Dagur - 02.02.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 02.02.1993, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 2. febrúar 1993 LITSTÆKKUN afsláttur af 20x28 stækkunum í febrúar cPedíomyndir? Skipagata16 • 600Akureyri ■ Sími 96 - 23520 Sauðárkrókur: Þó að bömin hafi gaman af því að leika sér á svellinu, hafa forsvarsmenn grunnskólanna áhyggjur af hárri slysatíðni barna en mörg slysin verða einmitt á skólalóðunum. A myndinni sem tekin var á skólalóð Barnaskóla Akureyrar sést vel að hún er ísiiögð og um leið stórhættuleg börnum að leik. Mynd: Robyn Skrifstofuhald Skjaldar flyst til Siglufjarðar Nú á næstunni verður skrif- stofuhald Skjaldar hf. á Sauð- árkróki flutt til Siglufjarðar. Þetta er gert af hagkvæmnis- ástæðum og í samræmi við stefnuna frá upphafi, að sögn Róberts Guðfinnssonar fram- kvæmdastjóra Þormóðs Ramma hf. á Siglufirði. Árni Guðmundsson framkvæmda- stjóri Skjaldar hf. segir þessa ákvörðun tekna í fullu samráði beggja fyrirtækja. Róbert sagði í samtali við blað- ið að þessi hagræðing hafi verið á dagskrá frá því Þormóður Rammi keypti meirihlutann í Skildi hf. í apríl á síðasta ári. Stefnan hafi verið sú að auka starfrækslu í frystihúsinu, en hagræða í yfirbyggingu. Liður í því er að flytja skrifstofuhald Tilboð í sorppoka fyrir Akureyrarbæ: Umboðsmaður Plastos hrepptí hnossið - áfall fyrir Ako-plast á Akureyri Nýverið voru opnuð tilboð í sorppoka fyrir Akureyrarbæ, alls 330 þúsund poka á ári. Sex aðilar sendu inn tilboð, þrír innlendir og þrír umboðsmenn fyrir innflutta plastpoka. Tölu- verðar umræður urðu um til- boðin á fundi bæjarráðs en ákveðið var að ganga út frá því að taka lægsta innlenda tilboð- inu. Innlendu tilboðin voru frá Ako-plasti á Akureyri og akur- eyrskum umboðsmönnum tveggja fyrirtækja í Reykjavík, Bjarna Bjarnasyni fyrir hönd Plastos og Heildverslun Valdemars Baldvins- sonar fyrir hönd Plastprents. Bjarni Bjarnason (Plastos) var með lægsta innlenda tilboðið, 4,3 milljónir rúmar, og hreppti hnossið. Umboðsmenn fyrir innflutta plastpoka, Jón Bjarnason, Bjarni Bjarnason og P. Björgúlfsson, voru undir þessari tölu og Þ. Björgúlfsson lægstur með 4,1 milljón. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, sagði í samtali við Dag að niðurstaða fundarins hefði verið sú að mæla með því að lægsta innlenda tilboðinu verði tekið. „Það munar rétt um 5% á lægsta innlenda og lægsta erlenda tilboðinu og menn hefðu ekki verið sjálfum sér samkvæmir ef þeir hefðu ekki lagt áherslu á inn- íenda tilboðið fyrst munurinn var ekki meiri. Tilboðið frá Ako- plasti var hins vegar um 20% hærra og þá er munurinn orðinn of mikill til að hægt sé að horfa fram hjá honum,“ sagði Sigurður en sumir bæjarráðsmenn töldu rétt að Ako-plast yrði fyrir valinu enda munurinn á tilboðunum ekki svo mikill þegar allir þættir væru skoðaðir. Sigurður J. sagði varasamt að einblína á fyrirtæki í bænum. Þau vildu fá að taka þátt í útboðum um land allt og því væri eðlilegt að fyrirtæki annars staðar á land- inu myndu sækja í markað á Akureyri. Landið væri einn markaður. íslensku bókmenntaverðlaunin: Dagur hafði samband við Eyþór Jósepsson hjá Ako-plasti. Hann vildi lítið tjá sig um málið, þetta væri áfall og hann sagðist varla trúa því að bæjarstjórn myndi afgreiða það á þennan hátt. Hann sagði að þetta væri gróft undirboð og fyrirsjáanlegt væri að Ako-plast þyrfti að segja upp einum starfsmanni til að bregðast við þessu, auk þess sem áhrifin myndu verða víðtækari þegar fram liðu stundir. SS Skjaldar til Siglufjarðar. Á skrif- stofu Skjaldar starfa tveir starfs- menn í fullu starfi og einn í hálfu. Unnar Pétursson skrifstofu- stjóri Skjaldar mun flytjast til Siglufjarðar, en stúlka sem var í hálfu starfi mun að líkindum hefja störf í frystihúsinu á ný, að sögn Árna. Sjálfur mun Árni hins vegar gegna áfram umsjónar- starfi með rekstri fóðurstöðvar Melrakka sem Skjöldur leigir. Stofnlánadeild landbúnaðarins leysti Melrakka til sín eftir gjald- þrot fóðurstöðvarinnar um ára- mótin 1990-91, síðan hefur rekst- urinn verið í leigu. Melrakki framleiðir fóður fyrir loðdýra- bændur og þar eru jafnframt stór- ar frystigeymslur sem nýst geta fiskvinnslunni. Róbert tók það fram að Þor- móður Rammi hafi ekki yfirtekið rekstur Skjaldar hf., hér væri ein- göngu um að ræða hagræðingu af hagkvæmnisástæðum. Líkja mætti þessu við