Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 39 Heilsa Heilsuvika DV þessa viku veröur öallaö um ýmis- fá aö vita um hollt mataræði og legt sem viökemur hreyfingu og frásagnir veröa á hveijum degi aí' heilbrigöulíferni.Lesendurfávitn- uppákomum sem tengjast heilsu- eskju um hvaðlíkamsræktarstööv- vikunni. arnar hafa upp á aö bjóöa í vetur, Um áramót eru þeir fiölmargir sem strengja þess heit að taka sig taki og fara aö stunda líkamsrækt eftir allt átið um hátíðarnar. Pólk streymir á líkamsræktarstöðvarn- ar, fer í sund, út aö skokka eöa bara lætur þaö nægja aö fara út að ganga. Alltof stór hópur lætur sig þó aðeins dreyma um þessa hluti, hikar við aö hella sér út í puðiö og vanrækir þar meö að hreyfa sig. DV ætlar þessa viku að koma til móts viö þá sem eru að hugsa um þessa hluti og vera með svokallaða heilsuviku hér i blaðinu. Daglega Forvama- og endurhæflngarstöðin Máttur: Viljum ná til allra Fjórar konur úr stuðningshópnum í Mætti á þrekhjólinu ásamt sjúkraþjálf- ara sínum. DV-mynd ÞÖK Forvarna- og endurhæfingarstöðin Máttur rekur tvær líkamsræktar- stöðvar í Reykjavík og eigendur þar leggja áherslu á að ná til allra. Fyrir utan almenna leikfimitíma, sem eru mjög margir, fyrir alla aldurshópa, eru í Faxafeni sérstakir stuönings- hópar fyrir fólk sem þarf sérstakan stuöning. Þá eru gigtarhópar í gangi, kjörþyngdarnámskeið fyrir unglinga og fuúorðið fólk og síðan eru gerðar mælingar á fólki, svo sem mjólkur- sýrumælingar, þolmælingar, blóö- þrýstings- og kólesterólmælingar, húðfitumælingar og ráögjöf tengd því. „Við erum með læknamóttöku fyr- ir íþróttaslys og íþróttameiðsl og er- um að opna formlega í þessari viku íþróttalæknismóttöku meö ÍSÍ, Borg- arspítalanum og ÍBR. Þetta er lækn- isþjónusta sem hefur vantað mjög mikið hér á landi. Þessi móttaka veröur opin frá klukkan 16-19,“ sagði Hilmar Bjömsson hjá Mætti. Kvennastöð í Skipholti Máttur opnaöi aðra stöð í Skipholti í haust. Þar er kvennastöð og er hún ætluð konum sem vilja taka það ró- lega og konum sem hafa ekki verið að gera mikið fram aö þessu. Þar er sjúkraþjálfun og sjúkranuddari þar sem eru sérstakir tímar í sölum með leiðsögn sjúkraþjálfara. Þá eru há- degistímar fyrir þá sem eru slæmir í hálsi, herðum og í baki á þriðjudög- um og fimmtudögum undir leiösögn sjúkraþjálfara sem hefur mikið unn- iö við þetta í Svíþjóö. Þarna er kjörið tækifæri fyrir álagshópa, svo sem skrifstofufólk og fólk sem er með þetta vandamál. Þá eru í Skipholtinu tímar fyrir ófrískar konur, konur með börn á bijósti og fólk sem er með gigt. Kort- in gilda á báðum stöðunum fyrir konumar og í stöðinni í Skipholti er svona léttari lína. Þarna er fullkom- Líkamlegt ástand og skíðaíþróttin Trúin á að regluleg líkamsþjálfun komi í veg fyrir sjúkdóma og óhöpp er gömul. Rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg alhliða hreyfing sé mik- ilvæg til að koma í veg fyrir óhöpp á skíðum. Þar að auki veröur fólk í betra líkamlega og andlegu ástandi og athafnir daglegs lífs verða auð- veldari og léttari. Það er mikilvægt að hita likamann rólega áður en við byrjum hina eigin- lega líkamsþjálfun. Þá skiptir ekki máli hvort líkamsþjálfunin er skíða- iðkun eða eitthvað annað. Mikilvægt er að stunda líkamsþjálfun allt árið um kring. Regluleg líkamsþjálfun tvisvar til þrisvar í viku er