Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 39 Seljalandsdalur: Svissnesk skýrsla um snjóflóða- hættu „Það liggur fyrir skýrsla sviss- nesks sérfræðings um snjóflóða- hættu á Seljalandsdal og efni hennar veröur kynnt á næsta bæjarstjómarfundi," segir Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði. „Ég vil ekkert gefa upp um efni skýrslunnar fyrr en hun hefur verið kynnt í bæjarstjórn." -rt Gottárhjá Skagfirðingi ÞórhaBur Ásmunds., DV, Sauöáxkróki: Afli togara Skagfirðings var mikill 1994 eða alls 7.656 tonn og heildaraflaverðmæti 854 millj. króna. Nýja árið byrjaöi líka vel hjá Skagfirðingi. Jólatúrarnir gáfu 105 millj. króna. Hegranes var aflahæst í fyrra með 2263 tonn að verðmæti 244,1 milljón. Var skipið annað afla- hæst ísfisktogara á landinu, aö- eins gamla Guðbjörgin ísafiröi var hærri með 2859 tonn að verð- mæti 254,1 milljón. Næsthæstur togara Skagfirö- ings var Skagfirðingur með 1932 tonn og 238 milljónir í aflaverð- mæti. Þá Skafti með 1784 tonn og 210 milljónir og loks Drangey með 1677 tonn fyrir 161,5 milljónir. Tvær ástæður eru fyrir minni afla og aflaverðmæti Drangeyjar en hinna togaranna. Skípið var frá einn mánuð vegna viðhalds og einnig sigldi Drangey minna utan en hin skipin. Akranes: Flugvöliur felldurútúr skipulagi Garðar Guöjónsson, DV, Aktanesi: Mjög skiptar skoðanir voru í bæjarstjórn Akraness um fyrir- hugað flugvallarstæði sem sam- kvæmt tillögu að aðalskipulagi átti aö vera við Kalmansvík. Hug- myndin mætti andstööu íbúa við Esjubraut og fleiri og svo fór að bæjarstjórn samþykkti með 5 at- kvæðum gegn 4 að fella flugvöll- inn út úr skipulaginu. Þar með er ljóst að flugáhugamenn rúm- ast ekki innan bæjarmarka Akra- ness. Pjöldi íbúa viö Esjubraut hafði sent bæjaryfirvöldum mótmæli, umhverfis- og heilbrigðisnefnd hafði mótmælt staðsetningu flug- vallar og hestamannafélagið Dreyri hafði og lýst yfir andstööu. Stefnt er að því að gera svæðið við Kalmansvík og land Innsta- Vogs aö útivistarsvæði fyrir bæj- arbúa. Flugáhugamenn þrýstu hins vegar á um að flugvöllurinn yrði staðsettur á þessum stað. Vitniað árekstrióskast Lögreglan í Kópavogi auglýsir eftir vitnum að árekstri grás Toy- ota LandCruisers og hvítrar Lödu sem ók í veg tyrir Toyotuna á mótum Nýbýlavegar og Þver- brekku en umferðarljós eru á gatnamótunum. Áreksturinn átti sér staö laust fyrir klukkan 9 laugardagsmorg- uninn 14. janúar. Vitni að óhapp- inu eru beðin að snúa sér til rann- sóknardeildar lögreglunnar í Kópavogi. _________________________________________Fréttir Sjaldséður gestur í sundlaugum Húnavallaskóla: Skarf ur svamlaði í heita pottinum - bíð spenntur eftir laxinum, segir Guðmundur Siguijónsson sundlaugarvörður Öllu jöfnu sækja skarfar lítt inn til landsins enda hingað til verið taldir til strandfugla. Um helgina brá þó þannig við að hús- og sundlaugar- vörður Húnavallaskóla að Húnavöll- um sá skarf í sundlauginni að Húna- völlum og ferðaðist fuglinn reyndar víðar um sveitina. „Ég varð var við hann hér á laugar- daginn fyrir hádegiö í sundlauginni. Hann sat fyrst upp á stakketinu þeg- ar ég hann en svo fór hann ofan í laugina og var þar. Ég hljóp inn til að ná í myndavél en dvaldist áðeins við það og þegar ég kom út aftur var hann farinn. Svo fór ég á vélsleöa 13 Grímur i safninu heima hjá sér. Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: „Það er létt fyrir mig að ná gömlu fiskibátunum og þeir eru spennandi verkefni. Það eru engar teikningar til af þeim en ég man eftir bátunum frá því ég var unglingur. Ekkert hef- ur verið gert til þess að varðveita þennan kafla íslandssögunnar sem er stórmerkilegur," segir Grímur Karlsson í Njarðvík. Hann hefur smíðað skipslíkön í mörg ár. Grímur notar við í smíðina og þau skipta orðið mörgum tugum gegnum kílómetra leið út Svínadal, þar sem ég á jörð, sem heitir Rútsstaðir, og huga að hrossum ásamt nágranna mínum. Þar sat sami skarfur uppi á þaki ibúðarhússins ásamt krumma sem sat hjá honum. Svo flaug hann niður af þakinu og hrafninn á eftir og settist sunnan við húsið. Þaðan flaug hann eitthvað annaö og krumminn á eftir og við misstum