Dagur - 10.12.1994, Síða 7

Dagur - 10.12.1994, Síða 7
Laugardagur 10. desember 1994 - DAGUR - 7 Grýla og Lcppalúði í sátt og samlyndi við hlóðirnar og synir þeirra allt um kring. ómögulegt er að segja hvert þessir íslensku karlar hafa borist með ferðamönnum sem hafa keypt þá sem minjagripi hér á landi. I haust sendi Stína dóttur sinni, sem er í blómaskreytinganámi í Danmörku, nokkra jólasveina til að nota á blómaskreytingasýningu þar í landi. „Það var með ólíkindum hvað jólasveinarnir fengu góð viðbrögð á þessari sýningu. Þeir seldust allir og meira að segja stakir hraunmol- ar sem notaðir voru sem skraut í kringum þá seldust. Greinar um þessa íslensku jólasveina birtust í þarlendum blöðum og gjafavöru- verslun í Danmörk hefur þegar haft samband við mig,“ sagði Stína. Stína sagðist ekki hafa skipulagt næstu skref í þessu jólsveinaævin- týri en sennilega yröi hún að fara að hugsa sinn gang og velta fyrir sér aukinni framleiðslu og mark- aðssetningu. Jólasveinarnir vöktu einnig athygli í Turku í Finnlandi þar sem þeir voru á borði Hand- verkskvenna milli heiða á Nordisk forum í sumar. Það þarf að nýta þjóðsögurnar og menninguna margfalt betur „Mér finnst nauðsynlegt í ferða- mannaiðnaði og minjagripagcró að nýta gömlu þjóðsögurnar og menn- ingu þjóðarinnar betur. Ég hef unn- ið í mörg ár á ferðamannastað og veit aó erlendu gestunum okkar finnst gaman að horfa á fjöll og fossa en það skortir meiri fjöl- breytni fyrir þá sem hugsanlega dvelja hér í einhverjar vikur. Við ættum að bjóða upp á menningu okkar og sögu sem við erum svo stolt af og framleiða minjagripi sem tengjast henni. Listafólk í byggóum landsins gæti í miklu meira mæli en nú er skemmt ferðamönnum og kynnt þeim þjóðsögur og menningu og svo væri kjörið að útbúa minjagripi í tengslum við þessar skemmtanir,“ sagði Stína og snéri sér að hálfklár- uðum Gluggagægi en á Háls- hnjúknum brá fyrri skugga, skyldi það hafa verið Stekkjastaur á leið til byggða? KLJ Vertu með okkur allan sólarhringinn: Tónlist - leikir - góð tónlist - viðtöl frábær tónlist - íþróttir - langbesta tónlistin. f y r i r a 1 1 a simi i stúdiói 87333, - auglýsingar og fax 87636 Saga sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu 1874-1989 í tveim bindum Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í. Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o’n af sánum með hnefanum braut. Svo liámaði liann í sig ogyfir matnum gein, uns stóð hann á blístri og stundi og hrein. Níundi var Bjúgnakrœkir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar. Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar liangið bjúga, sem engan sveik. Tíundi var Gluggagœgir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eittlivað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nœr seinna í það reyndi að ná. Ellefti var Gáttaþefur, - aldrei fékk sá kvef og liafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann. Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. ■ Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krœkti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. Þrettándi var Kertasníkir, - þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin, sem brostu, glöð ogfin, og trítluðu urn bœinn með tólgarkertin sín. A sjálfa jólanóttina, ■ sagan hermir frá, - á strák sínum þeir sátu og störðu Ijósin á. Svo tíndust þeir í burtu, • það tók þá frost og snjór. A þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór. Fyrir löngu á fjöllunum er fennt íþeirra slóð. ■ En minningarnar breytast í myndir og Ijóð. Jóhannes úr Kötlum. Höfundur þessa verks, Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðardal, er ekki með öllu ókunnugur ritun sögulegs efnis á borð við það, sem hér lítur dagsins Ijós. Ungmennasamband Eyjafjarðar hefur tekið að sér að bjóða Eyfirðingum verkið til sölu og getur fólk hvort sem er sent pöntun til UMSE í pósthólf 136, 602 Akureyri eða hringt í síma 96-24011. Verði ritverksins er stillt í hóf því bæði bindin, samtals 1104 bls. með á sjötta hundrað mynda, kosta aðeins 8.000 kr. Næstkomandi miðvikudag, 14. desember, verður blaðinu okkar dreift í öll hús á Akureyri, Siglufirði, Eyjafjarðarsvæðinu og Húsavík. Þetta er kjörið tækifæri fyrir auglýsendur því blaðið er veglegt að stærð og fjölbreytt aS efni. Auglýsingar í helgarblaÖið þurfa að berast auglýsingadeild fyrir kl. 14.00 á fimmtudögum. Auglýsing í Degi ber árangur auglýsingadeild, simi 24222 Strandgöhi 31, Akureyri 11III

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.