Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 Fréttir Strætisvagnar Reykjavíkur: Tíu yf irmönnum sagt upp störf um - en boðin endurráðning á lakari kjörum Tíu yfirmenn Strætisvagna Reykjavíkur, svokallaöir varðstjór- ar, fengu uppsagnarbréf frá forstjóra fyrirtækisins um mánaðamótin. í bréfinu er varðstjórunum jafnframt boðin endurráðning á öðrum kjörum sem þeir telja verulega lakari. Sveinn Bjömsson, forstjóri SVR, staðfesti í samtali við DV að þessar uppságnir hefðu átt sér stað en vonaðist jafn- framt til þess að varðstjóramir tækju boði um endurráöningu. Forstjóri SVR átti hins vegar von á að launin myndu „lækka eitthvað" hjá viö- komandi starfsmönnum. Sveinn sagði að hiutafélagið um rekstur SVR hefði í vor gert fast- launasamning við varðstjórana en eftir að félagið var lagt niður og SVR aftur gert að borgarfyrirtæki fyrr í sumar hefðu lögfræðingar borgar- innar komist að þeirri niðurstöðu að fastlaunasamningunum yrði að segja upp formsins vegna. Varðstjómnum er boöið að gerast starfsmenn Reykjavíkurborgar á ný og þiggja laun samkvæmt þeim töxt- um sem þar ríkja. Jafnframt verði þeir aftur meðhmir í Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar en ekki í öðr- um félögum eins og t.d. Verkstjórafé- lagi Reykjavíkur. Einn varðstjóranna sagði við DV að óánægja væri ríkjandi á meðal þeirra. Oánægjan snerist fyrst og fremst um kjörin og að þeim væri gert að skipta um stéttarfélag. Þess ber að geta að þeir varðstjórar sem ekki gerðu fastlaunasamning við SVR hf. en eru meðlimir í Verkstjóra- félaginu fengu ekki uppsagnarbréf. „Það var búið að lofa okkur óbreyttum kjöram af nýjum herrum í Reykjavík og að starfsfriður héld- ist. Þarna em embættismenn borgar- innar greiniiega aö taka fram fyrir hendurnar á nýrri stjórn SVR sem hefur ákveðið að láta gera úttekt á framtíðarskipan fyrirtækisins. Þetta kemur eins og þmma úr heiðskím lofti. Það er ekki um neitt að velja. Þú færð þessi laun og þú ferð í þetta félag,“ sagði einn varðstjóranna. Arthur Morthens, formaður stjóm- ar SVR, sagðist í samtah við DV ekki hafa skoðað þetta tiltekna mál sér- staklega eða séð uppsagnarbréfin. En forstjóra SVR hefði af stjóminni verið fahð að endurskoða þá samn- inga sem SVR hf. gerði við varðstjór- ana. Arthur sagðist reikna meö að þau launakjör sem SVR hf. heíði boð- ið varðstjórunum væru lakari en borgin væri að bjóða, án þess að hann vissi nánar um málið eöa fórsendur þess. Samband sveitarfélaga: Spennandi kosningar ídag Nokkur spenna er á þingi Sam- bands sveitarfélaga á Akureyri vegna stjórnarkjörs sem fram fer í dag. Sjálfstæðismenn sem eiga 4 fuh- trúa af 9 í stjórn sambandsins munu að öhum líkindum tapa einum þeirra til framsóknarmanna sem þá fá 3 fuhtrúa en hlutfóh þingfuhtrúa hafa breyst eftir sveitarstjómarkosning- amar í vor. Þá mun Alþýðuflokkur að öllum hkindum tapa sínum full- trúa th Kvennahsta en Alþýðu- bandalagið halda sínum tveimur fuhtrúum í stjóminni. Þeir þingfuíltrúar sem DV ræddi við í gær sögöu hins vegar flestir að þetta gæti breyst frá þeim hugmynd- um sem menn telja lhdegastar. Ekk- ert er því öraggt um stjórnarkjörið og spennandi kosning fram undan er þinginu lýkur í dag. Efnahagssamdráttur og óhagstæðari námslán virðast ekki fæla stúdenta frá námi og bifreiðaeign. Hækkun skóia- gjalda virðist hins vegar hræða marga og hefur rikisstjórnin því fallið frá öllum slíkum áformum. Fyrir framan aðalbyggingu Háskólans er nú verið að útbúa fjölda bílastæða enda von á fleiri stúdentum í nám við skólann heldur en nokkru sinni fyrr. Alls skráðu sig 5.236 nemar i skólann í júli sem er tæplega 6 prósenta fjöigun frá þvi í fyrra. Þverstæðurnar eru hins vegar miklar í íslensku þjóðfélagi því f fjárlagagerðinni reiknar menntamálaráð- herra með minni ásókn í lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. DV-mynd BG Hljómlistamaður Kristján Jóhannsson S>V1 Kristján slípar hlutverk sitt 1 Valdi örlaganna tál: Syngur hlutverkið í fyrsta skipti á sviði - vanalegt aö greidd séu hófleg laun fyrir slíkar „æfingar" Þegar Kristján Jóhannsson tenór- söngvari