Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 Fréttir Persónukosningamar hafa blómstrað þverpólitískt síðustu vikur: Sveitungar standa saman án tillits til f lokksbanda líklegt að þetta sé reyndin, segir Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur Stuðningsmenn stjómmálaflokk- anna virðast greiða atkvæði þver- pólitískt í prófkjörum flokkanna í auknum mæli. Þannig hafa borist fregnir af því að framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn í Kópavogi hafi stutt sveitunga sinn, Rannveigu Guðmundsdóttur félagsmálaráð- herra, í fyrsta sæti á hsta Alþýðu- flokksins í Reykjanesi um síðustu helgi. Grindvíkingar fjölmenntu í prófkjör krata í Reykjanesi til að styðja Petrínu Baldursdóttur alþing- ismann og framsóknarmenn og sjálf- stæðismenn á Norðurlandi vestra bundust samtökum um að koma ákveðnum frambjóðendum að um miðjan janúar. „í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjanesi vom átökin milli Hafn- firðinga og Kópavogsbúa auðvitað sérstaklega áberandi. Hér í Grinda- vík kusu margir í prófkjöri Alþýðu- flokksins til að styðja okkar fulltrúa, Petrínu Baldursdóttir. Ég hef tekið eftir því að fólk vill hafa áhrif á það hvernig framboðslistar eru skipaðir án tillits til flokka, sérstaklega yngra fólkið. Það kýs fyrst persónukosn- ingu og kýs svo flokk. Þetta endur- speglar óneitanlega þörfina á breyttu kosningafyrirkomulagi," segir Krist- mundur Ásmundsson, oddviti Al- þýðuflokksins í Grindavík. Siglfirðingar studdu sinn mann Fullyrt var í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi vestra fyrir nokkru að Vilhjálmur Egilsson al- þingismaður hefði veriö látinn gjalda fyrir ESB-málin og hafi framsóknar- menn í Húnavatnssýslum mætt í prófkjörið í stórum stíl til að kjósa séra Hjálmar Jónsson í fyrsta sætið. Þá voru stuðningsmenn Vilhjálms sakaðir um að hafa leitað til óháðra, yflrlýstra stuðningsmanna F-hstans. Eftir talningu í prófkjöri Fram- sóknarflokksins á Noröurlandi vestra um miöjan janúar var rætt um að stuðningsmenn Páls Péturs- sonar alþingismanns bundist sam- tökum um að kjósa ekki Stefán Guð- mundsson og hafi skipting atkvæða farið nákvæmlega eftir svæðum. Stefán hafi átt stuðning í Skagaflrði og Sauöárkróki og Páll í Húnavatns- sýslum og á Siglufirði. Þegar raða átti á framboðshsta í Alþýðubandalaginu á Norðurlandi vestra fyrir nokkru kom krafa frá alþýðubandalagskonu á Sauðárkróki um að fá annað sætið og var gerð tillaga um það í uppstihingarnefnd en Siglfirðingar hafa gjarnan haft fuhtrúa sinn í þessu sæti. Þegar Sigl- firðingar stóðu frammi fyrir því að geta haft áhrif á það hver skipaði sætið fjölgaði verulega í Alþýðu- bandalaginu á Siglufirði. Ekkert nýtt „Mér hefur ahtaf virst vera dáhtið um að menn horfi á hverjir eru lík- legastir til að vinna vel fyrir byggðar- lagið burtséð frá flokkapóhtík. Mér er þetta ahs ekki nýtt en það er kannski farið að bera meira á því að fólk horfir á þetta um leið og það horfir á flokkana," segir Björn Valdi- marsson, bæjarstjóri á Siglufirði. Og á Vestfjörðum sökuðu stuðn- ingsmenn Péturs Bjamasonar fræðslustjóra stuðningsmenn Gunn- laugs Sigmundssonar um að hafa smalað meðal stuðningsmanna ann- arra flokka í prófkjöri Framsóknar- flokksins fyrir áramót. „Árið 1978 tóku 11 þúsund manns þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík, á Vesturlandi og Norð- urlandi vestra en flokkurinn fékk innan við 8.000 atkvæði í kosningun- um. Það er ólíklegt og reyndar úthok- að annað en að fólk úr öðrum flokk- um hafi tekið þátt í prófkjörinu. Manni sýnist líklegt að þetta sé reyndin núna hjá Framsóknar- flokknum á Norðurlandi vestra og Alþýðuflokknum á Reykjanesi en maður verður að bíða eftir kosning- unum th að sjá hvað þetta er um- fangsmikið," segir Svanur Kristjáns- son stjórnmálafræðingur. Elísabet Ásdís ásamt foreldrum sínum. DV-mynd Guðfinnur Átvær ömmur sembáðar erulOOára Guðfinnur Finribogason, DV, Hólmavik: Elísabet Ásdís heitir hth stúlka sem fæddist 13. maí 1994. Foreldrar henn- ar eru Kristján Garðarsson og Her- dís Rósa Reynisdóttir, ábúendur í Skálavík í Norður-ísaflarðarsýslu. Elísabet Ásdís er án vafa eini ís- lendingurinn sem á tvær ömmur sem báðar áttu 100 ára afmæli á síðasta ári. Önnur er langamma hennar en