Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 10. desember 1994 PÝRARÍKI Í5LANP5 SICURÐUR ÆdlSSON Hvalir 2. þáttur Steypíreyður (Balaenoptera musculus) Skíóishvölum er deilt niður í þrjár meginættir, þ.e.a.s. reyðarhvali (6 tegundir), sléttbaka (3 tegundir), og loks gráhvali (1 tegund). Steypireyðurin er af undirætt- bálki skíðishvala, en ætt reyóar- hvala. Er hún jafnan talin vera allra stærsta dýr, sem nokkum tím- ann hefur lifað á þessari jörð. Hún er nú á tímum ekki nema unt 25- 27 m á lengd að meðaltali, fullvax- in, og unt 110-130 tonn að þyngd, en áður fyrr gátu þessar tölur orðið mun hærri. Arið 1909 veiddist t.d. rúmlega 33 m langt kvendýr, sent farið var með í hvalveióistöð í S- Georgíufylki í Bandaríkjunum. Ekki er vitað um þyngd ferlíkisins, en áriö 1947 veiddist annað kven- dýr, um 7 m styttra á lengdina, er samt vóg um 190 tonn, eða 80 tonnum meir, en þaó, sem almennt er talið vera í dag. Steypireyðurin er, eins og aörir reyóarhvalir, ákaflega spengi- leg í vexti, ílöng og grönn. Hún er dökkgrá eða blá- grá á lit að mestu, og þá jafnt yfir og undir, og lítið eitt ljósflikrótt á síðum. Höfuóið er tiltölulega lítið og flatt; bægslin löng og mjó, og reyndar hvít að neðan; bakhyrnan mjög lítil, eða ekki nema um 30 sm há, staðsett aftarlega á búknum; en sporð- blaðkan hins vegar mikil og breió, og ákaflega kröftug. Kýr eru ívið stærri en tarfar. Að neðanverðu, eða m.ö.o. frá hálsi og aftur undir nafla, er aó fínna grófir eða rákir, 55-68 tals- ins, er gera hvalnum mögulegt að þenja út kviðinn, ef svo ber undir. Er þessi fallastakkur eitt af ein- kennum reyðarhvala. Skíðishvalir eru tannlausir, en hafa í staóinn geysiöllugt veiði- tæki, einskonar síu, er gengur und- ir nafninu skíði. Er þar um aó ræða ntargfalda röð af þunnum og ílöngum hyrniplötum, er slúta nið- ur úr brún efri kjálka, sitt hvoru megin. Fjöldi þessara platna og lengd er breytileg eftir tegundum. I steypireyðinni eru þær alls 520- 800, og svartar á litinn. Þær eru til- tölulega sntáar, miðað við það, sem er að finna í öðrum skíóis- hvölum. Steypircyðurin flytur sig til eftir árstíðum, þ.e.a.s. fer á vorin urn langan veg allt að ísröndinni, til að éta og fita sig, en leitar aftur í átt að miðbaug, í hlýrri sjó, þegar tek- ur að kólna, og nærist þar lítið sem ekkert, í 5-6 mánuði. Dýrin maka sig á tímabilinu frá maí til september, en þó mest um hásumarið, og er meðgöngutíminn 10-11 mánuðir. Kálfurinn fæðist því yfirleitt á vorin, þegar dýrin eru á leið á fæðuslóðirnar. Hann er þá um 7 m langur og vegur um 2' tonn. Þegar hann svo er vaninn af spena, um 8 mánaöa gamall, er hann búinn að tvöfalda Iengd sína og tífalda þyngdina, þ.e.a.s. er orð- inn 15 m langur og 25 tonn á þyngd. Samsvarar það um 90 kg þyngdaraukningu á dag. Hann verður svo kynþroska um 10 ára gamall, að talió er. Kýmar bera annað eða þriója hvert ár. Fæðan er mestan partinn ljós- áta, er þaó eru smávaxin krabba- dýr, í líkingu við rækju, oft nefnd kríli, en einnig mun hún leita eitt- hvað í smávaxinn torfufísk, og jafnvel blekfisk. Er hvalurinn sagður blása 8-15 sinnum áður en farið er í kaf, þar sem hann er síð- an að jafnaði í 10-15 mínútur, á 50-100 m dýpi. Veióiaðferóin er sú, að taka eina gúlfylli í einu af áturíkum sjó, og kyngja því sem úr henni verður eftir. Er haft fyrir satt, aó hvert dýr geti innbyrt allt að 8 tonnum af ljósátu á dag. Einnig er það til marks um ótrú- lega stærð og kraft þessa reyðar- hvals, að blásturssúlan getur náð allt aó 9 m hæð. Steypireyóurin er úthafshvalur, fremur stygg að eðlisfari, og er oftast ein á ferð eða í samfloti nteð 2-3 dýmm. Sundhraóinn er 2-6.5 km á klst, á meö- an fæðu er aflað, en 5-14 km á klst. í