mikilvæg til að ná einhveijum árangri. Óreglu- leg líkamsþjálfun einu sinni til tvisv- ar í mánuði ber lítinn eða engan ár- angur. Veljið ykkur alhliða líkams- þjálfun sem reynir á flesta vöðva lík- amans og er við ykkar hæfi. Byrjið rólega og aukið síðan hraða og kraft eftir því sem þiö komist í betra form. Ef þiö byrjið líkamsþjálfun með lát- um eru meiri líkur á aö þið gefist upp. Varist eöa farið varlega með einhliða þungar æfingar. Stundið ekki líkamsrækt meðan þiö eruð veik, þið getið ofkeyrt líkamann. Takið ykkur hvíld meöan á veik- indunum stendur. Æfið aldrei strax eftir máltíð. Hlustið á líkamann, of- keyrið ykkur ekki, æfið ykkur ekki þannig að ykkur verki og þið verðið stíf. Ekki gleyma að teygja vel á öll- um vöðvum líkamans eftir líkams- þjálfun. Drekkið mikið af vatni og borðið hollan og góðan mat. Borðið jafnframt rólega. Munið að góður og næringarríkur morgunmatur er undirstaða fyrir góðan dag á skíðum. Reglulegur svefn er mjög mikil- vægur. Of lítill svefn og hvíld leiðir til einbeitingarleysis og eykur lík- umar á óhappi á skíðum. Byijendur í skíðaíþróttinni eru frekar útsettari fyrir óhöppum en þeir sem lengra eru komnir. Farið í skíðaskóla og lærið að skíða rétt. Það dregur úr möguleikunum á skíðaóhappi. Til að viðhalda kunnáttunni verður fólk aö stunda skíðin reglulega og jafnvel fara í skíðakennslu nokkrum sinn- um. Ekki ætla ykkur of mikið. Veljið ykkar skíðabrekkur sem þiö ráðið við og henta ykkar skíðakunnáttu. Skoðið kort af því skíðasvæði þar sem þið ætlið að vera. Á kortin eru allar brekkur merktar með ákveðn- um litum. Grænn litur þýðir mjög létt leið, blár litur létt leið, rauður litur erfið leið og svartur litur mjög erfið leið. Þannig getið þið séð hvaða brekka hentar ykkur. Skíðadagur á að byrja rólega. Hitiö líkamann vel upp áöur en þið haldið í brekkumar og byrjiö á léttum brekkum. Hættiö á skíðum áður en þið verðið of þreytt. Algengt er að fólk verði frekar fyrir óhappi seinni hluta dags þegar það er farið að finna fyrir þreytu og líkaminn ræður ekki viö krefjandi aðstæður. Ragnheiður Þ. Guðmundsdóttir hj úkrunar fræðingur JANUARTILBOÐ 20-40% afsláttur af öllum snældum: tónlist, hugleiðsla, kripalujóga og fyrirlestrar, 122 titlar, einnig bækur um jóga, heildrænan lífsstíl, mat- aræði og fleira. Opið alla virka daga kl. 17-19, mánudaga 10-12. Jógastöðin Heimsljós Skeifunni 19, 2. hæð inn tækjasalur, leifimisalur og fín böð. „Þá rekum við mikla vinnuvemd hjá Mætti úti um allt land. Þar förum við með mælingar út í fyrirtæki. Við erum að klára svokaUaðan heilsu- lykil sem byggist upp á mælingum og spurningum um vinnuvernd og við erum með þetta í frystihúsum um allt land, hjá togaraáhöfnum og fleirum og erum búnir að mæla fleiri þúsund manns. Þetta mælist geysi- lega vel fyrir hjá starfsfólkinu sem við höfum heimsótt," sagöi Hilmar. • ÞREKTIMAR IHADEGINU • FITUBRENNSLA í HÁDEGINU ^ l M 1 , ■ , ■ • EINKAÞJALFUN FYRIR HADEGI • RÁÐGJÖF UM MATARÆÐI ..og svo á eftir - Ljós og Sauna Mttusjáþigsemjyrst ársnatm JÚdÓ GYM UKAMSRÆKT JÚDÓ Námskeiðin eru að hef jast Skipt er í flokka eftir aldri og getu. Karate eykur styrk, eflir sjálfstraust, bætir einbeitingu og agar andann sem og líkamann. '&mrm t.o féSaglh ÞWi im i<’ Brautarholti 22 • Sími 14003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.