Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Fréttir Sandkom dv Þórarinn Jón Magnússon, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins: Jóhann vill ekki sættir við okkur Fulltrúar Sjálfstæöisflokksins gengu á fund Jóhanns G. Bergþórs- sonar, bæjarfulltrúa flokksins, í gær- kvöld til að reyna aö ná sáttum. Þór- arinn Jón Magnússon, formaöur full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksiiis í Hafn- arfirði, segist ekki geta mælt með áframhaldandi sáttaviðræðum þar sem Jóhann hafi sýnt mjög skýrt aö hann geti ekki hugsað sér neinn flöt á málinu til sátta, ekki einu sinni þó komið væri til móts við kröfur hans og hann fengi bæði bæjarfulltrúa- starflö og bæjarverkfræöingsem- bættið til loka kjörtímabilsins. „Það var velt upp öllum hugsanleg- um og óhugsanlegum möguleikum. Jóhann sýndi mjög skýrt að þaö væri enginn flötur á málinu sem hann gæti hugsað sér að fallast á til sátta þannig að ég get ekki mælt með áframhaldandi sáttaviðræðum milli manna. Það er eitthvað sjóðheitt í hans huga sem maður ræður ekki við. Hann var ekki tilbúinn að sætt- ast við félaga sína og er greinilega kominn ansi langt í öðrum samn- ingaviðræðum. Það þarf kraftaverk til að bjarga meirihlutanum núna,“ segir Þórarinn Jón. Samkvæmt heimildum DV stendur ekki til og er ekki til umræðu að reka Jóhann G. Bergþórsson úr Sjálfstæð- isflokknum. Ljóst er að Jóhann getur myndað meirihluta með Alþýðuflokknum í bæjarstjórn þó að það virðist ekki fýsilegur kostur fyrir alþýðuflokks- menn þar sem Jóhann verður að kalla til varamann úr röðum sjálf- stæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meirihluta og formennsku í flestum nefndum bæjarins og verður ekki hróflað við þeirri skipan þó að nýr bæjarstjórnarmeirihluti verði myndaður. „Kratar panta niðurstöðu úr fé- lagsmálaráðuneytinu eftir þörfum. Jóhanna Sigurðardóttir gaf munn- legt svar um hæfi forstöðumanns leikskóla sem formaður leikskóla- nefndar. Svo óskaði Tryggvi eftir skriflegu svari frá félagsmálaráðu- neytinu og fékk það svar sem hann vantaði. Þá var Guðmundur Ámi félagsmálaráðherra. Geðþótta- ákvarðanir ráða í félagsmálaráðu- neytinu. Ef Jóhann fer yfir til kratanna þá nýtur hann þess,“ segir Þórarinn Jón. Ríflega 40 manna fundur Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði samþykkti síðdegis í gær tillögu Ellerts Borgars Þorvaldssonar, eins helsta stuðn- ingsmanns Jóhanns G. Bergþórsson- ar, um eindreginn stuðning við áframhaldandi meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags í bæjarstjórn Hafnaríjarðar. Breiðagerðisskóli: Græjum stolið iannaðsinn Brotist var inn í Breiðagerðisskóla í fyrrinótt með því að spenna upp hurð. Aðrar skemmdir voru ekki unnar nema hvað innbrotsþjófamir höfðu á brott með sér hljómflutn- ingsgræjur skólans. RLR fer með rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum þaðan er þetta í annað sinn sem þessum græj- um er stolið úr skólanum. Slys á Breiðholtsbraut: Próflaus og ölvaður - stúlka mikið slösuð Fjögur ungmenni slösuðust, þar af ein stúlka verulega, þegar bíl, sem þau voru í, var ekiö á ljósastaur á Breiðholtsbraut snemma að morgni laugardagsins. Ökumaðurinn er 16 ára og þar af leiðandi réttindalaus. Hann er grunaður um ölvun við akst- ur. Tvö ungmenni vom flutt á slysa- deild. Stúlka slasaðist alvarlega án þess að vera tahn í lífshættu. Unglingadansleikur: Ölvun og ólæti Lögreglan í Reykjavík var kölluð nokkram sinnum að Hótel íslandi aðfaranótt laugardagsins vegna ölv- unar og óláta á unglingadansleik sem þar var haldinn. Töluvert var um pústra fyrir utan skemmtistaðinn án þess að stórslys hlytust af. Lögreglan róaði ung- mennin en engir vora færðir í fanga- geymslur vegna ólátanna. Eymundsson: 50 þúsund krónum í skipti- mynt stolið Þegar starfsmenn bókaverslunar Eymundsson við Laugaveg komu til vinnu sinnar um hádegið í gær upp- götvaðist innbrot í verslunina um nóttina. Engar skemmdir voru unn- ar á innanstokksmunum en þjófur- inn eða þjófarnir höfðu á brott með sér um 50 þúsund krónur í skipti- mynt. MALÞING um menningarmál í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til tveggja mólþinga um menningarmól og stefnu borgaryfirvalda í þeim efnum. Fyrra mólþingið fjallar um hagsmuni og aðstöðu listamanna í borginni og hið síðara um list- og menningarmiðlun í Reykjavík. Fyrra mólþingið, Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi, verður haldið í Róðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. janúar 1995. Mólþingið er öllum opið. Dogskrá: 10.00 Skráning þátttakenda. 