Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 15
15 l>RII).iyi)A(;Uk 7. MARS 1995 Alþýðuflokkurinn vill: Nýjar áherslur í sjávarútvegi Þorsteinn Pálsson sjávarutvegsráöherra hefur látið sér detta i hug að setja þá i fangelsi sem henda fiski. Þetta er aldeilis fáheyrð fyrirætlan og ráðherranum til skammar Alþýðuflokkurinn hcfur einn flokka lasR til að við Íslendinfíar sækjum um aðild að BSB. Umsókn um aðild cr forscnda samnings! Við gefum okkur ekkert fyrirfram í samninfíum, en við semjum heldur ckki um hvaö sem er. Aðrir flokkar hafa haldið j)ví fram að alþýðu- flokksmenn væru jafnvel tilbúnir að semja um heimildir til handa erlendum þjóöum um aðgang að auðlindum okkar í hafinu. Þetta er fáránlegt og hefur að sjálfsögöu aldrei hvarflað að okkur. Hverjir eiga auðlindina? Alþýðuílokkurinn vill tryggja sameign þjóðarinnar allrar á auð- lindum sjávar meö því að binda ákvæði um slíkt í stjórnarskrá. Þá verður ekki samið við einn né neinn um aðgang að auðlindinni nema breyta stjórnarskránni. Með þetta ákvæöi tryggt í stjórn- arskrá lýöveldisins, ætti öllum ótta um innrás útlendinga í okkar fisk- veiðilögsögu að vera eytt. En þetta ákvæði gerir meira, því í reynd er aö skapast eignaréttur útgerðar- fyrirtækja á aflaheimildum, þær eru seldar, keyptar, veðsettar og afskrifaðar á sama hátt og löglegar eignir. Það verður að vera öllum ljóst hverjir eiga auðlindina. Gjaldtaka fyrir afnot Þegar búið er að stjórnarskrár- binda sameign þjóðarinnar á auð- lindinni þá er eðlilegt að koma á Kjallaiinn Guðmundur Oddsson form. framkvstjórnar Alþýðuflokksins gjaldtöku fyrir afnot af henni. Al- þýðuflokkurinn hefur sett fram þá hugmynd að þeir sem veiða fisk innan flskveiðilögsögunnar til vinnslu í landi greiði lægra gjald en þeir sem fullvinna afla úr sama stofni úti á sjó. Það er stórmál að auka atvinnu 1 landi. Þorsteinn vill fangelsa sjó- menn Fullyrt hefur verið, að miklum afla sé hent í sjóinn. í raun býður kvótakerfið upp á að slíkt sé gert því sektir eru við því að koma með umframafla að landi. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra hef- ur látiö sér detta í hug að setja þá í fangelsi sem henda fiski. Þetta er aldeilis fáheyrð fyrirætlan og ráð- herranum til skammar. í þeim fiski sem hent er í sjóinn eru mikil verömæti og hann lifnar ekkert við þótt einhverjum sé hent í fangelsi fyrir að veiða hann. Við eigum því að skipta um hugsunar- hátt og hvetja sjómenn til að koma með allan afla að landi. í stað þess að hegna þeim fyrir það þá á aö skipta verðmætum umframaflans milli t.d. þriggja aðila. Ríkissjóður, útgerð og sjó- menn Sá fiskur sem veiddur er umfram kvóta á að fara á fiskmarkað og mætti hugsa sér að 80% af verð- mæti hans renni í ríkissjóö, en sín hver 10% færu annars vegar til útgerðarinnar en hins vegar til áhafnarinnar. Þannig er kominn hvati fyrir útgerð og áhöfn til að koma með aflann að landi, en þjóð- in fengi stærsta hlutinn. Þau verð- mæti sem ríkissjóður fengi með þessum hætti yrðu síðan notuð til að efla hafrannsóknir og auka eftir- lit með fiskveiöum. Með þessu móti fengjust mun raunhæfari töl- ur um veiddan afla, sem aftur myndu auövelda fiskifræðingum þeirra störf. Verst