Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 Hugh Grant, leikarinn vinsæli, sést hér mæta til Golden Globe kvikmyndaverðlaunaafhend- ingarinnar um síðustu helgi. Konan glæsilega sem er honum við hlið heitir Elizabeth Hurley en hún er leikkona. Pau kynntust við töku myndar árið 1987 og hafa búið saman síðan. Grant var valinn besti gamanleikari síðasta árs fyrir hlutverk sitt í myndinni Fjögur brúðkaup og jarðarför. Diskótröllið John Travolta, sem flestir héldu að væri búinn að vera sem leikari, kom mönnum heldur betur á óvart á síðasta ári þegar hann sýndi stórgóðan leik í myndinni Pulp Fiction. Hann hlaut Golden Globe tilnefningu sem besti leikarinn um síðustu helgi. Kona hans heitir Kelly Preston. Símamyndir Reuter Uppskeruhátíð Holly- wood-stjarna hafin Golden Globe kvikmyndaverð- launin voru veitt um síðustu helgi. Það þykir jafnan mikill heiður að hljóta þessi verðlaun en þau koma næst óskarsverðlaununum á virð- ingarmælikvarðanum. Þau þykja líka vera góður mælikvarði á hver hlýtur óskarsverðlaunin í hverjum verðlaunaflokki ár hvert. Það eru Samtök erlendra fréttamanna í Bandaríkjunum sem standa að verlaunaafhendingunni. Óskars- verðlaunin verða veitt í mars. Sú mynd sem bar sigur úr býtum að þessu sinni var ótvirætt Forrest Gump en hún fékk langflestar til- nefningar og verðlaun. Hún var val- in besta myndin, Tom Hanks besti leikarinn og Robert Zemeckis besti leikstjórinn. Quentin Tarrantino fékk verðlaun fyrir besta handritið í myndinni Pulp Fiction, Jessica Lange fyrir bestan leik kvenna í aðalhlutverki og Dianne West fyrir bestan leik í aukahlutverki. Breski leikarinn Hugh Grant fékk verðlaun sem besti gamanleikarinn og Jamie Lee Curtis var talin besta gam- anleikkonan fyrir frammistöðuna í myndinni Sannar lygar í flokki gamanmynda og söng- leikja hreppti teiknimyndin Kon- ungur dýranna verðlaunin. Reuter Hún heldur sér alltaf vel, gamla kynbomban hún Sophia Loren. Hún smellti kossi í átt til Ijósmyndara eftir að hafa fengið Cecil B. DeMille verðlaunin fyrir frábært framiag til kvikmyndanna og skemmtiiðnaðarins í gegnum árin á Golden Globe verðlaunaafhendingunni um síðustu helgi. Tom Hanks er óumdeildur kóngur í leikarastéttinni í Hollywood um þessar mundir. Hann var valinn besti leikarinn á Golden Globe hátíðinni fyrir hlutverk sitt í Forrest Gump og þykir mjög líklegur til að hreppa óskarsverðlaunin Ifka, annað árið í röð. i—rm—r~r Leikkonan Jessica Lange var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni Blue Sky. Hún hefur oft verið tilnefnd til óskarsverðlauna en aðeins einu sinni hiotið þau. Það var fyrir aukahlutverk í Tootsie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.