stígur á svið í Þjóðleikhús- inu 17. september og þenur röddina í Valdi örlaganna verður það í fyrsta skipti sem hann syngur það hlutverk í uppfærslu. Síðar í vetur er síðan áætlað að hann syngi hlutverkið á sviði virts óperuhúss erlendis. Heimildarmenn DV, sem til þekkja í óperuheiminum, segja að þegar þannig standi á, söngvarar séu að prófa sig áfram í hlutverkum, veröi minni óperuhús oftar en ekki fyrir vahnu. Þar sé sungið á nokkmm sýningum í því skyni að ná góðu valdi á hlutverkinu á sviði. Síöan sé troðið upp í virtum óperuhúsum, enda söngvararnir þá vel smuröir í sviðsrallunni. í þessu sambandi er fullyrt að laun fyrir söng í slíkum sýningum séu frekar hófleg, stund- um táknræn frekar en meiri háttar upphæöir, jafnvel þó vel þekktir söngvarar eigi í hlut. Eins og komið hefur fram í DV mun Kristján eiga að fá um 800 þúsund krónur fyrir kvöldið í 16 sýningum Þjóðleikhússins. „Það er stórkostlegt að fá Kristján til að syngja hér heima, það eru allir sammála um. En skoði maður máliö í því samhengi að hann er að syngja þetta hlutverk í fyrsta skipti á sviði hefði maður haldið að launakröfur yrðu frekar hógværar. En eftir- spurnin virðist alveg ráða ferðinni í þeim efnum og skyndilega eru til nægir peningar," sagði einn leikhús- maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, við DV. Til samanburðar við laun Kristjáns má nefna að „venjulegir“ söngvarar í minni hlutverkum fá 8-10 þúsund krónur og hljómlistarmenn sem spila undir 6.200 krónur fyrir kvöldið. Miðar á Vald örlaganna kosta 4.500 krónur og gildir þá einu hvar setiö er í húsinu. Mývatnssveit: Ráðuneytið beitirsér ekki í skóla- deilunni „Ég fór norður i Mývatnssveit og ræddi þar við menn um þetta mál og hlustaði á það sem þeir höfðu fram að færa og var það gert að beiðni minnihluta skóla- nefndar og skólastjóra," segir Stefan Baldursson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, um deiluna sem upp er risin að nýju meðal íbúa í Mývatnssveit um skólahald þar. Stefán sagöi að ráðuneytiö hefði samþykkt sama fyrirkomulag á grunnskólakennslu og viðhaft var sl, vetur, þ.e. að hluti kennsl- unnar yrði að Skútustöðum. „Þetta var samþykkt að þvi gefnu að það væri ósk sveitarstjórnar að svo yrði. Staðan er hins vegar sú aö meirihluti skólanefndar hefur samþykkt aö flytja alla kennslu í Reykjahlið og ráöu- neytið mun ekki reyna að hafa áhrif á þá ákvörðun," segir Stef- án. Hann sagði einnig áð vissu- lega væri löng leið sem þau böm þyrftu að fara sem lengst yrðu keyrð í skóla í Reykjahlið en þar væri ekki um einsdæmi aö ræða og til væru dæmi um lengri skóla- akstur. Klassísk útvarpsrás rekinmeð auglýsingum Veriö er að undirbúa rekstur klassískrar rásar á vegum Aðal- stöðvarinnar að fyrirmynd Classic FM sem rekin er í Bret- landL Búist er við að rásin hefji göngu sína í haust og verður hún rekin með auglýsingum. Baldvin Jónsson, eigandi Aðal- stöðvarinnar, segir að í fyrstu veröi eingöngu um tónlistarrás að ræða en gangi reksturinn vel verði hugsanlega farið út í meiri dagskrárvinnu. Baldviná og rekur Aðalstööina á tiðninni FM 90,9 og X-iö á FM 97,7. Stuttar fréttir Lítillóóaeftirspum Lóðir undir 176 íbúðir eru nú tp úthlutunar í Reykjavík. Óvenjulitil eftirspum hefur hins vegar verið eftir lóöum í borginni aö undanförnu. Tíminn greindi frá þessu. Ekkert iágmarksútsvar Félagsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að lög um lág- marksútsvar sveitarfélaga verði felld úr gUdi. RÚV hafði þetta eft- ir ráðherranum. Víkingaskip i smiðum Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður vinnur nú aö smíöi eftirlikingar á Gauksstaðaskip- inu, 1100 ára gömlu vikingaskipi. Reiknað er með að kostnaðurinn verði allt aö 20 milljónir. Reykja- víkurborg styrkir verkefnið og fær í staðinn afnotarétt að skip- inu nokkra mánuði á ári. Fiugvéikyirsett Árangurslaus leit að flkniefh- um var gerð i einkaflugvél á flug- vpllinum á Akureyri í gær. Vélin var kyrrsett eftir að vísbendingar höfðu borist frá útlöndum um að vélin væri notuö til smygls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.