Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 4. september 1993 Kvikmyndir hinn 27. júní 1903 voru í fyrsta skiptið sýndar lifandi myndir á Islandi Skal hér fjallað eilítið um þessar fyrstu kvikmynda- sýningar á Islandi og stiklað á stakstcinum í bíósögu Akureyrar. Ég hef stundum verið spurður að því hvenær Islendingar byrjuðu að horfa á bíó. Svarið hefur alltaf verið heldur í skötulíki og meira til að breiða yfir fákunnáttu mína en annað. A endanum hefur það farið svo að ég hef verið veginn og léttvægur fundinn. Það er því fyllilega tímabært aó ég rcki af mér slyðruorðið og reyni örlítið til aó hækka greindarvísitölu mína, að minnsta kosti í augum þeirra hvítu hrafna er þetta lesa. Þegar ég settist niður að afla svara varó mér fljótlega ljóst aó á Akureyri byrjaöi þetta bíófargan allt saman. Það var eftir miðjan júní árið 1903 að tveir Norömenn stigu á land í kaupstaðnum. Þeir höfóu meóferðis allmikinn farangur og greinilegt að þeir voru ekki eingöngu komnir til að kíkja á undarlega mörlanda og virða fyrir sér afbrigöileg náttúruundur. Norðmennirnir, Femander og Halseth, hafa ef til vill átt einhver ítök í stúkureglu bæjarins, að minnsta kosti fengu þeir að setja upp leyndardómsfullar vélar í nýreistu húsi Goodtemplara á Barðsnefi. Því verður að skjóta hér inn að þetta hús stóð þar sem hátimbrað leikhús Akureyringa er nú en það var einnig byggt af stúkumönnum örfáum árum síðar en þeir atburðir uróu er hér greinir frá. Eldra húsið hafði þá verið tekið niður og mig rámar í að hafa séð einhversstaðar á prenti að þaó hafi verió flutt niður á Oddeyri (Arnfinnur bíóstjóri Borgarbíós segir mér að hann hafi séð ljósmynd af þessu húsi sem ég er nú að reyna aó finna). En þetta var svolítill hlykkur á bænina. Ekki höfðu Norðmennirnir fyrr sett upp tæki sín og tól en þeir auglýstu; „I fyrsta sinn á Islandi. Agætar sýningar meó The Royal Biokosmograph Edisons lifandi ljósmyndir." „Aldrei skemmt sér betur á æfinni“ í blaðinu Norðurlandi var vakin sérstök athygli á þessum sýningum. Sagt var aö þær heföu slegið í gegn í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi og að „fullorðið fólk sitji hugfangið eins og börn af fegurðinni og ráði sér þess á milli ekki fyrir hlátri." Og seinna í pistlinum útskýrir greinar- höfundur hvernig standi á þessum mikla áhrifamætti Edisons lifandi ljósmynda: „Einkum verða myndirnar hugnæmar fyrir það, að hreyfingarnar sjást, alveg eins og þær eru í lífinu.“ Og Akureyringar urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, og Norðmenninrir raunar ekki heldur því að bæjarbúar fjölmenntu til þeirra og fylltu húsið hvað eftir annað. Athugum hvernig fyrsti kvikmyndaskríbent- inn á íslandi skrifaði um fyrstu kvikmyndasýningarnar hérlendis. Blaðið Noröurland 4. júlí 1903: „Myndasýningarnar“ „Þær urðu ekki nein vonbrigði. Þeir herra Femander og Halseth urðu að sýna myndimar þrisvar á sunnudaginn og tvisvar á mánudag og þriðjudag. Með öðru móti [var] ekki unnt að fullnægja eftirspuminni. Þrátt fyrir loftleysi og feikihita - þar sem loka varð gluggum og dyrum til þess að gera aldimmt inni - sat þar húsfyllir í hvert sinn og skemmti sér hið besta. Ymsir tóku þaó jafnvel fram, að betur hefðu þeir ekki skemmt sér á æfi sinni.