Dagur - 02.02.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 02.02.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. febrúar 1993 - DAGUR - 5 Hjónin Friðrikka Kristjánsdóttir og Jón Jónsson. Að baki má sjá veggklukku sem söfnuðurinn og kirkjukórinn færðu þeim að gjöf fyrir áratuga ræktarsemi við kirkjuna og safnaðarstarfið. Ljósavatnskirkja 100 ára: Hjónunum að Fremstafelli færð forláta veggklukka að gjöf Hinn 10. desember sl. var 100 ára afmælis Ljósavatnskirkju minnst með hátíðarguðsþjón- ustu og var margt manna við- statt, bæði úr sókninni og lengra að komið. Af því tilefni var þeim sæmdar- hjónum í Fremstafelli, Friðrikku Kristjánsdóttur og Jóni Jónssyni, færð forláta veggklukka að gjöf frá söfnuðinum og kirkjukórn- um. Kveðjur bárust frá biskupi íslands og þeim núlifandi prest- um sem þjónað hafa Ljósavatns- kirkju. GG Prófasturinn, sr. Öm Friðriksson á Skútustöðum, flutti hátíðarræðuna. Þeir prestar sem voru viðstaddir, fv: sóknarpresturinn Magnús Gamalíel Gunnarsson, Þórir Jökull Þorsteinsson á Grenjaðarstað, Eiríkur Jóhanns- son á Skinnastað, Björn Jónsson á Húsavík og Örn Friðriksson á Skútustöð- um. Sóknarpresturinn, sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson, fyrir altari Ljósa va t nskirkj u. Ljósavatnskirkja. Ljósavatnskirkju. Organisti er Fnðnk Helgi Jónsson á Húsavík. Styrkur til háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi námsárið 1993-94. Styrktímabilið er níu mánuðir frá haustmisseri 1993. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 5.500 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k. 2 ár. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknum, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skal skilað í ráðuneytið fyrir 26. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið, 28. janúar 1993. Unglingar takið eftir! Námskeið íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar 1993 Námskeið í Félags- miðstöðinni Lundarskóla JANÚAR-FEBRÚAR Leirmótun - 10 klst. Formað í leir, brennt og glerungað. Málmsmíðanámskeið -10 klst. Kennd lóðun og gerðir ein- faldir hlutir úr messing, kopar og nýsilfri. Skrift- og leturgerð - 10 klst. Pennar seldir á staðnum. Saumanámskeið - 10 klst. Kennt að taka snið upp úr blöðum. Áhersla lögð á að sauma einfaldar flíkur. Námskeið í Félags- miðstöðinni Síðuskóla JANÚAR-FEBRÚAR Saumanámskeið - 10 klst. Kennt að taka snið upp úr blöðum. Áhersla lögð á að sauma einfaldar flíkur. Snyrtinámskeið - 10 klst. Andlitssnyrting, handsnyrting, fótsnyrting, framkoma og mataræði. Skrift og leturgerð - 10 klst. Pennar seldir á staðnum. Flugmódelsmíði. Allt til smíðanna selt á staðnum. Verkefnið verður sviffluga með 75 cm vænghaf. Kennt verður í íþrótta- vallarhúsinu. Námskeið í Félags- miðstöðinni Glerárskóla JANÚAR-FEBRÚAR Saumanámskeið - 10 klst. Kennt að taka snið upp úr blöðum. Áhersla lögð á að sauma einfaldar flikur. Ljósmyndanámskeið - 15 klst. Kennsla í meðferð mynda- véla, framköllun og stækkun. Snyrtinámskeið - 10 klst. Andlitssnyrting, handsnyrting, fótsnyrting, framkoma og mataræði. Námskeið í Dynheimum JANÚAR-FEBRÚAR Ljósmyndanámskeið - 15 klst. Kennsla ( meðferð mynda- véla, framköllun og stækkun. Stefnt verður að sýningu að námskeiðinu loknu, t.d. í mars ’93. Dúkristunámskeið - 10 klst. Prentaðar myndir - grafík. Tækja- og plötunámskeið - 15 klst. Tauþrykk - 10 klst. Prentað á tau, t.d. fatnað, púða o.fl. Snyrtinámskeið -10 klst. Hvert námskeið kostar: 10 klst. kr. 1.300 - 15 klst. kr. 2.000 - 20 klst. kr. 2.600. Innritun og nánarl upplýsingar á skr/fstofu Dynhelma, Hafnarstræti 73, síml 22710. - Opið kl. 14.30-18.30. íþrótta- og tómstundaráð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.