af öllu er að henda verðmætunum í sjóinn aftur því það er ekki aðeins sóun heldur vanvirðing við auðlindina. Guðmundur Oddsson Alþýðuflokkurinn hefur sett fram þá hugmynd að þeir sem veiða fisk innan fiskveiðilögsögunnar til vinnslu 1 landi greiði lægra gjald en þeir sem fullvinna afla úr sama stofni úti á sjó. Heilbrigðiskerfi á hálum ís Eitt af því sem við íslendingar erum hvað stoltastiraf er það heil- brigðiskerfi sem við höfum byggt upp. Hefur hróður þess borist til annarra landa þannig að erlendir ráðamenn hafa komið hingað til lands til þess eins aö kynna sér það. Reikningar á ríkið íslenska heObrigðiskerfið hefur því verið í svipaöri stöðu og einka- barn aldinna hjóna. Það hefur feng- ið allt það besta, vandamáhð hefur hins vegar verið að ekki hefur mátt setja ofan í við hvítvoðunginn þó ærin tflefni hafi á tíðum verið til þess. Því er svo komiö að 26% fjárlaga ríkisins fara í að halda kerfinu uppi og fyrirsjáanlegt er að heilbrigðiskerfið á eftir að kosta ríkið meira. Ekki er að furöa þó þeir sem hafa fengið það hlutverk að spara ög skera niður hjá ríkinu skuh hafa rennt hýru auga til heil- brigðiskerfisins. Þeim hefur þó orðið lítt ágengt í viðureign sinni við það. Þetta á sér margar skýr- ingar. Það sem einkum hefur þó farið úrskeiðis er að niðurskurðar- mönnum hefur mistekist að virkja heilbrigðisstéttirnar til samstarfs um aðhaldið. Hefur þetta lýst sér í því að aðhaldsaðgerðimar hafa sjaidan verið gerðar af kunnáttu heldur miklu frekar af tilfmningu. Sést þetta á öllum hinum flata KjaUarinn Guðmundur S. Johnsen stjórnmálafræðingur niðurskurði sem framkvæmdur hefur verið. Vandinn við sparnað- araðgerðirnar virðist því vera, að ríkið hafi enga aðfla til að úrskurða um hvað er nauðsynlegt og hvað ekki. Sumar heflbrigðisstéttir hafa haft frjálsar hendur um að skrifa reikninga á ríkið án þess að eðhlegt eftirht sé haft þar með. Einhliða stjórnir Vilji hið opinbera ná tökum á eyöslu sinni í heflbrigðisgeiranum virðist mér að það veröi að leggja út í viðamikla endurskipulagningu á kerfinu í heild, þar sem komið verði upp skipulögðu eftirhti með eyðslu þess á öllum stigum. í þessu tflliti verður einnig að endurskipu- leggja uppbyggingu stofnana kerf- isins tfl að fá aukna kostnaðar- ábyrgð. Heilbrigðisyfirvöld eiga skflyrðislausa heimtingu á því að vita hvernig fé þess er varið. Það er því eðhlegt að heilbrigðisráðu- neytið skipi einhhða stjómir þeirra heilbrigðisstofnana, sem það fjár- magnaðar alfarið. Ennfremur er eðlilegt að heilbrigðisráðuneytið skipi yfirmann yfir hverri deild innan sjúkrahúsanna sem væri bæði faglega og íjárhagslega ábyrg- ur gagnvart því. Til að auka kostnaöarvitund enn frekar í heilbrigðiskerfinu er æski- legt að tilvísunarkerfið og sjúkra- samlögin verði endurvakin svo auðveldara verði að hafa eftirht með hvernig íjármunum heilbrigð- is- og tryggingakerfisins sé variö. Án skilvirks kostnaðareftirhts, er hætt við að allt reki á reiöanum, kostnaður fari langt fram úr því sem skattgreiðendur geti borgað sem endað gæti með hruni velferð- arkerfisins eins og hefir gerst í sumum löndum Austur-Evrópu. Ég vil enda þessa grein mína á orðum gamals garðyrkjumanns sem sagði: „Það getur verið sárt að þurfa grisja skóginn þegar það þarf að fella tré. En ég geri það samt skógarins vegna því þegar htið er til lengri tima þá er það skógurinn sem skiptir máh.