Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 Sviðsljós f minningu rokkkóngsins: Haldið upp á 60 ára af- mæli Elvisar 9 9*1 7*00 - hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan. Uppþot í fangelsi Mike Tysons: Pamela Anderson mun vera yfir sig ástfangin af sjónvarpsmanninum Arsenio Hall. Hún Cheryl Van Swol gat ekki annað en öskrað þegar Elvis-eftirherman Freed Wolfe gaf henni hálsklútinn sinn á eftirhermutónleikunum í Memphis um síðustu helgi þegar sextugsafmælis Elvisar Presleys rokkkóngs var minnst. Tyson lúbarði klíkuforingja Fyrrum heimsmeistari í hnefaleik- um og núverandi tugthúslimur, Mike Tyson, lét einn samfanga sinn heldur betur finna að högg meistarans eru ekkert farin að linast þrátt fyrir nokkurra ára tugthúsvist. Slagsmál brutust út í fangelsi Tysons rétt fyrir jóhn vegna þess að Tyson brá sér í hlutverk jólasveinsins og var að gefa samfóngum sínum sígarettur og mat- væh. Foringja klíku einnar meðal fanganna sem sér um svartamark- aðsbraskið hkaði það engan veginn að Tyson skemmdi svona viðskiptin og á svipstundu höfðu um 30 fangar umkringt Tyson. Þá komu um 75 menn Tyson til vamar og mikh slagsmál brutust út. Klíkuforinginn ákvað aö vaða í Tyson sjálfan. Hann hefði betur sleppt því því Tyson veitti honum högg sem varð til þess að for- inginn flaug marga metra aftur fyrir sig og steinrotaðist. Eftir atvikið komu fangelsisverðir hlaupandi að boxaranum og hugðust stoppa hann. Tyson sneri sér þá að þeim og sagði hinn rólegasti: „Gleðileg jól. Viijiði kartöfluílögur?" Kóngurinn hefði orðið sextugur síðasthðinn sunnudag hefði honum enst aldur th. Rokkkóngurinn Elvis Presley. „Ég sé ekkert nema Elvis,“ sagði Gerda Gerrits sem kom alla leið frá Hollandi til Memphis í Tennessee þar sem Elvis bjó. Gerda skoðaði Grace- land, heimili kóngsins, þrisvar sinn- um á fyrstu fimm dögum heimsókn- ar sinnar þetta árið. Gerda er bara einn af mörgum aðdáendum rokkarans sáluga sem. nota hvert tækifæri til að minnast hans. Þeir koma þúsundum saman, úr öhum heimsins hornum, 111 Graceland á ári hverju. Meðal þess sem gert var sér til skemmtunar á afmælishátíðinni var aö hlýða á Elvis-eftirhermur sem komu víða að, sumar ótrúlega góðar, aðrar ekki jafn sniðugar. Dawn Smyth frá Chicago var einn- ig meðal Elvis-aðdáendanna í Grace- land um helgina. Hún lagði afmælis- kort, leikfangabangsa og rós á gröf goðsins. Presley lést í ágúst 1977, langt fyrir aldur fram, en minning hans lifir enn góðu lífi, eins og hæfir konungi rokk- tónlistarinnar. Boxarinn Mike Tyson afplánar nú sex ára dóm fyrir að hafa nauðgað fegurð- ardroHningu á hótelherbergi árið 1991. Hann vonast til að verða sleppt til reynslu í maí og ætlar þá beint í hringinn. Pamela finnur nýjan elskhuga Pamela Anderson, skutlan mikla úr sjónvarpsþáttunum Strandvörðum, virðist ekki nenna að hanga með sama kalhnum of lengi. Hún er búin að finna sér nýjan elskhuga en hann er enginn annar en mihjónamæring- urinn Arsenio Hah sem er frægur fyrir spjallþátt sinn í sjónvarpinu. Fyrir þremur vikum virtist hún hins vegar vera ansi spennt fyrir brim- brettatröllínu Kelly Slater. Þetta virðast vera mikhr óvissutímar fyrir grey Pamelu því hún sagði skUið við kærasta sinn, rokkarann Brett Mic- haels, í byrjun desember. Pamela og Arsenio sáust síðast saman á næturklúbbi í Beverly Hills og að sögn sjónarvotta virtust þau mjög ástfangin. Arsenio kepptist við að nudda axlir hennar og þau héld- ust í hendur langtímum saman. Síðla nætur sáust þau svo yfirgefa klúbb- inn saman. Þau hafa einnig sést í nokkrum af dýrustu búðunun í Los Angeles og mun Arsenio meðal ann- ars hafa keypt nokkrar faUegar peys- ur á Pamelu. DV Shannen hrellir fyrram vini Shannen Doherty', leikkonan óstýrUáta sem rekin var úr þátt- unum Beverly HiUs 90210 á síð- asta ári, hefur sett allt á aiman endann í leikarahði þáttanna. í nýrri bók hyggst hun nefnilega upplýsa aUt um „skápahomm- ana“ í leikaraliðinu. Hún er tahn geta, aðminnsta kosti, komið upp um eina lesbíu og eitt hommapar. Fyrrum samleikarar hennar hafa gi'átbeðið hana um að þegja. Martin bjargaði hvolpi sínum Steve Martin, gamanleikarinn kunni, bjargaði á dögunum hvolpi sínum frá drukknun. Hvolpurinn hafði lent úti í sund- lauginni á setri Martins og var að því kominn að drukkna þegar Steve stakk sér út í og bjargaöi honum. Leikarinn keyrði síðan í ofboði með hvolpinn á dýraspít- ala þar sem lífi hans var bjargað. Martin ætlar að kaupa annan hund á næstunni, sá á að fylgjast með því að hvolpurinn fari sér ekki að voða á næstunni. Ekki pláss fyrir tvær Rósönnur Hin þéttvaxna sjónvarpsstjama Roseanne skipaði á dögunum nöfnu sinni, sem er fórðunar- stúlka í stúdíóinu þar sem Rose- anne-þættirnir eru teknir upp, að breyta nafni sinu eða finna sér nýja vinnu ella. Roseaime bauð stúlkunni þó að hún mætti nota millinafn sitt. Hún sagði að stúdíóið væri ekki nógu stórt fyr- ir tvær Rósönnur. 300 milljónir fyrir myndina Gamla diskótrölhð John Tra- volta er orðinn eftirsóttur leikari aftur eftir frammistöðu sína í myndinni Pulp Fiction. Hann veit líka alveg af þvi og kunnugn segja aö hann líti ekki á kvik- myndahandri? um þessar mundír nema honum sé lofaö að minnsta kosti 300 mhljónum íslenskra króna fyrir leikinn. Hann setur einnig fram annað skilyrði og það er: enginn diskódans, takk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.