“ Af hverju stofnar enginn ungur maður hér til sýninga? Við skulum nú bregóa okkur suður fyrir heiðar því að þangaö héldu þeir Fernander og Halseth frá Akureyri. Kvikmyndasýningar þeirra í Reykjavík fóru fram í Iðnaðarmannahúsinu og var aðsóknin engu minni en á Akureyri. Fólki fannst þetta allnýstárlegt enda aldrei áður séð neitt þessu líkt. I Þjóðólfi var þó tekið fram að ekki væri tæknin við lifandi myndirnar gallalaus en sumar myndanna væru engu að síður allgóðar „t. d. úr Búastríðinu, úr dýragarðinum í Lundúnum, mynd af snjókasti, mynd frá baðstofnun í Mílano, riddaraliðssýning o. fl„ en meiri hlutinn eru gamanmyndir nokkurskonar, til skemmtunar „fyrir fólkið““: skrifaði blaðið og umkringdi „fyrir fólkið“ með gæsalöppum, kannski í svipuðum tilgangi og við tölum stundum um „Hollywoodframleiöslu“ með töluverðri fyrirlitningu. En þessar gamanmyndir náóu til áhorfenda: „Og hlæja menn dátt að þeim“: sagði Þjóðólfur eftir að hafa fitjað upp á trýnið með viðeigandi gæsalappanotkun. Ekki er mér fullljóst hvað gerðist næstu árin í kvikmyndalífi landsmanna en í ágúst 1905 getur Norðurland þess að lifandi myndir „hafi verió sýndar hér þrem sinnum í þessari viku af norskum manni frá Flekkebjærg og hefir þótt góð skemmtun af.“ Og í niðurlaginu sagði: „Myndir verða aftur sýndar í næstu viku.“ Arió eftir flytur Norðri á Akureyri þá frétt að lifandi myndir séu stööugt sýndar í Reykjavík og standi tvö félög í harðvítugri samkeppni um áhorfendur. Er greinilegt að blaðinu finnst mikill framfarabragur af þessu og vill að Akureyringar fái að njóta lifandi mynda á sama hátt og Reykvíkingar. „Undarlegt má það heita að engum ungum manni hér skuli hafa komió til hugar að stofna til samtaka í því skyni.“ „Efnislítil mynd og mjög fánýt“ Enn verð ég að y viðurkenna fákunnáttu mína. Ég veit að einhver stóðst ekki áfrýjunarorð blaðsins til lengdar og í húsinu númer þrjú við Strandgötu (það er nú horfið) fæddist bíó. Hvenær veit ég ekki en líklega hefur eigandi hússins, Anton Jónsson timburmeistari, staðið fyrir sýningum. Seinna meir var þetta hús kallað Gamla bíó manna á millum og varð um síðir hluti af höfuðstöðvum Bifreiðastöðvar Akureyrar, BSA, og Kristjáns Kristjánssonar en hann átti eftir að efnast vel í seinna stríði á leigubílum sínum. Ég hef fátt að segja um kvikmyndasýningar í Strandgötu 3. Einstaka sinnum birtust örstuttir fréttapistlar um hvað væri á hvíta tjaldinu. I Degi mátti síóla árs 1922 lesa þennan dóm um það sem þá var í bíó: „Þar eru nú sýndar þessar myndir: En Aftenscene sem má teljast efnismikil mynd og góð, en ekki laus við hryðjuverk og Leikhúsmærin, sem er efnislítil mynd og mjög fánýt.“ Arió eftir þessa afdráttarlausu og stuttorðu kvikmyndarýni gerðist það að nokkrir einstaklingar réðust í að byggja sérstakt bíóhús í kaupstaðnum. Fyrir því stóðu Hallgrímur Kristjánsson, Ragnar Olafsson og fleiri. Það var vígt í byrjun júní 1923 að vióstöddum öllum helstu forkólfum bæjarins. Læknirinn, Valdemar Steffensen, flutti við það tækifæri erindi um kvikmyndir og að lokinni sýningu myndarinnar „Litla stúlkan hans“ söng Geysir nokkur lög. Ollum kom saman um að mikil bæjarprýði væri að þessu fyrsta sérbyggóa kvikmyndahúsi Akureyrar. Þaö þótti ákaflega veglegt, rúmgott og með hinu nýtískulegasta sniði sem kom meðal annars fram í því að rafmagnsloftræsting var