Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Hringiðan Sigriður Beinteinsdóttir knúsar af- mælisbarnið, Gunnar Þórðarson, eftir að hafa flutt eitt af lögum hans, ásamt hljómsveit sinni, Stjórninni, á fimmtugsafmæli hans á Hótel ís- landi sl. laugardag. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur varði doktorsritgerð sína í Hátíðar- sal Háskóla íslands á laugardaginn. Mikill fjöldi fólks var saman kominn í hátíðarsal Háskóla íslands á laugardaginn var. Þar varði Árni Björnsson cand. mag. rit sitt, Sögu daganna. Meðal gesta var rektor Háskóla íslands, Sveinbjörn Björnsson, og stjórnaði dr. Vésteinn Ólason prófessor athöfninni. Það var mikið um hamingjuóskir á afmælishátíð Gunnars Þórðarsonar á Hótel íslandi á laugardag. Björgvin Halldórsson og Egill Ólafsson voru í banastuði þegar þeir sungu einn af smellum Gunnars og óskuðu honum svo til hamingju með tilheyrandi faðmlögum. Á laugardag opnaði Einar Garibaldi sýningu á verkum sínum í Gerðarsafni i Kópavogi. Hér má sjá listamanninn ræða við Björgvin Ólafsson og Sigrúnu Kristjánsdóttur. Heilir sturtuklefar með botni, blöndunartæki og sturtubúnaði, horni fram eða heilli hurð og vatnslás. Verð kr. 28.800 Sturtuhorn, 70x90 cm Verð frá kr. 7.800 Sturtuhurðir, 70x90 cm. Verð frá kr. 8.600 Baðkarshlífar Verð frá kr. 7.600 Stakir sturtubotnar, 70x70 og 80x80 cm Verð frá kr. 3.400 ^ Gunnar Þórðarson hélt upp á fimmtugsafmælið sitt á Hótel íslandi á laugar- dagskvöldið með pompi og prakt. Það má segja að blómi islenskra tónlist- armanna hafi verið á staðnum ásamt ýmsum fyrirmönnum þjóðarinnar. Fjölskylda, ættingjar og vinir hylla afmælisbarnið. Sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals var opnuð á laugardag á Kjarvals- stöðum. Sýnir hún fjölbreytileika og frumleika verka hans en þar eru teikn- ingar, oliuverk og tússmyndir. Eiríkur Smith listmálari og sonarsonur Kjarv- als, Jóhannes Kjarval, voru meðal gesta á opnuninni. Gœði ágóðu vetðí- _ JD' Fæstínœstu JLf Hetur | f versiun Aetursson hi Sturtuklefar / Y \ & Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. 10-14 Leirlist á Islandi var yfirskrift sýningarinnar sem opnuð var á Kjarvalsstöð- um á laugardaginn. Hún spannar sögu leirlistar á íslandi sem hófst um 1930. Feðgunum Bárði Erni og Gunnari Erni fannst sýningin tilkomumikil en þeir voru mættir á opnunina með bros á vör. Tryggvi Guðmundsson, t.v., og Gunnlaugur Ólafsson virtu fyrir sér leirlistar- þróun íslands á viðamikilli sýningu á Kjarvalsstöðum sl. laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.