifa- byggð 7, hefur verið ráðin í 80% starf leiðbeinanda við fé- lagsstarf aldraðra í þjónustu- miðstöðinni Hlíð frá 1. janúar 1992. ■ Sjálfstyrkingarnámskeið fyr- ir konur hjá Akureyrarbæ. Kynningarfundur verður hald- inn 27. janúar nk.. Námskeið- ið hefst 22. febrúar og stendur til 4. apríi, alls 18 tímar. ■ Petrína Eldjárn, bókavörð- ur á Amtsbókasafninu, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. rnars nk. fyrir aldurs sakir. ■ Menningarmálanefnd hef- ur samþykkt kaup á málverk- um eftir Kristinn G. Jóhanns- son og Kristjönu Arndal. ■ Bæjarráð hefur lagt til að skipuð verði fræðsiunefnd bæjarins, sem vinni að fræðslumálum starfsmanna. ónir króna. Nettó eignfærð fjárfesting nemur 253.5 millj- ónum króna. Rekstrargjöld eru um 71% af tekjum. Tekjuhlið bæjarins skiptist svo að útsvar er áætlað að gefi bæjar- kassanum 788,5 milljónir, aðstöðugjald 250 milljónir, skatt- ar af fasteignum 228,5 milljónir, fráveitugjöld 73 milljónir og landsútsvar 8,3 milljónir króna. Stærstu liðir rekstrargjalda- negin eru félagsmál og almanna- xyggingar 232 milljónir, ræðslumál 198 milljónir, íþrótta- ig æskulýðsmál 100 milljónir, 'ötur og holræsi 83 milljónir, amhverfismál 81 milljón, menningarmál 64 milljónir og hreinlætismál 46 milljónir. Hlutfallslega er gert ráð fyrir óverulegum breytingum í rekstr- argjöldum einstakra málaflokka milli ára. Mest hefur hækkunin orðið á íþrótta- og æskulýðsmál- um, ríflega 12% og félagsmál og almannatryggingar yfir 7%. Eignfærðar fjárfestingar eru í meginatriðum í takt við þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar, sem samþykkt var sl. haust. Undir liðnum félagsmál er ný dagvist efst á blaði. Til hennar verður varið 30 milljónum króna og er stefnt að því að hún verði opnuð fyrir ársbyrjun 1993. Ekki hefur verið ákveðið hvort keypt verður húsnæði fyrir dagvistina eða byggt húsnæði yfir hana. Til þjónustukjarna við hús aldraðra við Víðilund verður varið 880 þúsund kr. Vegna byggingar fjöl- býlishúsa fyrir aldraða við Bugðusíðu festir Akureyrarbær kaup á húsnæði í kjallara Bjargs fyrir þjónusturými fyrir 28,3 milljónir króna. Nýtt sambýli fyr- ir aldraða verður keypt á árinu og í kaupin og nauðsynlegar breyt- ingar á húsnæði er gert ráð fyrir 22 milljónum króna. Til leigu- ■íbúða verður varið 48 milljónum króna. Undir liðnum heilbrigðismál eru 7,3 milljónir króna til Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Fræðslumál fá ríflega 105 milljónir króna í sinn hlut, sem skiptist svo að til Síðuskóla fer 51 milljón, 53,8 milljónir til Verk- menntaskólans og 600 þúsund til Menntaskólans. Menningarmál fá 45 milljónir króna. Þessari upphæð hefur ekki verið endanlega skipt, en stærstur hluti hennar fer til kaupa bæjarins á gamla Mjólkursamlags- húsinu í Listagili, sem eins og kunnugt er verður innréttað fyrir fjölbreytilega menningarstarf- semi. Þá fer drjúg upphæð til hönnunar listasafns í Mjólkur- samlagshúsinu og hönnunar við- byggingar við Amtsbókasafnið. Til íþróttamála er gert ráð fyrir að verja 22 milljónum króna. Stærstu upphæðirnar fara til áframhaldandi framkvæmda við íþróttahöllina, lokið verður við Sundlaug Glerárskóla, sett verð- ur fjármagn í hönnun á nýrri sundlaug við Sundlaug Akureyr- ar og Skíðastaðir fá líka tölu- verða upphæð. Til húseigna bæjarins verður varið 20 milljónum króna. Hluti þeirrar upphæðar rennur til breytinga á nýju húsi fyrir Slökkvilið Akureyrar og einnig verður töluverðri upphæð varið til „hrókeringa" á húsakynnum fyrir einstaka deildir og stofnanir bæjarins. óþh Sigurvegarar í samkeppni Eyjafjarðarsveitar um merki fyrir sveitarfélagið. Feðgarnir Gunnlaugur Björnsson og Steindór Gunnlaugsson fengu 100.000 kr. í verðlaun fyrir merkið. Mynd: jóh Merki fyrir Eyjaflarðarsveit: Feðgarnir kræktu í 1. verðlaunin Feðgarnir Gunnlaugur Björns- son og Steindór Gunnlaugsson hlutu 1. verðlaun fyrir tillögu sína í samkeppni um merki fyr- ir Eyjafjarðarsveit. Eins og fram kom í Degi á föstudag samþykkti sveitarstjórn tillögu