í húsinu „sem stöðugt endurnýjar loftið“: skrifaði hrifinn fréttamaður Islendings. A ljósmyndum má sjá að nafn hússins, Akureyrar-Bíó, hefur verið málað stórum stöfum á þak þess (gaman væri nú að vita hvort það var í rauðum lit eða einhverjum öðrum?). Langt er síðan einhver málarinn hefur málað yfir þessa stafi og nú þekkjum vió þetta hús undir nafninu Dynheimar. Einhverja samkeppni hefur Akureyrar-bíó ef til vill fengiö næstu árin en af henni fer þó heldur litlum sögum. Það veróur heldur ekki til að einfalda málið aö bíóió virðist stundum hafa verið kallað Nýja Bíó. Til dæmis hefur fréttaritari Islendings ómögulega getað gert upp við sig hvort nafnið hann átti að nota þegar hann aóeins tveimur og hálfum mánuöi eftir opnun bíósins skammaði stjórnendur þess fyrir aó sýna ekki Tvífarann, er byggði á sögunni um Dr. Jekyll og Mr. Hyde, oftar en einu sinni. I skammarræóunni er bíóið kallað til skiptis Nýja Bíó og Akureyrar- Bíó. Og stundum var það bara kallað Bíó. í Degi 6. ágúst 1925 gat að lesa eftirfarandi tilkynningu: „Bíó hefir gert þá breytingu á sýningum að hér eftir verða sýningar á fimmtudagskvöldum til viðbótar viö hin fyrri sýningarkvöld. Verða nú sýndar tvær myndir vikulega og í tvö skifti hvor; önnur á laugardags- og sunnudagskvöldum, hin á miðvikudags- og fimmtudags- kvöldum." Að því kom þó að Akureyrar- Bíó fékk keppinaut og tók sá upp nafnið sem stundum hafói verið þvælt á eldra bíóió, nefnilega Nýja Bíó. Starfsemi þess hefur líklega byrjað í bindindisheimilinu Skjaldborg en það höfðu góðtemplarar og Ungmennafélag Akureyrar reist árió 1925. Gamla Skjaldborgarhúsið þekkjum vió nú í nýrri og glæstri mynd undir nafninu Hótel Oðal. Þegar kom fram á árió 1929 varð augljóst að frammámenn Nýja Bíós hugsuðu stórt. Þeir vildu byggja sérhannað bíóhús og um haustið auglýstu þeir að sýningar myndu falla niður í Skjaldborg rétt á meðan þeir væru að koma sýningarvélunum yfir í nýja bíóhúsið sem þá var risið á uppfyllingunni í Oddeyrarbót eins og Akureyringar þriója áratugarins kölluðu Hofsbótina (sem sumir vilja reyndar aðeins nefna Bótina). Verkamaðurinn flutti fréttir af fyrsta sýningakvöldinu í hinu nýja bíói; hann lét þess ógetið hvaða mynd hefði vcrið á hvíta tjaldinu þetta merka kvöld en undirstrikaði ánægju sína með þá ráðabreytni stjórnenda bíósins að láta allar tekjur kvöldins rcnna óskiptar í kirkjubyggingarsjóðinn - „og væri þaö æskilegt [...] að forráðamenn bíósins hefðu það hugfast í framtíðinni", skrifaði fréttamaður blaðsins, „að hafa það eitt á boðstólum, scm göfgar bíógestina, en drepur ekki niður það gott, sern þeir sækja í kirkjuna.“ Með opnun Nýja Bíós hófst nýr kafli í sögu bíómenningar Akureyringa, menningar sem meðal annars góðtemplarar bæjarins áttu eftir aö gerast fánaberar fyrir og gegna reyndar enn því hlutverki. Ut í þá sálma veróur þó ekki farið hér að sinni. I dag heitir húsið Dynheimar en var í upphali byggt sem bíó, reyndar fyrsta sérbyggða bíóhúsið af tveimur er hafa risið hér á Akureyri. Skjaldborg, nú Hótel Óðal. Þar var Nýja Bíó til húsa um skeið og þar höfðu góðtemplarar bíósýningar áður en þeir tluttu sig út í speglasalinn fína á Hótel Norðurlandi og breyttu honum í bíó. Sú saga er ekki sögð hér og bíður betri tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.