“ Eins er með hefl- brigðiskerfið, þaö getur verið sárs- aukafuflt að skera niður innan málaflokka þess, en það verður að gerast, svo við fáum notið þeirrar rómuðu þjónustu er það veitir um ófyrirsjáanlega framtíð. Guðmundur S. Johnsen Það sem einkum hefur þó farið úrskeið- is er að niðurskurðarmönnum hefur mistekist að virkja heilbrigðisstéttirn- ar til samstarfs um aðhaldið. Meðog ámóti Safnaðarheimili á lóð KeHavikuricirkju Lifandi menn- ingarheimili Tal um byggingu nýrrar kirkju og safnaðar- heimihs ann- ars staöar er alveg út í blá- inn. Nýjar kirkjur sem eru byggðar í dag eru ekk- ert stærri en okkar kirkja og undantekningar- laust eru safnaðarheimili byggð við kirkjuna. Gamh bærinn í ná- grenninu var vanræktur þar til fyrir 10 árum. Hann á eftir að taka miklum breytingum næstu 10 árin. Þörf fyrir safnaðarheim- ih er mjög mikil í nútíma kirkju- starfi. Kirkjan er 80 ára gömul en þá var framsýnin svo mikil að hún rúmaði aha ibúa byggöar- lagsins og menn tóku rúmgóða lóð fyrir síðari tíma til ráðstöfun- ar. Gamli bærinn mun gjörbreyt- ast með tflkomu nýs saihaðar- heimilis sem við eigum að gera að lifandi menningarheimih. Kirkjan hefúr þjónað okkur í 80 ár og nú er söfnuöurinn mjög stór en mun ekki verða stærri á næstu áratugum þar sem byggingar- svæðið eftir sameiningu sveitar- félaganna færist á Innri-Njarð- víkursvæðið. Eftir tilkomu þessa húss mun það vafalaust þjóna okkar söfnuði önnur 80 ár. í 25 ár hefur verið safnað fé til bygg- ingarinnar og söfnuðurinn telur sig nú eiga fyrir heimflinu. Ekki í sam- ræmi við gamla bæinn „Við erum hræddir við þetta stóra hús inni í gamla bæn- um. Þaö sýndi sig berlega í kosningunum um daginn hvernig um- ferðaröng- þveitið getur orðiö. Þaö var kahað á lögreglu til að hafa hemh á umferöinni. Þó kusu ekki nema 4% af þeim sem hafa kosningarétt. Hvað heföi gerst ef fieiri hefðu mætt? Við erum hræddir um að umferð- in og gatnakerfiö þoli þetta alls ekki í þessu hverfi. Það er vanda- mál. Byggingin er ahs ekki í anda og samræmi við þennan gamla bæ. Viö erum ekki á móti safnað- ariieimih eins og haldiö er á lofti hjá þeim sem eru fylgjandi því aö byggja. Biskup sagði á dögun- um að við þyrftum þetta hús en við þurfum það ahs ekk. Það eru margir aðrir möguleikar. Þeir vhja byggja 1000 fermetra heimili viö hhðina á kirkjunni sem er 240 fermetrar. Það finnst okkur of mikið á þessum stað. Það er verið að tala um að nota þaö einnig sem tónhstarhús en það skfljum við ekkL Söfnuðurinn þarf ekki að byggja slikt hús. Það eru til aðrir staðir undir shkar samkoraur. Þá er furðulegt að veriö sé að tala um byggingu á kirkjulóðinni, þaö er búiö að hafna þessari um- ræddu lóð í kosningum sem fram hafa fariö. Þeir eru búnir aö leggja 12-15 mihjónir í lóð sem bæjarbúar hafa hafhaö. Það eru fleiri á móti byggingunni en með henxú. Við höfum bara ekki þessa peninga úr að spila. Pátt 8. Eggertsson, verktakl i Keflavík. Birgír Guónaaon, vara- form. aóknarnefndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.