langferð- um, og getur far- ið upp í 30 km á klst. sé dýrió á flótta. Útbreiðsl- an spannar öll heimshöfin. Um þrjá meginstofna er aö ræða, þ.e.a.s. einn í N-Kyrrahafi, annan í N-Atlantshafi og hinn þriðja á suð- urhveli jarðar. Steypireyðar á norðurhveli jaróar eru nokkru minni að vexti en þær á suður- hveli, að talið er. í S-Indlandshafí og S-Kyrrahafi er að finna undirtegund steypi- reyðar, er nefnd hefur verið dverg- steypireyður. Hún er ljósgrá á lit, og, eins og nafnið gefur til kynna, öllu minni að vexti, þ.e.a.s. verður að jafnaði ekki lengri en 24 m, og um 70 tonn að þyngd. Auk þess eru grófir á kvið fleiri, þ.e.a.s. 76- 94, skíðin í efri kjálka öllu stór- gerðari, að eitthvað sé nefnt. Steypireyður hefur farið mjög illa út úr vióureign sinni við mann- skepnuna, að ekki sé fastar að oröi kveðið, og þá á öllum hafsvæðum. Eftir gegndarlausa veiði Noró- manna og Islendinga í norðurhöf- um var hún frióuð loksins árið 1960, og svo um allan heint árið 1965. Nióurstöður talninga hér við land benda til þess, að stofninn eigi enn langt í þaö, að verða eins sterkur og hann var fyrir síðustu aldamót, þegar veiðamar uróu hvað mestar, en sé þó engan veg- inn í útrýmingarhættu. Hefur talan 1000 verið nefnd í þessu sam- bandi, og þá 1500 í öllu N-Atlants- hafinu. Þegar stofninn var upp á sitt besta komu fyrstu hvalirnir að A- og V-landinu, suður úr höfum, í aprílmánuði, en aðalgöngumar í maí-júní, og dreifðust allt um- hverfis land. Ovíst er hvemig göngum er háttað nú. Alheimsstofninn, sem á 19. öld, þ.e.a.s. áður en þær veiðar hófust, sem nær gerðu út af við tegundina, er áætlaður hafa verið um 300.000 dýr, er í dag talinn vera einungis um 14.000 dýr. Steypireyðurin á enga náttúm- lega óvini, nú þegar mannskepnan er úr sögunni, nema þá háhyming- inn, sem vitað er til, að hefur lagst á ýmis stórhveli og drepið. Slíkt mun þó frekar heyra til undantekn- inga, en að það sé regla. Að endingu er það svo að nefna, að steypireyðurin er talin geta oróið a.m.k. 80 ára gömul. (Balaenoptera musc-ulus). H H ELGARXx EILABR0T U2 Umsjón: GT 13. þáttur Lausnir á bls. 14 Hver var höfundur sögunnar um Robinson Crusoe? | Daniel Defoe Robert Louis Stevenson Jules Verne Fyrir hvað var Þórbergur Þórðarson dæmdur til 200 kr. sektar árið 1934? I Fyrir að skrifa að Hitler væri sadisti Fyrir of hraða reið niður Laugaveg Fyrir að mógða konung Hvaðan er taiiö að pasta sé upprunnið? Frá ítaliu Frá Kina Frá Spáni Hvaða áhrif hefur hækkun vaxta á verðbólgu að öðru óbreyttu? I Verðbólga hækkar Q Verðbólga lækkar Engin áhrif Hvað hét Skt, Petersburg á vaidatíma kommúnista í Sovétríkjunum? I Leningrad |Q Stalingrad Volgograd 6 Hver fann upp lotukerflð? I Dimitrij Mendelejev Felix Mendelssohn-Bartholdy Heinz Schubel Hvar var landsmót hestamanna haldið 1982? I Á Kaldármelum Q Á Melgerðismelum Á Vindheimamelum Hvaða danski ■1 P. A. Alberti Carl Goos var daemdur í fangelsi fyrir fjárdrátt og skjalafals? Nellemann v Hvað eru margar hita einingar (kkal) í 100 g af bjór ser n hefur 5,6% alkc ihól af rúmmáli? ' 11 47 n 8i Ð 247 (M) Hver er einna frægastur súrrealista? I Salvador Dali Pablo Picasso JosefZweig Hvenær á í síðasta lagi að skila til Pósts og sima A-bréfapóstl sem á að ná til Evrópu fyrir jól? ídag H 16. desember W}I 19. desember 12 Hvert var fæðingamafn (ættamafn) Karenar Blixen? Dinesen CT Saxo Sorensen 13 Hver lékiThe Giant? I James Dean Cary Grant John Wayne ÚAMLA MYNDIN M3-1501 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/ Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja einhvem á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minjasafnsins, annaó hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.