hin langalangamma og ef th vill hef- ur þetta ekki áður gerst hér á landi, hver veit? Kristín Petrea Sveinsdóttir, amma Herdísar Rósu, bjó lengi í Neðri- Gufudal í Austur-Barðastrandar- sýslu. Hún varð 100 ára 24. ágúst sl. Hólmfríður Þóra Guðjónsdóttir, langamma Kristjáns, fyrrum hús- móðir í Ármúla í Önundarfiröi, varð 100 ára 21. sept. sl. Oháður Ogmundur Fyrir nokkrum árum kusu opin- berir starfsmenn sér nýjan for- mann í BSRB. Sá heitir Ögmundur Jónasson og var lengi fréttamaður á sjónvarpi. Ögmundur hefur sjáif- sagt verið kosinn formaður út á andhtið, enda verða menn þekktir í þjóðfélaginu þegar þeir sjást á skerminum og gildir þá einu hvort eða hvað þeir segja af viti. Eflaust hefur Ögmundur virt reglur hins hlutlausa og óháða fréttamanns í starfi sínu á sjónvarpinu og sá eig- inleiki hefur gert hann aðlaðandi og eftirsóttan sem formann í BSRB. Þar þurfa menn hlutlausa og óháöa menn. Síðan þá hefur Ögmundur verið beinskeyttur talsmaður opinberra starfsmanna og allra þeirra sem eiga um sárt að binda og raunar hefur hann gengið svo vasklega fram í þessu hlutverki sínu að hlustendur og áheyrendur hafa fyllst samúð með þessum manni sem borið hefur allar heimsins byrðar á bakinu. Hann má ekkert aumt sjá, hann má ekki heyra minnst á stjómvöld og alls ekki á peninga öðruvísi en að fjargviðrast út af því og mótmæla því sem fyrir ber í samfélaginu. Segja má með sanni að Ögmund- ur hafi verið hlutlaus og óháður í öllum sínum málflutningi og sjálf- um sér samkvæmur að því leyti að hann er á móti öllu sem til fram- fara horfir. Þessi málatilbúnaður formanns BSRB hefur vakið slíka hrifningu annarra óháðra þegna þessa lands aö þeir hafa nú lagst á eitt um að fá Ógmund þennan á þing. Niðurstaðan hefur orðið sú að Ögmundur lætur tiheiðast og hefur fengið Alþýðubandalagið í liö með sér. Allaballar ætla að styðja lista óháðra í Reykjavík í komandi kosningum. Það er vegna þess að alþýðubandalagsfólk vill í rauninni vera óháð og vill gjarnan losna við þann stimpil að það hafi skoöanir sem eru háðar skoðunum flokksins eða þeirra sem innan hans starfa. Að því er varðar framboð Ög- mundar Jónassonar á lista Alþýðu- bandalagsins er það óháð því að Alþýðubandalagið bjóði fram. Al- þýöubandalagið er bara til uppfyll- ingar fyrir Ögmund af því að ekki fengust nógu margir á lista óháðra th að þeir geti verið einir í fram- boði og til að undirstrika sjálfstæði sitt og hlutleysi verður Ögmundur óháður í þessum kosningum þótt Alþýðubandalagið sé með honum á hsta. Það má enginn rugla því sam- an. í raun og veru hefur Alþýðu- bandalagið hætt við framboö í Reykjavík en hefur þess í stað ákveðið að taka upp óháða stefnu í höfuðborginni til að geta stutt Ögmund á þing! Það að vera óháður þýðir að menn eru ekki háðir neinum og heldur ekki listanum sem þeir eru á og sennilega ekki því að vera í forystu BSRB og alls ekki háður þeim sem eru óháðir að öðru leyti. Ögmundur er og verður óháöur, svo það mun örugglega ekki há honum þótt hann sé á lista með Alþýðubandaiaginu og öðrum, vegna þess að hann vill ekki bind- ast neinum flokki. Með því að fá Alþýðubandalagið með sér á hsta er Ögmundur að leggja áherslu á að hann sé óháð- ur, algjörlega óháður, flokkum og stefnum og öllu því jákvæða sem til framfara horfir í þjóðfélaginu, af því að hann er óháður og getur þess vegna ekki veriö háöur því. Ef maður verður háður peningum og breytingum og íhaldinu er hætta fram undan og Ögmundur hefur gætt þess vel að vera óháður í við- horfum sínum og býður sig fram á hsta með Alþýðubandalaginu, sem hefur einn flokka sérstakan skiln- ing á því að Ögmundur verður að vera óháður. Þetta verður sterkt framboð og sterkur þingflokkur með Ögmund og aha allaballana sem styöja óháða þingmenn og Alþýðubanda- lagið mun hér eftir verða óháður stjórnmálaflokkur til að Ögmund- ur nái sem mestum frama fyrir hönd opinberra starfsmanna, sem hljóta aö fagna því mjög hvað Ög- mundur er óháður á lista Alþýðu- bandalagsins. Opinberir starfs- menn eru í eðli sinu óháðir upp til hópa og hljóta þess vegna að geta stutt framboðslista Ögmundar og Alþýðubandalagsins til aö vinna óháðri pólitík brautargengi. Óháð hugsjón er á framtíðarbraut. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.