Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 Kjómm Ástu R. Jóhannesdóttur þingmann Reykvíkinga. á. takkt Þjóðvaki - hreyfing fólksins. Útlönd________________________________________DV Átök varðskipa og spænskra togara á Nýfundnalandsmiðum: Skáru á togvíra eins togarans - reyndu að fara um borð í annan Til átaka kom á ný milli kanad- ískra var'ðskipa og spænskra togara á Nýfundnalandsmiðum í nótt. Að sögn spænskra sjómanna skáru kanadísk varðskip troll aftan úr ein- um togara og reyndu aö fara um borð í annan. Skipstjóri annars tog- arans sagði í viðtali við spænska rík- isútvarpið að kanadískt varðskip hefði fjórum sinnum reynt að skera trollið aftan úr skipi sínu og að ein- ungis tveir metrar hefðu verið milli skipanna þegar varðskipið sigldi fram hjá togaranum og varðskips- menn gerðu tilraun til að komast um borð. Togaramir voru sunnarlega á miðunum sem deilt er um, nokkuö frá öðrum togurum. Kanadamenn höfðu í hótunum við samningamenn Evrópusambandsins í gær ef ekki næðist samkomulag um grálúðuveiðar á miðunum undan ströndum Kanada. Sögðust þeir mundu grípa til aðgerða til að bjarga grálúðustofninum frá frekari ofveiði. Þá lágu samningsdrög í fiskveiðideil- unni fyrir en þau átti að leggja fyrir utanríkisráðherra Evrópusam- bandsins á mánudag. „Við bíðum um stund en erum ekki tilbúnir að bíða heila eilífð. Fyrr eða síðar grípum við til nauðsynlegra aðgerða," sagði Brian Tobin, sjávar- útvegsráðherra Kanada. Til þessa hefur orðum Tobins ekki verið fylgt eftir með aðgerðum. En ef miðað er við viðbrögð Spánverja og ESB viö töku togarans Estai 9. mars og þegar troll var klippt aftan úr öðrum spænskum togara stuttu síðar má reikna með harkalegum viðbrögðum nú sem geta gert árang- ur í viðræðum aðilanna að engu. Reuter Tilboð Hugvers í tilefni 3ja ára afmælis pakki Ótrúlegur “Multi Media’ VESA Local Bus móðurborð, 256k flýtiminni, stækkanl. í 1Mb ! 4 Mb RAM. 14”NI,LR, frábær skjár. Cirrus Logic 1 Mb skjáhraðall. IBM 364 Mb, lOms harður diskur. Turnkassi. Vandað íslcnskt lyklaborð og mús. US-Robotics 28.800/V.34 fax/modem kr. 25.900,- “Ouad speed” geisladrif kr. 23.800,- Með 486 DX2/80 örgjörva: Með 486 DX4/100 örgjörva 90 MHz Pentium,PCI og 8Mb kr. 114.800 - Móðurborð, minni, diskar, kr. 122.800 - °8 ^ uPpfæra eldri kr. 194.800,- velar. Frábœr verð og gœði. kr. 21.000,- 486/66 vélar frá kr. 89.800,-!! Hagstœð verð á disk- og minnisstœkkunum. Kynntu þér mergjaðan verðlista okkar ! Hugver Laugavegi 168 s. 91-620707 f. 91-620706 Tíl fermíngargjafa Krossar Krossar með faðirvorinu úr silfri eða guili. Verð á silfurkrossi kr. 1.950, verð á 8 karata gullkrossi kr. 4.900 m/festi. Hríngar Mikið úrval af fermingarhringum ur gulli, handsmiðaðir, með eða án steina. Verð frá kr. 5.300. ffull (^föttin LAUGAVEGI 49, SÍMAR 17742 - 617740 LAUGAVEGI ouin SÍMAR 17742 - 617740 Sílfurhríngar Handsmíðaðir Mikið úrval afsilfurhringum á verðbilinu 1-2000 kr. módelsilfurkrossar, verð kr. 3.600-5.300. r^uií <$utl UAUGAVEGI49, SlM117742 OG 617740 LAUGAVEGI 49, SlMAR 17742 - 617740 Ástralska fyrirsætan Elle Macpherson var aðalnúmerið á tískusýningu Todds Oldhams í New York. Mikið er um tískusýningar þar í borg þessa dagana en þegar er farið að spá i tískuna fyrir næsta haust. simamynd Reuter Náðunartilraun breskrar móður mistókst: Ránmorðinginn í raf magnsstólinn Nicholas Ingram, 31 árs gamall breskfæddur maður sem dæmdur var fyrir ránmorð í Georgíufylki 1983, verður líflátinn í rafmagnsstól í fangelsi í Georgíu klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Dómstólar úrskurðuðu aö lögmenn Ingrams hefðu ekki neitt fram að færa sem ekki hefði mátt skoða í réttarhöldun- um fyrir 12 árum. Þó sýnt hafi verið fram á að Ingram hafi verið undir áhrifum lyfia við réttarhöldin 1983 var því hafnað að taka málið upp að nýju. Tilraunir móður hans til að fá hann náðaðan hafa því engan árang- ur, borið. Bæði fylkisdómari og hæstiréttur Bandaríkjanna neituðu að fresta af- tökunni og héraðsdómari neitaði Ingram um að hafa andlegan ráð- gjafa hjá sér í fangelsinu stundimar fyrir aftökuna. Dómari sagði Ingram ekki hafa getað sýnt fram á trúarleg- I ar forsendur fyrir slíkri ráðgjöf. Hann fær ekki að hitta neinn fyrir aftökuna og mun einungis fá að tala i við lögmann sinn í síma. Ingram var fundinn sekur um að hafa rænt eldri hjón í Georgíu 1983, bundið þau viö tré og skotið í höfuð- uð. Maðurinn lést samstundis en konan liíði árásina af og gat bent á Ingram sem þann seka við réttar- höldin. Lífláta átti Ingram strax 1984 en hann hefur þrisvar fengiö aftöku frestað. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.