10.15 Setning málþings, ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. 10.30 Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar: Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi borgarinnar. 10.50 Umrœður og fyrirspurnir. 12.00 Matarhlé. 13.15 Hagsmunir og aðstaða til listsköpunar í Reykjavík - viðhorf listamanna: Myndlisf: Þorvaldur Þorsteinsson. Tónlist. Leiklist: Kolbrún Halldórsdóttir. Kvikmyndir: Ásdís Thoroddsen. Arkitektúr: Sigurður Harðarson. Bókmenntir: Ólafur Haukur Símonarson. Listdans: Auður Bjarnadóttir. 15.15 Kaffihlé 15.30 Almennar umrœður og fyrirspurnir. 16.30 Fundarstjóri gerir grein fyrir helsfu niðurstöðum málþingsins. 16.50 Málþinginu slitið. Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson. Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þátttöku í síma 632005. Þátttökugjald til greiðslu á hádegisverði og kaffi er kr. 1000. Dagskrá seinna málþingsins, sem haldið verður í Ráðhúsinu laugardaginn 18. febrúar, verður auglýst síðar. Skrtístoto boigaisljora Synir Sveins Þeirádag- blaðinuDcgiá Akurcvri voru aðveitaþvífyr- irsérífram- haldiafkjöriá iþróúamanni ársins livað Akureyríngar þyrftuaðaf- rekatilaðkom- astálista íþróttafréttamanna yfir 10 bestu íþróttamennina. Bentu þeir á júdó- manninn Vemharð Þorleifsson, sem varð í 12. sæti, en hann vann mörg góð afrek á síðasta ári og þá bentu þeir á kylíinginn SigurpálGeir S veinsson scm varð bæði íslands- meistari og stigameistari í sinni íþrótt en hafnaði í 30. sæti í kjörinu. En þótt Sigurþóll Geir Sveínsson tiafi ckki hlotið náð ly rir augum íþrótta- fróttamanna fannst þeim Dagsmönn- um sem aðrir synir Sveins hefðu fengið þar fullmörg atk væði og er þar auðvitað átt við þá Geir og Sigurð handboitamenn. Skiptarskoðanir Auöritaðeru sk iptar skoðan-' ir um umrætt ;; valiþrótta- frcttamanna því sitt sýníst :■ : hverjum.Það sem Itins vcgar bjargaði iþróttafrétta- mönnumfrá miklumeftir- málum nú er h versu vinsæU Magnús Scheving er, hann er með alvinsæl- ustu íþróttamönnum landsíns. Ann- ars er það að sega um kjörið í heild aö að oft hafa deilur verið meiri, t.d. árið 1984 þegar verðlaunasæti á ólympínleikum nægði ekki til titils- íns. Eða þegar ónefndur frjálsíþrótta- maður varð óvænt í efsta sætinu og það val var rökstutt með því að mað- urinn heíði sýnt svo miklar framfarir áárinu. bmaiaö a bigio MikilUitr- ingurernú vegnaforvais alþýðubanda- lagsmannaá Norðurlandi vestra,sem framferum næstuhdgi,en þarbeinisí at- hyglineinkum aöbaráttuSigl- firðingsins Sigurðar Hlöðverssonar og Kristínar Önnu Gunnarsdóttur á Sauðárkróki um 2. sætið á iísta flokksins viö kosningarnar i vor. Reyndar er forvaiið tilkomið vegna harðrar baráttu þeirra ura að skipa þetta sæti en Ragnar Arnalds mun fá rússneska kosningu í 1. sæti. Stuðningsmenn Sigurðar og Kristín- ar Önnu fara ekkert ley nt með hvað umerað vera og sem dæmi um það var augiýst í sjónvarpsdagskrá á Siglufirði aö á vegum Aiþýðubanda- lagsfélagsins á staðnum stæði yfir söfnun nýrra félaga sem væntanlega ættu aö kjósa Sigurð í 2. sætið. Þessar fréttir hafa áreiðaniega borist til Sauðárkróks og trúir einhver öðru en þar sé svipuöum aðferðum beitt? Hartsóttaö Páli Ogmeiraum framboðsmálá Norðuriandi vesira.Gcvsi- tegbaráttaer núháðbakvið tjöldin lljíi 1 framsóknar- mönnumen þeirhaldapróf- Igðrumnæstu helgi.Harter sótt aö Páli Péturssyni þingmanni, sem hefúr veriö í 1. sætinu, og er haft fyrir satt að Stefán Guðmunds- son þingmaður ætli sér sæti Páls hvaö sem það kostar, enda sé hann búinn að standa nógu lengi í skugga Höllustaðabóndans. Ekki var það til að lægja öldumar að „óskauppstili- ingframsóknarmannsins" varhirt tvivegis í sjónvarpsdagskrá í Húna- vatnssýslu en þar var Stefán hafður í 1. sæti, Elín Lindal í 2, sæti og Höllu- staðabóndinn alls ekki hafður með á listanum. En Páll er þéttur fyrir og gefur ekki sinn hlut baráttulaust frekar en fyrri dagínn s vo það verður án efa líflegt í kjördæminu næstu dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.