sjónar á þeim,“ segir Guömundur Sigurjónsson, húsvörður og sund- laugarvörður í Húnavallaskóla. Guðmundur gerir ráð fyrir að fugl- inn hafi hrakist undan illviðrinu á dögunum frá sjónum og alla leiöina árin líkönin sem hann hefur smíöað. Hann á eitt stærsta ef ekki stærsta safn á Norðurlöndum og smíðar skipin í bílskúrnum heima hjá sér. Þar og á heimili hans er allt undir- lagt af slíkum líkönum. Þar er hann með 30 báta en verk hans eru víða um landið - í einkaeign eða á söfnum. Grímur er um 400 klukkustundir að smíða hvert skip. Allt hans lif tengist sjónum á einn eða annan hátt. Hann var lengi skipstjóri á ýmsum fiskiskipum. Stjórnendur Byggðasafn nafnlausa að Húnavöllum, en um tíu kílómetra leið er að ræða. Hann segist ekki hafa hugsað meira um fuglinn enda talið hann að því kominn að drepast og hrafninn fylgdi honum því fast eftir. Um kvöldið hafi hann þó ætlað með konu sinni í heita pottinn í sund- lauginni og viti menn, skarfurinn var aftur kominn í sundlaugina. „Þegar við komum út þá var hann í heita pottinum og synti þar hring eftir hring og kafaði ofan í hann. Ég fór nú út í og ætlaði að ná honum en þá beit hann mig í höndina þann- ig að ég sleppti honum í sundlaug- ina. Hann tók nú dýfur þar en þegar DV-mynd Ægir Már sveitarfélagsins á Suðurnesjum hafa ákveðið að fá hjá honum skipslíkön á væntanlegt sjóminjasafn. „Ég byijaði á þessu þegar ég var til sjós en kom þá litlu í verk. Ég hætti á sjónum eftir aö ég fékk snert af kransæöastíflu. 1984 fór ég alfarið aö snúa mér að þessu. Minn draumur er að koma upp safni sem allir geti notið og segja þar sögu hvers báts - -kem oft er mjög merkileg og spenn- andi,“ sagöi Grímur. Hann veröur sextugur í ár. við fórum inn þá sat hann bara á bakkanum hinn rólegasti og síðan höfum við ekki séð hann. Ég er nú aö vona að hann hafi áttaö sig og komist til sjávar aftur." Guðmundur hefur búið í sveitinni í 13 ár og segist ekki hafa orðið skarfs var þar áður. Sundlaugin er eini staðurinn þar sem fuglinn hefur komist í vatn því Svínavatn, sem er í næsta nágrenni er ísi lagt. „Þetta er ábyggilega einsdæmi en ég bíð spenntur eftir því að það komi lax í laugina." -PP Súðavík: Vinnslahefstá ný eftir helgi Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísa&rði: Á sameiginlegum stjómarfundi Súðavíkurfélaganna Frosta hf. og Álftfirðings hf. í Súðavík i fyrra- dag var rædd hin alvarlega staöa eftir spjófióðin. Vinna hefúr legið niðri en samþykkt var að hefja vinnslu 1 rækjuverksmiöjunni 30. janúar nk. Skip félaganna héldu til veiöa í gær og fyrradag og munu landa eftir viku. Flest starfsfólk Frosta dvelur á ísafirði og verður þar eitthvað áfram. Því verður ekið milli staðanna og með því aö koma fyrirtækinu i gang telja for- svarsmenn þess það fyrsta hluta uppbyggingar í Súðavík. Vonast þeir til að fólkið snúi fljótlega til baka. Vegagerðin Borgamesi: Ástandið varorðið skuggalegt OlgBÍr H Ragnais., DV, Bdrgarbyggö: „Það voru í raun þrjú atriöi sem við vorum að leysa. Plássleysi á hönnunardeild var slíkt að það var orðið vandamál að koma fyr- ir hlutum. Geymslur vantaði al- veg. Við vorum að geyma úti á lóð í skúr tæki sem kosta margar milljónir, til dæmis almæla sem kosta 2 'h milljón stykkið. Papp- írsgeymslur vora þannig að segja má að ástandið hafi verið orðið skuggalegt," sagði Birgir Guð- mundsson, umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðarinnar, við DV. Töluverðar breytingar hafa verið geröar á húsnæöi Vegagerð- arinnar í Borgarnesi. Afgreiðsla hefur verið gerð aðgengilegri fyr- ir almenning og loftrými yfir verkfærasal gert að skrifstofú- húsnæði og geymslurými aukið verulega. „Við erum hér með verðmæt gögn, samxúnga og annað, Ekkert brunahelt var fyrir þau en við breytingamar fáum við bruna- helda geymslu fyrir pappír. Einn- ig skapast með þessu ágæt fund- araðstaða. Hana vantaöi alveg. Eina fundaraðstaðan í húsinu var í skrifstofunni minni þannig að ef haldinn var fundur var ég bara rekinn út,“ sagði Birgir. Skipstjórinn og smiðurinn Grímur Karlsson: Draumurínn er að koma upp saf ni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.