rekstur fisk- vinnslu á Hofsósi, en hún er rek- in af Fiskiðjunni á Sauðárkróki, án þess að sérstök skrifstofa sé á Hofsósi. Hann lét þess jafnframt getið að vinnslá frystihúss Skjald- ar hafi verið meiri á síðasta ári en árið þar áður og Árni tók undir það. Árni sagði jafnframt að málin séu leyst í samvinnu og allt væri í besta lagi. Skipverjar á Drang- eynni hefðu allir dregið uppsagn- ir sínar til baka, utan einn og ekki stæði til að færa útgerð skipsins til Siglufjarðar, umfram það sem verið hefur undanfarið. sþ Akureyrarflugvöllur: Ýmist of eða van um síðustu helgi Sæfarimi sofandi og bókmenntasaga íslensku bókmenntaverðlaun- in fyrir árið 1992 voru afhent í gær. Niðurstöður dómnefndar voru kynntar í hófi og það var forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sem tilkynnti niðurstöðurnar. Þorsteinn frá Hamri fékk íslensku bókmenntaverðlaunin 1992 í flokki fagurbókmennta fyrir Ijóðabókina Sæfarinn sof- © VEÐRIÐ í nótt var gert ráð fyrir mjög hvassri suðvestan átt, roki eða ofsaveðri á þeim stöðum þar sem slík átt er skeinuhætt. Almannavarnir voru víða í við- bragðsstöðu. í dag dregur úr mjög úr vindstyrk en vindur verður vestlægur og einhver éljagangur verður um landið með 3-5 stiga frosti. Horfur næstu daga eru svipaðar en vindur snýst til norðurs og enn kólnar. andi. I flokki fræðirita var íslensk bókmenntasaga I verðlaunuð en hana skrifuðu Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson og Vésteinn Ólason ritstjóri. Fram kom að tilgangurinn með afhendingu verðlaunanna er tví- þættur. Annars vegar að vekja athygli á ágætisverkum líðandi Heldur rólegt var hjá lögreglu á Eyjafjarðarsvæðinu um helg- ina. Á Dalvík urðu reyndar nokkrar fokskemmdir á sunnu- dag og aðfaranótt mánudags í roki sem hreif þakplötur og ýmislegt lauslegt með sér. í Ólafsfirði var allt með kyrr- um kjörum, að sögn lögreglu, og sömu sögu er að segja frá lögregl- unni á Siglufirði. Þar er Lödu- málið dularfulla loks farið að stundar og hins vegar að efla og auka umræðu um bókmenntir almennt. Fimm bækur voru tilnefndar í hvorum flokki og vöktu margar þeirra athygli. Til að mynda hlaut hinn ungi heimspekidoktor Kristján Kristjánsson tilnefningu fyrir Þroskakosti sína. SS skýrast. Að sögn lögreglunnar á Siglu- firði er búið að hafa hendur í hári Lödu-níðingsins, en ekki er að fullu ljóst hvort hann var einn að verki og er málið enn í rannsókn. Sem kunnugt er sætti roskinn maður á Siglufirði, eigandi Lödu Sport, harðvítugum ofsóknum og voru átta dekk skemmd fyrir honum, sætin skorin og reynt að kveikja í bílnum. SS Flugsamgöngur voru mjög skrykkjóttar um helgina. Á sunnudaginn var ekkert flogið til Akureyrar og engar ferðir þaðan á vegum Flugleiða eða Flugfélags Norðurlands. Ein vél sem lenti á Akureyri á laugardagskvöldið komst þó suður árla morguns á sunnu- dag. Laugardagurinn var mjög lit- ríkur í loftinu. Að sögn Sigurðar Kristinssonar á Akureyrarflug- velli kom Flugleiðaþota til Akur- eyrar um hádegi á laugardag með farþega frá föstudeginum og laugardagsmorgninum. Síðan komu tvær Fokker vélar í innan- landsflugi og var staðan þá orðin ágæt. Um kaffileytið komu tvær þot- ur óvænt til Akureyrar, önnur frá Ósló og hin frá Glasgow. Ekki hafði verið hægt að lenda á Kefla- víkurflugvelli og því var þotun- um flogið til Akureyrar. Um sjö- leytið fóru þær aftur á loft og til Keflavíkur en þá höfðu farþeg- arnir beðið í um þrjá tíma í þot- unum á Akureyrarflugvelli. Sem fyrr segir var ekkert flogið á sunnudaginn en um kaffileytið í gær var búið að flytja 250 farþeg- ar frá Akureyri til Reykjavíkur í fimm ferðum og var áætlað að fara tvær ferðir til viðbótar á Fokker vélum áður en veðrið yrði vitlaust á ný. SS Skagaströnd: 15-20 umsóknir um framkvæmdastjóra skóverksmiðju Á bilinu 15 til 20 umsóknir bárust um stöðu framkvæmda- stjóra skóverksmiðju hluta- félagsins Skrefsins á Skaga- strönd, en umsóknafrestur rann út sl. sunnudag. Adolf H. Berndsen, formaður stjórnar Skrefsins, segir að umsóknirnar verði skoðaðar á næstu dögum og reynt verði að hraða ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra eins og kostur er. Síðastliðinn laugardag voru undirritaðir samningar milli íslandsbanka og Skrefsins hf., sem er í eigu Höfðahrepps og Skagstrendings hf., um kaup þess á skóverksmiðjunni. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.