Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1995 29 Vilhjálmur Þorsteinsson hjá Islenskri forritaþróun hf. Hann hefur róttækar hugmyndir um að leggja Ijósleiðara að hverju heimili i landinu. DV-mynd GVA Vilhjálmur Þorsteinsson með róttækar hugmyndir: Tölvan, síminn og sjón- varpið tengt með alneti - með ljósleiðara aö hverju heimili Vilhjálmur Þorsteinsson, kerfis- fræðingur hjá íslenskri forritaþróun hf., er með róttækar hugmyndir í tölvumálum sem hann segir í raun vera spursmál um atvinnumál fram- tíðarinnar. Hér er átt við að koma ljósleiðara að öllum heimilum í land- inu með tengingu við svokallað alnet sem í framtíðinni mun tengja saman tölvuna, sjónvarpið og símann. Vil- hjálmur telur að með lagningu slíks ljósleiðara myndi skapast fjöldi starfa og verðmætaaukning yrði mikil. „Internetið byrjaði sem samteng- ing milli skóla og ríkisstofnana í Bandaríkjunum. Siðan hefur þetta smám saman undið upp á sig. Áð stórum hluta til er Internetið keyrt enn í gegnum símalínur en hryggirn- ir í því eru komnir á ljósleiðara í Bandaríkjunum og víðar. Miklar framfarir eru að verða í samskipta- málum. Tilkoma ljósleiðaranna og þróun á þeim hefur gjörbreytt stöð- unni. Það er hægt að troða gríðarlegu magni um þá og þeir eru líka mjög áreiðanlegir. Margfalt færri villur verða á sendingum um ljósleiðara heldur en um koparþræði símkerf- anna. Það mun gerast í framtíðinni að dreifikerfum fyrir síma, sjónvarp og tölvu verður slegið saman í eitt alnet,“ segir Vilhjálmur. Reykjavík tilvalin í tilraunaskyni - Hvemig mun þetta gerast? „Það er verið að tala um að ljósleið- ararnir liggi upp að húshlið. Þar komi þeir inn í svartan kassa og úr þeim kassa komi lagnir fyrir síma, tölvu, sjónvarp og fleira. Öll merki verða stafræn, að sjálfsögðu. Þetta er ákveðin bylting. Internetið er hluti af þessari þróun. Ég hef verið að skjóta því að mönnum hvort Reykja- vík sé ekki tilvalinn tilraunamarkað- ur fyrir þessa tækni. Þetta er evrópsk höfuðborg, ekkert alltof stór, vel tæknivædd og fólk nýjungagjarnt. Þrátt fyrir allt hefur Póstur og síma staðið sig ágætlega. Þess vegna hefur komiö upp sú hugmynd hvort ekki væri möguleiki á samstöðu milli Pósts og sínia, atvinnulífs, Háskól- ans, borgaryfirvalda og hugsanlega erlendra aðila um átak til að gera Reykjavík að ljósleiðaravæddri borg.“ VUhjálmur segist lita á þetta sem atvinnumál, líkt og verið væri að leggja hundruð milljóna króna í átaksverkefni. „Af hveiju ekki að nota peningana til að grafa niður ljósleiðarastrengi? Þetta er líka spuming um að gefa íslenskum fyrirtækjum og Háskólan- um færi á að þróa hugbúnað og stýr- ingar í kringum þessa tækni í tíma. Stóru síma- og samskiptafyrirtækin í Bandaríkjunum eru komin í gang með eitt og eitt bæjarfélag. Sem dæmi er Time-Warner að fara í gang í Or- lando á Flórída. En þessir staðir eru teljandi á fingrum sér.“ Vilhjálmur segist hafa þær upplýs: ingar frá Pósti og síma að þar sé ver- ið að kanna möguleika á að leggja ljósleiðara að 250 húsa hverfi í Reykjavík í tilraunaskyni. Vilhjálm- ur segir tilvalið að fá fleiri aöila að Sound blAsti Við gerum PC-tölvunni þinni kleift að tala, spila og syngja! Sound Blaster 16 Value Edition Langvinsælasta hljóðkortið fyrir PCtölvur í dag. Hentugt í alla almenna hljóðnotkun, leiki, hreyfimyndir, tal o.fl. Með því að tengja kortið við geisladrif (CD-ROM) opnast nýjar víddir í margmiðlun - og ein- hæf tölvan breystist í undratæki sem flytur bæði tal og myndir! Sound Blaster AWE 32 Flaggskipið frá Creative Labs. Hér er á ferðinni eitt öflugasta hljóðkortið fyrir PC tölvur. AWE32 hljóðkortið býður upp á mikla möguleika fyrir kröfuharða tölvu- notendur og tónlistaráhugafólk. - Fyrir þá sem vilja besta hljóminn á lægra verði bjóðum við SB AWE32 Value Edition. ÞÓR HF Ármúla 11 - Sími 568-1500 málinu svo að hægt sé að gera viða- meiri tilraun. Hugmyndinni vel tekið Vilhjálmur hefur rætt lítillega um þessa hugmynd við Atvinnumála- nefnd og Aflvaka Reykjavíkur. Næsta skref er að vinna greinargerð fyrir þessa aðila. Vilhjálmur segist hafa fengið góð viðbrögð við hug- Tækni - tölvur myndinni. Ekki er farið að tala um kostnað við lagningu ljósleiðara að hverju heimili. í Bandaríkjunum er kostnaður við uppsetningu um 70 þúsund krónur á hvert heimili. „Ljósleiðaratæknin er komin og mun verða allsráðandi á næstunni. Þetta snýst um hvort við ætlum að taka frumkvæðið eða að láta hlutina bara gerast. Ef seinni kosturinn verður tekinn munum við bara kaupa allan búnaðinn erlendis frá,“ segir Vilhjálmur. TAKaQdM ImmL Hreint út sagtfrábær RT-155B Sambyggt tæki sími og símsvari Á vegg eða borð - Endurval - 10 skammvalsnúmer - Hátalari - R-hnappur - Músik á bið - Fjarstýranlegur - O.fl. AT-550 Símsvari Tími og dagsetning - Fjarstýranlegur úr síma - Sýnir fjölda skilaboða - V Upptaka á símtölum - Raddstýrð 1 upptaka - O.fl ixjpstei Síöumúla 37-108 Reykjavík - S. 687570 .. .áénfftaAitt^nx i umamdtumf Vinsælu Tulip margmiðlunartölvurnar loksins komnar aftur! Þú getur eignast Tulip margmiðlunartölvu fyrir ^ aðeinsl kr. 4.921 á mánudi (*) . ' ÆHHHK9í TulHp MARGMIÐLUN OPNAR ÞÉR NÝJA VERÖLD ! Fræðsluefni Landafræði Myndlist Tónlist Vísindi unarbúnadur miðlar upplýsingum med hljódi, myndum og texta. Nýttu þér nýjustu tækni til frædslu og afþreyingar - þad er gód fjárfesting! Leikir (•) Miðað er við raðgreiðslur Eurocard og afborganir í 36 mánuði. Vextir (13.01.95), VSK og allur kostnaður er innifalinn í verðinu. Staðgrciðsluvcrð er aðeins kr. 135.900 Að auki fylgir með í kaupunum: TulipWare Geisladiskur fullur af hugbúnaði ! Lcikir - Ciaris Works - Gagnagrunnur Töflureiknir - Teikniforrit - Ritvinnsla leiðandi fyrirtæki imargmiðlun CO&NYherji <o> NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.