dómnefndar um þrjú verð- launamerki í samkeppni um merki fyrir sveitarfélagið. Á sunnudag voru síðan nöfn ýmsar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar beinast sérstaklega höfunda birt- Opinberir starfsmenn: Fundur í Alþýðuhúsinu á Akureyri gegn opinberum starfsmönnum, segir í frétt frá fundarboðendum Opinberir starfsmenn á Norðurlandi gangast fyrir fundi um stöðuna í kjarasamn- ingunum og velferðarmálum þjóðfélagsins á morgun. Fund- Jón Baldvin með fundi og Ýdölum Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, boðar til funda í þessari viku um GATT-samninginn og önnur mál sem viðkoma landbúnað- inum í Miðgarði í Skagafírði og Ydölum í Aðaldal. Fundur Jóns Baldvins í Mið- garði verður nk. fimmtudags- kvöld kl. 21 og í Ýdölum í Aðaldal á föstudag kl. 14. Ekki er ofsögum sagt að mikið hafi verið rætt og ritað um GATT-málið að undanförnu, enda eitt stærsta mál fyrir bænda- stéttina um árabil. Því má ætla að margir leggi leið sína á þessa fundi utanríkisráðherra. óþh urinn fer fram í Alþýðuhúsinu og hefst klukkan 16.00. Ræðu- menn á fundinum verða þau Ögmundur Jónasson, formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands og Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskóla- manna sem starfa hjá því opin- bera, BHMR. Á fundinum verður rætt um komandi kjarasamninga og þá stöðu sem launafólk er í um þess- ar mundir. í fréttatilkynningu frá fundarboðendum segir að efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar valdi stórfelldri útgjaldaaukn- ingu hjá launafólki og megi í því sambandi nefna skertar barna- bætur, lakari skilyrði til náms, skerðingu örorku- og ellilífeyris og stóraukinn sjúkrakostnað. Þá segir að ýmsar þessara ráðstafana beinist sérstaklega gegn opinber- um starfsmönnum. Þeim sé hótað réttindaskerðingu og vegið að starfskjörum þeirra. Ríkisvaldið hóti meðal annars að skerða áunnin rétindi svo sem lífeyris- réttindi, fæðingarorlof og veik- indarétt í tengslum við komandi kjarasamninga. Þá er bent á að fjöldauppsagnir liggi í loftinu og boðaður sé stórfelldur samdrátt- ur í velferðarþjónustu. Jóhanna Júlíusdóttir, formað- ur Starfsmannafélags Akureyrar, sagði að margir opinberir starfs- menn væru óttaslegnir vegna þeirra ráðstafana sem nú væru boðaðar og menn hefðu fyllstu ástæðu til þess að óttast um sinn hag. Hugur væri í fólki að mæta þessari aðför og snúa vörn í sókn. Jóhanna sagði að fundurinn á morgun yrði með svipuðu sniði og þeir fundir sem þegar hefðu verið haldnir með opinberum starfsmönnum að undanförnu. ÞI Gunnlaugur og Steindór eru frá Akureyri og hlutu þeir 100.000 kr. í verðlaun. Önnur verðlaun í samkeppninni, kr. 35.000, hlaut Dóra Hansen í Hafnarfirði en þriðju verðlaun fékk Kristbjörg Ingólfsdóttir á Akureyri, 15.000 kr. Þess er nú beðið að félagsmála- ráðuneyti opinberi nýjar reglur um merki fyrir sveitarfélög en að þeim fengnum mun sveitarstjórn taka ákvörðun um merki fyrir sveitarfélagið. Á þessari stundu er því ekki ljóst hvort verðlauna- merkið í samkeppninni mun falla að þeim reglum sem nú taka gildi. JÓH Fiskmiðlun Noröurlands á Dalvík - Fiskverö á markaöi vikuna 12.01-18.011992 Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verö Meðalverö (kr/kg) Magn <kg) Verömæti Hlýri 50 50 50,00 63 3.150 Karfi 41 35 39,60 430 17.030 Keila 30 20 20,80 87 1.810 Lúöa 350 220 335,28 265 88.850 Steinbítur 55 50 52,59 352 18.511 Ufsi 51 49 50,49 11.009 555.892 Ýsa 114 100 113,18 685 77.530 Ýsa, smá 58 58 58,00 12 696 Þorskur 106 75 95,59 38.113 3.643.258 Þorskur, smár 70 67 68,57 18.851 1.292.559 Samtals 81,57 69.867 5.699.286 Dagur birtir vikulega töflu yfir fiskverð hjá Fiskmiölun Norðurlands é Dalvík og greinir þar frá verðinu sem fékkst í vikunni á undan. Þetta er gert í Ijósi þess að hlutverk fiskmarkaða í verðmyndun íslenskra sjávarafurða hefur vaxið hröðum skrefum og því sjálfsagt að gera lesendum blaösins kleift að fylgjast með þrðun markaösverðs á fiski hér á Norðurlandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.